Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 I>V Fréttir Milljónamæringur í Mónakó býður í einn f jölsóttasta stað þjóðgarðsins á Þingvöllum: Vill kaupa Valhöll fýrir 460 milljónir - formaður hreppsnefndar segir fulltrúa eigenda fullyrða að gengið verði að tilboðinu DV-MYND INGÓ Erlendur aðili vill kaupa Hótel Valhöll Hreppsnefnd Þingvallahrepps ákvaö fyrir nokkrum dögum aö hreppurinn myndi ekki leita eftir því aö neyta forkaupsréttar vegna Hótel Valhallar. Milljónamæringur sem hefur að- setur í Mónakó hefur gert tilboð í kaup á eignum sem tilheyra Hótel Valhöll og aðstöðu þar upp á tæpar 460 milljónir íslenskra króna - 3,8 milljónir sterlingspunda. Hrepps- nefnd Þingvallahrepps ákvað fyrir nokkrum dögum að hreppurinn myndi ekki neyta forkaupsréttar. Ragnar Jónsson, oddviti sveitar- stjórnarinnar, sagði í samtali við DV að fulltrúi eigenda eignarinnar, sem stendur á einum fjölsóttasta stað í þjóðgarðinum við Þingvelli, hefði tjáð sér að þar sem afstaða hreppsins liggur nú fyrir muni nú verða leitast við að ganga frá sölunni við væntan- legan kaupanda. Samkvæmt öruggum heimildum DV hefur Jón Ragnarsson eigandi fyrir alllöngu undirritað og samþykkt kauptilboðið en þó með tilheyrandi fyrirvörum sem þar kveður á um. Magnús Leó- poldsson fasteignasali, sem sér um söluna á eigninni fyrir hönd eig- enda, vildi ekki tjá sig um málið þeg- ar eftir því var leitað. Ekki liggur fyrir hvað hinn erlendi kaupandi hyggst fyrir með kaupunum á Hótel Suðurlandsvegur: Tvennt lést í mjög hörðum árekstri í gær - þrjú slys á 10 km kafla Stórslys varð á Suðurlandsvegi í gærmorgun þegar tveir bílar lentu í árekstri með þeim afleiðingum að tveir létust og tveir slösuðust. Hinir látnu eru tvitugur karlmaður og 16 ára stúlka. Þá slösuðust tveir 16 ára drengir og annar mjög alvarlega. Slysið varð með þeim hætti að fólksbíl var ekið vestur Suðurlands- veg og lenti á gámaflutningabíll sem komið hafði inn á veginn af hliðarvegi við Strönd á Rangárvöll- um. ökumaður vörubílsins var einn á ferð og sakaði ekki. Fjórir voru í fólksbílnum og var ökumað- ur annar þeirra sem létust. Allt tiltækt lið var kallað út vegna slyssins sem og þyrla Land- helgisgæslunnar. Hún flutti tvo á sjúkrahús í Reykjavík og einnig var leitað til Selfoss hvað varðar lög- reglumenn og sjúkrabíl. Slysið sem varð á Suðurlandsvegi er þriðja alvarlega slysið í sumar á 10 kílómetra kafla Suðurlandsveg- arins við Hellu. í júní varð árekstur við Lyngás rétt vestan Hellu, þar slasaðist ein kona alvarlega. Þrír Bretar og tveir Islendingar slösuð- ust í hörðum árekstri í Varmadal austan Hellu 5. júní. Og nú síðast varð banaslys hjá Strönd í gær- morgun. Auk þessara alvarlegu slysa hafa orðið nokkur minni óhöpp á þess- um kafla. Þá lentu rúta og vörubíll í árekstri hjá Króki austan Þjórsár í júlí. Lögreglan á Hvolsvelli vill helst leita skýringa á aukinni slysatíðni á Suðurlandsvegi í stóraukinni um- ferð i sumar. Hún sé miklu meiri en undanfarin ár, hraðakstur sem slík- ur hafi ekki verið meira áberandi en áður. -NH Valhöll - hvort hann ætlar sér að nota landið til einkaafnota eða hvort hann hyggur á rekstur. Mannvirkin við Hótel Valhöll voru upphaflega reist suðaustan Öxarár árið 1897 en þau flutt og endurreist á núverandi stað fyrir þjóðhátíðina árið 1930. Þjóðgarður- inn var friðaður með lögum árið Samninganefnd Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis undirbýr nú einhliða kjarasamning til jafns við þá samn- inga sem þegar hafa verið gerðir við 15 fyrirtæki af 25. Nefndin mun taka ákvörðun um gildistöku samningsins í næstu viku. Yfirvinnubann er ein þeirra aðgerða sem Sleipnismenn íhuga nái þeir ekki fram jöfnum kjarabótum á línuna. 1 kjölfar þessa hefur verkfalli, sem átti að hefjast 12. ágúst nk., verið aflýst. Samninganefndir Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins hittust á fundi hjá ríkissáttasemjara í gær. Þar lagði samninganefnd Sleipnis fram hugmynd þess efnis að ríkis- sáttasemjari bæri upp sáttatillögu 1928. Hin væntanlega sala á eignum sem standa á þessum alþekkta stað í þjóðgarðinum vekur ekki síst at- hygli í ljósi þess að í lögum um frið- un Þingvalla kveður skýrt á um að hið friðlýsta land skuli vera undir vernd Alþingis og ævinlega eign ís- lensku þjóðarinnar. Þar kemur einnig fram að ekkert jarðrask, hús- upp á 117 þúsund króna hámarks- laun og einnig að breytt yrði ákvæði varðandi forgangsréttar- ákvæði í kjarasamningi Sleipnis. Samninganefnd félagsins tjáði sig reiðubúna að mæla með þessum hugmyndum við félagsmenn. Ríkis- sáttasemjari bar tillöguna ekki upp. Deilan er því óleyst. „Nú erum við búnir að gera kjarasamning við 15 fyrirtæki inn- an okkar raða upp á 90 þúsund króna lágmarkslaun og 127 þúsund króna hámarkslaun," sagði Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, við DV í gær. „Aðeins er ósamið við 10 fyrirtæki. Við munum mælast til þess við alla félagsmenn að þeir liti byggingar, vegi, rafleiðslur eða önn- ur mannvirki megi gera á hinu frið- lýsta svæði eða í umræddu landi (landi Brúsastaða) - nema með leyfi Þingvallanefndar. Mér líst skelfilega á þetta Hvorki Sigurður Oddsson, fram- kvæmdastjóri Þingvallanefndar, né Össur Skarphéðinsson, einn þriggja þingmanna sem kosnir eru í nefnd- ina samkvæmt lögum, höfðu heyrt nokkuð um framangreint kauptil- boð í Hótel Valhöll þegar DV ræddi við þá. Ekki náðist í Bjöm Bjarna- son menntamálaráðherra, formann Þingvallanefndar. „Mér litist skelfilega á að Valhöll komist i hendur erlendra auðkýf- inga. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ríkið ætti með ein- hverjum hætti að eignast Valhöll," sagði Össur þegar DV ræddi við hann um málið. Heimild er í fjárlögum fyrir ríkið til að taka lán til kaupa á mannvirkj- unum við Valhöll. Fyrir örfáum árum var tilboði ríkisins í Hótel Valhöll hafnað af hálfu eigenda. -Ótt á þetta sem gildandi kjarasamning úr því sem komiö er. Á grundvelli þess aflýstum við verkfallinu." Óskar sagði að mælst væri til þess að þeir bifreiðarstjórar sem ekki væru í Sleipni gengju í félagið. Þeir myndu síðan aðeins vinna á of- angreindum kjarasamningi sem fé- lagið viðurkenndi. Óskar kvaðst gera ráð fyrir að þessi samningur héldi þar sem búið væri að gera hann við meiri hluta fyrirtækja. Annars væri óvíst að þau fyrirtæki sem ekki vildu greiða bifreiðarstjór- um samkvæmt honum fengju menn í vinnu. Ríkissáttasemjari hefur boðað til nýs fundar deiluaðila 21. ágúst nk. -JSS Ósammála borgarsljóra Samgönguráð- herra, Sturla Böðv- arsson, segir ekki tímabært að ræða nauðsyn þess að flýta framkvæmd- um við nýjan æf- inga- og kennslu- flugvöll í Reykja- vík. Hann bendir á að ekki sé búið að fmna vellinum stað og ákvarðan- ir um slíkt verði að taka í samhengi við framtíð Reykjavikurflugvallar. Dagur greindi frá. Kennarar í vígahug Kjarasamningar kennara í fram- haldsskólum landsins eru lausir 31. október næstkomandi en samningar grunnskólakennara eru ekki lausir fyrr en um áramótin. Aurskriða í Fnjóskadal Aurskriða féll á þjóðveginn norðan við Skarð í Dalsmynni nyrst í Fnjóskadal um klukkan níu í gær- kvöld. Lögreglan á Akureyri ákvað í samráði við Vegagerðina að loka veg- inum og verður hann ekki opnaður aftur fyrr en í dag. Úrhellisrigning var í Eyjafirði og nágrenni seinni- partinn í gær. mbl.is greindi frá. Laxveiðin hefur brugðist Laxveiði hefur verið rýr í mörg- um frægum veiðiám í sumar og ljóst er að veiði verður víða langt undir meðallagi nú þegar 3 til 4 vikur eru eftir af veiðitímabilinu. „Ég held því að hér sé um venjulegar nátt- úrulegar sveiflur að ræða,“ sagði Ámi ísaksson veiðimálastjóri. Dag- ur greindi frá. Beðnir afsökunar Þeir Jakob Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Kers hf., og Bjöm Leifsson, eigandi World Class, hafa verið beðnir afsökunar á því að rangar upplýsingar birtust um þá i tekjublaði Frjálsrar verslunar. Jak- ob var sagður með rúmlega 3,3 milljónir króna á mánuði en rétt tala er 1.237 þúsund og Bjöm var sagður með 150 þúsund kr. á mán- uði en rétt tala er 350 þúsund krón- ur. Mbl. greindi frá. Fleiri varaleiðir Landssíminn reiknar með að leggja nýjan sæstreng næsta sumar og auka þar með fjarskiptamögu- leika við útlönd, en enn er verið að gera við CANTAT-3-strenginn sem slitnaði við Færeyjar fyrir rúmri viku. Netsamband Landssímans og INTIS við útlönd slitnaði i gær og olli það nokkrum óþægindum, að sögn Ólafs Þ. Stephensens, tals- manns Landssímans, en verið er að bæta úr þessu með því að koma upp öðrum sæstreng, en botnrannsóknir vegna hans hefjast í næstu viku. mbl.is greindi frá. Áttatíu teknir Á milli 70 og 80 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur við Klaustur um helgina en þar var á þriðja þúsund manns. Gestir á Klaustri voru mest fjölskyldufólk og fór verslunarmannahelgin rólega fram. Þrír ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Einn minni háttar árekstur varð á Fjalla- baksleið en engin slys urðu á fólki. Lögreglan var ánægð með það hve tíðindalítil helgin var. DV-MYND NH Frá slysstað á Suðurlandsvegi í gærmorgun. Stórslys varö á Suöurlandsvegi í gærmorgun þegar tveir bílar lentu í árekstri meö þeim afleiöingum aö tveir létust og tveir slösuöust. Sleipnismenn aflýstu verkfalli: Ætla að „semja“ einhliða - íhuga yfirvinnubann ef þörf krefur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.