Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 2
18 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 mm CARDINAL 40 Cardinal serían hefi titilinn SPINNHJÓI tvö árí ákjösaj eru unniö em Af fiskum og flugum Það voru aðeins tveir að veiða í Haukadalsvatni þegar við áttum leið þar um en þeir höfðu fengið fisk. i ósnum á Efri-Haukadalsá var aftur á móti heldur meira líf og veiði. Þar voru bara konur við veiðiskapinn og veiðin var góð. „Veiðiskapurinn gengur vel hjá okkur og við höfum fengið einn lax og helling af bleikjum, laxinn var að stökkva héma fyrir framan ósinn áðan,“ sögðu þær Bára Kristinsdótt- ir, Sigríður Friðjónsdóttir, Sigríður A. Pálmadóttir og Arndís B. Sigur- geirsdóttir við Efri-Haukadalsá. „Bleikjan er greinilega að koma og laxinn líka, við sáum nokkra laxa að stökkva héma áðan en að- eins einn þeirra tók hjá okkur. Það er gaman að veiða héma, við höfum ekki komið hingað áður,“ sögðu þær stöllur og drifu sig upp í veiði- hús því það var komin pása. „Ég fékk laxinn rétt áðan og hann tók maðkinn," sagði Bára Kristins- dóttir en hún á heiðurinn af fyrsta laxinum í Efri-Haukadalsánni á sumrinu. „Baráttan við fiskinn stóð stutt yfír en þetta var gaman," sagði Bára sem hefur veitt lax áður. Veiðin er öll að koma til í Efri- Haukadalsá en þegar við keyrðum fram hjá Neðri-Haukadalsá voru veiðimenn bara inni. Samt var lax að ganga á hverju flóði, við brúna voru nokkrir laxar og rétt fyrir neð- an hana var lax að stökkva. Erlendir veiðimenn veiða mikið í Neðri-Haukadalsá, og þá sérstaklega Svisslendingar sem veitt hafa í henni í fjölda ára. Torfi Ásgeirsson, staðarhaldari til Qölda ára, er mættur aftur á stað- inn. -G. Bender Þœr eru vígalegar við veiðiskapinn með lax og bleikjurnar sem þœr veiddu neð- arlega í Efri-Haukadalsánni. A mynd- inni eru þœr Bára Kristinsdóttir, Sigríð- ur Friðjónsdóttir, SigríðurA. Pálmadótt- ir og Arndís B. Sigurgeirsdótlir og með þeim hundurinn Lucky. Þau verða alltaf vinsælli og vin- sælli, heimatilbúnu veiðivötnin þar sem veiðimenn geta gengið að fisk- inum vísum. Þar fá veiðimenn ör- ugglega eitthvað á færið. Við fréttum af einum sem fór í veiðiá norðanlands og veiddi ekkert þrátt fyrir að vera búinn að segja konunni að þetta væri veiðitúr sum- arsins, veiðitúrinn þegar örugglega fengist eitthvað af fiski. En það brást alveg gjörsamlega og vinurinn kom heim næstum því með öngulinn í rassinum. Á leið- inni heim mundi hann þó eftir veiði- tjörn þar sem feng- ist lax og þar var komið við og tekn- ir fjórir laxar á mjög stuttum tíma. Síðan var haldið heim úr öruggu veiðiánni með lax- ana úr eldistjörn- inni í skottinu. Það er um að gera að taka stöng- ina með þegar farið er í ferðalag þvi víða er hægt að fá að renna fyrir lít- ið og jafnvel ekkert. Veiðivötn landsins eru um 1400 og í þeim flest- um er eitthvert líf. Þó ekki væri nema þess vegna verðum við að segja söguna af bóndanum á Strönd- um þar sem veiðimenn börðu að dyrum og spurðu hvort þeir mættu renna. „Renna, hvað œtlið þið að renna fyrir, það er enginn fiskur héma á Ströndum, strákar," sagði bóndinn en þeir gáfu sig ekki og annar hleypur út í bíl til að ná í glaðning handa bónda. „Jú, þið megið skreppa, en það er ekki bröndu að fá,“ sagði bóndinn og hafði varla sleppt orðinu þegar veiðimennimir voru komnir að ánni fisklausu. Eft- ir tveggja tíma veiði lágu átta laxar og fimm bleikjur í fisklausu veiöi- ánni á Ströndum. Viö veróum að segja frá tann- lækninum unga sem ekki veiddi oft né mikið en hafði fengið sér veiði- leyfi í Elliðaánum fyrir skömmu. Hann gleymdi að mæta á tilteknum degi og fattaði það þremur dögum seinna að hann ætti veiðileyfi í ánni. Hann varð víst ekkert sár enda veiðileyfið ódýrt í ánni. -G. Bender ^Abu Garcia for life. Veiðimaöurinn er ekki lengur í Hafnarstræti. Nánari upplýsingar í síma 567 8050. Fróðleikur um Efri-Haukadalsá í Efri-Haukadalsá veiðist oft vel af bleikju og sumarveiðin síðustu sumur hefur verið kringum 900 bleikjur og nokkir laxar. Ágústmánuður er oftast bestur í ánni en stangaveiði í september gefur oft góða raun. í ánni er veitt á tvær stangir og veiðistaðir eru um 30. Veiðisvæðið nær ofan úr gljúfrum neðan Giljalands, sem er fremsti bær í dalnum, og allt niður í vatnaós undir Litla-Vatnshorni, á að giska 7 km vegalengd. Ósinn neðst í ánni gefur oft vel af fiski og þá þegar hann er að ganga í júlí og byijun ágúst. Það er auðvelt að komast að ánni og liggja góðir malarvegir að heita má með henni allri á báðar hliðar. Nýlegt veiðihús stendur í landi Leikskála, með rúm fyrir átta. Ef veiðiskapurinn er rólegur er hægt að skoða Eiriksstaði í Haukadal þar sem ýmislegt hefur verið gert. Efri-Haukadalsá: Hress veibi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.