Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.07.2000, Qupperneq 32
 * FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFIIR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið I hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 0Mb Grundarf j örður: Sportbátur týndur í þoku Leit var gerð að litlum sportbát aðfaranótt sunnudags sem ekki hafði skilað sér i land á umsömdum tíma. Báturinn, sem var með þrjá menn innanborðs, hafði lagt af stað í skemmtisiglingu frá Stykkishólmi og ætlaði að koma að landi í Grund- arfirði. Þegar báturinn skilaði sér ekki á umsömdum tima var hafm leit að honum. Báturinn, sem lent hafði í blindþoku, skilaði sér svo í land við sveitabæinn Suður-Bár í Eyrarsveit af sjáifsdáðum en í hann vantaði allan búnað fyrir siglingar við þessi skiiyrði. -snæ Slasaður göngugarpur á Laugaveginum - þyrla send á staðinn Landhelgisgæslan sendi á laugar- daginn þyrlu eftir slasaðri konu sem var að ganga Laugaveginn ásamt hópi fólks. Konan hafði meitt sig á ökkla og treysti sér ekki að ganga lengra og var því kallað á hjálp. Þá var gönguhópurinn staddur í dal- verpi sunnan við Hrafntinnusker, vestan við Kaldaklof, og var búinn að slá upp tjöldum svo ekki fór illa um konuna. Reynt var að senda bíl frá Björgunarsveitinni á Hellu til að ná í þá slösuðu en hann komst ekki á leið- arenda vegna krapa og aurbleytu þannig að þyrla Landhelgisgæslunn- ar var send á staðinn. -snæ Slagsmál á Gauknum Töluvert fyllirí var í miöbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld. Eitthvaö varum rysking- ar meöal manna og brutust m.a. út slags- mál á veitingastaönum Gauki á Stöng. Glannaakstur í Ólafsvík: Bíltúrinn endaði á húsvegg Ökutúr ungs ökumanns í Ólafs- vík endaði heldur óskemmtilega á laugardaginn þegar bíllinn sem hann ók fór inn í húsagarð og lenti á íbúðarhúsi. Bíllinn er mikið skemmdur en ekki urðu slys á fólki. Ekki var um ölvunarakstur að ræða heldur eingöngu reynsluleysi og glannaskap ökumannsins sem hefur aðeins haft ökuleyfið um skamma hríð. -snæ . , Dv-MYND INGO Sumarmyndin i ar Þeir eru glaöhlakkalegir, félagarnir Kjartan Gunnarsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, þar sem þeir stika Austurstrætiö meö rjómaís t hendi og bros á vör. Úr svip þeirra má lesa ósk um aö sumariö veröi eilíft og í þeim efn- um eru þeir sammála allri þjóöinni sumariö 2000. Umferðarslys um helg- ina á Norðurlandi: Fimm bílar Æm •• gioronytir Allmargar milljónir fóru í súginn á Norðurlandi um helgina en þar gjöreyðilögðust fimm bílar í samtals fjórum umferðaróhöppum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri er þetta óvenju mikið og er það mildi að ekki urðu alvarleg slys á fólki. Um- ferðarslysin gerðust bæði innanbæj- ar utan og eru númerin af bílunum komin inn á borð til lögreglunnar þar sem þessir bílar eiga ekki eftir að fara i fleiri túra um bæinn. -snæ Helgin hjá lögreglunni: Amfetamín í Öskjuhlíðinni Tveir menn voru teknir með fíkniefni í Öskjuhlíð- inni á laug-_ ardaginn. í fljótu bragði virtist vera um tvö „slög“ af amfetamíni að ræða. Mennimir eru góðkunningjar lögregl- unnar og var eftiið ætlað til eigin neyslu. Töluverð ölvun var í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöldið, enda veðrið milt og gott, en þó voru engin teljandi vandræði. í Hafnarfírði voru tveir teknir fyrir ölvunarakstur og þrír í Kópavoginum. -snæ Malagafanginn enn á ferð og hrelli íbúa í Baldursgötunni: Oskubökkum og bleikri máln- ingu rignir út um gluggann - fundur íbúa og lögreglunnar haldinn í vikunni Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið að gera nágrönnum sínum við Baldursgötuna lífið leitt síðastliðin ár. „Það er alltaf ónæði þama, glös- um og öskubökkum hefur rignt nið- ur úr gluggum. Þarna er alltaf vímuefnaneysla og það er lið sem þvælist með. Lögregla og sjúkrabilar eru héma reglulega og fíkniefnalögreglan er hérna nánast tvisvar eða þrisvar í viku,“ sagði nágranni sem ekki vildi koma fram undir nafni vegna þess að maðurinn hefur haft í morðhótunum við hann og fjölskyldu hans. „Hann er búinn að vera með hót- anir við mig, að drepa mig og mömmu mína og kveikja í bílnum minum þannig að ég lít alltaf út um gluggann þegar ég vakna til að gá hvort bíllinn sé í björtu báli,“ sagði nágranninn og bætti því við að á tímabili hefði hann sofíð með golf- kyifu við höfðagaflinn hjá sér. Um siðustu helgi tók steininn úr þegar maðurinn fleygði málningarfótu út um gluggann á húsinu og ætlaði henni að lenda á manni sem hann var að rífast við. Hann hitti manninn þó ekki heldur opnaðist fatan og bleik málning slettist yfir nærstadda bíla og götuna. Kalla þurfti á slökkviliðið til þess að hreinsa burt málninguna. íbú- ar viö Baldursgötu ætla nú að halda fund með lögreglunni í Reykjavík í næstu viku þar sem þau vandræði sem maðurinn hefúr valdið verða rædd, en nágrönnum hefur fúndist lögreglan gera of lítið í málum mannsins. Útburður takmörkuö lausn „Skýrslum á viðkomandi er safnað og þetta er þá gjaman bundið ákveðnu húsnæði. Eftir ákveðinn tíma og ákveðinn málafjölda er farið í sýslu- mann og óskað eftir útburði," útskýrði Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í Reykjavík. Hann bætti því við að hægt væri að bera fólk út úr sínum eigin íbúðum, sem og leiguíbúðum. Meðal kvartana fólksins eru innbrot Stórum jarðskjálftum spáð á Suðurlandi: Stöðug upphleðsla á spennu - en ekkert bendir til yfirvofandi skjálfta „Við erum eð stöðuga upphleðslu á spennu á þessu svæði,“ sagði Páll Halldórsson jarðeðlisfræðingur við DV í gær. Á vefsíðu jarðeðlissviðs Veðurstofu íslands kemur fram i grein eftir þá Pál, Ragnar Stefáns- son og Gunnar B. Guðmundsson að skjálftamir sem urðu á Suðurlandi fyrr í sumar hafi losað aðeins fjórð- ung þeirrar spennu sem verið hefði í jörðinni. Möguleiki sé á frekari skjálftum þegar fram líða stundir, svipuðum að stærð og skjálftamir í sumar voru. Jarðskjálfti á austur- hluta svæðisins geti orðið allt að 7 að styrkleika. Páll sagði að þekkt væri hvort tveggja úr sögunni að spennan losn- aði tiltölulega fljótlega eða þá að það Ljóst væri að síðustu skjálftar á Suðurlandi hefðu ekki klárað alla þá spennu sem verið hefði í jörð- inni. „Ég myndi álíta að verulegar lík- ur séu á því að á næstu ánun, eða 1-2 áratugum, eigi eftir að verða þama kippir, ekkert ósvipaöir þeim sem urðu í sumar. Þá getur komið kippur austar á svæðinu en ég tel að það verði lengra í hann.“ Páll sagði að sem stæði vseru eng- ar vísbendingar um yfirvofandi skjálfta á svæðinu. Orðið hefði vart viö smáskjálftakippi fyrir síðari skjálftann í sumar á þeirri sprungu sem síðan fór í gang. Bundnar væru vonir við að hægt yrði að gefa skammtímaviðvaranir með því að fylgjast með því hvar sprungur væru farnar að hreyfa sig. Aðeins hefði borið á virkni í Flóanum og Ölfusi en það væri ekkert sem hefði náð sér á strik. -JSS sem maðurinn er talinn tengjast, fíkniefnaneysla, ólæti, morðhótanir og aðrar hótanir. Maðurinn á langan glæpaferil að baki sem nær aftur til ársins 1973. Hann var tekinn fyrir eit- urlyfjasmygl á Malaga á Spáni á sínum tíma og sat í fangelsi þar. Einnig hefur hann verið handtekinn fyrir innbrot, ölvunarakstur, skjalafal s, þjótnað, íjársvik og fikniefhabrot. Maðurinn hefur verið sviptur ökmétt- indum ævilangt og eitt mál gegn hon- um er enn í gangi. Ef maðurinn verður borinn út er málið samt ekki leyst. „Ef honum yrði hent út héma þá byrjar þetta vanda- mál bara einhvers staðar annars stað- ar,“ sagði nágranninn. Samkvæmt síðustu heimildum mun hafa sést til mannsins vera að kaupa sér farmiða úr landi nú fyrir helgina. -SMK Pantið í tíma darai i Þjóðhátíð Ú FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 loppurinn á ísnum yz,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.