Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 I>v Ættfræði Umsjón: Helga D. Sigurðardóttir 95 ára__________________________ Ellen Benediktsson, Danmörku. 90JÍra__________________________ Sigurbjörg Ólafsdóttir, Hæöargarði 33, Reykjavík. 85 árg__________________________ Aöalbjörn Aöalbjörnsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Jón Pétursson, Austurbyggö 21, Akureyri. 80 ára__________________________ Ormur Guöjón Ormsson, Akurbraut 17, Njarövík. ?5 ára__________________________ Ágústa S. Ringsted, Víöilundi lOc, Akureyri. Guöjón B. Kristjánsson, Móabaröi 28b, Hafnarfiröi. Gunnar J.B. Sigurjónsson, Gránufélagsgötu 41, Akureyri. María S. Haraldsdóttir, Hæöargaröi 23b, Reykjavík. Þorbjörg J. Sigurjónsdóttir, Bandaríkjunum. 70 ára__________________________ Brynleifur Jóhannesson, Baugholti 20, Keflavík. Elfriede Steinbach, Bandaríkjunum. Kristján Ríkharöur Ólafsson, Presthúsabraut 34, Akranesi. Siguröur Guöjónsson, Háaleitisbraut 103, Reykjavík. SQára___________________________ Bergþóra Friöbjörnsdóttir, Hafnarbyggö 35, Vopnafirði. Eiríkur Jónmundsson, Breiöuvík 65, Reykjavík. Ölver Skúiason, Mánagötu 15, Grindavík. 50 ára__________________________ Eggert Eggertsson, Síöumúla 21, Reykjavík. Rnnbjörn Finnbjörnsson, Angóla. Guðfinna Steinunn Svavarsdóttir, Stangarholti 5, Reykjavík. Páll Arnar Guömundsson, Engihjalla 23, Kópavogi. 40 ára__________________________ Ása Hreggviösdóttlr, Leifsgötu 16, Reykjavík. Berglind Lúövíksdóttir, Gullsmára 6, Kópavogi. Elsa Inga Óskarsdóttir, Kanada. Friörik Jónsson, Hólavegi 3, Sauöárkróki. Guðmundur Gestur Þórisson, Hásteinsvegi 35, Stokkseyri. Heiðar Borgar Bjömsson, Hólavegi 17, Sauðárkróki. Hulda Linda Stefánsdóttir, Laufengi 16, Reykjavík. Ingibjörg Þóröardóttir, Eyrarholti 1, Hafnarfiröi. Selma Ósk Kristiansen, Bergstaðastræti 71, Reykjavík. Siguröur Óli Kristjánsson, Ægisgötu 5, Dalvík. Valgeröur E Aöalsteinsdóttir, Rfulind 13, Kópavogi. Smáauglýsingar DV 550 5000 Elín Richards og Þorvaldur Jakob Sigmarsson Hjónin Elín Richards sérkennari og Þorvaldur Jakob Sigmarsson lög- reglumaður, Lautasmára 5, Kópa- vogi, eiga fimmtugsafmæli um þess- ar mundir og þar að auki 30 ára brúðkaupsafmæli bráðlega. Starfsferill Elín fæddist á ísafirði þann 3.8. 1950 og ólst upp í Kópavogi. Hún lauk kennaraprófi frá KÍ árið 1970 og fyrrihluta sérkennsluprófs árið 1974. Árið 1990 lauk hún B.A.-prófi í sérkennslufræðum frá KHÍ. Elín starfaði sem kennari við Barna- og unglingaskóla Súðavíkur á árunum 1970-1973. Hún var kenn- ari við Digranesskóla í Kópavogi frá árinu 1973 fram til 1998. Hún hefur kennt við Lindaskóla í Kópavogi frá 1998. Elín gekk til liös við skátahreyf- inguna árið 1958 og hefur verið virkur félagi síðan, lengst af í Skáta- félaginu Kópum. Elín gegnir stöðu gildismeistara í St. Georgsgildinu í Kópavogi. Hún hefur setið fjölmörg nám- skeið tengd starfi og átt sæti í nefndum, stjómum og fleiru tengdu kennurum. Þorvaldur Jakob Sigmarsson fæddist í Reykjavík þann 6.8. 1950 og átti heima þar til sex ára aldurs en fluttist þá til Kópavogs. Hann lauk prófi frá Iðnskóla Hafnarfjarðar árið 1969 og hlaut meistararéttindi í blikksmíði áriö 1973. Árið 1986 tók hann próf lög- reglumanns frá Lögregluskóla ríkis- ins. Hann hefur síðan setið þar ým- is námskeið. Hann vann hjá Blikksmiðjunni Vogi árin 1964 til 1970 og frá 1973 til 1981. Árin 1970-1973 vann hann hjá Niðursuðu- og hraðfrystihúsi Lang- eyrar. Síðan 1981 hefur Þorvaldur unnið hjá Lögreglunni í Kópavogi og síðan 1990 hefur hann gegnt stöðu aðstoð- arvarðstjóra. Þorvaldur hefur starfað með skátahreyfmgunni siðan 1959 og á þeim tíma hefur hann gegnt flestum foringjastörfum innan hreyfmgar- innar. Hann hefur verið félagsfor- ingji skátafélagsins Kópa frá því 1994. Hann var einnig einn stofnfé- laga Hjálparsveitar skáta i Kópa- vogi árið 1969 og hefur hann setið í stjóm sveitarinnar í 12 ár og þar af verið formaður í 3 ár. Þorvaldur sat einnig í stjóm félags blikksmiða í nokkur ár. Hann var trúnaðarmað- ur lögreglufélags Kópavogs frá 1988 til ársins 2000 og hefur síðan gegnt stöðu formanns félagsins. Fjölskylda Þorvaldur og Elín giftust þann 6.9. 1970. Böm þeirra em Agnes Ösp Þor- valdsdóttir, f. 14.11. 1977, starfsmað- ur á Hótel íslandi, sambýlismaður hennar er Hallmar Freyr Þorvalds- son, þau em búsett í Kópavogi; Hlynur Steinn Þorvaldsson, f. 19.2. 1981, iðnemi, hann dvelst í foreldra- húsum. Systkini Elínar eru Richard öm, f. 15.8. 1954, eftirlitsmaður í Kópa- vogi; Björgvin Ægir, f. 26.6. 1961, líf- fræðingur í Hafnarfirði; Sigríður Ása, f. 19.8. 1964, framkvæmdastjóri í Kópavogi. Systir Þorvalds er Hólmfríður K. Sigmarsdóttir, f. 4.6. 1956, leikskóla- kennari í Kópavogi. Elín er dóttir Richards Björgvins- sonar, f. 1.8. 1925, d. 23.4. 1999, við- skiptafræðings og Jónínu Júlíus- dóttur, f. 20.8. 1928, húsmóður. Þau voru búsett í Kópavogi. Þorvaldur er sonur Sigmars Jós- efs Jónassonar, f. 9.10. 1910, d. 1990, trésmiðs og Jakobínu Halldóra Þor- valdsdóttur, f. 8.7. 1918, húsmóður. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi. Ætt Jakobína Halldóra, móðir Þor- valds, var dóttir Þorvalds Eyjólfs- sonar stýrimanns, Fíflholtum í Hraunhreppi, hann var sonur Eyj- ólfs Þorvaldssonar, bónda á Lamba- stöðum á Mýrum. Móðir Jakobínu Halldóru var Jakobína Guðlaug Guðmundsdóttir frá Blómsturvöll- um í Kræklingahlið, en hún var dóttir Guðmundar Snorrasonar bónda og konu hans, Aðalbjargar Einarsdóttur húsfreyju. Sigmar Jósef, faðir Þorvalds, var sonur Jónasar Pálssonar, bónda í Miðfirði á Strönd. Hann var albróð- ir Helga Sigurðar Pálssonar. Kona Jónasar var Hólmfríður Sigvalda- dóttir, systir Amdísar, konu Helga. Faðir þeirra systra var Sigvaldi Þor- steinsson, bóndi á Þorsteinsstöðum á Langanesi. Faðir Jónasar var Páll Guð- mundsson og móðir hans var Guð- rún Soffia Jónasdóttir. Jónína, móðir Elínar, var dóttir Júlíusar Guðmundssonar, skip- stjóra á Þingeyri, og Sigriðar Jóns- dóttur húsfreyju. Richard, faðir Elínar, var sonur Jóhannesar Björgvins Bjamasonar, útgerðarmanns á ísafiröi, en hann var umsvifamikill athafnamaður, og konu hans, Elínar Gróu Samúels- dóttur húsfreyju. Hún var dóttir Samúels Guðmundssonar, bónda í Miðdalsgröf, og hún var áður gift Halldóri Jónssyni, bónda og fræði- manni í Miðdalsgröf. Jóhannes Björgvin var sonur Bjama Bjama- sonar sjómanns og siðar vegaverk- stjóra og Auðar Jóhannesdóttur en hún var húsfrú í Reykjavík. Elín og Þorvaldur taka, ásamt fjölskyldu sinni, á móti gestum í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks við Dalsmára, í dag kl. 20.00. Sjötugur SHSI Ágúst Árnason skógarvörður Ágúst Ámason skógarvörður, Hvammi, Skorradal, er sjötugur í dag. Starfsferill Ágúst fæddist í Holtsmúla í Landhreppi, Rangárvallasýslu og ólst þar upp. Hann var við nám í Skógaskóla árin 1949-1951, í Táma Folkhög- skola í Svíþjóð veturinn 1951 til 1952 og síðan í Malma Planstskola, einnig í Svíþjóð. Árin 1953-1955 var hann við nám í Skóla Skóg- ræktar ríkisins í Reykjavík og því næst nam hann skógfræði á Hum- bolt State College í Kalifomíu vet- urinn 1957 -1958. Ágúst hóf sumar- störf hjá Skógrækt ríkisins að Tumastöðum í Fjótshlíð vorið 1953. Árið 1958 vann hann hjá banda- rísku skógarþjónustunni Forest Genetic Laboratory Placerville. Frá árinu 1959 hefur Ágúst starfað fyrir Skógrækt ríkisins í Hvammi, Skorradal. Hann hefur verið virk- ur félagi í Lionshreyfingunni, starfað í skógræktarfélögum og í hreppsnefnd Skorradalshrepps. Fjölskylda Ágúst giftist þann 3.12.1960 Ólöfu Svövu Halldórsdóttur, f. 8.2. 1941, húsmóður. Hún er dóttir Ágústu Gísladóttur og Halldórs Jónssonar. Þau voru búsett á Drangsnesi. Böm þeirra hjóna em Friðrik Ingi, f. 24. júní 1961 vélstjóri; Hall- dóra, f. 30.3. 1963, myndmennta- kennari, maður hennar er Siguröur Orri Steinþórsson tæknifræðingur, böm þeirra em þrjú, Björk, f. 1.3. 1965, nemi í iðnrekstrarfræði, fyrr- verandi maki er Ingimundur E. Grétarsson og eiga þau fjögur börn, unnusti Bjarkar er Ásmundur Þor- valdsson markaðsfulltrúi; Edda Lind, f. 21.2. 1971, þroskaþjálfi, hennar maður er Bjarni Ásgeirsson sölumaður og eiga þau eitt barn. Alsystkini Ágústs eru Oddur, f. 29.6.1921, heilaskurðlæknir í Gauta- borg, Svíþjóð, kona hans er Hulda Ágústsdóttir og eiga þau þrjú böm; Jóna Gíslunn, f. 2.8.1922, hún er gift Sveini Ólafssyni myndskera og eiga þau þrjú böm; Inga Guðrún, f. 3.9. 1923, nú látin, maður hennar var Einar S. Bergþórsson og eignuðust þau fimm böm; Guðmunda, f. 29.8. 1924, maður hennar er Oddur Guð- mundsson blikksmiður, þau eiga sex börn; Ingibjörg, f. 26.8. 1925, maður hennar er Olgeir Sigurðsson, þau eiga fjögur böm; Lilja, f. 16.8. 1926, maður hennar er Loftur Jó- hannsson vélstjóri og böm þeirra eru fimm; Ágúst, f. 13.8. 1927, dó ungur. Hálfbróðir Ágústs er Þorsteinn, f. 23.10. 1949, rafiðnaöarfræðingur, kona hans er Dorothea Antonsdótt- ir, þau eiga þrjú böm. Stjúpsystir Ágústs er Helga Marteinsdóttir, f. 15.8. 1945, fyrrverandi maður henn- ar er Dagnýr Marinósson vélstjóri, þau eiga þrjár dætur, núverandi sambýlismaður Helgu er Sigurður Kristinsson. Foreldrar Ágústs voru Ingiríður Oddsdóttir, f. 1887, d. 1937, húsmóð- ir og Ámi Jónsson, f. 1896, d. 1995, bóndi. Þau bjuggu í Holtsmúla í Landhreppi í Rangárvallasýslu. Ágúst og Svava taka á móti gest- um með opnu húsi að Skátafelli, Skorradal, laugardaginn 5. ágúst frá klukkan 18.00. Andlát Anna Baldvina Gottliebsdéttir, Ólafs- vegi 6, Ólafsfirði, lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri mánudaginn 31. júlí. ---7--------- IJrval - 960 síður á ári - fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman Merkir íslendingar Sigurgeir Sigurðsson biskup fæddist þennan dag fyrir 110 árum í Túnprýði á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru Sig- urður Eiriksson, regluboði á Eyrar- bakka og síðar í Reykjavík, og Svan- hildur Sigurðardóttir húsmóðir. Sig- urgeir varð stúdent í Reykjavík i júní árið 1913 og lauk guðfræðiprófi við Há- skóla íslands 14. febrúar 1917. Sigur- geir fór í námsför til Danmerkur og Þýskalands árið 1928 og dvaldi við nám í Danmörku og Englandi (London, Cambridge og Oxford) veturinn 1937-1938. Sigurgeir var aðstoðarprestur séra Magn- úsar Jónssonar á ísafirði frá 5. október 1917 og Sigurgeir Sigurðsson var hann vígður þann 7. október sama ár. Þann 11. mars 1918 var honum veittur ísafjörður. Hann var skipaður prófastur i Norð- ur-ísafjarðarprófastsdæmi 4. maí 1927 frá 1. júní 1927. Sigurgeir var skipaður biskup yfir íslandi þann 29. nóvember 1938 frá 1. janúar 1939 og var vígður til biskups 25. júní 1939. Sigurgeir ferðaðist mikið og var full- trúi íslands á fiölmörgum fundum og þingum viða um heim. Hann hlaut einnig margvíslegar viður^enningar fyr- ir störf sín um ævina. Kona hans var Guðrún Pétursdóttir og eignuðust þau fiögur böm. Hansína Sigfinnsdóttir frá Vopnafirði verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30. Skúli Axelsson, fyrrverandi flugstjóri, verður jarðsettur frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Bjarni G. Tómasson, Langholtsvegi 165, veröur jarösunginn frá Langholts- kirkju fimmtudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Georg Mellk Róbertsson, Eiríksgötu 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni fimmtud. 3. ág. kl. 15.00. Siguröur Ragnar Gunnlaugsson lýta- skurðlæknir, Ránargötu 30a, Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstud. 4. ágúst kl. 10.30. Hallgrímur Elísson frá Lækjarbakka í Vestur-Landeyjum verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 4. ágúst kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.