Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 I>V George W. Bush, forsetaframbjóðandi og ríkisstjóri, gerði ekkert: Þroskaheftur tek- inn af lifi í Texas Hungrið satt á kosningaferðalagi George W. Bush, ríkisstjórí í Texas, gæddi sér á mexíkóskum kornflögum í Kaliforníu í gær, sama dag og tveir menn voru teknir af lífi í heimaríkinu. j'BASTA YA! ETANO E Movimiento contra !a Intolerancia Mótmæli i Madríd Um 800 manns hafa látið lífiö vegna aðgerða ETA undanfarin 30 ár. Skotinn þrívegis í bakið af ETA Tveir árásarmenn skutu í gær yf- irmann innan spænska hersins til bana í borginni Pamplona á Spáni. Þetta er annað morðið á tveimur dögum sem talið er tengjist árásum aðskilnaðarhreyfingar Baska, ETA. Morðingjarnir skutu yfirmann- inn, Francisco Casanova, þrívegis í bakið þar sem hann sat í bíl sínum sem lagt var i bílskúmum við heim- ili hans síðdegis í gær. Casanova er níunda fórnarlamb hermdarverka ETA það sem af er þessu ári. George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, aðhafðist ekkert í gær til að koma í veg fyrir aftöku 33 ára gamals manns sem sagður er vera þroskaheftur. Oliver Cruz var líflátinn með eit- ursprautu laust fyrir miðnætti að íslenskum tíma i gærkvöld fyrir að nauðga og myrða konu á árinu 1988. Aðeins hálftíma fyrr var annar dæmdur morðingi, Brian Robert- son, tekinn af lífi fyrir að myrða fullorðin hjón árið 1986. Hann hafði brotist inn á heimili þeirra í Dallas. Þetta var í fjórða sinn á fimmtíu árum sem tveir menn voru teknir af lífi á sama degi í Texas en í þriðja sinn í ríkisstjóratíð Bush. Oliver Cruz, sem er þroskaheftur að sögn verjanda hans, grét þegar hann var leiddur að aftökuborðinu. „Ég vil biðja fjölskyldu Kelly Elizabeth Donovan fyrirgefningar. Ég er leiður yflr því sem ég gerði við hana fyrir tólf árum,“ sagði Cruz og vísaði þar til konunnar sem hann myrti. „Jesús fyrirgefl mér.“ Jeffrey Pokorak, lögmaður Cruz, reyndi að stöðva aftökuna á þeirri forsendu að greindarpróf hefðu sýnt að hann væri þroskaheftur. í Bandaríkjunum er dauðarefsins viö lýði i 38 ríkjum. í þrettán þeirra eru lög sem banna aftöku þroska- heftra. Slíku er þó ekki til að dreifa í Texas. Fjölmörg samtök og stofnanir, þar á meðal samtök bandarískra lögmanna, Evrópusambandið og Evrópuráðið, fóru fram á það við Bush að hann þyrmdi lífi Cruz. Rick Perry, vararíkisstjóri i Texas sem gegndi embætti fyrir Bush í gær, neitaði aftur á móti að fresta aftök- unni og Bush var sammála honum, að sögn talsmanns ríkisstjórans. Vegna breytinga og flutnings á versluninni verður 25%-50% afsláttur frá 10.-31. ágúst. Boddíhlutir, 30% Fjaðragormar, 30% Drifliðir v/hjól, 30% Kúplings- og handbremsubarkar, 35% Kúplingssett, 25%. Vinnuvélaljós, 30% Ökuljós, afturljós og fl. Ijós, 30% Gúmmímottur, 35%. Hjólkoppar, kr. 500 stk og margt fleira. varahlutir Hamarshöfða 1 Spindilkúlur og endar, 30% Kveikjuhlutir og rofar, 50% Bremsuklossar, 30% Hliðarlistar i metrum, 40% Loftbarkar, 45-50 mm, 50% Demparar, 25% Sætaáklæði, 25% Vatnsdælur, 35% MIVIC Pajero 3,2, dísil • sjálfskiptur • einn m/öllu • nýskráöur • ekinn 2 þús. km Til sölu hjá Bílasölu Reykjavíkur NIASAIA RtyKJAVÍKUR Bíldshöfða 10 » sími 587 8888 Flóð á Indlandi Gífurlegar rigningar í norðausturhluta Indlands ollu víða flóðum í gær, eins og þessi mynd frá borginni Guwahati ber með sér. Óttast er aö um 300 manns hafi látist í Indlandi og nágrannalöndunum af völdum flóðanna. Demókratar á heimaslóðum Varaforseti Bandaríkj- anna, A1 Gore, og varafor- setaefni demókrata, Jospeh Lieberman, heimsóttu æskuslóðirnar i gær. Heim- sóknin er liður í undirbún- ingi frambjóðendanna und- ir flokksþing demókrata sem fram fer í Los Angeles í næstu viku en þar verða Gore og Lieberman form- lega útnefndir af flokknum. Lieberman var fagnað sem hetju við komuna til heimabæjar síns, Stamford í Connecticut, og hundruð ------- manna hrópuðu skírnarnafn hans á samkomu sem haldin var honum til heiðurs. Lieberman þakkaði veittan stuðning og sérstaklega Gore fyrir að hafa útnefnt fyrsta gyðinginn í framboð til jafn valdamikils embætt- is og varaforseta. Þá var Gore og Lieberman einnig vel tekið i heima- bæ Gores, Carthage í Tennesseeriki. I dag munu frambjóð- endumir halda til At- lanta og á fóstudag er verða þeir í Pennsylvan- íu. Að því búnu skiljast leiöir þar tii á flokksþinginu í Los Angeles í næstu viku. Joseph Lieberman Fagnað innilega. Stuttar fréttir Buchanan með undirtökin Hinn erkiíhalds- sami Pat Buchanan náði undirtökunum í Umbótaflokknum bandaríska f gær þegar andstæðingar hans ruku á dyr þegar verið var að undirbúa landsfund flokksins sem hefst formlega í dag. Fylgismenn og andstæðingar Buchanans höfðu þá þrefað og þrátt- að í tvo daga. Meiri olía frá Sádi-Arabíu Sádi-Arabar eru tilbúnir að setja hálfa milljón tunna af olíu á mark- aðinn á degi hverjum í lok mánað- arins og jafnvel að auka framboðið enn meira til að halda olíuverði niðri. Flugvélar rákust á Ellefu manns létu lífið þegar tvær litlar flugvélar rákust á yfir íbúða- hverfi í New Jersey í gær. Pinochet í dómarahöndum Dómari í Chile hefur það nú í höndum sér hvort reynt verður að draga Augusto Pinochet, fyrrum einræðisherra, til ábyrgðar fyrir mannréttindabrot á valdatíma sín- um. Dómarinn rannsakar nú 154 mál gegn Pinochet. Karadzic borgi milljónir Lögmenn bosnískra kvenna sem var nauðgað í stjórnartíð Radovans Karadzics hvöttu bandarískan kvið- dóm í gær til að dæma fyrrum leið- toga Bosníu-Serba til að greiða kon- unum milljónir dollara í bætur. Friöarviðræður hefjist á ný Hubert Védrine, utanrikisráðherra Frakklands, sagði í gær að Evrópusam- bandið vildi að frið- arviðræður ísraela og Palestínumanna hæfust á ný. Sagði Védrine að ESB vildi að byggt yrði á þeim árangri sem náðist í viðræðunum í Camp David í síðasta mánuði. Dekk innkölluð Firestone hjólbarðaverksmiðjum- ar hafa innkallað dekk undir meira en eina milljón jepplinga og pallbíla vegna gruns um að þau hafi valdið tuga dauðsfalla í umferðinni. Portiilo undir smásjánni Hugsanlegt er að siðanefnd breska þingsins rannsakai Qármál Michaels Portillos, sem gegn- ir embætti fjár- málaráðherra í skuggaráðuneyti íhaldsflokksins. Að sögn breska blaðsins Independent gaf Portillo ekki allar tekjur sinar upp til skatts. Áfram loga skógarnir Tugir þúsunda slökkviliðsmanna börðust enn í gær við gríðarlega skógarelda í vesturhluta Bandaríkj- anna. Grænfriöungar handteknir Lögreglan í Alaska handtók i gær nokkra félaga í Greenpeace sem komust upp á pramma til að mót- mæla fyrirhugaðri olíuvinnslu BP- Amoco í hafinu norður af Alaska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.