Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 10
10 Hagsýni FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 DV Garðshorn: Ræktun við sjávarsfðuna - ýmsar víðitegundir hafa reynst vel Vindbarin viöja Garðeigendur við sjávarsíðuna kannast flestir við það vandamál að finna plöntur sem þola sjávar- seltu. Úrval saltþolinna tijáplantna er því miður fátæklegt en inn á milli leynast tegundir sem eru harðgerðari en aðrar og ýmis ráð eru til að verja plöntumar fyrir verstu skemmdunum. Seinni hluta vetrar og fram á vor ber særokið mikið af salti á land og hluti af þvi sest á plöntum- ar. Flestar trjáplöntur eru við- kvæmar fyrir salti og mestar skemmdir verða þeim megin sem er áveðurs. Plöntumar taka upp saltið sem situr á þeim og þegar vorar flytja þær það í ársvöxtinn. Salt i jarðvegi hefur ekki eins slæm áhrif þar sem hluti þess skol- ast úr honum og sumar plöntur taka ekki upp salt með rótunum. Blaðskemmdir á trjám og runn- um koma fram um mitt sumar og þekkjast greinilega á því að gömul blöð gulna og þoma á jöðrunum. Blöðin verpast en æðastrengimir haldast grænir. Skemmdir af þessu tagi eru mismunandi eftir tegund- um. T.d. sjást þær sjaldan á ösp en era áberandi á hlyni. Þar sem sjáv- arrok er mikið getur safnast salt á greinamar og ef saltið skolast ekki af þeim getur það dregið allan vökva úr þeim. Við þannig aðstæð- ur kemur fram það sem kallað er saltkal sem lýsir sér í því að enda- bramin og vaxtarsprotamir þoma upp og drepast. Saltskemmdir á barrtrjám koma fram snemma á vorin, í lok mars eða byrjun apríl. Mest eru skemmdirnar áberandi á þeirri hlið sem snýr að sjó og á efra borði barrsins. Endamir á barrinu byrja á því að verða brúnir en smám saman dökknar allt barrið og að lokum dettur það af. Séu skemmd- irnar litlar vex nýtt barr úr enda- braminu. Sé aftur á móti um mikl- ar skemmdir að ræða geta heilar greinar eða jafnvel öll plantan drepist. Hvað er til ráða? Besta ráðið til að komast hjá saltskemmdum er að rækta salt- þolnar tegundir. Ýmsar víðiteg- undir hafa reynst mjög vel. T.d. eru gulvíðir, hreggstaðavíðir, brekkuvíðir, alaskavíðir og jörfa- víðir mjög þolnir. Sitkagreni, garðarifs, viðja, runnamura og hansarósir hafa einnig reynst vel við erfiðar aðstæður en það getur þó verið nauðsynlegt að skýla Helgartilboðin Þá er verslunarmannahelgin að baki og allt sem henni fylgir. Helg- artilboð verslana era samt sem áður á sinum stað og nú með svolítið öðru sniði en í siðustu viku, eðli málsins samkvæmt. Þó er eitthvað um grillmat og sælgæti eins og síð- ast. 110/11 er að finna bæði kjöt og sætindi, rauð- vínslegnar svínakótelettur í'' helgarmatinn, beikon og egg í morgunverðinn og vínarpylsur fyrir krakkana á laug- ardagskvöldið. Smánammi og kex til að setja punktinn yfir i-ið. Uppgrip - Olís heldur sig við sælgæti og kex. Prince Polo, Mar- yland súkkulaði og strumpar í öllum litum mynda uppistöðuna í tilboð um helgarinnar þar. Ekki il hollusta þar á bæ. Hagkaup býður svínakjöt, smjörliki, ávaxtasafa og Orkumjólk. Sitt lítið af hverju en ekki mjög margar vöra- tegundir. I Nýkaupi er hins vegar heldur fleira á boðstólum. Þar má finna pasta, bæði far- falle og fusilli, nautahakk og pitsur með ýmsu áleggi, ávaxta- safa til að skola herlegheit- unum niður með og svo sal- at með. Alltaf gott að hafa eitthvað grænt á diskinum. Hjá KA-verslunum er heldur fátt að fá jt á tilboði, aðeins fjór- p ar vörutegundir f. sem að visu spanna ' vítt svið: svína- hnakki, smurkæfa, Bio- og kex. Það verður kannski meira næst... Hraðbúðir Esso eru á sömu línu og Uppgrip - Olís, að mestu leyti sælgæti þar í boði. En ljós í myrkrinu era verjur. Þeir feimnu, sem ekki þora í apótek- ið til að stynja upp erindinu, fara kannski á bensínstöðina 1 stað- inn. En kannski er það löngu liðin tíð að menn þurii í apótek eftir verjum? Hvað um það, á tímum sjúkdóma og offjölgun- ar er aldrei of varlega farið og gott að hafa aðgang að þeim sem víðast og ekki sakar að hafa sértilboð á þeim. Nóatún er að hugsa um kvöldið. Þar býðst Dala brie og Bónda brie ásamt kaffi og poppkomi og svo súpa með, svona ef það skyldi verða kalt úti og V menn vildu hlýja sér. Þín verslun fer vítt og breitt. Pylsur með tómat, vanilluís í eftirmatinn, jógúrt og brauð. Blautklútar til að þrífa ungana eftir matinn og súkkulaði með kafflnu og reyndar kaffi líka. Næstum allt sem þarf. í Fjarðarkaupum má fá ýmislegt fyrir grillið, svo sem lambaframhryggjarsneiðar, grill-gráðostssósu, hvítlauks- og pip- arsósu, svo nóg úrval ætti að vera fyrir alla gestina um helgina. Einnig er tilboðsverð á eggjum, súkkulaði og ávöxtum í eftirmatinn. Sparverslun býður upp á hakk, lauk, spaghetti og tómatsósu og greinilega búið að plana mat- seðilinn, hakk og spaghetti í laugardagsmatinn. Það er ágætt enda er það ódýr matur og saðsam- ur. í eftirmatinn eða með kafflnu býðst svo rúlluterta, svo ekki þarf einu sinni að baka. -vs þeim fyrir verstu áttunum eða skola af þeim eftir sjórok. Skjól- girðingar veita einnig góða vöm fyrir sjávarroki og einnig er gott að vefja viðkvæmar tegundir inn í striga yfir veturinn. Þessi aðferð ver plönturnar líka fyrir köldum vetrarvindum og kemur í veg fyrir kal. Heilbrigðar og hraustar plönt- ur þol betur salt en plöntur sem eru kyrkingslegar og þjást af áburðarskorti. Þeir sem leggja stund á garðrækt við sjávarsíðuna ættu að kynna sér vel saltþol plantna áður en þær eru settar í garðinn. Með því er hægt að spara sér mikla vinnu og kostn- að við plöntukaup. Það er fátt leið- inlegra en að horfa á fallegar og gróskumiklar plöntur veslast upp og drepast ár eftir ár bara vegna þess að þær era vitlaust valdar. Barátta um starfsfólk í DV í gær (miðvikudag) eru smá- augiýsingar að vanda. I dálkinum þar sem auglýst er eftir fólki vekur athygli að Bónus auglýsir eftir fólki til afgreiðslustarfa og býður 360 króna bónus auk vaxta á tveimur árum ef fólk skuldbindur sig til að vera hjá fyrirtækinu þann tíma. í næstu auglýsingu íyrir neðan er McDonald’s að auglýsa og býður 20% bónus til þeirra sem vinna dag- vinnu og 10 þús. krónur fyrir að mæta alltaf. Þar eru byijunarlaun skv. skala en fólk getur unnið sig upp og hækkað í grunniaunum. Svanur Valgeirsson, starfsmanna- stjóri hjá Bónus, segir markmið hins nýja samnings hjá Bónusi þann að laða að heldur eldra og þroskaðra starfsfólk og umbuna þeim flöl- mörgu sem eru lengi hjá fyrirtæk- inu. „Við viljum fá fólk sem er tilbú- ið að binda sig hjá okkur í þennan tima og helst fólk sem er ekki alveg bráðungt, þó svo hér vinni mikið af duglegu ungu fólki líka,“ segir hann. „í viðbót við lægsta vöruverð erum við að gera mikið átak í að bæta þjónustuna og höfum látið gera hjá okkur reglulega gæðakannanir upp á síðkastið og verðum með þær áfram. Við erum nefnilega á þeirri skoðun að þó verðið sé lægst hjá okkur eigi það ekki að þurfa að koma fram í gæðum á þjónustunni og lítum í því sambandi til hol- lenskrar verslunarkeðju sem býður mjög lágt vöruverð en frábæra þjón- ustu.“ -vs Tilboð verslana Tilboöin gilda í ágúst. 0 Prince Póló, 3 x 132 g 109 kr. 0 Maryland fudgies, 150 g 89 kr. 0 Maryland hnetu, 150 g 89 kr. 0 Maryland kókos, 150 g 89 kr. 0 Maryland súkkulaöl, 150 g 89 kr. 0 Strumpar, appelsínugullr 40 kr. 0 Strumpar, bleikir 40 kr. 0 Strumpar, grænlr 40 kr. 0 Strumpar, gullr 40 kr. 0 Strumpar, rauöir 40 kr. 10-11 ■ Tllboöln gilda til 17. ágúst. 0 Rauövínsl. svínakótel. 973 kr. kg 0 Beikon og egg 298 kr. kg 0 Gourmet lambalæri 998 kr. kg 0 Goöa vínarpyisur 523 kr. kg 0 Mentos, 3 teg. 59 kr. 0 Prlnce Polo, 4 x 40 g 159 kr. 0 Maryland kex, 150 g Q Q © 79 kr. Nóatún Tilboöln gilda á meöan birgöir endast. 0 Bla M. kaffí mlllir., 500 g 249 kr. 0 Dala brle ostur, 150 g 189 kr. 0 Bónda brle, 100 g 135 kr. 0 O & S sveppasúpa, 300 g 119 kr. 0 Maarud poppkorn, 150 g Q Q Q Q © 50 kr. Hraöbiiöir Esso Tilboöln gllda til 31. ágúst. 0 Göteborg Ballerina, 180 g 85 kr. 0 Freyju staur, 40 g 59 kr. 0 Nóa Skúlupúkar, 60 g 59 kr. 0 Nóa Plparpúkar, 60 g 59 kr. 0 Nóa hlaupapúkar, 60 g 59 kr. 0 Nóa Fýlupúkar, 60 g 59 kr. 0 Góu Prlns, 40 g 39 kr. 0 Nóa Pipp, 40 g 49 kr. 0 Verjur Okeido 495 kr. 0 Verjur Cho-San 495 kr. 0 Bestu kaupin súpukjöt 399 kr. 0 Ljóma smjörliki, 500 g 99 kr. © Brazzi appelsínusafi, II 89 kr. 0 Brazzi eplasafí, 11 89 kr. 0 Orkumjólk Jaröarb., 330 ml 85 kr. 0 Orkumjólk súkkulaöl, 330 ml 85 kr. 0 Orkumjólk vanilla, 330 ml 85 kr. o Q © Þm verslun Tllboöln gilda tll 16. ágúst. 0 Stubbapylsur m/tómat 669 kr. 0 Þín verslun vanllluís, 11 99 kr. 0 Pascual Jógúrt, 500 g 189 kr. 0 Pampers blautklútar, refíll 298 kr. 0 Mllka súkkulaöi, 100 g 99 kr. 0 Toblerone súkkulaöl, 100 g 99 kr. 0 BKI lúxus kaffí, 550 g 298 kr. 0 McVities kex, 300 g 139 kr. 0 Þín verslun brauö 129 kr. © 0 Barilla farfalle, 500 g 64 kr. 0 Barilla fusllll, 500 g 64 kr. 0 SS New yorker UN-hakk 799 kr. kg 0 Goodfellas 9“ osfa pitsa 299 kr. 0 Goodfellas 9“ pepper. pitsa 299 kr. 0 9“ skink./ananas pitsa 299 kr. 0 Rynkeby appelsínus., 21 219 kr. 0 Rynkeby eplasafi, 21 219 kr. 0 Rynkeby 16 bl. ávextir, 21 219 kr. 0 Alabama salat, 250 g 229 kr. 0 Grill lambaframhrsn. 598 kr. kg 0 Grill gráöostasósa 99 kr. 0 Grill hvítlaukssósa 99 kr. 0 Grlll piparsósa 99 kr. 0 EggxlO 139 kr. 0 Plómur 139 kr. kg 0 Nektarínur 189 kr. kg 0 Ferskjur 189 kr. kg 0 Prins Póló x 3 99 kr. © 0 SS Mexico svínahnakkasn. 798 kr. 0 SS smurkæfa, 200 g 119 kr. 0 MS Bio mjólk, 500 ml 89 kr. 0 McVitles Hob-nobs, 250 g 119 kr. Q Q O o o © Sparverslun Tilboöin gilda tll 16. agust. 0 Nautgripahakk 499 kr. kg 0 Laukur 48 kr. kg 0 Federici spagetti, 600 g 49 kr. 0 Heinz tómatsósa, 680 g 99 kr. 0 Basmati hrísgrjón, 500 g 133 kr. 0 Balconi rúllutertur, 200 g 109 kr. 0 Papco wc-pappír, x 8 199 kr. Q Q ©

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.