Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 I>V Utlönd 9 Pútín varar fólk við að draga ályktanir of fljótt: Leitin að hinum seku heldur áfram Rússnesk lögregluyfirvöld gáfu flórar ólíkar lýsingar á meintum til- ræöismönnum sem gætu hafa staðið á bak við sprengjuárásina í gær í undirgöngum sem tengja tvær helstu verslunargötur í miðborg Moskvu. Sjö manns létust og 100 slösuðust. Ríkissaksóknari lét þau ummæli falla að mennirnir tveir sem hand- teknir voru vegna sprengingarinnar í gær væru ekki sekir fyrr en sekt væri sönnuð og réttara að leita fanga víðar. Sagði hann að menn- irnir væru ekki grunaðir um beina aðild að árásinni og að þeir hefðu fyrst og fremst verið handteknir vegna annarra mála. Fyrstu við- brögð yfirvalda í gær, þ.á m. Júrí Lúzhkovs, borgarstjóra Moskvu, voru á þá leið að tsjetsjenskir skæruliðar stæðu á bak við árásina líkt og þá er varð hundruðum manna að bana í fyrra er sprengjur sprungu í fjölbýlishúsum í Moskvu og öðrum stærri borgum Rússlands. Á slysstaö Syrgjendur streymdu unnvörpum á slysstað í gær með blóm. Forseti Rússlands, Vladímir Pútín, varaði við því að menn tengdu árásina við ákveðinn hóp manna eða þjóðarbrot um leið og hann undirstrikaði að striðið i Tsjetsjeníu væri ekki í rénun. Stað- urinn þar sem sprengjan sprakk var í gær undirlagður syrgjendum sem lögðu blóm við op ganganna. Vinir og ættingjar þeirra sem létust og slösuðust felldu tár þar sem þeir skoðuðu eyðilegginguna sem við þeim blasti. Pútín forseti sagðist hafa nokkrar tilgátur varðandi sprenginguna í gær og sagði hana hugsanlega geta tengst átökum glæpagengja í Moskvu. Fréttamyndir sem náðust af særðu fólkinu í gær og teknar voru jafnvel áður en sjúkrabílar voru mættir á staðinn hafa vakið mikla athygli og umræðu. Þess má geta að stærsta dagblað Rússlands, Iszvestía, stendur skammt frá sprengjustaðnum. Líf og fjör á Edinborgarhátíðinni Tveir félagar í fjöllistahópnum Swamp Circus æfa sýningu sína fyrir listahátíðina mikiu i Edinborg í Skotlandi. Hundruö sýninga á alls kyns list fara fram um alla Edinborg i ágústmánuði, í stórum leikhúsum jafnt sem minnstu samkomu- sölum, aö ekki sé nú minnst á allar götusýningarnar sem gleöja vegfarendur. Hillary komin fram úr Lazio Hillary Rodham Clinton forseta- frú nýtur heldur meira fylgis meðal íbúa New York-ríkis en Rick Lazio, keppinautur hennar um sæti í öld- ungadeild Bandaríkjaþings i kosn- ingunum í haust. Aö því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun Quinnipiac-háskóla nýtur Hillary stuðnings 46 prósenta kjósenda en Lazio 43 prósenta. í könnun sama háskóla fyrir tveimur vikum voru frambjóðendumir hnífjafnir, með 45 prósent hvor. Bill Clinton forseti sagðist afskap- lega ánægður með niðurstöður könnunarinnar og spáði því að kona hans myndi fara með sigur af hólmi. Forsetinn sótti tvær fjáröflunar- samkomur í gær þar sem söfnuðust um 50 milljónir fyrir Hillary. Hillary í góðum gír Hillary Clinton er á réttri leið í skoö- anakönnunum fyrir kosningar til öld- ungadeildarinnar í haust, uppleið. Indónesía: Varaforsetinn annast daglegan rekstur ríkisins Abdurrahman Wahid Indónesíu- forseti lét í gær undan harðri gagn- rýni þingmanna á tíu mánaða stjóm hans og skipaði svo fyrir að varaforset- inn, Megawati Sukamoputri, skyldi sjá um dagleg- an rekstur ríkisins. Ekki er ljóst hversu mikil völd forsetinn hefur ’ gefið eftir til varaforsetans og held- ur ekki hvemig þetta fyrirkomulag mun reynast. Stjómmálaskýrendur sögðu að fram undan væru líflegar umræður á þingi landsins um hvernig hægt yrði að festa hin nýju völd Megawati í sessi i lögum landsins. Leiðtogi næststærsta flokks landsins fagnaði ákvörðun forsetans og sagðist vona að hún yrði til þess að landinu yrði betur stjómað. 8 MB Framleiðum brettakanta. vömbíla og van-bíla. Sérsmíði og viðgerðir. ALLT PLAST 3E (D Kænuvogi 17 • Sími 588 6740 Leifshátíð -fjölskylduskemmtun ásöguslóðum 11.-13. ágúst jölskylduhátíð Dalamannsins Leifs Eiríkssonar verður haldin að Eiríksstöðum í Haukadal helgina 11.-13. ágúst til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá Vínlandssiglingu hans. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna Formleg opnun svæðisins á Eiríksstöðum Afhjúpun styttu af Leifí heppna eftir Nínu Sæmundsson Fræðsla um tilgátuhús og rústir Eiríksstaða Fornleifafræðingar að störfum Skipulagðar gönguferðir um Haukadal Okeypis veiði í Haukadalsvatni Hanna Dóra Sturludóttir söngkona Samkór Dalamanna og Breiðfirðinga Brúðuleikhús Álftagerðisbræður Dalakútur sprellar með börnunum Kvennareið Dalakvenna Hljómsveitin Abrestir Sögustundir Örn Arnason leikari Todmobile og Selma Nikkólína (gömlu dansarnir) Veitingar að fornu og nýju Leikþættir Vopnfimi Víkingabúðir Torfí trúbador Leiktæki Fornir leikir Fjölskylduratleikur Helgistund Eldsmíði Aðgangseyrir: 2000 kr. fyrir fullorðna 1000 kr. fyrir 13 til 16 ára og lífeyrisþega Ókeypis fyrir 12 ára og yngri m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.