Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.2000, Blaðsíða 15
14 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiBlun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aftstoðarritstjórl: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu' og plötugerft: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Einkalífpeninga Slæma útreið fengu tilraunir nokkurra forustumanna ungra sjálfstæðismanna til að vekja athygli á, að friðhelgi einkalífsins eigi að ná til álagningarskrár skatta. Þeir lentu að vísu aðeins óbeint í klóm fjölmiðla, en beinlínis í klóm reiðs almennings, sem vildi komast í skrámar. Ekki var við að búast, að hugmyndafræðingunum tæk- ist það, sem fjármálaráðuneytinu hefur ekki lánazt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir á siðustu ámm. Almenningsálit- ið er fylgjandi opnum álagningarskrám og hefur notið stuðnings Alþingis gegn leyndarþrá ráðuneytismanna. Eftir uppákomuna eru leyndarsinnar fjær því en áður að ná fram svipaðri skilgreiningu á víðáttu einkalífs og gildir i sumum nálægum löndum, þar sem álagningar- skrár eru ekki birtar. íslendingar em frá fornu fari vanir því, að þessar skrár liggi frammi í kaupfélaginu. Aðgangur að álagningarskrám er eins konar kjöt- kveðjuhátíð á íslandi. í nokkra daga á ári fá menn að gramsa í því, sem aðrir menn telja heilagt, og geta haft stór orð um getu sumra til að koma tekjum sínum hjá skatti, áður en grár hversdagsleikinn ríður aftur yfir. Opnar álagningarskrár hafa þann lýðræðislega kost að stuðla að gegnsæi í þjóðfélaginu. Þær þrengja möguleika kerfisins á að varðveita göt á skattakerfinu og þrengja möguleika þeirra, sem eindregnast vilja komast hjá því að greiða opinber gjöld. Þær gera suma menn hlægilega. í þessu efni sem ýmsum öðrum takast á kennisetningar um friðhelgi einkalífs og gegnsæi lýðræðisþjóðfélags. Það getur veriö áliíámái értif áuSÍScðUm á hVSrjum SÍað Qg tíma, hvar skuli draga mörkin. Leyndarsinnaðir embætt- ismenn hafa ráðið of miklu um skilgreininguna. Að baki tilrauna forustumanna ungra sjálfstæðismanna eru tilraunir skoðanabræðra þeirra víða um heim til að vikka hugtak einkalífsins og láta það ná til peninga og fyr- irtækja, rétt eins og þessi lögformlegu fyrirbæri séu eins konar persónur, sem hafi eigið líf og eigin sál. Með því að kalla fyrirtæki lögpersónur er verið að gefa í skyn, að persónuvemd eigi að ná til fyrirtækja og fjár- magns. Oft ráða samkeppnishagsmunir því, að ráðamenn fyrirtækja reyna að virkja hugtak friðhelginnar í þágu sjónarmiða sinna. Og þeim tekst það stundum. Mikilvægt er að gera greinarmun á þörfum fólks fyrir friðhelgi einkalífs, til dæmis á heimili sínu, og á peninga- legum og rekstrarlegum hagsmunum af ýmsu tagi, sem reyna að sigla undir fölsku flaggi friðhelginnar. Hinar um- deildu álagningarskrár eru dæmi um þetta. Erlendis eru farin að sjást merki þess, að þrengt verði að möguleikum fjárhagslegra hagsmuna til að fela sig í skjóli persónuvemdar. Evrópusambandið og Bandaríkin gerðu í vor hríð að smáríkjum, sem hafa reynt að græða á bankaleynd i þágu peningaþvottar af ýmsu tagi. Bankaleyndarríki á borð við Lichtenstein eru að lenda í vaxandi erfiðleikum í samskiptum sínum við umheim- inn. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins geta orðið því dýrt spaug. Svisslendingar eru skref fyrir skref að draga úr bankaleynd sinni til að sefa bandaríska reiði. Þótt hagsmunaskákin teflist fram og aftur, má sjá þá meginlínu á Vesturlöndum, að vörnin þyngist hjá þeim, sem vilja bregða leyndarhjúp yfir rekstur og fjármálaum- svif fyrirtækja og einstaklinga. Krafan um gegnsætt sam- félag verður sífellt þyngri á metaskálunum. Þess vegna er holur hljómur í tilraunum til að víkka hugtök einkalífs og friðhelgi frá persónum yfir á peninga- lega og rekstrarlega hagsmuni á borð við skatta. Jónas Kristjánsson DV Ekki lengur í lífshættu Þannig hljóma oft frá- sagnir fjölmiðla af þeim sem lent hafa í alvarlegum slysum og óneitanlega vörp- um við öndinni léttar. Þetta eru eðlileg viðbrögð okkar sem hrökkvum upp úr erli dagsins og æranda umferð- argnýsins við hin skerandi neyðaróp sjúkrabílanna eða þá við heyrum vein þeirra í næturkyrrðinni og hugsun- in ávallt hin sama og spum- in um leiö: Hvað hefur nú gerst? Er einn mannlegi harmleikurinn enn staðreynd á leik- sviði lífsins? Hversu alvarlegur er hann, er um líf og dauða að tefla eða fæst full bót, jafnvel þó illa líti út viö aðkomu? Og svo eru okkur fluttar fregnirnar og í alvarlegustu tilvikun- um fáum við framhaldsfregnir og fegin munum við vera ef lok fregnar- innar bera með sér setninguna al- kunnu sem fyrirsögnin hér að ofan vísar til. Hjólastóllinn haldreipi Málið er bara það að þar með er ekki öll sagan sögð, því afleiðingarn- Helgi Seljan, frkvstj. Óryrkja- bandalagsins. ar geta þrátt fyrir það birst í ægilegum, ævilöngum ör- kumlum, allt yfir í það að viðkomandi lifi áfram án allrar tjáningar, án alls sjá- crnlegs tilgangs. Sumir verða, eins og einn vinur minn orðar það um vin- konu sina sem þessi fregn átti svo sannarlega við, lif- andi dáin um ófyrirsjáan- lega mörg ár, jafnvel ára- tugi. Annar góðvinur minn, sem ekki einungis býr við líkamleg örkuml eftir alvar- legt umferðarslys, heldur fékk að eig- in sögn þau sár á sálina sem seint eða ekki gróa, hann vill koma einu og öðru þessu tengdu á framfæri. Heldur hefði ég kosið hans eigin að- vörunarorð, beinskeytt og sönn en endursagnar þeirra freistað. Hjóla- stóllinn haldreipi hans svo langt sem það nær og aðgengismál öll því ofar- lega í hans huga, illfærir eða óyfir- stíganlegir þröskuldar svo aUtof víða enn, þrátt fyrir úrbætur ýmsar. Áskorun til ökumanna Hans heita áskorun til allra öku- því afleiðingamar geta þrátt jyrir það birst í œgi- legum, œvilöngum örkumlum, allt yfir í það að við- komandi lifi áfram án allrar tjáningar, án alls sjáanlegs tilgangs. “ manna, ekki sist þeirra ungu og óreyndu, að gæta ævinlega fyllstu varúðar í umferðinni, ábending hans um leið sú, að óbætanlegt gæti einnig orðið það sálarsár sem við- komandi slysavaldur gæti orðið fyr- ir, þó alheiU væri að öðru leyti. Alveg sérstaklega minnti hann á það grundvaUaratriði að „eftir einn ei aki neinn“ eins og sagt hefur ver- iö, enda byggði hann þar á sinni sár- beisku reynslu af slysavaldi sínum sem ber þessara afglapa sinna svíð- andi sár. Hann kvað hina ótrúlega Forseti í stjórnarandstöðu Á meðan Ólafur Ragnar Grímsson var stjómmálamaður, kveikti hann því fleiri elda sem hann talaði hærra um frið. Þá var eins og brennuvarg- ur væri genginn í slökkvUiðið. En hvemig læt ég? Ólafur Ragnar lítur bersýnUega enn á sig sem stjóm- málamann. Það sýnir ræða hans, þegar hann tók á ný við embætti for- seta íslands 1. ágúst sl. Þar skipaði hann sér í raðir stjómarandstæð- inga. Árás á Halldór Ásgrímsson Ólafur Ragnar sagði tU dæmis: „SífeUd leit að undantekningum og fráviksleiðum okkur sjálfum til handa hlýtur einhvem tíma að taka enda og getur fyrr en síðar skaðað orðstír okkar.“ Hér ræðst hann á HaUdór Ásgrímsson utanríkisráð- herra fyrir að vUja ekki undirrita Kyoto-samkomulagið um mengunar- vamir, en það hefði sett íslendingum mjög þröngar skorður um stórvirkj- anir, sem stunda einmitt mengunar- lausa orkuvinnslu. Árás á Pál Pétursson Ólafur Ragnar talaði líka um þá ,Ólafur Ragnar lítur bersýnilega enn á sig sem stjóm- málamann. Það sýnir rœða hans, þegar hann tók á ný við embœtti forseta íslands 1. ágúst sl.“ „misskiptingu gæða, sem nú birtist okkur i vaxandi mæli“ og bað menn um að „huga vel að vaxandi hættumerkjum um fátækt og bjargarleysi“. Hér ræðst hann á Pál Pétursson fé- lagsmálaráðherra. En sú árás er að ósekju, því að samkvæmt öUum alþjóðleg- um mælingum og stöðlmn eru íslendingar nú ein rík- asta þjóð í heimi og tekju- munur hópa óvíða minni. Dæmi um mis- skiptingu gæða Það er að vísu rétt, að nokkur dæmi eru tii á Isianai urií íiiisskipí- ingu gæða. Ólafur Ragnar Grímsson á tU dæmis góðan vin að nafni Jón Ólafsson í Skífunni, hefur setið kvöldverðarboð heima hjá honum og boðið honum margsinnis tU Bessa- staða. Þótt Jón sé með afbrigðum hugkvæmur og hagsýnn, fari á fætur klukkan sex á hveijum morgni og vinni allan daginn, tekst honum samkvæmt skattskrá 2000 ekki að afla nema 33 þúsund króna mánaðar- tekna. Þetta er auðvitaö argasta ranglæti. Hann á meira skUið. Árás á Björn Bjarnason Ólafur Ragnar hafði sagt í frægri ræðu í Los Angeles fyrir skömmu, að menning stæði í miklum blóma á ís- landi. En í embættistökuræðunni snerist þetta við. Hann sagði þar, að skólaárið væri hér stytta, árangur í alþjóðlegum samanburði oft lakari og framlög tU mennta lægri en tíðk- aðist með flestum samstarfsþjóðum. Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor. Hér er mjög málum blandið. Hitt er víst, að með þessu ræðst hann harkalega á Bjöm Bjamason mennta- málaráðherra. Árás á þjóölna Ólafur Ragnar talaði um það, að stjómmálaflokkamir og þingið gegni minna hlut- verki en áður. Sjálfur skUdi Ólafur Ragnar vissulega eft- ir sviðna jörð í Alþýðu- bandalaginu. Samfylkingin er ekki heldur mjög spræk. En Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eiga ekki við neina uppdráttarsýki að etja. Hitt er arjiað rnál, að aíðustu níu árin hefur undir forystu Davíðs Oddssonar verið markvisst unnið að því að minnka vald stjórnmálamanna og þá um leið stjómmálaflokka yfir hlutskipti okk- ar og afkomu. Ótal ákvarðanir hafa verið látnar eftir einstaklingunum sjálfum í viðskiptum þeirra úti á markaðnum. Fyrir vikið hefur þingið miklu minna vald en áður. Ólafur er með orðum sínum að vega að þeirri þjóð, sem ræður nú sem betur fer miklu meiru um líf sitt, afkomu og ör- lög en áður. Óbundinn? Furðulegast er það, þegar Ólafur Ragnar segir: „Forsetinn er aðeins bundinn íslenskri þjóð.“ Er forsetinn ekki bundinn stjómarskránni, föst- um venjum og reglum um fram- kvæmd forsetaembættisins og um- fram allt siðalögmálinu í brjóstum okkar? Hannes H. Gissurarson m hvalveiðar á ný? Viðheldur jafnvægi í lífríkinu Fjárhagslegt tap fyrir þjóðarbúið J „Öll rök hniga 4 fi., að því að hefja ■ hvalveiöar á ný. - Okkur ber skylda til þess sem þjóð sem lifir á sjávarfangi að nýta með eðlilegum hætti það sem hafið gefur. Þáttur í því er að viðhalda jafnvægi líf- ríkisins með því að nýta hvalastofnana, eins og aðra stofna, innan skynsamlegra marka. Það liggur fyrir af hálfu visinda- manna okkar að það sé óhætt að veiða tiltekna hvalastofna og þess vegna er eðlilegt fyrir okkur aö hefja Einar K. Guöfinnsson alþingsmaöur þessar veiðar á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar. Á það hefur veriö bent að það kynni að vakna andstaða annarra þjóða. Reynslan sýnir okkur það hins vegar, bæði okkar og Norðmanna, að engin ástæða er til að ætla það að við mun- um hljóta nokkurn einasta efnahagslegan skaða af veið- um sem slíkum. Norðmenn hafa mikla reynslu af hvalveiðum síðan bannið var sett á. Því var spáð að það myndi hafa neikvæðar afleið- ingar sem gerðist ekki.“ ' ••-'f'&tvj ..Hver hugsandi maður sér i hendi sér að burtséð frá fr hvalavináttutil- flnningum okkar hvalavina þá myndu veiðar á þeim og slátrun hafa í för með sér margfalt meira tap fjárhagslega fyrir þjóðarbúið en hvalaafurðimar gætu nokkum tímann gefið af sér. Brotnir fiskmarkaðir og hundsun neytenda og dreif- ingaraðila erlendis eru tölur sem hlaupa myndu fljótlega á milljörðum króna i beinu tapi fyrir þjóðarbúið, að ekki sé nú talað um hversu illa Magnús H. Skarphéöinsson formabur hvalavina- félagsins þokkaðir við yrðum á al- þjóðavettvangi með þennan vafasama tómstundaiðnað hér i bakgarðinum hjá okkur. Að kaupa erlendar auglýs- ingastofur, eins og hér forð- um til að reyna að breyta hugsunarhætti hins sið- menntaða heims til lags við hvalveiðar, er eins og að míga í mel. Það hefur ekkert í tilfinn- ingalega og bjargfasta sann- færingu hundraða milljóna mennt- aðra manna aö gera, sem eru á end- anum viðskiptavinir okkar með fiskafurðir okkar.“ Á mánudaginn síðastllðínn lét Davíð Oddsson hafa eftir sér á fréttamannafundi að hefja ætti hvalveiðar á ný og er umræðan komin á skrið á nýjan leik. siðlausu ofdýrkun áfengis, hið enda- lausa frelsishjal og framgang mála allan í framhaldi af henni ýta undir þá óvitaskoðun að áfengi væri hinn eðlilegi fylginautur manna alltaf og alls staðar og því ekki þá í umferð- inni líka? Gegn þessu óráðshjali yrði aldrei of vel og rækilega snúist. En aðalskilaboð hans voru í raun áskorun til fjölmiðla að láta ekki stað- ar numið alltaf og ævinlega við þessa fregn sem óneitanlega væri rétt svo langt sem hún næði: Ekki lengur í lífshættu. Fjölmiðlamir ættu að gjöra meira að því og sem allra mest til undirstrikunar, til umhugsunar og aðvörunar um leið að greina frá því, hvernig fórnarlömbunum reiddi af, hvers konar örlög þeim væru búin, hversu samfélagið mætti þeim og þörfum þeirra, hvers konar líf væri of oft um að ræða. En að lokum þetta: SkelfUeg örlög svo ótalmargra ættu að vera nægi- legt tilefni til að vekja okkur upp af doða andvaraleysisins og valda í raun hugarfarsbyltingu þeirri gagn- vart umferðinni sem ein fær megnað að snúa óheillaþróun við. Helgi Seljan Ummæli Flugslys óháð flugvallar- framkvæmdum „Það verður að sjálf- sögðu skoðað hvort eitthvað tengt fram- kvæmdunum hefur haft áhrif á slysið, en við sjáum ekki að svo sé á þessu stigi. Flug- brautir geta verið lok- aðar af ýmsum ástæðum og flugmaður getur alltaf þurft að hætta við lend- ingu vegna hindrana á brautinni." Þorgeir Pálsson flugmálstjóri í Degi 9. ágúst. Biskup svarar siðanefnd „Háttvirt siðanefnd hefur fellt úrskurð í umboði Prestafélags ís- lands. Telur hún, að það sé almennt siða- clr\m nrocta hinrSVirki- Uli J 11 JJA 1/Ol.u —J unnar, að það megi níða hana endalaust á alla grein, en hitt sé vitavert að bregðast við og svara hennar vegna þannig, að einhverjir heyri? ... Ég hef stundum reynt að verja kirkju mína og kristinn málstað fyrir andkristn- um viðhorfum og áróðri. ... En aldrei fyrr hef ég beinlínis verið hirtur op- inberlega í nafni prestastéttarinnar fyrir að tala í alvöru í heyranda hljóði af ærnu tilefni." Sigurbjörn Einarsson biskup í Mbl.-grein 9. ágúst. Er til skoðunar „Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta slys muni hafa áhrif á um- ræðuna um völlinn, mér finnst það leiða af sjálfu sér.... Það má fækka flugtökum og lendingum um 50-30% en þar er hættan mest. Frá öryggis- sjónarmiðum er þetta mjög mikilvægt atriði og síðan er flugvallarmálið að öðru leyti til almennrar skoöunar." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Degi 9. ágúst. Áhætta í hliðarvindi „Slysið á ekki að þurfa að hafa áhrif á þá staðreynd, að flugvöllurinn verður að fara af mörgum ástæðum. Slysahættan er bara einn margra þátta sem styðja það.... Það er stór- hættulegt að nota flugvöll sem er bara meö eina flugbraut á þessu svæði. Ég veit ekki hvemig aðstæður voru í þessu tilfelli en almennt freist- ast menn til þess að taka meiri áhættu í hliðarvindi þegar þeir hafa bara eina braut. Fara kannski ekki út fyrir öryggismörkin en alveg út undir ystu mörk.“ Örn Sigurösson, arkitekt og form. Samtaka um betri byggö, T Degi 9. ágúst. Skoðun LF7TTE7 ^ eriNSOG VINC7 LSNl v lYFeON IOúÓIFT / /personoLKf ^ VfON txEr WrRCFI MÓ? V V-ÍETIM / Utgerðin getur gert betur TIU SI<3CH^S MENN Um þessar mundir eru þau fyrirtæki sem skráð eru á markaði að birta milliuppgjör sín. Þar á með- al eru nokkur af stóru sjáv- arútvegsfyrirtækjunum. Það hlýtur að vera bæði hluthöfum þeirra og eig- anda auðlindarinnar, þjóð- inni, umhugsunarefni af hverju sjávarútvegurinn sýnir ekki betri afkomu. Og auðvitað veita mériri einnig vöngum yfir því af hverju sjávarútvegurinn er svo skuldsettur sem raun ber vitni. í þeim efnum hefur lítið breyst á undanfomum árum. Það er líka undantekning ef þessi fyrirtæki greiða tekjuskatta. Fiskveiðistjómarkerfið sem við búum við á að geta skilað hagkvæm- um veiðum. Aðgangurinn að auð- lindinni er enn ókeypis af hálfu þjóð- arinnar þó útgerðaraðilar selji hver öðrum þann rétt. Hvað er það þá sem kemur i veg fyrir betri afkomu, að fyrirtækin skili eigendum sínum sæmilegum arði og að eigandi auð- lindarinnar fái þar sanngjama hlut- deild? Hvað eiganda auðlindarinnar varðar er svarið augljóst; á meðan hið opinbera afhendir veiðiréttinn árlega án endurgjalds kemur lítið með þeim hætti í hlut þjóðarinnar. Því þarf auðvitað að breyta. En eru fyrirtækin þá ekki nægilega vel rek- in? Er það e.t.v. svo í kerfi sem af- hendir ókeypis kvóta, m.v. reynslu og stöðu fyrri ára, aö þar vanti þá samkeppni sem leiddi til þess að kvótarnir væru alltaf nýttir af þeim sem hæfastir eru, eins og verða mundi ef allir gætu boðið í þá með reglulegum hætti? Það var mat okk- ar í Samfylkingunni þegar við lögð- um fram okkar frumvarp til breyt- inga á lögunum um stjórn fiskveiða en þar leggjum við til að gjald verið innheimt fyrir aðganginn að auð- lindinni með þeim hætti að boðið verði í kvótana. Jönasdóttir, þingmaöur Samfytkingarinnar gæti skilað sem mestu. Þær skoðanir að sjávarútvegur- inn gæti, við hlið landbún- aðarins, verið eins konar byggðatrygging, hafa átt upp á pallborðið eins og hugmyndir um byggða- kvóta sýna. Þá virðast menn gleyma því að sjávar- útvegurinn er ein af megin- undirstöðum efnahagslífs- ins og afkoma hans varðar þjóðins slls. Flotinn er líka of stór. Á meðan stækkun skipa eða öflun nýrra var skilyrt úreldingu á móti, lágu menn á skipum sem þeir ekki þurftu að nýta. Þau voru verðmæt þó þau væru ekki nýtt til veiða. Með lagabreytingu var þessu umhverfi gjörbreytt. Stærri fyrir- tæki hafa, til hagræðingar hjá sér, verið að selja frá sér skip. Það er ekki auðvelt aö hefja útgerð í dag, en þó eru þeir nægir sem vilja reyna og hafa verið aö kaupa skip þó þeir þurfi að kaupa eða leigja kvótann af öðrum útgerðarmönnum. Þau skip mynda síðan flokk hinna kvótalausu eða kvótalitlu og of mörg skip eru þannig með lítinn eða engan kvóta og útgerð þeirra afar erfið. Vanda þeirra hefur verið lýst vel í umfjöll- uninni um brottkastið. Og of mörg skip þýða einfaldlega lakari afkoma í heildina. Þetta umhverfi býöur ekki upp á að íslandsmiö séu nýtt með hagkvæmasta hætti. Þjóðin njóti afraksturs Það er skylda okkar að nýta sjáv- arauðlindina af hagkvæmni og að fyrirtækjunum séu sköpuð slik skil- vröi. Það þýðir að hámarksafrakstri sé náð án þess að spillt sé og að auð- lindinni sé skilað í hendur komandi kynslóða í helst betra ástandi. Þá eiga bæði eigendur fyrirtækjanna sem nýta auðlindina og þjóðin sem eigandi auðlindarinnar að fá sann- gjaman afrakstur. Til að sátt geti náðst milli þessara hópa þarf það að verða. Annars verður nýting auð- lindarinnar áfram óhagkvæm, til skaða fyrir alla. Myndatexti: Það er ekki auðvelt aö hefja útgerð en þó eru þeir nægir sem vilja reyna og hafa veriö að kaupa skip þótt þeir þurfi að kaupa eða leigja kvótann af öðrum útgerð- armönnum. Svanfríður Jónasdóttir Traustara rekstrarumhverfi Það er sanngjöm krafa að útgerð- in skili meim og að ráðandi öfl skapi það umhverfi að svo geti orðið. En ef grannt er skoðað þá hefur á ýmsan hátt verið keyrt í öfuga átt á undan- fömum áram, kerfið hefur ekki ver- iö gert hagkvæmara og stjórnvöld hafa ekki stuðlað að því að útgerðin „...ef grannt er skoðað þá hefur á ýmsan hátt verið keyrt í öfuga átt á undanfömum árum, kerfið hefur ekki verið gert hagkvœmara og stjómvöld hafa ekki stuðlað að því að útgerðin gœti skilað sem mestu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.