Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 a>v 3000 fórnarlamba leitaö Afdrif 780 þeirra kunna aö skýrast á næstunni. Fyrstu upplýsing- ar um fórnarlömb Trúarleiðtogi í Chile hefur látið stjórnvöldum í té upplýsingar um hvarf rúmlega 780 einstaklinga í stjórnartíð Agustos Pinochets. Þetta eru fyrstu haldbæru upplýsingam- ar sem stjórnvöldum þar i landi ber- ast eftir sex mánaða leit að líkum þeirra sem létust í ofsóknum í stjórnartíð einræðisherrans. Upp- lýsingamar berast stjómvöldum að- eins einum degi eftir að hæstiréttur þar i landi, sem skipaður var 20 dómurum, úrskurðaði að Pinochet gæti ekki skýlt sér á bak við þing- helgi. 11 dómarar greiddu atkvæði með tillögu um að þinghelgi Pin- ochets skyldi rift. Að minnsta kosti 3000 manns létust eða hurfu í valda- tíð Pinochets á árunum 1973-1990. Mörgum líkanna var fleygt í sjó og önnur falin i Andesfjöllunum. Am- nesty Intemational hefur fagnað úr- skurðinum. mótmælaskyni Tókust í hendur Barak gekk um þingsalinn í gær og settist hjá Levy sem haföi sagt af sér skömmu áöur. Tókust ráöherrarnir meira aö segja í hendur og hlógu. David Levy, utanrikisráðherra ísraels, sagði af sér í gær. Levy lýsti því hvemig hann hefði þjáðst á dög- unum þegar Barak og samstarfs- menn hans voru að semja um fram- tíð Jerúsalem í Camp David. „Ég get ekki, samvisku minnar vegna, hald- ið áfram að bera ábyrgð á stefnu sem miðar að því að semja um Jer- úsalem þrátt fyrir aðdáun mína á Ehud Barak.“ Bent hefur verið á að David Levy hafi oft skipt um skoðun áður. Al- menningur beri því lítið traust til hans. Ágreiningurinn milli forsætisráð- herrans og utanríkisráðherrans hófst í vor þegar Barak lét sína eig- in samstarfsmenn ræða við Palest- ínumenn í Stokkhólmi án þess að láta Levy fylgjast með því sem fram fór. Þegar Levy neitaði að fara með til Camp David á dögunum og ving- aðist við öfgasinnaða þjóðernis- sinna á meðan Barak var fjarver- andi þótti ljóst að dagar hans í stjórninni væru taldir. Þrátt fyrir afsögn Levys og sam- þykkt þingsins um að efna til kosn- inga heldur Ehud Barak forsætis- ráðherra til Alexandríu í Egypta- landi í dag til viðræðna við Hosni Mubarak forseta. Barak kveðst stað- ráðinn í því að koma í höfn friðar- samingum við Palestínumenn. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, kom til Gazasvæðisins í gær eftir heimsókn til sjö landa þar sem hann leitaði eftir stuðningi við friðarumræðurnar. Vegna stjóm- málavandans heima fyrir hefur Barak hins vegar haft lítinn tíma til að afla sjónarmiðum ísraela stuðn- ings. Bandarisk yfirvöld lýstu í gær yfir stuðningi við Barak sem sætt hefur miklum árásum heima fyrir að hafa gefið eftir í viðræðunum við Palestínumenn í Camp David. Bandarískir embættismenn neituðu hins vegar að tjá sig um afsögn Levys og sögðu hana innanríkispólítík. Levy hætti í ektnn 20 þús km. rauður. 5 g., cd, álfelgur, krökur, líknarb, Verð: 2.250.000 Tilboð: 2.090.000 Uppítökubilar á góóu verói / BMW 325 i 08/94 ekinn 47 þús km, vínrauður, 5 g., abs, cd, álfelgur, loftkæling. Verð: 2.690.000 Tilboð: 2.390.000 BÍLASALAN SKEIFAN BÍLDSHÖFÐI 10 S: S77-2800 / 587-1 OOO Lyfjaskortur Mikill skortur á lyfjum og öörum nauösynjum hefur veriö í írak síðastliðinn áratug en á myndinni reynir írösk kona aö harka út lyfá spítala í Bagdaö. í gær voru tíu ár síöan síöan írakar réöust inn í Kuveit en þaö markaöi jafnframt uþphaf Persaflóastríösins. Kanna hvort hluti úr lendingar- búnaði hafi orsakað eldinn Frönsk flugmálayfirvöld beina nú sjónum að því hvort brot úr lending- arbúnaði, sem losnaði frá Concorde- vélinni, kunni að hafa orsakað eld- inn sem varð 113 manns að bana er hún hrapaði við Charles de Gaulle flugvöll skammt frá París í síðustu viku. Sérfræðingar hafa fundið málmskjöld sem hindrar að vatn komist að hjólbörðum í blautu veðri. USA today greindi frá því að sams konar búnaður hefði orsakað olíuleka í Concorde árið ‘93. í því tilfelli sprakk hjólbarði vélarinnar með þeim afleiðingum að búnaður- inn losnaði og þeyttist í olíutank vélarinnar. British Airways lét þá breyta búnaðinum til að tryggja að slíkt endurtæki sig ekki. Brown í hjónaband — Gordon Brown, íjármálaráðherra Wfp J Bretlands, tilkynnti í é óvænt í gær að ■' ' hann hygðist kvæn- ast kærustunni sinni, Söruh Macaulay, í dag. „Við erum himinlif- andi og ákaflega hamingjusöm,“ sagði ráðherrann í yfirlýsingu. Fyr- ir mörgum árum átti hann i 5 ára sambandi við Margréti Rúmeníu- prinsessu. Dauðadómur Háttsettur stjórnmálamaður í Kina, Cheng Keijie, hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa þeg- ið um 400 milljónir íslenskra króna i mútur. Vill leggja hald á bíla Samgönguráðherra Noregs, Terje Moe Gustavsen, leggur til að hald verði lagt á bíla og mótorhjól við gróf umferðarlagabrot. Clinton frestar aftöku Bill Clinton Bandaríkjaforseti frestaði í gær aftöku fanga í Texas í fjóra mánuði. Á fanginn að fá mögu- leika til að nýta sér ný lög sem veita dauðadæmdum færi á að sækja um náð hjá forsetanum. Fjársjóður úr Titanic Björgunarmenn hafa náð perlu, ferkantaðri glerflösku og stórri ferðatösku með bókum úr farþega- skipinu Titanic sem sökk 14. apríl 1912 eftir árekstur við ísjaka. Kohl neitar þrýstingi Helmut Kohl, fyrrverandi kansl- ari Þýskalands, vís- aði í gær á bug | " :2aíi| fréttum um að hann 1 1 hefði þrýst á helsta aðstoðarmann sinn að breyta neikvæð- 1 um ummælum sem hann lét falla um þátt Kohls í leyni- sjóðahneykslinu. Norðmenn reykja mest Norðmenn eru komnir fram úr Dönum í reykingum. 34 prósent norskra karla reykja og 33 prósent norskra kvenna. Suharto ákærður Rikissaksóknari í Indónesíu ákærði formlega í morgun Suharto, fyrrverandi forseta, fyrir spill- ingu. Búist er við að réttarhöld yflr forset- anum hefjist í þess- um mánuði. Óánægðir með gagnrýni Yfirvöld í Kína hafa hvatt banda- ríska repúblikana til að blanda ekki samskiptum Kína og Bandaríkjanna inn í baráttuna fyrir forsetakosning- arnar. Gagnrýni á Kína hefur komið fram á landsþingi repúblikana. Landtöku bráðum hætt Robert Mugabe Simbabveforseti sagði eftir viðræður við Mbeki S- Afríkuforseta að ólöglegri yfirtöku búgarða hvítra yrði hætt í þessum mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.