Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 PV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Bókmenntir Hefnd barnanna Allt sem Vilborg Dagbjartsdótt- ir skáld snertir á er smekklega frá gengið og því á vel við að bók- in sem gefin er út í tilefni sjötugs- afmælis hennar skuli vera sá fagri prentgripur sem hún er. Þrjár sögur eftir Saki í þýðingu Vilborgar er í litlu broti (14,5x14,5 sm), hlífðarkápan er hvít en á hana er skorið ferhymt gat eins og gluggi og út (inn) um hann sést blár himinn með raunverulegum og teiknuðum skýjum. Þetta er merki um alúðarfullt nostur við útlit bókarinnar en vísar líka til þess að gluggar skipta máli i öll- um sögunum. 130 ár eru liðin frá fæðingu Saki en sögurnar í þessu litla úrvali gætu vel gerst í samtímanum, svo tímalausar eru þær. Ein af ástæð- um þess er eflaust sú að þær flalla allar um böm; af einhverjum ástæðum virð- ist sálarlíf bama vera samt við sig á '—--------- / öllum öldum, hugmyndaflug þeirra, illviðráðanleg forvitni og tilflnninganæmi, og af- staða fullorðinna til þeirra reynist líka söm við sig þó að kenningar um barnauppeldi kunni að breyt- ast frá einu tímabili til annars. Saki missti móður sína í frumbernsku og ólst upp hjá tveimur frænk- um sínum og tvær af sögunum i bókinni benda til þess að það hafi ekki verið sælustaður fyrir börn. En börnin láta ekki kúga sig; með útsjónarsemi og hugmyndaflugi - eða bænhita - ná þau fram hefndum á fullorðna fólkinu, barnahefndum sem verður ennþá merkilegra og lær- dómsríkara en nokkur strandferð, en til þess að komast inn í komp- rma beitir Nikulás brögðum sem sæma mundu sjálfum James Bond. Konráð í sögunni „Sredni Vasht- ar“ er alinn upp við nöturlegt ást- leysi og fær útrás fyrir þörf sína fyrir djúpar tilfinningar með því að hugsa um dröfnótta hænu og til- biðja marðardýr. Þegar frænka tekur hænuna frá honum á ör- vænting hans sér engin takmörk. Þriðja sagan er „Opinn gluggi“ um stúlkuna Veru sem býr til nýjan veruleika alveg fyrirvaralaust ef sá gamli er ekki nógu spennandi. Full ástæða er fyrir hefnd drengj- anna á kaldranalegum uppalend- um en Vera virðist vera ástríðu- lygari. Fullorðið fólk fær slæma útreið í þessum sögum. Það er nánasar- legt, refsiglatt, trúgjamt og hug- myndasnautt - fyrir nú utan hvað dvmynde.ól. þaQ er hundleiðinlegt. Ekki má það þó verða til þess að halda þess- ari bók frá stálpuðum börnum. Þau munu hafa nautn af sögunum. Þýðing Vilborgar er unnin af einstakri alúð; hvert orð er vandlega valið. Eina efasemdin er um orðið „frettu“ yfir marðardýrið hans Konráðs; það er rétt þýðing á „ferret“ en bagalega lítið þekkt i íslensku og dregur úr spenn- unni. Stíllinn er annars blátt áfram en kallar á sterkar tilfinningar í látleysi sínu, alveg eins og frumtextinn. Þessi litla bók er gimsteinn hvar sem á hana er litið. Silja Aðalsteinsdóttir Saki: Þrjár sögur eftir Saki í þýöingu Vilborgar Dagbjarts- dóttur. JPV forlag 2000 Vilborg Dagbjartsdóttir Pýöing Vilborgar er unnin af einstakri alúð; hvert orð er vandlega valið, “ segir Silja Aðalsteinsdóttir í dómi sínum. eru jafnsnilldarlega útfærðar og þær eru grimm- úðugar, enda era bömin hans Saki bæði húmorist- ar og anarkistar. Fullorðiö fólk fær slæma útreið Tvær sögurnar eru um drengi og sagðar frá þeirra sjónarhóli - þó að Saki stilli sig ekki um að gá í hugskot annarra persóna ef þörf krefur. „Ruslakompan" segir frá Nikulási sem er refsað fyrir matvendni með því að fá ekki að fara með hinum börnunum í ferðalag. Einkaferðalag Niku- lásar rnn hina læstu og forboðnu raslakompu Tónlist ■ Engin helgislepja Síðastliðinn laugardag frum- flutti Caput-hópurinn undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar svonefnda Skálholtsmessu eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson. Tónleikamir voru að sjálfsögðu í Skálholti og voru einsöngvarar þau Marta G. Halldórsdóttir sópr- an, Finnur Bjarnason tenór og Benedikt Ingólfsson bassi. Skálholtsmessa er í nokkrum þáttum sem bera hefðbundin nöfn latneska messutextans, með fáeinum undantekningum. Til dæmis er trúarjátningarsálmur Marteins Lúthers hafður i stað Nikeutrúarjátningarinnar og sem Introitus er sungin „Ein fögur söngvísa" en það er sálmur úr safni Jóns Sigurðssonar. Messan hófst einmitt á honum og minnti tónlistin á eitt og annað sem Messiaen hefur samið. Hendingar sembals og flautu voru t.d. ekki ósvipaðar fuglasöngnum í Kvar- tett um endalok tímans og ein- faldur hljómagangurinn undir flúruðu yfirborðinu undirstrik- uðu Messiaen-stemninguna enn frekar. En tónlistin breytti um svip í næsta kafla, Kyrie, sem var eins konar keðjusöngur, afar fal- legur og einlægur, og yfír Glori- unni var skemmtilega fomeskju- legur blær þar sem tónlistin grundvallaðist á fjörlegum danstakti. Slagverk var áberandi víða í messunni og er það rökrétt þegar haft er í huga að bjöllur, trumbur og síendurtekin hrynjandi eru undirstaða trúarathafna margra ólikra menningarsamfélaga. I drungalegu Credóinu var slag- verkið lamið hægt aftur og aftur og var fyrirvaralaus endirinn sér- lega áhrifarikur. Einnig var danshrynjandin áberandi í fom- fálegum Sanctus kaflanum, afar vel heppnaðri tónsmíð. Sterkur heildarsvipur Messutónsmíðar eru stundum óttalegar helgislepjur en því er ekki svo farið um Skálholtsmessu Hróð- mars Inga. Hvergi var neitt tilgerðar- legt og var sterkur heildarsvipur á verkinu. Síðustu tveir þættir messunnar voru alveg eins og þeir áttu að vera, sá næstsiðasti, Agnus dei, var magnþrunginn og átakanleg- ur en lokakaflinn, Beata nobis gaudia, var yflrlætislaus, upphafmn fögnuður. Þetta er eina lagið sem ekki var samið af tónskáldinu heldur er úr handriti frá árinu 1687 og var útsetning Hróðmars Inga mjög vel unnin. Tónlistarflutningur Caput-hópsins var glæsilegur undir öruggri stjóm Gunnsteins Ólafssonar. Söngvararn- ir stóðu sig einnig með miklum ágætum, með þeirri undantekningu að rödd Mörtu G. Halldórsdóttur hljómaði oftar en ekki hvell og sker- andi í ríkulegri endurómun kirkj- unnar. Karlraddirnar komu mun betur út, tenórrödd Finns Bjarnason- ar var breiðari og mýkri en þegar undirritaður heyrði hann siðast I Is- lensku óperunni og Benedikt Ingólfs- son er með glæsilega bassarödd sem á eflaust eftir að vera áberandi í ís- lensku tónlistarlífi í framtíðinni. Voru þetta prýðisgóðir tónleikar og er Hróðmari Inga hér með óskað til hamingju með frábært tónverk. Jónas Sen Caput hópurinn „Síðustu tveir þættir messunnar voru alveg eins og þeir áttu að vera, sá næstsíðasti, Agnus dei, var magn- þrunginn og átakanlegur en lokakafl- inn, Beata nobis gaudia, var yfirlætis- laus, upphafinn fögnuður, “ segir Jónas Sen m.a. um Skálholtsmessuna. Baldur í nánd Miðasala er hafin á heims- frumflutning- inn á Baldri eft- ir Jón Leifs sem fer fram í Laugardalshöll 18. ágúst. Bald- ur verður, að öðrum viðburð- um ólöstuðuð- um, listrænn hápunktur menning- arborgarársins. Glæsilegt úrval listamanna frá norrænu menning- arborgunum standa að uppfærsl- unni; fullskipuð Sinfóníuhljóm- sveit íslands undir stjóm Leifs Segerstams, dansarar úr Finnska þjóðarballettinum og íslenski dansflokkurinn, Schola Cantorum og Loftur Erlingsson flytja þetta magnþrungna verk sem var and- svar Jóns Leifs við misnotkun nasista á hinum norræna menn- ingararfl. Baldur er ballett sem birtist nú á stærsta sviði sem sett hefur ver- ið upp í Laugardalshöll í dansút- færslu Jorma Uotinen, stjórnanda Finnska þjóðarballettsins. Sviðs- myndin er hönnuð af Kristinu Bredal og er meðal annars sett saman úr gríðarstórum ísfjöllum og spúandi eldi. Uppfærslan er stærsta samstarfsverkefni nor- rænu menningarborganna, Reykjavíkur, Bergen og Helsinki. Árþúsundaljóð Rósu B. Sunnudaginn 6. ágúst mun skáldkonan Rósa B. Blön- dals verða sér- legur gestur í „Sagnabrunni" Sögusetursins á Hvolsvelli. Þar mun skáldkon- an lesa úr “Ár- þúsundaljóð- um“ sínum sem voru frumflutt á kristnihátíð á Þingvöllum 2. júlí sl. og hafa nú verið gefm út á bók. Auk þess að lesa úr ljóðaflokknum mun skáldkonan árita bókina fyr- ir þá sem vilja eignast þennan merka ljóðabálk. „Sagnabrunnur" Sögusetursins hefur það markmið að efla og glæða áhuga Rangæinga og annarra Sunnlendinga á góðum bókmenntum. Það er við hæfi að skáldkonan Rósa B. Blöndals sæki Sögusetrið á Hvolsvelli heim. Hún orti ung kvæðið „Eintal Hallgerð- ar Höskuldsdóttur" þar sem hún lætur Hallgerði rifja upp misjafna ævi sína. Fyrir fáeinum árum sendi Rósa síðan frá sér bókina „Leyndar ástir í Njálu“ og nú er væntanleg ný bók frá hennar hendi um Brennu-Njáls sögu. Upp- lestur Rósu B. Blöndals verður í miðaldaskála Sögusetursins á Hvolsvelli og hefst kl. 17. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir. Sönglög í Stykkis- hólmskirkju Sigurður Bragason barítón og Ólafur Elías- son píanóleik- ari verða með tónleika í Stykkishólms- kirkju í kvöld kl. 20.30. Á efn- isskránni eru íslensk og erlend sönglög. Þeir félagar, Sigurður og ÓM- ur, eru á leið í tónleikaferð í sept- ember og október til Englands og Bandaríkjanna og flytja þeir sömu efnisskrá, m.a. í einleikssal Carnegie Hall í New York. Sigurður Bragason hefur hlotið afbragðsdóma gagnrýnenda, jafnt heima sem erlendis, fyrir túlkun sína á sönglögum og ljóðaflokkum sem hann hefur flutt, m.a. í hinum þekktu tónleikasölum Beethoven Haus í Bonn, Wigmore Hall í Lundúnum og Royal Concertge- bouw í Amsterdam.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.