Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 25
37 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 I>V Tilvera 1 99 Edward Fur- long 23 ára Ungleikarinn Edward Furlong er 23 ára í dag en hann sló í gegn þegar hann fór með hlutverk Johns Connors, einu vonar mannkynsins í dómsdagstryllinum Terminator 2. Hann fædd- ist í Glendale í Kalifomíu- ríki og var einungis 14 ára gamall þegar hann lék í Terminator 2 en stjama hans fór síst lækkandi eftir þaö enda lék hann í Pet Sematary 2 árum síðar og nýlega skartaði hin umdeilda American History X þessum e&iilega leik- ara þar sem hann lék á móti nafna sínum og stórleikara, Edward Norton. Stjörnuspá Gildir fyrir fímmtudaginn 3. ágúst Vatnsberinn (20. ian.-l8. febr.): > Nú er gott tækifæri til ' að koma hugmyndum þínum á framfæri, sér- staklega varðandi nýj- ungar. Happatölur þínar eru 7,13 og 34. Flskarnir (19. febr.-2Q. marsl: Einhver persóna, sem Ihefur verið þér ofar- lega í huga, kemur þér mjög á óvart. Það verður breyting á einhveiju heima fyrir. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): > Dagurinn verður 'skemmtilegur og þú tekur þátt í áhugaverð- um umræðum. Eitt- hvað sem þú hefúr beðið eftir lengi gæti gerst í dag. Nautið (20. apríl-20. maít: Morgunninn verður annasamur og þú átt f fangi með að Ijúka verkefhum sem þér eru fengin. Tvíburarnir <?■ h~l 5 ber nukla vi Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): Viðskipti ættu að 'ganga vel og þú ert heppinn f samningum. Andstæðingur þinn i virðingu fyrir þér. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíi: Vertu á verði gagnvart | manneskjum sem eru þér ósammála. Þær gætu reynt að beita brögðum til að fá sínu framgengt. L-Jónlð (23. jýií- 22, égúst): Fjölskyldan kemur mikið við sögu í dag. Þú ættir að eyða meiri tíma með henni og huga að loforði sem þú gafst fyrir stuttu. Meyjan (23. ágúst-22. sept.i: Þú færð efasemdir um Ayft heiðarleika eða ein- ^^^tlægni einhvers. Þú átt ^ ' rétt á að fá skýringu á því sem þú áttar þig ekki á. Vogin (23. sept.-23. okt.l: J Það verður mikið um að vera fyrri hluta \dagsins. Láttu ekki ' f freistast þó að fólkið í kringum þig sé kærulaust. Haltu þig við áætlun þína. Sporðdrekl (24. okt.-2l. nóv.): Ákveðin manneskja gerir eitthvað sem þér pgremst og þú átt erfitt með að sætta þig við. Astandið batnar meö kvöldinu. Bogamaður (22. nóv.-2i. des.): |Þér finnst allt ganga rhægt í byrjun dagsins en það borgar sig að vera þolinmóður. Kvöldið verður ánægjulegt. Steingeitin (22. des.-i9. janJi Þú færð einhverjar óvæntar fréttir og veist líklega ekki alveg hvemig þú átt að túlka þær. Þú ættir bara að bíða og sjá hvað verður. Brennureið Síöasta hluta leiöarinnar veröur riöiö undir forystu fánabera. Útivist: Brennureið, töðugjöld og hestaþing Stefanía ljómar með Daniel á ný" Á myndum, sem teknar voru við sumarhús Stefaníu Móna- kóprinsessu í Suður-Frakklandi, ljómar hún framan í fyrrverandi eiginmann sinn, Daniel Ducruet. Samkvæmt fréttum erlendra blaða óttast nú Mónakóbúar, með Rainer fursta í fararbroddi, að ástin blómstri á ný milli prinsessunnar og lífvarðarins fyrrverandi. Fyrir fimm árum voru teknar myndir af Daniel í faðmlagi við belgíska nektardansmey. Myndim- ar voru birtar í blöðum um allan heim og Daniel var beðinn um að yf- irgefa Mónakó. Stefanía tók svikunum illa og sótti um skilnað. Ekki er langt siðan dómstóll úr- skurðaði að Daniel hefði verið leidd- ur í gHdm belgísku konunnar og ljósmyndarans sem tók myndirnar. Nú skrifa frönsk blöð að þaö sé kannski þess vegna sem prinsessan sé farin að umgangast Daniel á ný. Saman eiga þau tvö böm, Pauline, 5 ára, og Louis, 7 ára. Stefanía prinsessa Svo viröist sem Stefanía hafi tekiö fyrrverandi eiginmann sinn inn í hlýjuna á ný. Borgartún 25-27 Gamalt draugabæli. Draugurínn í Defensor Húsið Borgartún 25-27, sem gerði Guðna Helgason rafvirkjameistara að skattakóngi Reykjavíkur, er gamalt draugabæh. Húsið gekk lengi undir nafninu Defensor en hafði ekkert götu- númer. Þar hafði Byggingafélagið Brú aðsetur á sjötta áratugnum. Félagið stóð fyrir flestum meiri háttar byggingar- framkvæmdum í boiginni og reisti með- al annars Borgarspítalann. í miðbyggingu Defensors, sem mun vera elsta byggingin í þessari þyrpingu húsa, hreiðraði breski herinn um sig á stríðsárunum. Sagan segir að á neðri hæð hússins hafi ungur breskur her- maður svipt sig lífi. Hann hengdi sig í loftbitunum sem þar eru. Altalað var að hermaðurinn gengi aftur í Defensor og sæist oft á reiki í húsnæðinu sem var einn salur og hann allstór. Jón Birgir Pétursson blaðamaður segir að þegar hann var að vinna fyrir Biú hafi verið geymt timbur sem þurfti að þurrka tU smíða innanhúss i húsinu. „Þama var ærið skuggsýnt og sagga- samt. Mikið var rætt um drauginn og verkamennimir trúðu sögunum af breska hermanninum i hvívetna. Ég man eftir einu tUviki þegar ungur strák- ur kom hlaupandi út í sólskinið, náfólur í framan. Hann sagðist hafa séð draug- inn, ungan mann í hermannaklæðum. Stráknum varð ekki þokað inn í húsið eftir þetta. Fleiri töldu sig sjá manninn en óttuðust hann ekki, enda gerði hann engar skráveUúr svo vitað sé.“ -Kip - kappreiðar og kveðskapur Nicole Kidman Nicole mun búa á Spáni vegna kvikmyndatöku þar. Kidman og . Cruise flytja til Spánar Nicole Kidman leikur fómfúsa móður í næstu kvikmynd sinni. Vegna hlutverksins flytur hún ásamt eiginmanni sínum, Tom Cruise, tH Spánar og mun þau búa þar í þrjá mánuði. Myndin flaUar um tvö systkin sem þjást af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að þau þola ekki *- sólarljós. Kidman leikur móður barnanna. Leikstjóri myndarinnar er Alejandro Amenabar. Tökur á myndinni fara fram í Madrid og Santander. Kidman kveðst hlakka mikið tU að starfa með Amenabar. „Hann er einn af bestu leikstjórunum sem tU eru. Ég hef aldrei leikið í svona mynd en ég veit að ég er í góðum höndum.“ Miövikudaginn 23. ágúst mun sérblaö um tómstundir, námskeið, heilsurækt ogfleira sem í boði er í vetur, fylgja DV. Þeim sem hafa áhuga á aö koma upplýsingum á framfæri er bent á að hafa samband viö Ólöfu í síma 695 4887 eöa <«gF senda upplýsingar á netfangið: grimmi@simnet,is w t i Stí wí Umsjon auglysinga: Selma Rut Magnúsdóttir sími 550 5720 netfang: srm@ff.is Vinsamlega athugið að siðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 18. ágúst. Brennureið og töðugjöld verða hald- in helgina 25.-26. ágúst árið 2000 á Kaldármelum á SnæfeUsnesi. í fyrra var Brennureiðin haldin á Vindheima- melum í Skagafirði og tóku um 300 manns þátt í henni auk fjölda annarra gesta sem mættu á hátíðina. Hestaþing verður haldið fóstudaginn 25. ágúst. Á þinginu verða rædd þau mál sem tengjast íslenska hestinum, hrossa- rækt og hestaíþróttum. Brennureiðin hefst með því að lagt verður af stað í átt að Kaldármelum hvaðanæva úr nágrenninu og myndast hópreiðin þegar sífeUt fleiri hestar og hestamenn bætast í hópinn Áningar- hólf verða á leiðinni fyrir þá sem koma lengst að svo ekki er nauðsynlegt að fara alla leið í einni lotu. Þegar fylk- ingamar nálgast Kaldármela er gert ráð fyrir að þær renni saman í eina stóra hópreið og síðasta hluta leiðar- innar verður riðið undir forystu fána- bera. Við mótssvæðið verða svo laus hross skilin frá hópreiðinni og þar gefst fleira fólki kostur á að slást í hóp- inn. Töðugjöldin eru uppskeruhátíð hestamannafélaganna þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir störf í þágu hrossaræktar og hestaíþrótta. Á hátíðinni verður kveikt bál, grillað og dansað fram eftir nóttu. Boðið verður upp á ýmis skemmtiatriöi, s.s. kapp- reiðar og kveðskap, og lögð verður áhersla á söng, gleði og gaman. Málþing um íslenska hestinn verður haldið fóstudaginn 25. ágúst í tengslum við Brennureið og töðugjöld. Málþing- ið verður haldið í Borgamesi og þar verður fjaliað um hrossarækt og hesta- íþróttir, rannsóknir á sviði hrossa- ræktar og ýmislegt fleira. Málþingið er liður í því að efla faglega umræðu um hestamennsku á Islandi og að skapa opinberan vettvang fyrir áhugafólk. Það er Útilífsmiðstöðin HúsafeUi sem stendur fyrir þessari dagskrá. -Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.