Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 I>V 9 Fréttir Hefur koma Top shop haft mikil áhrif á afkomu annarra tískuvöruverslana? „Frábærar útsölur" - segja neytendur - aðrir verslunareigendur telja hana ekki breyta heildarmyndinni Það er ekki langt síðan ekkert var til hér á landi sem flokkast gat undir hugtakið tískuvöruverslun. Konur ým- ist saumuðu á sig sjálfar upp úr er- lendum „móðinsblöðum" eða reyndu að komast yfir flikur frá útlöndum og karlar létu sauma á sig hefðbundin jakkafót með einhverra áratuga milli- bili. Að sérstaklega væri hugsað um ung- linga í fatabúðum þekktist ekki enda unglingar ekki orðnir að þeim neyslu- hópi sem þeir eru í dag þegar þeir eru einn stærsti hópur neytenda á landinu - neytendur sem dugað hafa til að skapa risaverslunarveldi. Hópsálin lætur nefnilega ekki að sér hæða og komist eitthvað í tísku, hvort sem það er röndóttur sebrajakki eða bleikur sumarbolur, eltir hjörðin þá sem á undan fara. minnsta kosti þær vikur sem eftir er af sumrinu hér. Verslanir keppast um að auglýsa afslátt á afslátt ofan og þykir mörgum skrýtið í miðju góðæri þegar allt á að vera fljótandi af peningum og unglingamir allir í vel launaðri sum- arvinnu sem að vanda fer að stórum hluta í tískuvörur. Getum hefur verið leitt að því að koma Top Shop hafi haft þau áhrif með lægra vöruverði að aðrar verslan- ir hafi séð sig knúnar til að lækka verð hraðar, fyrr og meira en að öllu jööiu geti talist eðlilegt. Verðlag er sagt fremur lágt í versluninni, a.m.k. sé miðað við verðlag almennt í tískubúð- um, þó foreldrar ungviðisins séu kannski ekki cilltaf sammála því eftir að hafa pungað út með hvem fimm þúsund kallinn á fætur öðrum svo bömin tolli í tískunni. Sjálfsagt eig- um við íslend- ingar metið i fjölda tískuvöra- verslana nú eins og svo mörgu öðra sé miðað við mannfjölda. Hver verslunin á fætur annarri sprettur upp en ákveðinn hund- raðshluti - oft nokkuð hár - deyr inn- an tveggja ára og skilur gjama eftir sig sviðna jörð skulda og ábyrgða. Ein- hvers staðar frá þurfa peningamir að koma og ef ekki er nóg af þeim í um- ferð orsakar það einfaldlega gjaldþrot hér og þar. Stærri búðir - færri hendur Baugur hefur ekki látið til sín taka svo neinu nemi á tiskuvörumarkaði hingað til. Það er þó að breytast því fyrirtækið hefur gert samninga við er- lenda verslunarkeðju sem rekur m.a. tískuvöraverslunina Top Shop, Sel- fridges, Warehouse, Burton, Evans og Principles sem allt era þungavigtar- búðir í Bretlandi og nánast með alla línuna i markhópum sinum - allt frá mjög ungu fólki til miðaldra manna og kvenna sem vilja fylgja tískunni. í framhaldi af komu Top shop hingað til lands má búast við fleiri erlendum verslunum á vegum Baugs og merkir það einfaldlega að færri hendur fá í sinn hlut stórar upphæðir af heildar- veltunni sem þrengir að litlu búðun- um. Mikið af útsölum Útsölur hafa verið „góðar“ í júlí- mánuði - þ.e. góðar fýrir neytendur sem keypt hafa vörumar á 70-80% af- slætti - sumarvörur sem nýtast að Vigdís Stefánsdóttir blaðamaður Hver er mark- hópurinn? Eigendur og rekstraraðilar sem DV hafði tal af era þó ekki sammála því að koma Top Shop hafi haft teljandi áhrif á markaðinn. Þó versl- unin sé fremur stór að umfangi þá sé markaðurinn einfald- lega stærri en svo að það skipti máli í heildarmyndinni. Markhópur Top shop þykir litill - helst ungar stúlkur 13-16 ára og aðeins hluti þeirra því stærðimar henta aðeins grönnum stúlkum. Þær kraftalegu eða stóra þurfa að fara annað eftir fatnaði. Unglingar skiptast mjög í tvo hópa en nær allir þeir sem talað var við höfðu farið í verslunina og skoðað og prófað fatnaðinn. Undantekning var að finna einhvem sem orðinn var 16 ára og verslaði í Top shop en nokkuð var um 14 og 15 ára viðskiptavini og þá helst mjög grannar stúlkur. Helst þóttu fyrmeftidir gallar vera vandamál, þ.e. Top Shop er nýjasta viðbótin á sístækkandi tískuvörumarkaði. Ungu stúkurnar kunna vel að meta að geta keypt sér hátískufatnað á heldur lægra verði en gerist og gengur og þá keypt fieiri flíkur en ella. v, Sautján ber höfuö og herðar yfir aörar tískuverslanir hvaö stærö og umfang varðar og finnur sennilega ekki mikfö fyrir því þó Top Shop bætist viö. neitt öðravísi en i hinum tískuvöra- verslununum og sögðust heldur kaupa sér flíkur í Top shop á um helmingi þess verðs sem þær kostuðu í 17 og geta þá keypt fleiri flíkur. Ein af fjölmörgum tískuverslunum borgarinnar þar sem nú eru stórútsölur neytendum til hagsbóta. flikumar of litlar fyrir meginhluta ís- lenskra stúlkna þó svo snið og litir þættu góðir. Nokkrar töldu þetta þó ekki vera Kúnninn vill út- sölurfyrr Ekki þykja útsöl- umar nú neitt óeðlilega miklar eða af- sláttur meiri en verið hefur. Dæmi era um að útsölur hafi byrjað í júní þegar veður hefur verið leiðinlegt og sumar- fatnaður ekki selst. Hins vegar era við- skiptavinir verslan- anna famir að treysta því að útsöl- ur hefjist fljótlega eftir að sumar byrj- ar og bíða gjaman eftir þeim og setja með þvi pressu á rekstaraðila. Þannig haldast í hendur væntingar við- skiptavina og þörf verslana fyrir aukið rekstrarfé sem kem- ur inn í gegnum aukið streymi. Ekki er heldur lengur um að ræða að sum- arvörur komi inn á vorin og vetrarvör- ur á haustin heldur era í raun fjórar árstíðir (season) í versluninni, rétt eins og í útlöndum þó svo að veðurlag hér sé ekki verulega heppilegt til þess. Nú era að koma fyrstu haustvörur í tískuverslanir og fara þær í sölu strax eftir verslunarmannahelgi. í septem- ber og október koma svo þyngri haust- og vetrarvörur og jólavörur. I febrúar eða mars koma fyrstu vorvörur en það fer reyndar svolítið eftir því hvenær páskamir era. Þær verða að vera komnar fyrir páska ef eitthvað á að seljast og hinar eiginlegu sumarvörur era svo að koma inn fljótlega eftir páskana og eitthvað ffarn í maí. Eftir það er farið að huga að útsölu á sum- arvörum til að endurtaka hringinn. Það hlýtu þó að teljast umhugsunar- efni þeirra sem horfa á þennan mark- að hversu mikill afslátturinn er - oft- ast 70-80% - og vekur óneitanlega spumingar um hver álagningin er. Sérstaklega þegar svo virðist sem helmingur þess sem keypt er inn fer á útsölur og hlýtur það að draga vera- lega úr hagnaði verslunarinnar. Útlönd og póstlistar Tískuverslanir keppa ekki aðeins hver við aðra heldur þurfa þær einnig að hafa í huga verðlag og úrval erlend- is. Fjölmargir póstlistar era í gangi og utanlandsferðir taka sinn toll af eyðslufé landans. Nýjasta viðbótin er svo auðvitað netverslanir en þeim fer fjölgandi í þessum geira sem öðrum og verður sífellt auðveldara að versla í gegnum þær. Netverslanir senda gjaman viðskiptavinum sínum ffétta- bréf vikulega þar sem talið er upp það sem nýtt er og spennandi og hafa þá „hyperlink" eða tengil á viðkomandi siðu beint úr bréfinu til að auðvelda heimsóknina. Einnig era dæmi um netverslanir þar sem hægt er að skoða fötin á mynd sem viðkomandi við- skiptavinur velur og reynir þá að hafa gínuna sem líkasta sér, réttan háralit, stærð og fleira. -vs EVRÓPA BILASALA M. Benz A140 '00, ekinn 7 þús. km, svartur. Verð 1.690 þús. Bflalán 1.400 þús. tákn um traust Faxafen 8 / Sfmi 581 1560 / Fax 581 1566 www.evropa.is Land Rover Discovery TDI '99, ekinn 24 þús. km, gullsans., ssk. Verð 2.990 þús. Golf Comfortline 1400 '98, ekinn 32 þús. km, góðar græjur, 17“ álf., gulur.Verð 1.850 þús. Toyota Land Crusier LX turbo dísil '98, ekinn 73 þús. km, bsk., 35“ haekkaður. Verð 2.750 þús. MMC Pajero, langur, dísil turbo '98, ekinn 40 þús. km, 32“, einn með öllu. Verð 3.290 þús. Bílalán 2.150 þús. Nissan Patrol turbo SE '99, ekinn 14 þús. km, bill með öllu. Verð 4.490 þús. Isuzu Trooper 3,0 turbo dísil '00, ekinn 7 þús. km, vínrauður, ssk. Verð 4.290 þús. Hyundai Starex H1 '99, ekinn 13 þús. km, blár, 4wd., bsk. Verð 2.190 þús. Opnunartími 1/6-30/9 mán.-fö. kl. 8.30-18.30 laug. kl. 10-17 sun. kl. 13-16 Opnum alltaf fyrst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.