Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 2000 DV 27 Helqarblað DV-MYNDIR HILMAR Góður golfari Hannes var öflugur golfari á sínum yngri árum en vegna anna segist hann ekki spila svo mikiö í dag. Þaö kemur þó fyrir aö hann pútti á hinum giæsiiega 18 holu golfvelli á Akranesi sem er í jaöri bæjar- ins. nýtta nú og þvl hefur rykið verið dustað af gömlu tillögunni. Ég tel að það sé vel hægt að gera golfvöll þar án þess að raska náttúrufari eyjunnar og að mínum mati yrði hún ekki betur nýtt út frá náttúruvemdarsjónarmið- um. Ég hef verið að bera þetta undir erlenda kollega mína og það frnnst öll- um þetta vera alveg einstök staðsetn- ing fyrir golfvöll," segir Hannes og bætir við: „Gamli uppdrátturinn að 18 holu golfvelli í eynni stendur enn fyllilega fyrir sinu sem golfvöllur á alþjóða mælikvarða en e.t.v. þarf að hnika ein- hverju til út frá nýjum upplýsingum, s.s. um fornminjar." Ræktar golfvallargras Nýjasta verkefni Hannessar eru til- lögur að golfvöllum á Grænlandi sem samtök ferðamálayfirvalda á íslandi og Grænlandi hafa beðið hann um að hanna. Teikningamar em tilbúnar og nú er bara að sjá hvort þeim verður hrint i framkvæmd. „Það er hægt að búa til golfvelli nán- ast hvar sem er. Aðalatriðið er að gras geti vaxið,“ upplýsir Hannes. Gras er afar íjölbreyttur hópur plantna og seg- ir Hannes að það sé ekki sama hvaða gras eigi í hlut. „Venjulegt' fóðurgras þolir ekki þann snögga slátt og traðk sem er á golfvöllum, það deyr bara. Á löngum tíma hefúr mönnum tekist með vali og kynbótum að rækta upp sérstök golf- vallargrös. Þetta eru erfðafræðilegir dvergar sem þola golfvallarmeðferð- ina,“ segir Hannes og heldur áfram: „Landbúnaðargrasið, sem víðast er hér á túnum landsins, hentar mjög illa á golfvelli og margir hafa ekki áttað sig á þessu. Bændagrasið er í rauninni sérvaldir risar og þolir ekki að vera slegið afar snöggt mörgum sinnum í mánuði. Golfvöllur sem er gerður úr þannig grasi getur þó aðlagast með timanum þvi það gras sem ekki þolir meðferðina deyr út og í staðinn sáir sér þolnara villigras og skipti á tegund- um verða. Þetta getur þó tekið sinn tíma og til þess að flýta fyrir þessari þróun höfúm við verið að prófa okkur áfram með erlenda golfvallarstofna." Garðavöllur í uppáhaldi Aðspurður hver sé besti golfvöllur- inn sem Hannes hefur hannað kemur á hann hik. „Það er eins og að spyrja 18 bama móður um hvaða barn henni þyki vænst um. Þessir vellir sem ég hef hannað eru svo ólíkir að það er varla hægt að bera þá saman. Ég verð þó að segja að Garðavöllur hér á Akranesi er sá völlur sem mér hefur tekist hvað best upp með þó svo hann sé ekki endi- lega sá fallegasti. Oddfellowvöllurinn og hraunvöllurinn í Hafnarfirði em hins vegar mjög fallegir. Af smærri völlum myndi ég segja að völlurinn í Kiðja- bergi og golfvöllurinn á bænum Suður-Bár í Grundarflrði séu mjög vel heppnaðir," segir Hannes eftir smá umhugsun. En gengur þér ekki einstaklega vel aö spila á þeim völlum sem þú hefur hann- aö þar sem þú þekkir þá út og inn? „Ekki get ég nú sagt það þar sem ég hef seinni árin haft svo lítinn tíma til þess að spila sjálfur," segir Hannes sem hefur þó tekist að smita annan son sinn það mikið af golfbakteríunni að hann stefnir á nám i golfvallarfræðum að loknu stúdentsprófi. Golf er ekki snobbíþrótt Fyrir utan hönnunarverkefnin er starfið sem formaður Golfkúbbsins Leynis tímafrekt. Klúbburinn fagnar 35 ára afmæli á þessu ári og varð golf- völlur félagsins að 18 holu velli í sum- ar. Mikil gróska hefur verið í félags- starfi Leynis en golfáhugi virðist að sögn Hannesar almennt vera að aukast á landinu, eins og annars staðar í heiminum um þessar mundir. „Sjónvarpið hefur átt stærstan þátt í þvi að auka áhuga almennings á golfi enda er golf góð sjónvarpsiþrótt. Víðast hvar er ll/IÐAUGLÝSIMGAR Byrjaði ungur Hannes er hér meö teikningu af fyrsta golfvellinum sem hann hannaöi áriö 1968, þá einungis 16 ára gamall. Teikningin er hugmynd aö stækkun þáver- andi golfvallar á Akranesi en henni var svo til óbreyttri hrint í framkvæmd eft- ir hans teikningum áriö eftir. golfi ekki lengur íþrótt hinna vel efn- uðu heldur flykkist hinn venjulegi borgarbúi hvarvetna í golf. Auðvitað eru til lokaðir golfklúbbar erlendir með himinháum félagsgjöldum en það er ekki hægt að halda uppi slíkum klúbbum hér á landi, sem betur fer. Fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins iðkar golf, ungir sem aldnir, fatlaðir og jafnvel blindir geta verið með. Þetta er íþrótt sem hentar virkilega þllum, ekki síst sem fjölskylduíþrótt. Á Akranesi eru t.d á annað hundrað krakkar í golf- klúbbnum. Með fjöldaframleiðslunni eru golfáhöldin líka orðin ódýrari og ársgjald í golfklúbb er ekki hærra en árskort á líkamsræktarstöð," segir Hannes sem hefur greinilega allar stað- reyndir um gildi golfsins á tæru. Það er ekki hægt að sleppa Hannesi út á Garðavöllinn án þess aö spyrja hann út í framtíð golfsins á íslandi. Ár- angur Leynismanna á landsvísu hefúr vakið mikla eftirtekt og hafa þeir eign- ast óvenjumarga íslandsmeistara mið- að við stærð klúbbsins. „Birgir Leifur Hafþórsson er að mínu mati besti kylfingur landsins og á alla framtíð fyrir sér í íþróttinni. Nokkrir koma honum næst í getu en mér finnst reyndar ekki sú framþróun hafa orðið í afreksgolfinu sem efni hafa staðið tiL Oftast eru fremstu menn í stórmótum þeir sömu sem verið hafa að vinna keppnir síðustu 10 árin og margir þeirra eru engin unglömb leng- ur. Unglingastarf Golfsambandsins hef- ur ekki skilað þeim árangri sem ég bjóst við síðustu 6-7 árin og hefur for- gjöf okkar bestu unglinga frekar hækk- að en hitt á þessum tíma. Nú hefur hins vegar verið tekið á þeim málum og mér líst ágætlega á nýja afreks- mannastefnu sambandsins. Ég bind vonir við verk hins nýja sænska lands- liðsþjálfara og held að hann eigi eftir að gera góða hluti. Við höfum alla burði til þess að verða góð B-þjóð á Evrópumælikvarða, tæpast meira, því veldur fámennið hér,“ segir Hannes, bjartsýnn. -snæ 550 5000 Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Haðaland Helluland Hjallaland Síðumúla Háaleitisbraut Kvisthaga Ægisíðu Upplýsingar í síma 550 5000 Félagsþjónustan Félagsleg heimaþjónusta Starfsfólk óskast Félags- og þjónustumiðstöðina við Vitatorg, Lindargötu 59, vantar starfsfólk í félagslega heimaþjónustu. Um er að ræða almenn heimilisstörf og viðveru inni á heimilum eldri borgara. Vinnutími frá 9—5, vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Nánari upþlýsingar gefa Edda Hjaltested eða Björg Karlsdóttir í síma 561 0300. Fólagsþjónustan er flólmonnur vinnustaöur sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur mikla áherslu á fræöslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa þaö um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í málefnum starlsmanna og aö kynna markmiö þeirrar þjónustu sem veitt er. Allir nýir 3tarfsmenn fá sérstaka fraeöslu og kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf regluloga um starfsemi stofnunarinnar. ☆☆☆☆☆☆ Utanríkisráöuneytiö Hjúkrimarfræðingar Störf í Kosovo og Bosníu-Hersegóvínu Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingum tál starfa með friðargæslusveitum Atlantshafsbandalagsins í Kosovo (KFOR) og Bosníu-Hersegóvínu (SFOR). Gert er ráð fyrir að ráðningartíminn verði sex mánuðir og að viðkomandi hef ji störf sem fyrst. Leitað er að duglegum, samviskusömum einstaldingum sem geta tmnið sjálfstætt við erfiðar aðstæður, eiga auðvelt með að umgangast aðra og taka leiðsögn. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af störfum á bráðamóttöku eða gjörgæslu, gott vald á ensku og hafi mikla aðlögunar- hæfileika. Umsóknir með upplýsingum um menntun, fyrri störf, tungumálakunnáttu og meðmælendur sendist Utanríkisráðuneytinu, alþjóðaskrifstofu Rauðarárstíg 25 150 Reykjavík Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2000.Upplýsingar inn kaup og kjör veita Auðunn Atlason og Skafti Jónsson á skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, nema annað sé sérstaklega tekið fram í umsókninni. Fyrri umsækjendur sem vilja koma til greina eru beðnir um að endumýja umsóknir sínar. Utanríkisráðuneytið smáauglýsingar 550 5000 skoftadu smáauglýslngarnar é V ÍS i ■*- i S Störf á öllum tímum sólarhringsins! Hlutastörf og heilar stöður við ræstingar á öllu höfuðborgarsvæðinu: Föst afleysingastörf, tveggja til sex tíma vinna. Vinnutími kl. 8—14 fimm daga vikunnar eða kl. 17-01 fimm daga vikunnar. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. Morgunræsting, þriggja til sjö tíma vinna. Vinnutími frá kl. 7 og 8. Síðdegis- og kvöldræsting, tveggja til sex tíma vinna. Vinnutími e. kl. 17. Heigarvinna. Laugardaga kl. 8-18 og sunnudaga kl. 10-17. Næturræsting. Vinnutími eftir kl. 22. Aðalræstingar, hreingerningar Vinnutími óreglulegur, vaktavinna. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða. ' umsóknareyðublöð á skrifstofu irmúla 40, 3. hœð.Stmi 5 800 600. Netfang: erna@iss.is Hjá ISS fsland starfa yfir 500 manns á aldrinum 17-80 ára. Starfsmenn fá kennslu og þjálfun og bestu áhöld og efni sem völ er á. Einnigfá starfsmenn stuðningfrá rœstingarstjórum og flokksstjórum. Hjá okkur ergott að vinna! Upplýsingar og ISS ísland að. Island
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.