Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 3
16 MIÐVKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 25 Sport Sport Sportvörugeröin hf., IMavahlíð 41. s. 562 8333. Ingvar Guöjónsson lék vel meö elítuliöinu gegn Svíum í gær og skoraöi 13 stig. DV-mynd Hilmar Þóf Stóðu í Svíum - Elítulandslið íslands tapaði með 15 stigum fyrir Svium ísland-b sem skipað er ungum leikmönnum á aldrinum 18-21 árs sýndi, svo um munaði, að liðið er sýnd veiði en ekki gefin þegar það tapaöi fyrir Svíum, 63-78, og gefa lokatölurnar ekki rétta mynd af leiknum. Svíar eru fyrir fram tald- ir sterkastir ásamt Finnum en þeir þurftu svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum á móti íslensku ungling- unum. Þegar skammt var til leiksloka var munurinn aðeins 6 stig, 55-61, Svíum í vil, en þeir voru sterkari undir lokin og sigu fram úr. Með þessari frábæru frammi- stööu gegn sterku liði Svía sönnuðu strákamir að þeir eiga fullt erindi á þetta mót og sýndu að ákvörðun KKÍ að senda unglingalið íslands í stað þess að fá gestalið var hárrétt. Úrslitin í gær 1. dagur NM Finnland-Danmörk 78-67 Svíþjóð-Elítan . . . 78-63 Ísland-Noregur . . . 92-66 Staðan eftir fyrsta dag: ísland 1 1 0 92-66 : Finnland 1 1 0 78-67 : Svíþjóð 1 1 0 78-63 : Danmörk 1 0 1 67-78 Noregur 1 0 1 66-92 Elítan 1 0 1 63-78 2. dagur NM í dag Danmörk-Elítan . . 16:00 Finnland-Noregur . 18:00 Island-Sviþjóð . . .. 20:00 Það var spilaó eftir nýjum reglum FIBA í gær sem taka á í notkun næsta vetur. Nú er leiknum skipt 1 fjóra leikhluta, hver er 10 mínútur. Skotklukkan hefur verið stytt niður í 24 sekúndur og liðin hafa nú aðeins átta sekúndur til að komast yfir miðju. Það voru þó aldrei dæmdar átta sekúndur á mótinu í gær. Sigurinn á Norðmönnum í gær var fyrsti sigur íslands undir stjórn Frið- riks Inga Rúnarssonar landsliösþjálf- ara. ísland hafði fram að þessu tapað öllum fimm leikjunum í Evrópu- keppninni undir stjóm hans. Fjórir leikmenn íslenska liösins léku fyrsta landsleik sinn í gær og gerðu þeir samtals 23 stig. Þetta voru þeir Jón Amór Stefánsson, sem byrj- aði inn á í sinum fyrsta landsleik, og gerði 9 stig og stal fimm boltum, Sæv- ar Sigurmundsson, sem gerði 8 stig, Logi Gunnarsson, sem gerði 6 stig, og Jakob Sigurðarson. Eftir aó hafa tapaó niu boltum í fyrsta fjórðungi og aðeins nýtt 6 af 14 skotum, hitti íslenska landsliðið úr 10 af 14 skotum í öðrum fjóröungi. Íslensku strákarnir hittu úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sínum í gær. Þar af hittu þeir Gunnar Einarsson (5) og Herbert Arnarson (3) úr öllum skotum sínum. tslenska liðið hitti úr 10 af síðustu 13 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. -ÓÓJ Íslendingalióið Stoke viU ólmt fá Rik- haró Daöason til liðsins áður en tíma- bilið á Englandi hefst en tU þess aö það verði þarf félagið að kaupa upp samn- ing hans sem rennur út í nóvember. Liðið hefur boðið Viking 12,5 milljónir fyrir samninginn en Stavangursliðið þverneitar og heimtar að fá þrefalda þá upphæð. Guöjón Þórðarson, þjálfari Stoke, segir félagið þó ekki hafa gefist upp og þaö ætli sér að senda nýtt tUboð til Noregs en það verði það síðasta. Af Rikharði sjálfum er það að segja aö hann er meiddur í augnablikinu en er allur að koma tU og verður prófaður á morgun. Chelsea hefur neitað 20 mUljóna punda (um 2,3 milljarðar) tUboðum frá tveim- ur stórum félagsliðum á Spáni f Tore Andre Flo, að sögn umboðsmanns leik- mannsins, Gunnars Martins Kjenn- ers. Evrópumeistarar Real Madrid eru enn að. Nú síðast nældu þeir í hinn brasilíska Flavio Conceicaio frá meist- urum Deportivo La Coruna fyrir upp- hæð sem nemur 1,332 milljörðum króna (rúmar 11 milljónir punda). Conceicaio, sem er 26 ára, á að hafa skrifaö undir sex ára samning við Real. Sérfræðingar i fluguveíði Mælum stangir. splæsum línur og setjum upp. ;iui 3'r. i lur Jm *p- George Weah hefur gengið til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Manchester City en Weah var ekki samningsbund- inn neinu liði. Hann skrifaði undir 2ja ára samning við Manchester-liðið. Stefán Þórðarson skoraði eitt marka Stoke í sigri þess í æfmgaleik við Birmingham en leikurinn fór 2-1. Paul Connors skoraði síðara mark Stoke- liðsins. -ÓK/esá - Onldui OlaiRson íikonu iu>i njtt ,it iítta aHpum ranunt tyi íi iÞiiMtnka köiiuboitalanda- loik i nticjn algrl a Noió tttörmum i Keflavfk i gavr. DV-mynd Hilmar Þói Kraftur og leikgleði - skiluðu íslenska landsliðinu 26 stiga sigri á Noregi i fyrsta leik þess á NM íslendingar byrjuðu Norðurlandamót landsliða af krafti í gærkvöld þegar þeir skelltu Norðmönnum, 92-64. Góð- ur leikur íslensku strákanna lofar góðu um framhaldið og ljóst er að íslenska liðið ætlar sér stóra hluti á þessu móti. Það var Baldur Ólafsson sem skoraði fyrstu körfu leiksins þegar hann tróð með tilþrifum en gestirnir frá Noregi voru hvergi bangnir í upphafi og hittu grimmt. Vörn íslenska liðsins var ekki upp á marga fiska í byrjun og nýttu IhIíhkI (46) 92 - Noregur (40) 06 2-0,2-6,4-8, 8-10,10-14,15-14,15-19 17-19 (17-24), 17-32,33-32,33-35, 36-37,40-37,43-40 (46-40), 58-40, 64-42, 64-48, 73-50 (73-52), 77-56, 77-60, 81-60, 89-64, 92-66. fcaHppBMj Stig: Herbert Arnarson, 18, Gunnar I Ki FÍTlTÍ I Emarsson, 17, Friðrik Stefánsson, 11, U+mtJÍ Jón Arnór Stefánsson, 9, Falur Harðarson, 8, Sævar Sigurmundsson, 8, Logi Gunnarsson, 6, Baldur Ólafsson, 6, Fannar Ólafsson 5, Jón Arnar Ingvarsson, 4. Fráköst: Gunnar, 6, Friðrik, 6, Sævar, 5, Jón Amar, 5, Herbert, 5 og aðrir minna Stoðsendingar: Herbert, 7, Jón Arnar, 7, Falur, 2, Logi, 2, Jón Arnór, 2, og aðrir minna. Stolnir boltar: Jón Arnór, 5, Falur, 2, Fannar, 2, Jón Amar,2, Jakob Sigurðarson, 2, og aðrir minna. Varin sknt: Friðrik, 1, Sævar, 1 og Baldur, 1. 1. fjórðungur: 17-24 2. fjórðungur: 29-16 3. fiórðungur: 27-12 4. fjórðungur: 19-14 Stig Noregs: Lars Sönsteby, 19, Torbjöm lYitzen, 10, Ronny Ahlberg, 8, Kjetil Berntzen, 8, Badoni El- Safadi, 6, Öyvind Fritzen, 5, Calix Ndiaye, 4, Marco El-Safadi, 4, Mustafa Mahnin, 2. Fráköst: Island 44 (12-32), Noregur 27 (5-22). Skot: ísland 66/33 (50%), Noregur 61/26 (43%). 3ja stiga: ísland 18/11 (61%), Noregur 21/5 (24%). Víti: Ísland 23/15 (65%), Noregm-19/9 (47%). Tapaðir boltar: ísland 25, Noregur 24. Maður leiksins: Gunnar Einarsson, íslandi gestimir sér það til hins ýtrasta. Nor- egur leiddi eftir fyrsta leikhluta, 17-24, og skoraði fyrstu 8 stigin í öðrum leik- hluta og var liðið komið 15 stigum yfir. Þá fór vöm íslenska liðsins í gang og hreinlega lokaði á þá norsku. Eins og oft áður þá skilaði vömin auðveldum körfúm úr hraðaupphlaupum og heima- menn léku við hvem sinn fingur. Norsku leikmennimir vissu ekki á þessum kafla hvort þeir voru að koma eða fara og íslenska liöið skoraði 16 stig í röð og breytti stöðunni úr 17-32 í 33-32. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 40-40, íslandi i vil. íslenska lið- ið hélt uppteknum hætti þegar það kom út úr búningsherbergjunum og skoraði fystu 12 stigin. Þarna var orðið ljóst hvorum megin sigurinn yrði, aðeins spuming hversu stór hann yrði. Frið- rik Ingi, þjálfari íslenska liðsins, spil- aði mikið á ungu strákunum það sem eftir lifði leiks og stóðu þeir sig vel. Gaman var að sjá tfl íslenska liðsins í þessum leik. Baráttan var svo sannar- lega til staðar þar sem menn voru að henda sér í gólfið á eftir boltanum og hungrið og ákafmn skein úr augum leikmanna. Liðið er töluvert breytt frá því í vor og margir ungir strákar að stiga sín fyrstu spor. Ungu strákamir komust vel frá leiknum og verður ef- laust stígandi í leik þeirra. Örlítfl taugaveiklun var innan liðsins i upp- hafi leiks og vom menn feimnir að láta finna fyrir sér í vörninni en þaö breytt- ist svo um munaði. Herbert Amarson, sem hefur tekið við fyrirliðabandinu af Guðmundi Bragasyni, kann greinilega vel við sig í nýju hlutverki og spilaði feikna vel. Gunnar Einarsson átti frá- bæra innkomu og klikkaði ekki úr skoti. Jón Arnar Ingvarsson, sem er kominn inn í liðið að nýju, var dugleg- ur að spila uppi menn og styrkir liðið mikið. Baldur Ólafsson var sterkur í vöminni ásamt Fannari og Friðriki Stefánssyni. Bakverðimir mættu vera duglegri að mata stóm mennina en það kom ekki á sök þar sem hittni liðsins utan af velli var mjög góð. Norska lið- inu tókst að stríða heimamönnum i byrjun en síðan kom í ljós getumunur- inn í norskum og íslenskum körfu- knattleik. Liðið átti engin svör þegar vöm íslenska liðsins fór í gang og féll í þá gildru að ætla hlaupa með íslenska liðinu í stað þess að hægja á leiknum. Besti leikmaður liðsins var Lars Sönsteby þrátt fyrir að hann virtist ekki í sérstaklega góðu líkamlegu formi. Það er ljóst að róðurinn verður norska liðinu erfiður á þessi móti. Herbert Amarson fyrirliði var ánægður þegar DV tók hann tali eftir leikinn. „Það er mjög gott að byrja mót- ið á svona sannfærandi sigri. Við ætl- uðum að nota þennan leik til að finna út hvar við stæðum og svona úrslit gefa okkur byr undir báða vængi. Það voru góðir og slæmir kaflar í leik okkar en við tókum okkur saman í andlitinu eft- ir slæman kafla í fyrri hálfleik og sýnd- um styrk. Við erum ekki sáttir við hvemig liðið hefur spflað síðustu miss- eri og markmiðið nú er að skemmta áhorfendum og okkur sjálfum með því að gefa allt í þetta. Þessar þjóðir fá svo sannarlega að hafa fyrir því að leika á móti okkur á þessi móti“ sagði Herbert. -BG hlenska elítan (30) 63 - Svsfíjoð (46) 78 Elítan 04, 54, 7-7,12-9,12-16,14-16,14-25 (17-30), 22-30, 26-32, 28-36, 2846 (3046), 3949, 46-53, 51-58 (51-61), 55-61, 57-65, 57-70, 62-72, 62-68, 63-78. Stig: Ingvar Guðjónsson, 13, Hlynur Bæringsson, 9, Jón N. Hafsteinsson, 9, Magnús Gunnarsson, 8, Ólafur Ægis- son, 8, Helgi Magnússon, 6, Óðinn Ásgeirsson, 6, Steinar Kaldal, 2. Fráköst: Hlynur 10 (6 1 sókn), Óðinn, 7, Magnús, 6, Ingvar, 6, Jón, 6 og aðrir minna Stoðsendingar: Hlynur, 3, Sigurjón Lárusson, 3, Ingvar, 3, Ólafur, 3, Magnús, 2 og aðrir minna. Stolnir boltar: Hlynur, 2, Ingvar, 2, Jón, 2, Helgi, 2, Ólafur, 2 og aðrir minna. Varin skot: Jón, 3, Helgi, 2, Óðinn, 1. 1. fjórðungur: 17-30 2. fjórðungur: 13-16 3. fjórðungur: 21-15 4. fjórðungur: 12-17 Stig Sviþjóðar: Dennis Aulander, 13, John Tillmann, 12, Fredrik Jönzen, 12, Hakan Larsson, 10, lesli Myrthil, 10, Jonas Larsson, 6, Joakim Blom, 6, Freddrik Persson, 4, Olouma Nnamaka, 1. Fráköst: Elítan 42 (14-28), Svíþjóð 38 (11-27). Skot: Elítan 69/23 (33%), Svíþjóð 66/28 (42%). 3ja stiga: Elítan 30/9 (30%), Sviþjóð 15/6 (40%). Víti: Elítan 17/8 (47%), Svíþjóð 24/16 (67%). Tapaðir boltar: Elítan 20, Svíþjóð 22. Maður leiksins: Hlynur Bæringsson, íslensku elítunni Tveir i roð - hjá Sindra sem vann Skallagrím í gær. O-l Ármann S. Bjömsson (12.) 0-2 Grétar S. Sigurðsson (25.) 0-3 Hjalti Þ. Vignisson (74.) 1-3 Aleksander Linta (76.) Þó nokkuð margir stuðnings- menn Sindra, sem lögðu leið sína í Borgames, skemmtu sér konung- lega er þeir urðu vitni að því að liö þeirra náði 3 dýrmætum stigum í botnbaráttunni og fékk í bónus 3 mörk því það hafði aðeins gert 5 mörk í 11 leikjum til þessa og lið heimamanna var svo gott sem fallið úr deildinni. Leikur liðanna var ekki upp á marga fiska. Heimaliðið fékk strax á 12. mínútu á sig herfilegt klaufa- mark og við það hrundi sjálfstraust þess og gestimir fylgdu á eftir með glæsimark á 25. mínútu og leiddu örugglega i hálfleik, 0-2. Strax í síðari hálfleik komu heimamenn mun ákveðnari til leiks og réðu gangi leiksins algjörlega en gestunum tókst að gera 3. mark sitt þvert á gang leiksins Heima- menn náðu að laga stöðuna tveim- ur mínútum síðar og þar við sat og mikilvægur sigur Sindra í höfn. Sindramenn unnu þarna sinn annan leik í röð og hefur koma Ármanns Smára Björnssonar lífgað mikið upp á sóknarleik liðsins. Ármann Smári skoraði í sínum þriðja leik í röð í gær þegar hann skoraði fyrsta mark leiksins í gær og kom sínum mönnum á bragðið. Maður leiksins: Grétar S. Sig- urðarson, Sindra. -EP/ÓÓJ ET y 1. PIIiD KARLfl FH 12 7 4 1 25-12 25 Valur 12 7 3 2 29-12 24 Víkingur 12 6 3 3 28-21 21 Dalvík 12 6 2 4 28-21 20 ÍR 12 6 2 4 22-16 20 KA 11 4 3 4 16-15 15 Þróttur 12 3 5 4 15-20 14 Sindri 12 2 6 4 8-12 12 Tindastóll 11 2 2 7 11-20 8 Skallagr. 12 1 0 11 1144 3 Markahæstir: Sumarliöi Árnason, Víkingi .... 15 Hörður Magnússon, FH.............12 Atli Viðar Björnsson, Dalvík .... 10 Jóhann Hreiðarsson, Dalvík .... 10 Arnór Guðjohnsen, Val.............9 Pétur Björn Jónsson, KA ..........8 Páll Einarsson, Þrótti............6 Arnór Gunnarsson, IR .............5 Edilon Hreinsson, ÍR..............5 Heiðar Ómarsson, ÍR...............5 Besim Haxhiajdini, Val............4 Jón Örvar Eiríksson, Dalvík.......4 U FH á toppinn á ný eftir sigur á Þrótti: Dramatík í blálokin 1-0 Hörður Magnússon (67.) 1- 1 Vignir Þór Sverrisson (90.) 2- 1 Jón Þ. Stefánsson (90.) FH-ingar skutust aftur á toppinn í fyrstu deild karla eftir sigur á Þrótt- urum á Valbjamarvelli i gærkvöld þar sem lokamínútur leiksins voru dramatískar í meira lagi. FH-ingar réðu gangi leiksins frá fyrstu mín- útu og voru, eins og í flestum leikj- um liðsins í sumar, mun meira með boltann en andstæðingurinn en upp- skáru ekki í samræmi við það í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var líkur þeim fyrri þangað til Charlie McCormick, leikmanni Þróttar, var vikið af velli á 59. mínútu eftir að Einar Sigurðs- son, góður dómari leiksins, gaf hon- um gula spjaldið í leiknum öðra sinni. Eftir þetta þyngdust sóknir FH-inga til muna og uppskáru þeir laglegt mark og var þar að verki gamli refurinn, Hörður Magnússon. Nokkrir áhangendur FH-inga höfðu verið að senda Herði tóninn en eins og hans var von og vísa þaggaði hann niður í þeim. Rétt áður en FH- ingar skoruðu var Davíð Ólafssyni, langbesta manni þeirra, skipt út af og er það undirrituðum algjörlega óskiljanlegt, svo ekki sé meira sagt. FH-ingar höfðu yfirhöndina áfram en voru ekki nógu grimmir í sókn- inni og hafa líklega haldið að björn- inn væri unninn þegar Þróttarar, nánast upp úr þurru, jöfnuðu leik- inn á síðustu mínútu hans. FH-ingar voru ekki af baki dottnir, tóku miðju, hófu sókn, uppskáru mark og Þar með toppsæti deildarinnar. í heild var sigur FH-inga sanngjarn en hrósa ber Þrótturum fyrir elju og seiglu og litlu munaði að þeir nældu sér í stig. „Við réðum öllum leiknum en vorum ekki nógu beittir í sókninni. Við sköpuðum okkur í raun allt of mörg hálffæri en heppnin var með okkur í lokin,“ sagði Hallsteinn Amarsson, leikmaður FH-inga. Maður leiksins: Davið Ólafsson, FH. -SMS Víkingar unnu báða leikina í deildinni gegn Val í sumar: Háspenna í Víkinni 0-1 Arnór Guðjohnsen (12., víti) 1- 1 Sváfnir Gíslason (29.) 2- 1 Hólmsteinn Jónasson (81.) Víkingar tóku á móti Val í gær- kvöld og það er skemmst frá því að segja aö heimamenn unnu góðan sigur á Valsmönnum, 2-1, eftir æsi- legar lokamínútur. Leikurinn byrjaði rólega en Arn- ór Guðjohnsen opnaði leikinn á 12. mínútu með marki beint úr auka- spymu. Brotið hafði verið á Guð- mundi Brynjólfssyni rétt utan teigs. Víkingar létu sér þó ekki segjast og sóttu grimmt meö Sumarliða Árnason í fararbroddi. Það kom að því að heimamenn jöfnuðu leikinn og var þar að verki Sváfnir Gísla- son með laglegu skoti eftir send- ingu frá Jóni Grétari Ólafssyni. í síðari hálfleik var mikið um að vera og sóttu liðin grimmt á báða bóga. Halldór Hilmisson gaf tóninn á 48. mínútu þegar hann þrumaöi knettinum í stöng úr skoti af 30 metra færi. Sumarliði komst nokkru síðar í ákjósanlegt færi en tókst ekki að koma boltanum í net- ið. Á 81. mínútu barst boltinn til Hólmsteins Jónassonar sem skaut fallegu utanfótarskoti í mark Vals- manna af 20 metra færi eða svo og ætlaði allt um koll að keyra hjá stuðningsmönnum Víkinga. Vals- menn létu þó bugast og settu allt á fullt og uppskáru vítaspymu á 86. mínútu eftir að Ögmundur mark- vörður braut á Guðmundi. Ög- mundur bætti þó fyrir það þegar hann varði stórglæsilegra vítið sem Fikret Alomerovic tók. Maður leiksins: ögmundur Rúnarsson, Víkingi. -esá Borðtennis: Góður árangur íslensk ungmenni unnu tvenn gullverðlaun á alþjóðlega Bret- landseyjamótinu í borðtennis sem fram fór á eyjunni Mön á dögunum. í einstaklingskeppninni vann Guðmundur E. Stephensen tfl gullverðlauna og 18 ára liðið vann einnig guU en í því voru Guðmundur og Magnús F. Magn- ússon. 16 ára drengjalið íslands hafnaði i 4. og 5. sæti á mótinu. 16 ára stúlknalið íslands varð í 4. sæti. Islensk borötennisungmenni sem kepptu á Mön á dögunum. Dalvík-IR: Dalvík áskriði 1- 0 Atli Viðar Bjömsson (24.) 2- 0 Jón Örvar Eiríksson (27.) 2-1 Björgvin Vilhjálmsson (77.) Dalvíkingar höfðu sætaskipti við ÍR er þeir unnu góðan sigur á þeim á DcdvíkurveUi í gær. Þeir Atli Viðar Bjömsson og Jón Örvar Eiríksson komu sín- um mönnum í 2-0 á þremur mín- útum og gáfu þar með tóninn fyrir þriðja sigurleikinn í röð. ÍR-ingar náðu þó að klóra i bakk- ann með marki frá Björgvini Vfl- hjálmssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.