Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 15
14 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 27 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvsmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvtk, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vtsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiflng: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Breytingar hjá Eimskip Höröur Sigurgestsson, sem verið hefur forstjóri Eim- skipafélags íslands frá árinu 1979, hefur ákveðið að láta af störfum síðar á þessu ári. Þó afskiptum Harðar af Eimskip sé þar með ekki að öllu lokið er ljóst að brotthvarf hans úr forstjórastól er tímamót í sögu fé- lagsins, sem og í íslensku viðskiptalífi. Allir sem til þekkja eru sammála um að Hörður Sig- urgestsson hafi stjórnað Eimskip einstaklega vel og hefur Qárhagslegur styrkur félagsins vaxið með hverju ári. Halda má því fram að undir stjórn Harðar Sigur- gestssonar hafi Eimskip breyst úr því að vera skipafé- lag í aðhliða flutningafyrirtæki með umfangsmikla Qármálastarfsemi sem aukabúgrein. Hægt er að halda því fram að hlutfallsleg völd Eim- skips séu ekki eins mikil nú og þau voru fyrir einum eða tveimur áratugum, enda kominn fram á sjónar- sviðið fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sem hefur góða fjárhagslega burði til að takast á við hin ýmsu verk- efni. En valdaþræðir Eimskips liggja hins vegar vítt um íslensk þjóðfélag og þá þræði hefur Hörður Sigur- gestsson spunnið að stærstum hluta ásamt stjórn fé- lagsins. Þannig hefur félagið verið brimbrjótur í harðri valdabaráttu viðskiptablokka sem fjölmiðlar hafa á stundum kallað kolkrabba og smokkfisk - einkafram- takið og Sambandsfyrirtækin. Síðustu ár hafa verið hagstæð fyrir Eimskip og hlut- hafa félagsins. Á síðasta ári skilaði félagið ásamt dótt- urfélögum 1.436 milljónum króna í hagnað og var arð- semi eiginfjár 18%. Veltufé frá rekstri var nær 2,2 milljarðar króna. Þessar tölur sýna öðrum betur ár- angur félagsins. Á undanförnum árum hafa orðið töluverðar breyt- ingar á Eimskip. Þar skiptir mestu útrás félagsins sem starfrækir nú dótturfyrirtæki víða um heim. En einnig hefur skipuleg innreið Eimskips á íslenskan hlutabréfamarkað haft veruleg áhrif á félagið sjálft og íslenskt atvinnulíf í heild. Burðarás, fjárfestingarfélag Eimskips, hefur á undanförnum árum fjárfest með skipulegum hætti í íslensku atvinnulífi og er orðið ráðandi í nokkrum af stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins. Um síðustu áramót nam markaðsverðmæti hlutabréfa í eigu Burðaráss tæpum 20 milljörðum króna en á liðnu ári fjárfesti félagið fyrir liðlega fimm milljarða. Burðarás er því orðinn hornsteinninn í við- skiptaveldi Eimskips. Eimskip og stjórnendur þess hafa verið langt frá því að vera óumdeildir og á stundum verið sakaðir um einokunartilburði á sviði flutninga og óeðlilega fjár- festingu í öðrum fyrirtækjum til að tryggja viðskipta- hagsmuni. Það hefur því oft gustað um félagið og for- stjórann í glímu við stjómvöld en ekki síður við fjöl- miðla. Hörður Sigurgestsson, sem nú hefur ákveðið að láta af starfi sínu, kemur hins vegar ósærður út úr þeim átökum. Hörður Sigurgestsson hefur siglt Eimskip í gegnum mikla breytinga- og uppbyggingartíma og skilar hlut- höfum fjárhagslega og stjórnskipulega sterku fyrir- tæki. Ingimundur Sigurpálsson, sem tekur við af Herði síðar á þessu ári, tekur því við góðu búi. En hver maður hefur sinn stíl og án efa munu breytingar verða með nýjum manni. Hverjar þær verða mun tím- inn leiða í ljós. Óli Björn Kárason DV Skoðurw Huldufólk nútímans Einhverjum þótti einkenni- legt þegar dómur féll í stóra flkniefhamálinu að féð sem fór í það að afla eiturlyfjanna var dregið frá ágóðanum af söl- unni. Kostnaðurinn við að ger- ast sekur dregur þannig úr sektinni. Merkir þetta að kostnaðurinn við það að stela verði framvegis dreginn frá ágóðanum af þjófnaðinum á svipaðan hátt og sumt er frá- dráttarbær til skatts? Skuggaráðuneyti íslands Hér eins og í öðrum löndum, ríkja sérstök lögmál við öflun og sölu eiturlyfja. Mikil sala er ekki stunduð án þess að einhverjir valdamenn standi á bak við hana. í ríki eiturlyfj- anna er skuggaráðuneyti líkt og hjá útlagastjómum og oftast eru í því einhverjir frá lögreglunni, tollinum og athafnalífinu. I flestum löndum er fjármagn af sölu fikniefna það mikið að engin leið er að uppræta söluna án þess að skaða hagkerfið. Þeir sem þykjast vera að berjast gegn eiturlyfj- um em í flestum tilvikum yflr- breiðslur sem þekkja veruleikann manna best. Það er ekki auðvelt að vita hve mikið fjármagn af eiturlyfjasölu er kom- ið í íslenska hagkerfið, en ekki er ólíklegt að hin svonefnda aðfor að krón- unni og leyndin kringum það hverjir stóðu að henni, sé á einhvern hátt tengd þessu. Það kemur í Ijós... Eftir viðtali að dæma veit forsætisráðherrann hver hristi stoöir sænsku krónunnar en ekki þeirrar íslensku. Það verður bara að koma í ljós eins og sagt er hér í stjómmálum þegar eitthvað er þagað í hel. Þannig er þetta i landi þar sem allir vita allt um alla en enginn veit neitt. Ai- menningm- og einkum foreldrar eiga sök á því hvemig komiö er fyrir hluta unglinga. Foreldrar þykjast ekki hafa hugmynd um hverjir selja börnum þeirra flkniefnin sem þau neyta fyrir framan nefið á þeim. Vilja foreldrar þá að börn sín fari í hundana? Eflaust. Að öðrum kosti myndu þau vera meira á varðbergi. Líka er hitt, aö foreldrar af „æsku- Guðbergur Bergsson rithöfundur Þeir sem þykjast vera að berjast gegn eiturlyfjum eru í flestum tilvikum yfirbreiðslur sem þekkja veruleikann manna best. “ kynslóöinni" em á vissan hátt hrædd bæði við börn- in sín og sannleikann. Sá er háttur hér á landi að fólk sér ekki það sem sést heldur það sem hugs- anaganginum hentar að sjá með öðru eöa blinda auganu. Því er það að þeg- ar eiturlyfjaneytendur koma úr meðferð er þeim sama þótt hluti af bestu árum ævinnar hafi verið eyðilagður af þeim sjálf- um, foreldrum og eitur- lyfjasölum. Hjá þeim er hvorki löngun til að segja til sökudólganna né sjálfs- ásökun eða sektarkennd. Það eina sem þeir leita eft- ir er viss frægð sem eitur- lyfjasjúklingar. Það er í samræmi við afbökun fyrrum samúðar með lítil- magnanum sem hefur breyst í mjúka hræsni þeirra sem eru nú á fullu kaupi í hjálparstarfinu og verða þekktir í fjölmiðl- um. Guðbergur Bergsson Samband ríkis og kirkju í kjölfar kristnihátíðar hefur umræða um samband ríkis og kirkju fengið byr imdir vængi. Virðist ýms- um þátttaka eða þátttöku- leysi í Þingvallahátíðinni gefa tilefni til aðskilnaðar þessara stofhana. Fljótt á litið sýnist þó langsótt að draga svo róttækar ályktan- ir af aðsókn að útihátíð á suðvesturhominu. Ugg- laust voru margir á kristni- hátið sem ekki líta á þátt- töku sína sem stuðning við þjóðkirkjufyrirkomulagið. Eins má ætla að um land allt hafi dyggir stuðningsmenn þjóðkirkjunnar sýsl- að við sitt og ekki talið sig eiga heim- angengt til tveggja daga há- tíðar á Þingvöllum. Mis- traustar ágiskanir um fjölda hátíðargesta gefa því vart til- efiii til aðgerða í þessu efhi. Tengsl kirkjunnar við fólkiö Eigi að endurskoða tengsl rikis og kirkju væri nær- tækara að byggja á þeirri endurteknu niðurstöðu kannana að vel yfir helming- ur þjóöarinnar hefur lýst sig samþykkan aðskilnaði. Það er þó alls ekki ljóst hvemig túlka beri þá niðurstöðu. Ekki hefur farið fram nein markviss umræöa um það hvemig sambandi kirkjunnar og þjóðarinnar sé í raun varið, hversu víðtækt og djúpstætt það sé og hver eðlileg skipan á tengslum ríkis og kirkju sé i ljósi þess. - í nútímasam- félagi getur samband ríkis og kirkju nefnilega varla ráðist af öðru en tengslum kirkjunnar við fólkið í landinu og hlutverki hennar meðal þess. Þá benda síendurteknar fullyrð- ingar þess efnis að hér á landi starfi ríkiskirkja til þess að hugmyndir margra um lagalegt samband ríkis og kirkju séu á reiki. Mergurinn máls- ins er að merkingarbær munur er á ríkiskirkju- og þjóðkirkjuskipan þó hann kunni fremur að vera stigs- en eðlismunur. Ekki verður við það unað að hróflað verði að marki við tengslum ríkis og kirkju á grundvelli skoðanakannana nema ljóst sé að svarendum hafi verið veittar ná- kvæmar og réttar upplýsingar um núverandi tengsl. Þá ber þess að gæta að aðskilnaöur ríkis og kirkju fer sjaldan fram í einum áfanga og verður seint algjör hafi ríkis- og síð- ar þjóðkirkjufyrirkomulag á annað borð verið til staðar. Þessi mál horfa öðru vísi við þar sem slík skipan hef- ur aldrei tíðkast líkt og raun er á t.d. í Bandaríkjunum. Um aðskilnað og aðskilnað Athyglisvert er að á síðustu árum hefur hliðstæð þróun átt sér stað varðandi lagalega stöðu þjóðkirkj- unnar hér á landi og í Svíþjóð. Má í raun segja að þessar tvær systur- kirkjur hafi nú sömu réttarstöðu, í Svíþjóð er litið svo á að samband rík- is og kirkju hafi í raun verið rofið. Hér dettur engum í hug að svo sé. Þau tengsl sem enn eru til staðar og hvíla fremur á stjómarskrá en lög- um eru þó e.t.v. miklu frekar tákn- ræns en réttarfarslegs eðlis. Það kann sem sé stundum að vera mats- atriði hvenær aðskilnaður hafi raun- verulega farið fram og hvenær ekki. Þegar spurt er um afstöðu til að- skilnaðar rikis og kirkju þarf sem sé að skýra hverju á að slíta, hvemig aðskhnaðurinn eigi að fara fram, hversu langt hann skuli ná og hverj- ar afleiðingar hans kunni að verða fyrir einkahagi hvers og eins. Al- menningur hlýtur að ráða ferðinni varðandi breytingar á sambandi rík- is og kirkju. Áður en leiðbeinandi umræða hefur farið fram í þessu efni verður þó öll tölfræði því miöur marklítil. Hfjalti Hugason „Eigi að endurskoða tengsl ríkis og kirkju vceri nœrtœkara að byggja á þeirri endur- teknu niðurstöðu kannana að vel yfir helmingur þjóðarinnar hefur lýst sig sam- þykkan aðskilnaði. “ Með og á móti Sjálfsagt embætti landsins fram það besta úr fórum sínum í menningu og umhverfi. Þar koma ávallt margir að undirbúningi og leggja allan metnað sinn í heimsóknimar. Sjálfsagt hafa heimsóknir forseta íslands til annarra nvci mcu oiiiu jiiuh, iJi>uucgL Hiálmar landa einnig einhverja þýð- fólk og frambærilegt. Allir Jónsson ingú. hafa þeir sinnt embættinu af aiþingismaöur Vafalaust má segja að emb- virðuleik en jafnframt af al- — ættið sé gagnslítið í krónum þýðleik. talið en óbeina gildið og vægi emb- Heimsóknir forsetans á lands- ættisins er verulegf*.“ byggðina hafa ávailt skipt miklu máli fyrir íbúa þjóðarinnar - þegar slíkt gerist dregur fólk í hémðum i „tmDæm ior- ^ seta íslands hefur j verið mér sjálfsagt ■mBr frá því að ég man eftir mér og ná- tengt stofnun og sögu lýðveld- isins. Forsetarnir hafa verið ViTrrvv* vmoA nínn iwAti vxvAAi 1 nrv+ {- Embœtti forseta Islands Óþarft samkvæmisembætti „Ég er á móti embættinu og tel að það eigi að leggja niður. Þetta er óþarft sam- kvæmisembætti og þeim skyldum sem forsetinn gegnir og skipta einhverju máli verð- ur auðveldlega komið fyrir öðruvisi. Þar að auki hefur núverandi forseti að mínum dómi dregiö mjög úr virðingu embættisins og tekið upp ein- hvers konar stíl sem ég trúi að sé flestum íslendingum á móti skapi. Mér finnst forsetinn haga sér eins og fólk af konungaættum í útlöndum ger- ir. Síðasta dæmið er trúlofún- arfundur sem forsetinn hélt í fjölmiðlum - eins og hann væri danskur prins. Ég trúi ekki að íslendingar vilji að forseti íslands birtist þeim með þessum hætti. Samkvæm- isskyldum, sem embættið gegnir, má koma fyrir t.d. í höndum forseta Alþingis. Skyldum eða verkefhum, sem forsetanum ber samkvæmt stjómskipunarreglum, er auð- velt að koma fyrir, t.d. hjá þingforset- anum og eftir atvikum öðrum æðstu handhöfum annarra valdþátta ríkis- ins.“ -Ótt Jón Steinar Gunniaugsson hæstaréttar- lögmaöur Hj| Ólafur Ragnar Grímsson, forsetl íslands, sór embættiseló í upphafi annars kjörtímabils síns í gær. Ummæli ekki ÓRG „En úr því menn eru að tala um þjóð- kjöma forseta þá er rétt að taka eitt fram: Það er vafasöm sagnfræði og óviðkunnanleg gagnvart meirihluta Islendinga að halda því fram að á Bessastöðum sitji forseti sem íslenska þjóðin hafi kosið. Núverandi forseti var kosinn í forsetakosningum sumar- ið 1996. Mikill meirihluti kjósenda kaus alls ekki Ólaf Ragnar Grímsson. Og lái honum hver sem vill.“ VefÞjóöviljinn, andriki.is 1. ágúst 2000 Hvað veldur? „Við þurfum það marga að í þessari þenslu sem nú rikir hefur okkur ekki tek- ist að manna alla stóla... Laun og vinnuaðstaða hér eru fyllilega sambærileg við það sem gerist hjá bifreiðarstjór- um annars staðar þannig að það er ekki orsökin." Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, í Mbl. 1. ágúst 2000 Skýringa víða að leita „Það era margar skýringar á þessari fylgislægð. Ýmsar klaufalegar uppákom- ur og svo hitt að kynningarþátturinn í starfi flokksins á þeim mörgu góðu verkum sem við höfum verið að vinna er ekki nógu góður. Okkur hefur ekki tekist að koma þeim á framfæri. Á því sviði em ráðherrar Sjálfstæðisflokksins snillingar." Hjálmar Árnason, þingmaður Framsókn- ar á Reykjanesi, I Degi 1. ágúst 2000 Vantar grimmd og ágreining „Skásti kosturinn þrátt fyrir allt er að reyna að halda þetta út, en þá með meiri grimmd gegn íhaldinu. Áherslu- munur þessara ólíku flokka verður að verða fólki ljósari. Það kostar ekkert að láta slá í brýnu af og til. Ágreining er betra að opinbera svo fremi að hann snerti ekki sjálfa efnahagsstjóm- ina eða öryggi landsins. Ef flokkurinn sýnir ekki klæmar munu æ fleiri kjósendur álíta Framsóknarflokkinn vera eins konar fjórða hjól undir vagni hins allsráðandi Sjálfstæðis- flokks. Þvi miður." maddaman.is 31. júli 2000 Kusum Er hvíldin góð? „Hvildu þig, hvfid er góð,“ sagði kölski við bóndann forðum en ekki reyndist það heillaráð. Landlæknis- embættið slær líka á aðra strengi og hvetur fólk til hreyfingar og hefi- brigðra lifhaðarhátta. Sagt er að ekki sé aðeins um að ræða að bæta árum við lifið heldur lífi við árin. Ég óttast þó að einn hópur hafi gleymst í þessu átaki, þ.e. sjúklingamir sem „liggja" á sjúkrahúsunum. Ég hef rekið mig á að enn tíðkast að fólk liggi þar meira eða minna í rúminu þótt dagur sé og á ég þá ekki við þá sem geta ekki hreyft sig tímabundið eða tfi lang- frama heldur fólk sem getur og ætti að hreyfa sig þótt það sé veikt. Legan liggur í orðunum „að liggja á spítala“. Þegar ég heimsæki veikt fólk, sem er í náttfótum og liggur mestan part fyr- ir, segi ég þó ekkert þegar ég heyri að það trúir því að best sé að hvíla sig því að hvíldin sé góð. Lærði að lesa 98 ára Ég fór að hugsa um þetta þegar ég „Þegar ég heimsœki veikt fólk sem er í náttfötum og liggur mestan part fyrir segi ég þó ekkert þegar ég heyri að það trúir því að best sé að hvíla sig því að hvíldin sé góð. “ Þetta verður allt í lagi Saga Georges lýsir ekki aðeins striti blökkumanns í þjónustu hvítra húsbænda heldur sögu margra bandarískra blökkumanna eftir lok^ þrælastríðsins. Faðir hans lagði hon- um þá lífsreglu að láta sig engu varða hvað aðrir gerðu, gæta þess eins að vera sjálfur góður og heið- virður maður sem gæti verið stoltur af sjálfum sér. George lifði alla ævi samkvæmt þeirri gullnu reglu. „Ég segi fólki að hafa ekki áhyggj- ur af lífinu. Þetta verður allt í lagi. Þetta þarf fólk að heyra. Lífið er gott eins og það er.“ Hann segist alltaf horfa fram á við og ekki fást um hið liðna. Hann hef- ur misst fjórar konur og eina dóttur^ en börnin hans komust öll vel tii manns. Hann er önnum kafinn en lítur til með barnabarnabaminu sínu þegar tóm gefst til og hann er ekki sjálfur í skólanum. Já, það er spuming: - Er hvíldin nokkuð góö? Hólmfríöur K. Gunnarsdóttir las bók sem vinkona mfn lánaði mér. Bókin heitir Líf- ið er svo gott og er ævisaga 101 árs gamals bandarísks blökkumanns, Georges Daw- sons. Höfundar bókarinnar eru tveir, George sjálfur og Richard Glaubman. George hóf lestramám þegar hann var 98 ára en þegar gengið var frá handriti bókarinnar árið 1999 var hann 101 árs og sótti skóla á hverjum degi. Hann hafði þá náð þeim tökum á lestri að hann gat lesið sér til gagns og gleði. Sum orð í bókum komu honum reyndar spánskt fyrir sjónir, eins og til dæmis kolvetni, en hann segist aldrei hafa velt því fyrir sér hvað hann borðaði. Hann stæði á gati við að svara öllu því fólki sem vildi endi- lega fá að vita hvernig hann hefði far- ið aö því að halda góðri líkamlegri og andlegri heilsu, aö hafa allar tennur heilar, að eiga enn létt með gang og vera klár í kollinum. „Ég hef gert það sem ég vil og aldrei velt þessu fyrir mér.“ Reyndar hafði hann aldrei lyst á brennivíni, tóbaki, kaffi eða smjöri. Það var þröngt í búi hjá foreldrum hans sem ólu upp fjórtán böm og bjuggu á eig- -íc in koti í Texas. Fjögurra ára gamall fór George litli að létta undir með pabha sín- um og tólf ára var hann sendur að heiman til að vinna hjá öðrum myrkr- anna á milli en faðir hans sótti laun hans einu sinni í mánuði. George langaði til að fara í skóla en efnin leyfðu það ekki. Fyrst effir tví- tugt gat hann unnið sjálfum sér. Þá ferðaöist hann dálítið og vann fyrir sér þar sem hann kom. Hann vann jafnan mikla erfiðisvinnu í sögunar- myllum, við lagningu jámbrauta og loks í mjólkurbúi. Hann fékk enga kennslu í vinnustellingum eða fræðslu um hollt mataræði. Vegna þess að hann kunni ekki að lesa* vandi hann sig snemma á að taka vel eftir, horfa á og læra utan að. Það kom honum að góðu gagni. Þegar hann var 65 ára varð hann að hætta að vinna i mjólkurbúinu. Hann hafði önglað svolitlu saman en dóttir hans veiktist af krabbameini og hann varði öllu sem hann átti til að greiða fyrir meðferð hennar sem þó reyndist árangurslaus. Eftir þetta vann hann garðyrkjustörf á eigin vegum fram undir nírætt. Hólmfrídur K. Gunnarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.