Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 Viðskipti Umsjón: Vidskiptabladid Afkoma Skeljungs undir væntingum - hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði meiri en í fyrra Skeljungur hf. var rekinn meö 158 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuöum þessa árs, samanborið við 211 milljóna króna hagnað á sama tímabili i fyrra. Hagnaður Skeijungs var mun minni en fjár- málafyrirtæki höfðu reiknað með en í könnun Viöskiptablaðsins var að meðaltali spáð 241 milljónar króna hagnaði Skeljungs. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjár- magnsliði hækkaði um 50 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, miðað við sama tíma í fyrra, og nam 494 milljónum króna en var 444 milljónir króna á fyrri helmingi síð- asta árs. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 325 milljónir króna en var 292 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Óhagstæð gengisþróun á síðustu mánuðum veldur þvi að fjármagns- gjöld félagsins aukast úr 2 milljón- um króna á fyrri hluta síðasta árs í 87 milljónir króna á fyrstu sex mán- uðum yfirstandandi árs. Hagnaður af reglulegri starfsemi var 164 millj- ónir króna en var 200 milljónir á sama tíma í fyrra. í spám fjármála- fyrirtækja var hins vegar gert ráð fyrir 325 milljóna króna hagnaði af reglulegri starfsemi Skeljungs. Hreinar rekstrartekjur Skeljungs Netfoiu^ ELDHUS - BAÐ - FATASKAPAR Babmnrettmgar i miklu úrvali * I & Verðdœmi (sjá mynd): 120 cm innrétting, sem samanstendur af 5 skápum, höldum, Ijósakappa meö 3 halogenljósum, txirðplötu og spegli. TILBOÐSVERÐ m/20% afsl. aðeins kr. 57.865.- Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fðnix) SlMI: 552 4420 hf. á fyrri helm- ingi ársins námu 1.402 milljónum króna, en voru á sama tíma á síðasta ári 1.299 milljónir króna. Veltufé frá rekstri reyndist vera 407 millj- ónir króna fyrstu sex mán- uði ársins en var 425 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári. Heildarsala Skeljungs hf. á fljót- andi eldsneyti jókst um 8% á fyrri hluta ársins, miðað við árið áður, og nam liðlega 164 milljónum lítra. Stjórnendur sáttir Afkoma félagsins fyrstu 6 mánuði ársins er viðunandi að mati stjóm- enda félagsins. Hækkun rekstrar- kostnaðar er svipuð og hækkun neysluvísitölu en á sama tíma hafa umsvif félagsins aukist sem m.a. koma fram í hækkun á hreinum rekstrartekjum. Ný Selectstöð i Smár- anum í Kópavogi hefur bæst í rekst- urinn frá því á sama tíma í fyrra og hefur hún eins og aðrar Selectstöðvar verið að skila hagnaði. Óhagstæð gengisþróun á seinni hluta uppgjörs- tímabils var félaginu erfíð. Ljóst er að jafn miklar sveiflur og verið hafa í gengismálum undanfarið setja stórt strik í reikning félags eins og Skelj- ungs hf. án þess að við verði ráðið. Hátt olíuverð leiðir til mikillar fjár- bindingar, bæði í birgðum og í viö- skiptakröfum. Hækkun vaxta, lækk- un gengis krónu og styrking dollars hafa einnig neikvæð áhrif á fjár- magnsliði eins og ársreikningurinn ber með sér. Þróun þessara þátta mun hafa mikil áhrif á rekstur félags- ins á næstu misserum og einnig mun gengi sjávarútvegs sem fyrr ráða miklu um afkomu þess. Risasameining á kjötmarkaði Sameining á Siglufirði Ákveðið hefur verið að sameina fimm fyrirtæki í slátrun og kjöt- vinnslu; Borgarnes-Kjötvörur ehf. í Borgarnesi, Sláturhús og kjöt- vinnslu Kaupfélags Héraðsbúa á Eg- ilsstöðum, Kjötumboðið hf. í Reykja- vík, Norðvesturbandalagið hf. á Hvammstanga og Þríhyrning hf. Sameinað fyrirtæki ber nafnið Goði hf. og verður eftir sameininguna stærsti sláturleyfishafi landsins með um 40% hlutdeild. Markmið sameiningarinnar er fyrst og fremst að mynda öfluga rekstrareiningu og laga íslenskar landbúnaðarafurðir að síbreytilegu markaðsumhverfi. Einungis þrótt- mikið fyrirtæki getur brugðist við þessum aðstæðum á fullnægjandi hátt. Markmið Goða hf. er að geta boðið bændum góð kjör í viðskipt- um sinum og vera um leið traust af- urða- og vinnslustöð í fremstu röð. f ár er gert ráð fyrir því að velta Goða hf. verði 3,6 milljarðar króna en yfir 4 milljarðar króna áriö 2001. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 260 talsins, þar af um 200 á lands- byggðinni. Á álagstímum, svo sem i sláturtíð, er gert ráð fyrir því að starfsmannafjöldinn verði um 700 Markmið sameiningarinnar er fyrst og fremst aö mynda öfluga rekstrarein- ingu og laga íslenskar landbúnaðarafurðir að síbreytilegu markaðsumhverfi. manns. Uppsagnir starfsfólks eru ekki fyrirsjáanlegar í kjölfar sam- einingarinnar. Goði hf. mun reka sláturhús á eft- irtöldum stöðum: Hvammstanga, Búðardal, Hólmavík, Egilsstöðum, Fossvöllum, Breiðdalsvík, Horna- flrði, Hellu, Þykkvabæ og Reykja- vík. Höfuðstöðvar Goða hf. verða í Reykjavík. Þrír stærstu eigendur Goða hf. eru Norðvesturbandalagið hf., Þrí- hyrningur og Kaupfélag Héraðsbúa. Eigendur Siglfirðings hf., Þor- móður rammi-Sæberg hf., Gunnar Júliusson og Sigþóra Gústafsdóttir, hafa komist að samkomulagi um að skipta félaginu þannig að til verði nýtt einkahlutafélag sem heitir ÞRS 75 ehf. Nýja félagið mun eiga togar- ana Svalbarða og Asanda ásamt 2.150 þorskígildistonnum eða 75% af aflaheimildum Siglfirðings hf. Yfirteknar skuldir nema um 600 milljónum króna. Einnig hefur orð- ið samkomulag milli aöila um hluta- bréfaskipti og mun Siglfirðingur hf. verða alfarið í eigu Gunnars og Sig- þóru en eignarhlutur þeirra i ÞRS 75 ehf. verður rúmlega 28%. Ofangreindir aðilar hafa einnig undirritað samkomulag um samein- ingu Þormóðs ramma-Sæbergs hf. og ÞRS 75 ehf. Sem gagngjald fyrir hlut sinn í ÞRS 75 ehf. fá Gunnar og Sigþóra hlutabréf að nafnvirði 21.000.000 kr. Samkomulagið er gert meö fyrirvara um samþykki stjóm- ar Þormóðs ramma-Sæbergs hf. Hlutafé Þormóðs ramma-Sæbergs hf. verður ekki aukið vegna samein- ingarinnar. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Sörlaskjól Hjarðarhaga Fjólugötu Nesveg Dunhaga Lindargötu Hátún Fornhaga Skúlagötu Miötún Hverfisgötu Laufásveg Stórholt Laugaveg Freyjugötu Meðalholt Ingólfsstræti Þórsgötu Ásvallagötu Þingholtsstræti Sólvallagötu Sóleyjargötu Upplýsingar í síma 550 5000 Eigendur Siglfiröings hf., Þormóöur ramml-Sæberg hf., Gunnar Júlíusson og Sfgþóra Gústafsdóttir, hafa komist að samkomulagi um að skipta félaginu þannig að til verði nýtt einkahlutafélag sem heitir ÞRS 75 ehf. HEILDARVIÐSKIPTI 736 m.kr. Hlutabréf 232 m.kr. Bankavíxlar 167 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Eimskipafélag íslands 93 m.kr. Q Össur 49 m.kr. © Marel 21 m.kr. MESTA HÆKKUN O Útgeröarfélag Akureyringa 4,4% Q Skeljungur 3,1% Q Þróunarfélag fslands 3,1% MESTA LÆKKUN © Loðnuvinnslan 20,0% Q Bakkavör Group 3,6% O SR-Mjöl 3,4% ÚRVALSVÍSITALAN 1.549 stig - Breyting O 0,21 % Finnur Thorlacius ráðinn markaðsstjóri Tæknivais Finnur Thorlacius hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Tæknivali. Finnur er 36 ára að aldri og var áður markaðsstjóri Nýherja. Hann er landfræð- ingur að mennt frá Háskóla íslands og tók síðan meistaragráðu (MBA) í við- skiptafræðum frá Florida Institute of Technology árið 1990. Að námi loknu starfaði Finnur hjá BYKO. Hann varð markaðsstjóri IKEA árið 1993 og tók við sama starfl hjá Nýherja þremur árum síðar. Finnur Thorlacius er kvæntur Her- dísi Sif Þorvaldsdóttur og þau eiga tvö böm. MESTUViOSKIPTI | Q Landsbanki 335.917 j Q Össur 330.029 i © Íslandsbanki-FBA 275.087 i 0 Eimskip 256.738 i 0 Baugur 221.124 O sílestnönsSOdsda 0 ísl. hugbúnaðarsj. 23% Q Marel 18% 0 Þróunarfélagið 15% 0 Fóðurblandan 13% 0 Jarðboranir 12% i O Loðnuvinnslan hf. -20 % Q ísl. járnblendifélagið -17% 0 Samvinnuf. Landsýn -14 % 0 Skeljungur -8% 0 ísl. Fjársjóðurinn -8% Austurbakki og Hans Pet- ersen í eina sæng? Stjómir Austurbakka og Hans Petersen hafa ákveðið að hefja form- legar samningaviðræður með það að markmiði að sameina félögin. Stefnt er að því að niðurstaða fáist innan fárra daga. BSdow jones 10606,95 O 0,81% [•jNIKKEI 16182,80 O 0,52% : ■stp 1438,10 O 0,51% I ■ nasdaq 3685,52 O 2,16% gBFTSE 6378,40 O 1,40% Hdax 7145,53 O 0,62% : 11CAC 40 6532,29 O 0,40% ! 02.08.2000 kl. 9.15 KAUP SALA BSÍDollar 78,480 78,880 fe^Pund 117,160 117,760 1*1 Kan. dollar 52,870 53,200 SBlPönsk kr. 9,6540 9,7070 ."jriNorsk kr 8,8100 8,8580 SS Sænsk kr. 8,4990 8,5460 9ÖFI. mark 12,1043 12,1771 1 Fra. franki 10,9716 11,0375 i | j Belg. franki 1,7841 1,7948 □ Sviss. franki 46,6200 46,8800 CShoII. gylUni 32,6581 32,8544 Þýskt mark 36,7972 37,0183 Ulh. lira 0,03717 0,03739 j SQAust. sch. 5,2302 5,2616 j 1 Port. escudo 0,3590 0,3611 Lf,,1spá. peseti 0,4325 0,4351 f*ljap. yen 0,72180 0,72620 !□ írskt pund 91,381 91,931 SDR 102,9200 103,5400 EIecu 71,9691 72,4015 |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.