Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Svelnsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiósla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Helmasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugeró: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Árœðni og dugnaður Meö áræöni, dugnaði og eljusemi eru mönnum í atvinnu- lífinu flestir vegir færir. Það hefur verið gæfa okkar íslend- inga að til skuli vera menn - kallaðir athafnaskáld á hátíð- arstundum - sem eru reiðubúnir að hætta öllu sínu við að byggja upp fyrirtæki. Og smátt og smátt hefur viðhorf til þeirra sem skara fram úr á sviði atvinnulífsins vegna dugn- aðar og útsjónarsemi orðið jákvæðara. Að líkindum er það ein mesta og besta breyting sem orðið hefur á íslensku þjóðfélagi á síðustu árum. Því miður lifir enn í glæðum öfundar enda hafa margir stjórnmálamenn lifibrauð af því að ala á öfund og tor- tryggni í garð þeirra sem vegnar vel. Jafnvel forseti ís- lands getur ekki setið á sér að gagnrýna það sem hann kallar vaxandi misskiptingu í þjóðfélaginu en lætur hjá líða að benda á þá staðreynd að hagur flestra hefur batnað stórkostlega á undanförnum árum. Kakan sem til skipt- anna er hefur stækkað. Og kakan hefur stækkað vegna þess að athafnaskáldin eru enn að verki þrátt fyrir að ein- hverjir reyni að gera verk þeirra tortryggileg. Þeir hafa hvorki látið innantóm slagorð hafa áhrif á sig né hræðst þegar fyrirtæki eru úthrópuð í ræðu og riti fyrir skattsvik og þess strengd heit opinberlega að ná „sökudólgunum“. Þeir hafa jafnvel staðið uppréttir þegar fyrirtækjum hefur verið lokað með ofbeldi. Athafnaskáldin halda áfram við uppbyggingu atvinnu- lífsins og ryðja þannig brautina til bættari lífskjara. Sindraberg ehf. á ísafirði er ágætt dæmi um hvernig dugn- aðurinn, útsjónarsemin og elja skila mönnum árangri en fyrirtækið hóf framleiðslu á súsíréttum að japanskri fyrir- mynd á síðasta ári. Eins og DV greindi frá í gær hefur Sindraberg gert samn- inga við verslunarkeðjur í Englandi, Svíþjóð og Þýskalandi um sölu á súsíréttum fyrirtækisins. Útflutningur er þegar hafinn og framleiðslan fer í fullan gang með haustinu. Það þarf nokkra hugmyndaauðgi til að láta sér detta í hug að heíja framleiðslu á súsíréttum hér á landi og ekki höfðu allir trú á framtaki forráðamanna Sindrabergs þegar framleiðsla var að hefjast. Úrtöluraddir ná sem betur fer yf- irleitt ekki eyrum athafnamanna. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig Sindrabergi gengur að fóta sig á erlendum mörkuðum en forráðamenn fyrirtækisins eru bjartsýnir á góðan árangur: „Við ætlum okkur að nýta það forskot sem við höfum þegar náð og höf- um áform um að efla starfsemina og erum að ræða við væntanlega fjárfesta,“ sagði ívar Pálsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, í samtali við DV. Sindraberg er aðeins lítið dæmi um verk íslenskra at- hafnamanna en sýnir enn og sannar að framtíðin getur ver- ið björt fyrir íslendinga ef rétt er á málum haldið. Frjáls heiðursmaður Guðni Helgason rafvirkjameistari er skattakóngur lands- ins á þessu ári en hann þarf áttræður að greiða nær 50 milljónir króna í skatta vegna söluhagnaðar á húseign. í viðtali við DV síðastliðinn þriðjudag sagði Guðni meöal annars: „Það var alltaf verið að segja við mig að það væri ekkert vit í að vera að borga þetta í skatta heldur ætti ég að setja peningana 1 aðra eign og sleppa við skattana. Þetta leika aðrir sér að því að gera og það var reynt að innprenta mér að það yrði ég að gera en ég sagði bara nei. ...ég vil heldur borga skattana og vera laus. Ríkið fær peningana og ég held að þeir megi vera ánægðir þar.“ Svona tala aðeins heiðursmenn sem eru ánægðastir þeg- ar þeir borga sína reikninga og eru frjálsir. Óli Björn Kárason DV Skoðun Sætir og súrir ávextir Reynt hefur á tvo ná- skylda þætti sem tengjast markaðsvæðingu islensks efnahagslífs að undanfomu. Hér er átt við gengisskrán- ingu íslensku krónunnar á markaði og frjálsa fjár- magnsflutninga milli landa annars vegar og verðbréfa- markaðinn og viðskiptasið- ferði þar hins vegar. í þess- um pistli er ekki ætlunin að ræða sem slíka þá atburði sl. vikna sem þessu tvennu tengjast þó vissulega gefi þeir tilefni til heldur fyrst og fremst viðbrögð ýmissa við þeim. Eigin leiðir Til að fyrirbyggja strax óþarfa misskilning er undirritaður ekki þeirrar skoðunar að breytingar í þá veru að opna okkar hagkerfi og þróa í takt við það sem hefur verið að ger- ast í okkar nágrannalöndum, t.d. annars staðar á Norðurlöndunum, hafi orðið umflúnar eða af hinu illa. Við erum jú hluti af, og reyndar mjög háð, því viðskiptaumhverfi og leikreglum sem milliríkjaviðskipti Steingrímur J. Sigfússon, form. Vinstrihr. - græns framboös byggjast á og segjum okkur ekki úr lögum í þeim efn- um. Á hinn bóginn ber að varast allt ofstæki og trúar- bragðakenndar kreddur þegar þessar breytingar eiga í hlut. Það hefur verið og er skynsamlegt fyrir okkur, með örsmátt og sér- hæft hagkerfi og gjaldmiðil, að stíga varlega til jarðar og forðast að falla i þær gryfj- ur sem ýmsar aðrar þjóðir hafa fallið í er orðið hafa fórnarlömb ræningjakapít- alisma, spákaupmennsku eða græðgi hins alþjóðlega áhættu- fjármagns. Við eigum að þora að hafa sjálfstæðar skoðanir á þvi hvernig er farsælast fyrir okkur að aðlaga íslenskt efnahagslíf og hag- kerfi breytingum á alþjóðavettvangi og þora að fara eigin leiðir er svo ber undir. Leiðarljós frjálshyggju og blindrar markaðstrúar, samfara van- þekkingu eða skeytingarleysi um umhverfis- og félagslega þætti, sem ýmsar alþjóðastofnanir hafa siglt gagnrýnislaust eftir og þvingað upp á íjölmörg ríki hafa víða reynst herfi- lega. Hrikaleg og vaxandi misskipt- ing gæða og nýir milljónatugir ef ekki hundruð bláfátækra í heimin- um á hverju ári er eitt birtingarform þessara breytinga. Fylgifiskar markaðsvæðingar Víkjum þá að þessu með súru og sætu ávextina í körfunni. Eitt það broslegasta, svo ekki sé sagt grátbros- legasta, tengt ofannefndum atburð- um; óróleika á gjaldeyrismarkaði og viðskiptaaðferðum á verðbréfamark- aði, hafa verið viðbrögð ýmissa post- ula fijálshyggju og markaðsvæðingar fyrr og síðar. Hvað héldu þeir eigin- lega Birgir ísleifur Gunnarsson, Dav- íð Oddsson og fleiri slíkir þegar þeir gegnum tíðina hafa verið að prédika frjálshyggju og markaðsvæðingu? Héldu þeir að hægt væri að fá alla kostina en sleppa við gallana? Hafa þeir heyrt um gjaldeyrismarkaði þar sem hægt er að útiloka spákaup- mennsku? ímynduðu þeir sér að bróðurkærleikurinn yrði ríkjandi lögmál í verðbréfabraskinu? Þetta er ekki sagt hér til að afsaka ósvífna spákaupmennsku eða lélegt við- skiptasiðferði þegar eða ef um slíkt „Hafa þeir (Birgir ísleifur og Davíð) heyrt um gjaldeyr- ismarkaði þar sem hœgt er að útiloka spákaup- mennsku? ímynduðu þeir sér að bróðurkœrleikurinn yrði ríkjandi lögmál í verðbréfabraskinu?“ er að ræða, því fer fjarri. Ég mælist hins vegar til þess að frjálshyggju- og markaðsvæðingarpostular kannist Til málamynda Nú i sumar var ég samferða roskn- um Bandaríkjamanni á leið til dropa- steinshella suður í löndum. Þegar ferðafélagi minn frétti að ég kæmi frá íslandi fór hann strax að dásama land og þjóð. „Á Islandi eru allir svo vel menntaðir," sagði hann með vel- þóknun. „Þarna er ekki hægt að finna ófróðan mann,“ hélt hann áfram í fullri alvöru. Bókabúðir þess- arar litlu eyþjóðar vöktu mesta furðu hjá honum. „Að hugsa sér, þama er hægt að kaupa allar heimsbókmennt- ir.“ Ég gat ekki nema jánkað. „Og ekki nóg með það, maður getur jafn- vel fylgst með Down-vísitölu og síð- ustu skráningu hjá Nasdaq." Ekki er allt sem sýnist Heimkomin hlakkaði ég til að ráð- ... fór hann strax að dásama land og þjóð. „Á íslandi eru allir svo vel menntaðir“ sagði hann með velþókn- un. „Þama er ekki hœgt að finna ófróðan mann, “ hélt hann áfram í fullri alvöru. Hræsni af verstu gerð ast á blaðabunkann sem hafði safnast á meðan. Efst í honum blasti við mér grein sem var rituð af nafn- kunnum einstaklingi. Þessi greinarhöfundur hafði komist að nákvæmlega öf- ugri niðurstöðu við ferðafé- laga minn, Bandaríkja- manninn. Hann taldi að ríkisstjómin hafði ekki sett nægilega mikla peninga í menntun fólksins en „fjár- festing i hugviti er það eina sem hægt er að stóla á i framtíð sem engin leið er að sjá fyr- ir.“ Ráð höfundar var að menn ættu að snúa sér frá álverum að mennta- málum. í einu blaðinu fann ég einnig við- tal við Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra. Rætt var við hann um brottfall úr framhaldskóla og staðfesti ráðherra að það væri mun meira hér en annars staðar á Norð- urlöndum eða um helmingur þeirra sem hefja námið ljúka því aldrei. Hér má ef til vill bæta því við að hvergi á Norðurlöndum er jafnhátt hlutfall framhaldsskólanema sem álíta skólcum tómstundagaman og sinna honum bara þegar þeim hent- ar. Fyrir mjög marga unglinga virð- ist lífið bara snúast um að skaffa peninga í kafflhúsaferðir, böll, far- síma og tískuflíkur. Allt annað er aukaatriði. Göfgar vinnan? Nú telja margir íslensk ungmenni mun sjálfstæðari en jafnaldra þeirra í nágrannalöndunum. Sjálfstraust þeirra og sjálfsbjargarviðleitni hafi Marjatta Isberg fíl. mag. og kennari skapast af þátttöku þeirra í atvinnulífinu. Enda er hæfileg starfsreynsla nauð- synleg viðbót við formlegt nám. En það er varla hugs- anlegt að unglingar sem stunda einhverja vinnu bara til að fá peninga fyrir skemmtunum séu eftir- sóknarverðir starfskraftar. Slíkt fólk sinnir hvorki staifi sínu né skóla af alúð, heldur verður hvort tveggja að hálfkáki. Fjárfesting rík- isins í slikum námsmönn- um skilar varla verulegum arði og spuming er hvort þeir yfirleitt eigi að hafa rétt til þessa málamynda- náms. Milljarðar í súginn Hagfræðingar hafa reiknað út arð- semina af fyrirhuguðu álveri í Reyð- arfirði. Þeim finnst hún vera lítil eða jafnvel neikvæð. Nú væri fróð- legt að sjá hina sömu hagfræðinga reikna út hversu margir milljarðar fara í súginn þegar allur þessi fjöldi unglinga eyðir tíma sínum i mála- myndanám og málamyndavinnu og hefur í raun ekkert markmið í líf- inu. Jafnmikilvægt og það er að laga skólann að breyttum aðstæðum nú- tímans er einnig að vinna að hugar- farsbreytingu hjá unglingunum okk- ar svo að þeir sjái það sem Jón Sig- urðsson benti á fyrir 158 ámm í Nýj- um Félagsritum: „Það er ekki komið undir að bömunum sé kennt mikið og margskonar, heldur að þau læri vel það sem þau læra.“ Marjatta ísberg og skattaskrár? Ógeðfelld tilhugsun j „Kostir þess að JeL birta álagningar- B skrár áöur en kærufrestur er lið- inn era vissulega umdeilanlegir og má alveg ræða það betur hvort svo eigi að vera. Mér fixmst hins vegar alltaf mjög ótrúverðugt og hlægilegt þegar ungir sjálfstæðismenn þeyta lúðra í nafni persónu- frelsis. Þetta eru sömu ungmennin og sitja í kjörklefum fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins til að fylgjast með Katrin Júlíusdóttir, varaformaöur Félags ungra jafnaöarmanna. hverjir neyta atkvæöisréttar síns. Hjá Sjálfstæðisflokknum skal allt fela sem viðkemur fjármálum og launum og ekki skirrast við að bijóta lög í því sambandi en svo er fólk elt uppi til að vita hvort það hafi ekki kosið Flokk- inn. Þá er ekki rætt um per- sónuvemd og friðhelgi ein- staklingsins. Þetta er hræsni af verstu gerð.“ „Það er klárt brot á friðhelgi einkalífs að upplýs- r ingar um álagðan tekju- og eignaskatt einstaklinga skuli liggja frammi í álagningarskrám hjá skattstjórum landsins, öllum til sýnis. Þessi sýning á per- sónulegum upplýsingum fólks er enn undarlegri í ljósi þess að hún hefur engan tilgang “““ annan en að svala forvitni Islendinga um náungann. Fólk fær sínar eigin töl- ur sendar í pósti og þeir sem þurfa nauðsynlega upplýsingar um aðra geta Viggo Jónsson, formaöur Heimdallar. óskað eftir þeim eftir öðrum leiðum. Það er sérstaklega ógeðfelld tilhugsun að fólk skuli gera sér sérstaka ferð á skattstofu til að fletta upp ná- grönnum sínum og vinnufelög- um. Á meðan er ríkisvaldið að gera að engu trúnaðarsamband milli launþega og vinnuveit- enda á sama tíma og það er loks að verða viðtekin venja að borga fólki eftir getu og hæfi- leikum - ekki starfsheiti. Eina ástæðan fyrir þessu stórfellda broti á trúnaði er hin hefðbundna réttlæting kerfisins: Það stendur í lögunum." -KGP Aögerölr Helmdellinga tll aö meina fólki aðgang aö upplýslngum um tekju- og elgnaskatt einstakllnga hafl vakiö menn til umhugsunar aö nýju. Þeir sem andvígir eru segja slíka birtingu brot á friöhelgl einkaiífsins en fylglsmenn vísa í lagabókstafinn. við sínar eigin ávaxtakörfur, bæði súru og-sætu ávextina. Steingrímur J. Sigfússon Verkamaðurinn og vandinn „Forsetinn er ekki aðeins full- trúi landsins, sá eini sem þjóðin velur sjálf án at- beina þings eða flokka, heldur einnig verkamað- ur á akri framfara og farsældar, liðsauki í hinni hörðu glímu við vanda þess og vegsemd að vera íslendingur." Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, í innsetningarræðu 1. ágúst 2000 Björgvin er með 60.000 Og á sama hátt geta skrárnar leitt það í ljós ef efnamiklir einstakling- ar, sem jafnvel berast mikið á, láta sitt eftir liggja og taka ekki þátt í róðrinum. Krafan um leyndina er krafa þeirra sem eitthvað hafa að fela. ...Björgvin er einmitt mikill áhugamaður um álagningarskrár og hefur kynnt sér þær öðrum mönn- um betur. Launatekjur hans eru um 60.000 krónur á mánuði og má hann vel við una, enda háskólanemi og því launalaus flesta mánuði ársins. murinn.is, 2. ágúst 2000 Krafan um leynd er eðlileg ...ógeðfelldur sá ósiður er að „opna skattskrár" og leyfa hverjum sem vill að lesa það sem þar stend- ur. Allt of oft gerist það að réttur manna er fótum troðinn án þess aö nokkur hreyfi andmælum og var þessi mótmælaseta þvi bæði skemmtileg og mikilvæg tilbreyting. Rökstuðningur þeirra sem hleypa vilja hverjum sem er í persónuupp- lýsingamar i skattframtalinu er sá að með þessu móti verði komið í veg fyrir „skattsvik". Þetta stenst þó ekki... VefÞjóöviljinn andriki.is, 2. ágúst 2000 Þrýstingurinn „Við hljótum að þurfa aö gera kjarasamninga eins og aðrir. Það var óvenjulegt að það var LÍÚ sem vísaði málinu til sáttasemjara. Menn reyna auð- vitað til þrautar og ef ekki næst saman þar hljóta menn að huga að einhverjum þrýstingi." Hólmgeir Jónsson, frkvstj. Sjómanna- sambandsins, í Mbl. 2. ágúst 2000 Þegar fólk kemur saman... Færri komu á Kristnihátíð á Þingvöllum en boðnir voru. Af þessu hafa sprottið óend- anleg blaðaskrif og eins og vænta mátti er í þeim mikið af því hugarfari tímans sem segir: „Það sem selst vel er gott, það sem selst miöur er vont.“ Margir þeirra sem leggja orð í belg virðast líta á Kristnihátíð sem eins konar popphátíð sem misheppnast vegna þess að hún var ekki rétt auglýst eða hönnuð. Þeir syngja svo með í þeim kór sem segir að ef færri mættu á hátíðina en bú- ist var við þá er það kirkjunni að kenna: hún sé ekki nógu spennandi, hún bjóði ekki upp á það sem fólk vill, hún sé ekki í takti við tímann og þar fram eftir götum. Tímans nauö I þeim söng er mjög sterk sú und- arlega krafa að allir eigi að berast með tímans flaumi. Auðvitað verða allir að vita af því á hvaða tíma þeir lifa og bregðast við því skynsamlega. En hitt er svo víst, að það væri mik- ið slys ef kristin kirkja legði sig alla fram við að elta svokallaðar kröfur tímans, laga sig að ríkjandi hugar- fari. Eða halda menn í raun og vera að það sé auðvelt eða æskilegt að kristni lagi sig sem mest að þeirri sjálfsdýrkun og þægindafrekju sem era stærstur samnefnari manna á okkar dögum? Muna menn ekki að Arni Bergmann ríthöfundur kristin krafa um lifshætti og hugarfar hlýtur að vísa í allt aðra átt en eftirsókn eftir æsilegum neysluvindi og hamagangur þeirra sem safha að sér með svo af- kastamiklum hraða að mölur og ryð hafa ekki við að eyða? Kristnin hlýtur að bregðast við tíðaranda, og það er vissulega mikill vandi, en hún getur ekki hlýtt honum án þess að bíða af svo mikinn skaða að hún geri sjálfa sig eins og óþarfa, það segir sig sjálft Ekkí í hátíðaskapi En svo er annað. Viö lifum á tíma geipilega sterkrar einstaklings- hyggju. Einstaklingshyggja hefur vitanlega sínar góðu hliðar en ef hún er svo öflug að hún hefur kæft allar efasemdir um eigið ágæti, þá er fjandinn laus. Meira um það seinna en í okkar dæmi skulum við hafa það í huga að öflug einstaklings- hyggja hefur það m.a. í för með sér að fólk hefur mun minni þörf en oft áður fyrir að koma saman á hátíðir og stórfundi til að upplifa eitthvað í sameiningu og efla sig til að gera eitthvað saman. Það er sama hvar gripið er niður: Kirkjur heimsins kvarta yfir deyfð og áhugaleysi og tómum guðshúsum. Stjómmála- flokkar lýðræðisríkja era í aumum lamasessi, félagatala skreppur sam- an, pólitískur áhugi sömuleiðis og enginn treystir sér lengur til að halda fjöldafundi eða pólitiskar há- tiðir, ekki einu sinni með öllum skemmtikröftum sem fáanlegir eru. Margs konar félagsskapur annar er illa farinn og hangir uppi á daufri von um að aftur komi betri tíð; mér er sagt að á íslandi sé ekki einu sinni lengur hægt að endumýja eða „ný- liða“ þá karlaklúbba sem reyndu að hrista saman skemmtun fyrir sig og góð málefni, svo lítið dæmi sé nefnt. Frá öllu þessu eru til undantekn- ingar, en það breytir því ekki að sú hneigð er öflug sem segir: Ég nenni ekki, ég mæti ekki, ég sit heima, ég sest upp í minn bíl og fer mína leið, ég fer ekki út fyrir minn litla hóp. Ef ég er trúhneigður þá fer ég á nýald- armarkaðinn og set saman minn guð eftir mínum einkaþörfum. Sá sem er eitthvað örlítið pólitískur enn situr heima í sínum stól og rifst við sjálfan sig og ráðherrana í sjónvarpinu. Menn koma ekki margir saman nema helst þá þegar hægt er að bjóða upp á upplifun í anda tímans, upplif- un þar sem helst koma saman bæði spenna og víma: fótbolti og annað sport með óvissum úrslitum og fimm pottum af bjór á hvern mann og dramatískum slagsmálum, popphá- tíð þar sem allt getur gerst og mun gerast, áthátíð með vafasömum og í hverri lotu grófari bröndurum. Gáum að þessu. Árni Bergmann ,Eða halda menn í raun og veru að það sé auðvelt eða æskilegt að kristni lagi sig sem mest að þeirri sjálfsdýrkun og þœgindafrekju sem eru stœrstur samnefnari manna á okkar dögum?“ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.