Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 28
I8BKM1 . Opel Astra Bílheimar ehf FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 Miklar sót- og reyk- skemmdir Eldur kom upp í litlu eldhúsi í ^Faxafeni, í húsi sem hýsir Laser Tag-leikjasalinn, upp úr klukkan tvö í gærdag. Tveir menn á staðnum urðu eldsins varir. Þeir voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi meö reykeitrun. Slökkviliðsmönnum gekk erfið- lega að finna upptök eldsins vegna þess að húsnæðið er innréttað sem völundarhús og lagði mikinn reyk um það allt. Þegar upptökin fundust í eldhúsi í miðju húsinu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Talið er að kviknað hafi í ruslafötu, líklega út frá sígar- ettu. Sót- og reykskemmdir á hús- næðinu eru gífurlegar. -SMK Legiö á álagningarskránum Heimdellingar lögöust yfir álagningarskrár ígær. Þeirmunu ekki veröa á Skattstofunni í dag. Álagningarskrámar: Heimdellingar hættir „Við getum ekki mannað þetta. Við þurfum að vinna eins og annað fólk,” sagði Viggó öm Jónsson, formaður Heimdallar, við DV í morgun, aðspurður hvort Heimdellingar yrðu á skattstofúnni i dag. Nokkrir Heimdeill- ingar lögðust yfir álagningarskrámar á Skattstofunni í Reykjavík í gærdag til að meina öðrum aðgang að þeim. Telja Heimdellingarnir að birting þeirra sé brot á friðhelgi einkalífsins. Kom til handalögmála þegar menn reyndu að komast að álagningarskrán- um. -JSS Reykjanesbær: Smygluð skriðdýr aflífuð Lögreglan í Reykjanesbæ handsam- aði fimm eðlur og fimm litla snáka í húsi þar i bæ í gær. Þar sem eigand- inn gat ekki framvísað pappírum sem sýndu fram á að skriðdýrin heföu verið flutt löglega til landsins tók lög- reglan dýrin í sína vörslu. Að sögn lögreglunnar átti að fá dýralækni til þess að aflífa þau í dag og einnig átti að yfirheyra eigandann. Síðastliðin ár hefur lögreglan í Reykjanesbæ fengið svona mál til umfjöllunar um . jrrþað bil einu sinni á ári. -SMK txsen. +ao >y + HO».».í + eLVUkeiÍ darkSoh! VORUHUSM — 1 sf ' Vý* i* áfiiocvtjó RTOUíVMJR Lari^l. NR.7 u I. . , - K :T:á:« drtrklÝ.tjt DV*IVND INGÓ Eldur í Faxafeni Slökkviliöiö í Reykjavík var kallaö aö Laser Tag-salnum í Faxafeni seinni partinn í gær eftir aö eldur kom upp í eldhúsi í miöju hús inú. Erfiölega gekk aö finna eldinn þar sem húsiö er innréttaö sem völundarhús og miklar skemmdir uröu á salnum. Kúrdinn fær ekki pólitískt hæli Kúrdiski flóttamaðurinn, Marewan Mostafa Ali, sem kom hingað frá Kúr- distan í október sl., fær ekki pólitískt hæli á Islandi, samkvæmt úrskurði Út- lendingaeftirlitsins. Honum hafði áður verið hafiiað um pólitískt hæli í Þýska- landi. Þá synjar Útlendingaeftirlitið honum um dvalarleyfi hér á landi. Hins vegar þykir ekki fært að senda hann til heimalands síns vegna þess ástands sem þar ríkir. Meðan það er ekki hægt má hann dvelja hér á eigin vegum og sjá um framfæri sitt sjálfur þar til ástandið breytist til batnaðar í heimalandi hans. Maðurinn getur kært úrskurð Útlendingaeftirlitsins til dómsmálaráðuneytisins. Kúrdinn kom hingað í byrjun októ- ber. Hann var hnepptur í fangelsi í Reykjavík eftir komuna hingað. Þaðan var hann sendur á Litla-Hraun, eftir að héraðsdómur hafði úrskurðað hann í gæsluvarðhald. Honum var sleppt eftir 5 daga fangelsisvist er Hæstiréttur hnekkti úrskuröi héraðsdóms um gæsluvarðhaldið. í einkaviðtali sem DV átti við Marewan Mostafa Ali í október sl. sagði hann m.a. að sin biði ekkert nema dauðinn ef hann sneri aft- ur til heimalands síns. -JSS Öllu starfsfólki íslenskrar miðlunar á Vestfjörðum sagt upp: Byggðastofnun mun hlaupa undir bagga - fyrirtækið endurreist, skuldum breytt í hlutafé en starfsstöð á Þingeyri verður lolcað Öllu starfsfólki íslenskrar miðlun- ar á Vestgörðum ehf., samtals um 42 starfsmönnum, var sagt upp störf- um á mánudaginn, með möguleika á endurráðningu. Að sögn Fritz Más Jörgensens, frarn- kvæmdastjóra móðurfyrirtækis- ins i Reykjavík, er það liður i endur- skipulagningu fyr- irtækisins sem var innsiglað af sýslu- manninum á ísafirði fyrir skömmu vegna vangoldinna opinberra gjalda. Starfsemi fyrirtækisins vestra, sem er sjálfstæð eining og hefur verið í meirihlutaeigu heimamanna, en von- ast er til að það komist í gang í dag. Þá er gert ráð fyrir samstarfi við Vest- mark sem er í eigu Skýrr og heima- Fritz Már Jörgensen Félagiö fær lán hjá Byggöastofn- un og fyrir- greiöslu frá Is- lenskri miölun ehf. í Reykjavík. manna, m.a. um sameiginlegan fram- kvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri Vestmarks er Bjarki Bjamason. „Það er búið að laga heilmikið til í þessum garði og búið að tryggja ís- lenskri miðlun á Vestfjörðum ehf. verkefiii. Fyrir vestan gefa menn sér tvær til þrjár vikur til að klára þessi mál með uppstokkun á starfseminni og endurráðningar starfsfólks í huga. Það þarf að laga staðina betur að þeim kvöldverkefnum sem eru þama til staðar en hefur ekki náðst að vinna. Sömuleiðis hefúr ÍM í Reykjavík tryggt fyrirtækinu fyrir vestan tölu- vert af verkefnum.“ - Hvað með fjármagnshliðina? „Félagið fær 10 milljóna króna lán hjá Byggðastofnun og ákveðna fyrirgreiðslu frá íslenskri miðlun ehf. í Reykjavik á móti breytingu skulda í hlutafé. Við áttum þó ekki nema 30% í fyrirtæk- inu fyrir vestan. Ýmsir lán- ardrottnar félagsins hafa £r t/y einnig samþykkt að breyta skuldum í hlutafé. Þannig er grundvöllurinn all- ur að þéttast og dæmið lítur nú ágæt- lega út,“ sagði Fritz Már Jörgensen. Meðal þeirra sem breyta skuldum í hlutafé er ísafjarðarbær með hálfa milljón króna. Endanlega lokað á Þingeyri Hilmar Þór Sævarsson, starfsmaður ÍM í Reykjavík, hefúr annast framkvæmd mála fyrir vest- an undanfamar vikur ásamt stjóm félags- ins. „Þetta gengur sæmilega og ég er nokkuð bjartsýnn á að það takist. Ég vil hins vegar ekki nefiia neinar tíma- setningar í því sambandi en við verð- um að vinna málið hratt. Það er nokk- uð ljóst að starfsstöðinni á Þingeyri verði lokað en haldið áfram á Suður- eyri, í Bolungarvík og á ísafirði." Hilmar sagði að unnið væri að mörgum þáttum í einu og því þyrfti allt að smella saman áður en hægt væri að koma fyrirtækinu í gang að nýju. Þá væri búið að ganga frá ráðningu nýs fram- kvæmdastjóra ÍM á Vest- fjörðum og er það heimamaður. Nafn hans verður ekki opin- berað strax og hann mun ekki taka við fyrr en starfsemin er komin á réttan kjöl að . DV-MYND EINAR J. íslensk miölun ehf. á Vestfjöröum nyiu- húsa í aflögöu frystihúsi íshússfélags ísfiröinga hf. -HKr. Vigdís Finnbogadóttur, fyrrum forseti: Leigir Alþingi sumarbústað sinn Ráðgert er að Alþingi taki á leigu sumarbústað sem Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslands, á við Þingvallavatn. „Forsætisnefnd Alþingis er með í athugun að taka sumar- bústað á leigu á Þingvöllum þangað sem hægt verður að bjóða gestum Alþingis. Það er rétt að umræddur sumarbú- staður er í eigu Vigdísar Finn- bogadóttur," sagði Halldór Blöndal, forseti Alþingis, í morgun. „Við höfum þegar boðið þangað góðum gesti en Ekkert Á bústaö á besta staö leyndarmál. við Þingvallavatn. það var forseti lettneska þingsins og reyndist bústaður- inn vel.“ Sumarbústaður Vigdísar Finnbogadóttur stendur á besta stað við Þingvallavatn og hefur verið i eigu forsetans fyrrverandi um árabil. „Það hefur lengi staðið til að Alþingi fengi bústað á Þingvöllum og er ekkert leyndarmál," sagði Halldór Blöndal. -EIR Góðon doginn! Itavkjavik: óSI 2233 Akurcvri: 401 I I5C Pantið í tíma da^ar í Þjóðhátið FLUGFÉLAG ÍSLANDS Æ 570 3030 ■■ i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.