Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 DV 7 Fréttir Futurice-sýningin í Bláa lóninu: Einn helsti hönnuð- urinn hætti við - gert í góðu samkomulagi við Eskimo Models Einn helsti fatahönnuðurinn hér á landi, Linda Björg Áma- dóttir, hefur dregið sig út úr Fut- urice-sýningunni sem haldin verður i Bláa lóninu 11. og 12. þessa mánaðar. Eskimo Models, sem standa fyrir sýningunni, segja þetta mikinn missi en 10 aðrir hönnuðir verði á sýning- unni, þannig að hún standi alveg fyrir sér sem slík. Að sögn beggja málsaðila dró Linda sig út úr sýningunni í góðu samkomulagi við Eskimo Models. „Ég tók ákvörðun um að vera ekki með af því að ég hef unnið alltof mikið að undanfórnu,“ sagði Linda Björg við DV. Hún eignaðist dóttur fyrir rúmum þremur mánuðum og fór að vinna þremur dögum eftir bamsburð- inn. „Nú verð ég að taka mér frí. Ég er búin að vinna yfir mig og þarf hvild.“ Linda sagði það vissulega slæmt að missa af sýningunni. Hún kvaðst þó telja að það sem kæmi helst út úr henni væri blaðaumfjöllun. Hennar viðfangs- efni hefðu fengið talsverða um- fjöllun í erlendum blöðum upp á DV-MYND GVA Loksins í fríl Linda Björg fatahönnuöur ásamt litlu dótturinni, Kríu Freysdóttur. Mæðgurnar taka þaö rólega þessa dagana eftir aö Linda Björg ákvaö aö draga sig út úr Futurice-sýn- ingunni vegna mikils álags aö undanförnu. síðkastið þannig að hún væri í sjálfu sér ekki að missa af neinu. „Þessi sýning er líka mikilvæg fyrir íslenskan almenning svo að fólk geti áttað sig á hvað er góð hönnun og hvað ekki. Mér finnst það stærsti punkturinn í þessu. Hér á landi er mikið af ungum hönnuðum sem era að hasla sér völl. Mér finnst allt í lagi að draga mig aðeins í hlé núna og leyfa öðrum að komast að,“ sagði Linda sem hlaut Menningarverð- laun DV fyrr á árinu fyrir hönn- un sína. Hún er með línu á erlendum markaði, í Bandaríkjunum, Asíu og Evrópu. Samkvæmt samningn- um þarf að koma fram með nýja línu á sex mánaða fresti og fram- leiða eldri linuna og koma henni i verslanir. Þessi keðjuverkun verður að halda áfram hvað sem tautar og raular. Linda hefur því tekið litlu dótturina með sér í vinnuna þar sem hún hefur sofið meðan móðirin hannar. „Ég hef ekki tekið mér sumar- frí í flmm ár,“ sagði hún. „Nú er komið að þvi. Ég er loksins kom- in í frí.“ -JSS Slysadeildln Vantar ketti á staöinn. Mýs við Slysavarðstofuna: Stigu stríðsdans - segir gestur sem vill ketti „Ég og vinkona mín sátum á bekk fyrir utan Slysavarðstofuna á meðan læknar voru að skoða ungan kunn- ingja okkar sem hafði meitt sig lítils háttar. Rákum við þá ekki augun í músahóp sem hreinlega steig stríðs- dans þama fyrir utan inngöngudyrn- ar,“ sagði Björn Pálsson ellilífeyris- þegi sem að vonum varð hissa, svo og vinkona hans á bekknum. „Síðan horföum við á mýsnar skjótast niður í holu á spitalaveggnum og ekki sög- una meir.“ Bjöm Pálsson, sem er alinn upp í sveit, telur að forráðamenn Landspít- alans i Fossvogi ættu að fá sér ketti til að halda músafjöldanum í skefj- um. Kettirnir gætu að auki verið gestum á biðstofu slysadeildarinnar til yndis og dægrastyttingar á meðan beðið væri: „Sjálfum er mér meinilla við mýs þvi ég hef tvisvar fengið þær inn á mig. í fyrra skiptið hljóp mús upp í buxnaskálmina og í seinna skiptið ofan í hálsmálið. Síðan þá hef ég alltaf átt kött,“ sagði Björn Pálsson. -EIR Um 30 manns á biðlista eftir viðtölum: Mikil ásókn í ráðgjöf - í kjölfar jarðskjálftanna á Suðurlandi Mikil ásókn er í ráðgjöf sem ráð- gjafarskrifstofa sveitarfélaga á Suð- urlandi hefur veitt eftir jarðskjálft- ana sem dundu þar yfir fyrr í sum- ar. Um 30 manns eru nú á biðlista til að komast í viðtöl. Fólk spyr einkum um málefni varðandi við- gerðir á húsum svo þau verði trygg til íbúðar. Einnig lýsa sumir óánægju með niðurstöður tjónamats sem starfs- menn Viðlagatryggingar hafa birt þeim. Enginn þeirra mun þó hafa lýst hug á að fara í málaferli vegna tjónamatsins, að sögn Odds Hjalta- sonar hjá Línuhönnun hf. Hann starfar einnig við ráðgjafarþjónust- una á Suðurlandi. „Flestir óska aðstoðar við að yflr- fara mat og athuga hvort hús séu nógu trygg eftir skjálftann," sagði Oddur við DV. „Einkum er verið að leiðbeina fólki um viðgerðarferlið. Þess má til dæmis geta að sam- kvæmt byggingarreglugerð er skylt að leita til hönnuða og leggja málið fyrir byggingafulltrúa ef fram- kvæma á viðgerðir á burðarkerfum húsa. Það eru ekki allir sem vita þetta. Fólk fær leiðbeiningar um þetta ferli, auk þess sem farið er yfir matið með því.“ Oddur sagði að meðal þeirra sem kæmu væri fólk sem orðið hefði fyr- ir „altjóni." Það væri að leita sér leiða til að fá ódýr hús sem hægt væri að reisa og ganga frá á tiltölu- lega skömmum tíma. Margt af þessu fólki væri nánast á götunni. „Ég verð ekki var við mikla óá- nægju með matið en heyri þó slíkar raddir," sagði Oddur sem kvaðst þá segja fólki hvert það ætti að leita. „Ég veit um fimm aðila af þessum þrjátíu sem ekki eru sáttir. Sumir standa uppi með hús sem þeir treysta sér ekki til að búa í lengur. En húsið hefur verið metið viðgerð- arhæft. Viðkomandi vill þá gjaman skoðun á því hvort það verður jafn- traust eða traustara eftir viðgerð en fyrir." -JSS /nHgaffj QLÆStBtrtætÐ TIL SOLU BMW740I Arg. 1997, 4400 cc;- ekinn 72.000, . álfelgur. 18";-sportinnrétting. sjö'nváip, topplugá;:£r tvöfajt.gler. áksturstölva; áíláf..,aögérðir í.styri. ispólvörn, ; rafdrif Íisáetunvmeð minm. rafdr. gardina. GS"v1 sínv. . Billmn er hlaöinn aukabúnaði ög-er mjögí'glæsilegur Verö 4,7 rrflílj.v bílalán 2,2 millj. Upplýsingár á bill.is sirni 57.7-377.7 . Bless bursti AEG Favorit 4231 U-W verð 49.900 stgr w Mer* QöO Vinnur verk sín í hljóði Þetta er sú heitasta á markaðnum, turbo þurrkun með heitum blæstri og svo hljóðlát að þú hefur ekki hugmynd um að hún er gangi. Tekur 12 manna stell, býr yfir 6 þvottakerfum, er með 6 falt vatnsöryggi og svona mætti lengi telja - þetta er alvöruvél. Við vonumst til að geta óskað þér til hamingju með áfangann en bendum þér samt á að kveðja gamla uppþvottaburstann og - vettlingana með hæfilegri virðingu. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.ls Nú á ég skilið að uppþvottavél fá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.