Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2000, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 3. ÁGÚST 2000 Ölvun í Eyjum í nótt: Forleikurinn í gær komu um 1000 manns meö Herjólfi og flugi til Vestmannaeyja. Fólkið er flest á leið á þjóðhátíð sem hefst á fóstudaginn og stendur yflr verslunarmannahelgina. Töluverð ölv- un var í bænum i nótt og voru tvær j* minni háttar líkamsárásir kærðar til lögreglu sem handtók árásarmennina tvo og vistaði þá í nðtt. Að sögn lög- reglu stefnir allt í fjölmenna þjóðhátíð enda eru ailar ferðir til Vestmannaeyja fullbókaðar fram að helgi. -SMK Vinnuslys við Vatnsfellsvirkjun Vinnuslys varð við Vatnsfellsvirkjun um kvöldmatarleytið í gærkvöld þegar ungur maður féll og fékk áverka á háls. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þótti ör- uggara að flytja hann með þyrlu Land- helgisgæslunnar en að keyra hann til Reykjavíkur. Þyrlan flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi, en meiðsl • hans voru ekki talin alvarleg. Lögreglan i Rangárvallasýslu vinnur nú að rann- sókn á tildrögum slyssins. -SMK Bílvelta á Reykjanesbrautinni Ökumaður missti stjóm á bil sínum á Reykjanesbrautinni skammt fiá Lóna- koti um klukkan hálffjögur í gærdag. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en var ekki talinn alvarlega slasaður. Bíll- inn er mikið skemmdur. -SMK Arftakinn og Þjóðhátíð Helgarblað DV og DV Fókus koma út á morgun, fóstudag. •jf Meðal efnis í Helgarblaðinu verður viðtal við Ingimund Sigurpálsson, bæj- arstjóra í Garðabæ, sem er af flestum talinn ótviræður arftaki Harðar Sigur- gestssonar í starfi forstjóra Eimskipa- félags íslands. Einnig er fjallað um kaldar tær kvenna og hlutverk þeirra í ástalífmu. Fjallað er ítarlega um hetj- una Harry Potter og sagt frá ævi og ástum höfundarins sem stefnir í að verða vinsælli en Enid gamla Blyton varð nokkum tímann. í Fókus er að finna ítarlega umíjöll- un um hvað verður að gerast í bænum um verslunarmannahelgina og hijóm- sveitin Jagúar segir frá ferð sinni um landið. Fyrsti karlinn hjá Eskimo mætir í viðtal og þú færð að vita hvað . ^ þú þarft að gera til að verða geimfari. ■« DV-MYND E.ÓL. Bústaöur Vlgdísar Þarna er hæglega hægt að halda 20 manna veislur meö gesti bæöi innan dyra sem utan. Björgvin Þór Ríkharðsson handtekinn eftir brot á reglum hjá áfangaheimihnu Vernd: Sólbaðsstofuræn- inginn aftur inn - átti möguleika á að sækja um reynslulausn eftir 8 ára afplánun af 12 ára dómi Björgvin Þór Ríkharðsson, svo- nefndur sólbaðsstofuræningi, var um síðustu helgi handtekinn og færður frá áfangaheimili Vemdar á lögreglustöðina í Reykjavík og þaö- an aftur i afplánun á Litla-Hrauni. Fanginn hafði verið á áfangaheimil- inu frá því í apríl og átti möguleika á að losna út á reynslulausn í sept- ember - eftir 2/3 hluta afplánunar, 8 ár af þeim 12 ára fangelsisdómi sem hann hlaut árið 1992. Ástæðan fyrir handtökunni var sú að Björgvin hafði brotið reglur um viðvemtíma á áfangaheimilinu - hann hafði ekki verið heima þegar hann átti að vera það. Á hinn bóginn höfðu komið fram grunsemdir og ábendingar um ólöglega háttsemi af hálfú refsifangans að undanfómu en um slikt lá ekkert formlegt fyrir, s.s. kæra. Björgvin Þór var dæmdm í 12 ára fangelsi fyrir mjög alvarleg nauðgun- ar- og ofheldisbrot. I slíkum málum, auk fíkniefiia- og manndrápsmála, fá fangar yfmleitt aldrei reynslulausn fyrr en eftir 2/3 hluta afplánunar. Varðandi dóma fyrir önnm brot fá fangar hins vegar gjaman reynslu- lausn eftir helming afþlánunar reyn- ist til þess forsendur eins og góð hegðun. Björgvin Þór sótti reyndar um reynslulausn í september 1998, þegar hann hafði afþlánað 6 ár af 12, en þvf var hafnað. Lagaheimild er til þess að vista fanga á áfangaheimili Vemdar sið- asta hluta ætlaðs refsitima í því skyni að stunda vinnu eða nám þannig að viðkomandi eigi betri möguleika á að aölagast þjóðfélaginu smám saman á ný. Er reyndar í mjög mörgum tilfellum talin bein nauðsyn á slíku með hliðsjón af því að fangar nái að fóta sig eftir afplánun. Björgvin Þór hafði frá því í apríl verið hjá Vemd og stundað vinnu með viðunandi hætti samkvæmt heimildum DV. Hann átti síðan kost á því að freista þess að sækja um reynslulausn í september þegar 2/3 yrðu liðnir af heildarrefsingu hans. Hann á reyndar enn möguleika á að sækja um slíkt. Hins vegar er sam- kvæmt upplýsingum DV litið alvar- legum augum á viðvembrot eins og um var að ræða hjá Björgvin hjá Vemd. Það að hlíta ekki reglum skömmu fyrir umsókn reynslulausn- ar getm varla talist vænlegt hjá þeim sem halda því fram að hægt sé að treysta þeim. Þetta gæti því sett strik í reikninginn gagnvart umsókn um reynslulausn á þeim 4ra ára eftir- stöðvum refsidómsins sem Björgvin Þór var dæmdm í árið 1992 og á sam- kvæmt dómsorði að ljúka árið 2004. Umsóknir um reynslulausn em m.a. metnar af sálfræðingum. -Ótt Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina: Rigning fyrir norðan Veðurstofa íslands spáir rign- ingu á Norðurlandi um helgina en léttskýjuðu á sunnan- og vestan- verðu landinu. í dag spáir Veðurstofan hægri suðvestlægri eða breytilegri átt, skýjuðu með köflum og að mestu þurru á austanverðu landinu en súld eða dálítilli rigningu fyrir vestan. Hitastig verður 10 til 22 stig í dag, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandinu. Á morgun er spáð norðvestanátt, 10-15 m/s norðaustan til en annars hægari. Skúrir verða á Norður- landi en léttir til á Suður- og Vest- Regnkápur á Norðurlandi Létta á til syðra en rigna nyrðra. urlandi og hiti 7 til 16 stig, mildast suðaustan til. Á laugardag er útlit fyrir rign- ingu á Norðurlandi, léttskýjuðu sunnan- og vestanvert, norðvest- lægri átt, 8 til 13 m/s, hiti 8 til 16 stig, hlýjast suðaustanlands. Veðurhorfur á sunnudag em hæg vestlæg átt, skýjað með köfl- um og stöku skúrir. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Horfur á mánudag eru 10 til 15 stiga hiti, hæg suðaustlæg eða breytileg átt. Rigning allra syðst en annars skýjað með köflum og úr- komulítið. Á þriðjudag og mið- vikudag er útlit fyrir austan- og norðaustanátt, rigningu mn mest- aht land og kólnandi veðri. Sumarhús Vigdísar: Þetta er toppurínn - segir nagranni Forsætisnefnd Alþingis hefúr ákveð- ið að taka á leigu sumarbústað Vigdísar Finnbogadóttur við Þingvallavatn fyrir móttöku gesta sem hingað koma á veg- um Alþingis, eins og DV greindi frá í gær. Halldór Blön- dal, forseti Alþingis, segir að lengi hafi staðið til að Alþingi eignaðist bústað á þessum foma þing- stað íslendinga og leigan á bústað Vig- dísar væri ekkert leyndarmál. Vilhjálmur Egilsson Hann er í næsta bústað við Vigdísi. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Al- þingis, segist ekki geta gefið upp leigu- upphæðina vegna sumarbústaðar for- setans fyrrverandi enda sé málið ekki að fullu frágengið. Nágranni Vigdísar við Þingvallavatn, Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, er hins vegar ekki í vafa um ágæti þessa framtaks Alþingis: „Þetta er skemmtilegm og góður bú- staður og mjög gott fyrir Alþingi að fá aðstöðu sem þessa þama við vatnið. Ég er næsti nágranni Vigdísar í bústað sem konan mín fékk i fóðurarf. Þang- að hef ég boðið erlendum gestum, til að mynda þingmannanefnd frá EETA, með ágætum árangri. Þetta er toppur- inn að geta boðið gestum á stað sem þennan," sagði Vilhjálmur Egilsson. Bústaður Vigdísar var áður i eigu Sonju Sovilla, islenskrar konu sem gift var bandarískum auðkýflngi. Sonja hefúr byggt sér glæsihöll í Ölfusinu, rétt neðan við Hellisheiði, og býr þar. Sumarbústaður hennar við Þingvalla- vatn komst í eigu Vigdísar Finnboga- dóttur fyrir allmörgum árum. „Þama er með góðu móti hægt að halda 20 manna boð, svo rúmt sé um alla. Stór verönd fylgir húsinu þannig að gestir geta bæði verið úti og inni,“ sagði Vilhjálmur Egilsson. -EIR Keypti sér tjaldvagn: Stolið samdægurs „Ég keypti tjaldvagninn klukkan þrjú í gær og það var búið að stela hon- um fyrir kvöldmat,“ sgði Ingólfur Sig- urðson, íbúi í Árbænum, sem varð fyr- ir verulegu tjóni í gær samhliða því að verslunarmannahelgin rann út i sand- inn hjá honum. „Ég lagði honum fyrir framan heimili mitt og skrapp siðan með frúna í Hveragerði. Þegar við komum heim var vagninn farinn. Hann kostaði mig 25 þúsund krónur og mér þykir sárt að einhver annar njóti hans um verslunarmannahelg- ina á minn kostnað. Ég myndi þekkja vagninn í milufjarlægð. Hann er svo appelsínugulur að hann er næstum því sjálflýsandi," sagði Ingólfur í Ár- bænum. -EIR Pantið í tíma Þjóðhátíð hefst á morgun FLUGFÉLAG ÍSLANDS 570 3030 É GoÖan daginn ,r 'i .V \klMTV I í Ií> I II ■"»< I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.