Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 5
M1ÐVIKUDAGUR 2. AGUST 2000 21 Korpa er laxveiðiá sem lætur ekki mikið yfir sér og reyndar vita ekki allir um hana. Áin á upptök sín í Hafravatni og rennur alveg niður að þjóðveginum, fram hjá Korpúlfsstöðum og áfram til sjávar og er byggðin komin mjög nálægt henni. Korpa hefur gefið um 300 laxa á sumri og flestir eru laxarnir sem veiðast í henni fjögurra til sex punda. „Bíddu, ég þarf aðeins að hlaupa upp með ánni, það eru einhverjir þama,“ segir Jón Þ. Júl- íusson, yngsti leigutaki laxveiðiár, við blaðamann DV, en Korpu leigir hann með fóður sínum, Júlíusi Jónssyni. Hann kemur skömmu seinna. Einhverjir sem höfðu verið í golfi fóru of nálægt ánni. „Þeir vora að veiða kúlur upp úr ánni og fóru svo burt,“ segir Jón. Hann er að leiðbeina erlendum veiðimanni við ána ásamt föður sínum. Erlendi veiðimaðurinn er að kasta í Berghyl- inn og færir sig aðeins ofar. Hann setur í lax í fossinum en hann sleppur eftir stutta baráttu. „Þetta er fjórði fiskurinn sem hann missir, hann hefur aðeins fengið einn lax, hann var 7 pund, og hann sleppti honum aftur í ána. Honum er alveg sama þó að hann missi þá, bara að setja í fiska. Næst fer hann í Laxá í Aðaldal en hann hef- ur veitt hérna á íslandi siðan 1978. Við erum hressir með veiðina héma í sumar þó laxinn hefði mátt fara fyrr upp i ána. Hann hefur verið héma fyr- ir utan í torfurn," segir Jón. Hann fer að segja erlenda veiði- manninum til og laxinn stekkur ótt og títt í fossinum. Laxinn er að ganga á hverju ílóði. Hvenœr byrjaöirðu að veióa lax, Jón? „Það var með pabba sem ég byrjaði en fyrsta fískinn veiddi ég í Korpu með Jóni Þorsteini, frænda mínum. Fiskinn veiddi ég í Göngubrúarhyln- um og hann var fjögur pund. Hann tók maðkinn." Hver er stœrsti lax sem þú hefur veitt? „Það var í Elliðaánum og hann var 14,5 pund, ég veiddi hann í september. Fiskurinn er heima, uppstoppaður, og það var gaman að fást við hann. En þú veiðir í öðrum veióiám en Korpu? „Já, ég veiði víða, eins og í Elliðaánum, mér frnnst svakalega gaman að renna fyrir lax,“ seg- ir Jón í lokin. Hann er þotinn niður að Sjávar- fossinum, fiskurinn er rétt fyrir utan og gerir sig líklegan til renna sér upp ána. Á þessari stundu er Korpa að komast yfir 100 laxa og hann er 13 pund, sá stærsti, og veiddist fyrir fáum dögum. Veiðimenn sem veiddu þann fisk urðu varir við annan svipaðan fisk. Áður hafði veiðst 10 punda lax. -G. Bender Jón með Bandaríkjamanni sem var við veiðar i Korpu fyrir fáum dögum og veiddi ágætlega. Þessi erlendi veiðimaður hefur komið til veiða hérna siðan 1978 og veitt víða, meðal annars í Langá á Mýrum og Laxá i Að- aldal. Jón Þ. Juliusson með fyrsta laxinn sem veiddist i Korpu á þessu sumri, fimm pund fisk sem tók maðkinn. DV-myndir G. Bender Darwa Millionaire S Veíðímenn ATH! Qóð undirstaða skipt sköpum! Qore-Tex vöðlur Höfum fen§ið hinar frábæru Fishers Motion Qore-Tex vöðlur. Bjóðum þessa gæðavöru á frábæru verði auk þess sem við veitum alla viðgerðarþjónustu. - Neoprane vöðlur Éigum allar stærðir af hinum vönduðu OCEAN neoprane * vöðlum. Nú geta allir fengið sér vöðlur því við styttum, lengjum, þrengjum og víkkum. Qerum einnig við göt, teka- prófum og bætum vöðlur. Áralöng þjónusta við veiðimenn. Stígvél Qerum við og bætum stígvél. Setjum einnig ný stígvél á vöðlur bæði pvc og polyurethan allt eftir óskum veiðimannsins. Leiga á vöðlum og búnaði ^Leigjum allar stærðir af vöðlum sem og veiðistangir, 'hjól, jakka og annan búnað sem þarf til stangveiða. -mmSi « m Sæfaáklæði VHfu ýerja sætin í bílnum. Eigum á lager og framleiðum *sætaáklæði fyrir flestar gerðir bifreiða. Sérstakleg hentugt fyri’r.%.eiðimenn, hestamenn og alla þá sem vílja verja sætin *Tibílnú"m gegn vætu og óhreinindum. Vöðlupokar Bjóðum hentuga poka undir vöðlur og stígvél SKOSTOFAN Dunhaga 18 Sími 552 1680 Undirstöðuatriðin eru okkar sérgrein Korpa/Úlfarsá: Yngsti leigutaki andsi ns

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.