Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2000, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2000
17
Kjötætu-
róbóti
Bls. 22
Tölva
kennir
sjálfri sér
Bls.18
Globalstar
fyllir upp í
eyðurnar
Bls. 21
PlayStation
Yuki Sakatani,
starfskona Sony,
sýnir hér frumgerð
nýjustu stafrænu
ljósmyndavélar
Sony sem sögð er verá sú minnsta
og léttasta sem til er í heiminum.
Vélin vegur aðeins 26 grömm og er
með innbyggðan LCD-skjá (LCD er
skammstöfun skjá úr fljótandi krist-
al).
Það sem gerir þeim Sonymönnum
kleift að framleiða svo litla mynda-
vél er hin svokallaða IC-stöflunar-
tækni. Þar er átt við að upp-
tökuminnið, háhita pólf-sílikon
LCD og lithium fjölliðubatterí eru
samansett í einum og sama
tölvukubbnum. Ekki var gefið upp
hvenær myndavélar af þessari gerð
kæmu á markaö en búast má við
því að það verði líklega á snemma á
næsta ári. Vélin var frumsýnd í höf-
uðstöðvum Sony-fyrirtækisins í
Tókíó þann 27. júlí síðastliðinn.
Það er sem sagt af sem áður var
þegar Bandaríkjamenn reyndu að
setja tóninn fyrir heimsbyggðina og
reyndu að hafa allt sem stærst og
„best“. Eitthvað er fariö að draga úr
þeim fþróttaanda hjá þeim Könum,
sérstaklega holdafarslega séð, og
þróunin komin á hinn veginn og
þeim mun minna sem það er því
betra er það. Þessi hugsunarháttur
er ættaður úr austri og hafa Japan-
ar þar verið fremstir í fararbroddi
og eru þeir þar enn eins og sjá má á
myndavélinni góðu.
Hver veit nema þeir framleiði
kubb sem hreinlega verður grædd-
ur í hausinn á fólki og tekur upp
allt sem fyrir augu ber. Síðan verði
smátengi á gagnauga sem hægt er
að stinga í samband við tölvu, hlaða
síðan öllu dótinu niður og velja á
tölvuskjá bestu myndimar.
Jby
Vírusviðvörun
Það er ekki langt sið-
an hinn þreytandi
ástarvírus kom fram
á sjónarsviðið og
skelfdi tölvunotend-
ur pólanna á milli. Nú þegar fólk er
rétt búið að jafna sig kemur síðan
önnur alda vírusa. Samkvæmt
heimildum DV-Heims er það ástar-
vírusinn enn á ný en nú er hann
ekki einsamall. Nokkrar gerðir
stökkbreytinga virðast hafa fæðst
og eru nú að hrella fólk. Nú koma
þessir vírusar með svokölluðum
vbsviðhengjum eins og t.d.
joke.vbs. Fólki er bent á að henda
þeim strax og það verður vart við
þá. Fólk ætti líka alltaf að hafa það
hugfast að opna aldrei viðhengi á
póstum nema vera visst í sinni sök.
■fvlJiu
Ný útgáfa af
Opera-vafranum
" 1L-. Þeir sem ekki eru
N. . j.. ginnkeyptir fyrir því
Jjiíili) stóra og vinsæla í
netvafrageiranum
»ii.éiiiiii.iiiiiii.iii.i) ættu kannski að
skella sér inn á www.opera.com og
hlaða niður nýjustu útgáfu Opera-
netvafrans. Helsti munurinn á
Opera og stóru vöfrunum, Explorer
og Navigator, er það hversu lítið
pláss Opera tekur, aðeins upp í 3
Mb á móti 20 Mb hjá hinum. í gær
voru á tímabili um 70.000 manns á
heimasíðunni að hlaða niður þess-
ari nýjustu útgáfu sem er víst mik-
ið betrumbætt frá þeirri seinustu.
Framleiðendumir lofa fólki því að
Opera sé mun hraðvirkari en stóru
vafrarnir og getur fólk fengið að
sannreyna það með 30 daga próf-
tímabili. Það kostar alla vega ekkert
að prófa.
—
—
—
í lukkupotti áskrifenda
eru vinningar
«< a. ' m •* j.a að verðmæti m
Ert Þ“ astoifandi? 700.000 hr. Js.
BRÆÐURNIR
I0RMSS0N
Lágmúla B • Slmi 530 2800
SPAR SPORT
Gáskrift
U - borgar sig
550 5000
10EWE.
2
DREGIÐ VIKULEGA I SUMflR