Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2000 21 DV Sport 15. Norðurlandamóti í körfu kvenna lauk í gær: Stór stund í Bergen - 5. sætið hlutskipti íslands en sigur á Dönum stendur upp úr 12. ágúst verður minnst sem tíma- mótadags í íslenskum kvenna- körfuknattleik eftir að íslenska landsliðið lagði Dani, 62-61, í næst- síðasta leik sínum á Norðurlanda- mótinu sem fór fram í Bergen í Nor- egi og lauk um helgina. Fram að þeim leik hafði íslenska landsliðið tapað tíu landsleikjum í röð á Norðurlandamótinu, öllum með stórum mun en á því varð breyting í þessum leik. Tap í síðasta leiknum gegn Nor- egi þýddi þó að íslenska liðið varð að sætta sig við fimmta og síðasta sætið á mót- inu en frammistaða liðsins á þessu móti bendir ekki til annars en að íslenska liðið sé í framför og eigi eftir að stríða nágrannaþjóðum sínum á næstu árum. Það var gaman að fylgjast með íslenska liðinu á mótinu. Þær lögðu allt í leikina og gáfu stærri og sterkari stelpum hinna þjóð- anna ekkert eftir. Fyrir mótið höfðu menn tölu- verðar áhyggjur af því að i liðið vantaði þrjár stúlkur, þær Lindu Stefánsdóttur, Önnu Maríu Sveinsdóttur og Guðbjörgu Norðfjörð, sem hafa verið lykil- leikmenn undanfarin ár, en stelpumar bættu það upp með fráhærri baráttu og sterkri liðs- heild og náðu besta ár- angri sínum frá upp- hafi. Endasleppt gegn Noregi íslenska landsliðið lék síðasta leik sinn í mótinu gegn Noregi og tapaði, 58-69. Liðið lenti undir strax í byrj- un og var i eltingarleik við norska liðið nánast allan leikinn. Eftir að Noregur komst yfir, 19-18, skoraði íslenska liðið ellefu stig í röð og var yfir eftir fyrsta fjórðung en missti síð- an norska liöið fram úr sér aftur og höfðu Norðmenn þriggja stiga forystu í hálfleik, 33-30. Norsku stúlkumar byrjuðu síðan seinni hálfleikinn mjög sterkt og náði íslenska liðið ekki aö halda í við þær. íslensku stúlkumEU' náðu oft að jafna leikinn en hleyptu Norðmönnum ailtaf fram úr sér aftur. Best í íslenska liðinu var Signý Hermannsdóttir sem var mjög ógnandi í sókninni og skoraði 14 stig. Flestar aðrar íslensku stúiknanna áttu dapran dag og vom kannski enn hátt uppi eftir sigurinn á Dönum daginn áður. Stig islenska liðsins: Signý Hermanns- dóttir 14 (7 fráköst, 3 stoðs.), Erla Reynisdóttir 8 (4 stoðs.), Lovísa Guð- mundsdóttir 8 stig (6 fráköst), Gréta María Grétarsdóttir 7 (6 fráköst, hitti úr öllum sínum skotum), Bima Val- garðsdóttir 6, Erla Þorsteinsdóttir 6, Kristin Blöndal 5, Alda Leif Jónsdótt- ir 4 (6 fráköst, 5 stoðs.). Sigurkarfa Erlu gegn Dönum Erla Reynisdóttir tryggöi íslenska kvennalandsliðinu fyrsta sigur sinn á Norðurlandamótinu frá upphafi þegar hún skoraði sigmkörfu með ótrúlegu skoti tveimur sekúndum fyrir leikslok. íslenska liðið byrjaði leikinn gegn Dönum frábærlega og kom Dönunum, sem höföu búist við létt- um leik, i opna skjöldu. íslenska lið- ið var með tveggja stiga forystu eft- ir fyrsta fjórðung, 18-16, en setti sið- an í fluggír í öðrum leikhluta og náði þrettán stiga forystu í hálfleik, 40-^27. íslenska liðið hélt áfram góðum leik í þriðja fjórðung og þegar hon- um var lokið hafði það enn þrettán stiga forystu, 51-38. Liðið lenti í villuvandræðum i fjórða leikhluta og náðu dönsku stúlkumar að saxa á forystuna. Þegar ein mínúta var eftir komust dönsku stúlkumar yf- ir. íslenska liðið gafst þó ekki upp, náði boltanum og fór upp í sókn. Erla Þorsteinsdóttir skaut þriggja stiga skoti sem geigaði en Erla Reynisdóttir náði frákastinu af miklu harðfylgi og skoraði sigur- körfuna með glæsilegu stökkskoti þegar leiktímanum var að ljúka. Stig íslenska liðsins: Erla Þorsteins- dóttir 14 (7 fráköst), Alda Leif Jóns- dóttir (7 stoðs., 6 fráköst, 3 stolnir og hitti úr öllum sínum fimm skotum), Erla Reynisdóttir 11 (4 stoðs.), Signý Hermannsdóttir 6, Gréta María Grét- arsdóttir 6 (5 fráköst), Lovísa Guð- mundsdóttir 6, Kristín Blöndal 6 (6 fráköst, 3 stoðs.). Góðar og slæmar hliðar gegn Svium íslenska kvennalandsliðið sýndi á sér bæði góðar og slæmar hliðar í leiknum gegn Svíum í öðmm leik sínum á mótinu. Svíar unnu að lok- um með 33 stiga mun. Sigurinn var alltof stór miðað við gang leiksins en það má segja að íslenska liðið hafi hrunið í síðasta fjórðungnum. íslenska liðið haföi forystu mestan hluta fyrri hálfleiks og leiddi 20-17 eftir fyrsta fjórðung. Svíarnir náðu að komast yfir í öðrum leikhluta en forysta þeirra var þó aðeins tvö stig í hálfleik, 31-33. Það mátti sjá á sænsku stúlkunum að þær voru hissa á mótspymu íslensku stúlkn- anna. Þriðji fjórðungur var ekki slæmur hjá stúlkunum en Svíar voru þó komnir með ellefu stiga for- ystu eftir þriðja leikhlutann. Þá kom versti kafli íslenska liðsins á mótinu. Sænska liðið brunaði yfir það íslenska sem sá aldrei til sólar. íslensku stúlkurnar hittu úr einu af ellefu skotum og töpuðu tólf boltum í þessum síðasta fjórðungi. Stig íslenska liðsins: Signý Hermannsdóttir 13 (12 fráköst, 3 stoðs.), Kristín Blöndal 9 (öll í þriðja fjórðungi), Erla Þorsteinsdóttir 6, Gréta Maria Grétarsdóttir 5, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Þorvaldsdóttir 4, Erla Reynisdóttir 3, Bima Valgarðs- dóttir 2. Sáttur meö leik íslenska liösins Jón öm Guðmundsson landsliðs- þjálfari var mjög sáttur við leik ís- lenska liðsins á mótinu þó að endir- inn hefði mátt vera betri. „Það var margt gott hér í Bergen og greinilegt að íslensku stúlkumar sýndu að ákvöröun KKÍ að senda lið á Norðurlandamótið eftir fjórtán ára fjarveru var hárrétt. Finnar og Svíar era reyndar töluvert betri en við í dag en við erum komnir í svip- aðan styrkleikaflokk og bæði Norð- menn og Danir. Það var margt gott í leikjunum gegn Finnum og Svium. Fyrri hálfleikimir í báðum leikjun- um vora vel spilaðir en liðið missti kannski dampinn í lokin. Danaleik- Kelfvíkingurinn Erla Þorsteinsdóttir stóð sig frábærlega á Norðurlandamótinu f Bergen og gaf hærri og sterkari stúlkum hinna liðanna ekkert eftir i baráttunni undir körfunni. DV-mynd Hilmar Þór urinn var að sjálfsögðu stærsta stundin. íslenska liðið spilaði frá- bærlega í fyrri hálfleik og þrátt fyr- ir aö Danir næðu að jafna tókst því að klára leikinn sem er frábært. Versti kafli mótsins kom gegn Sví- um í fjórða leikhluta en liðið var annars á uppleið i gegnum allt mót- ið. Ég var mjög ánægður með Erlu Þorsteinsdóttur og Signýju Her- mannsdóttur sem léku saman í fyrsta sinn og þær skiluðu því sem ég bjóst við og gott betur. Þær unnu vel saman þrátt fyrir að þær væru að spila sína fyrstu leiki og stóðu sig vel í baráttunni við stórar og sterkar stelpur í hinum liðunum. Annars var ég mjög ánægður með Lovísu Guðmundsdóttur sem kom mjög sterk inn í í síðustu tveimur leikjunum. Alda Leif Jónsdóttir, Erla Reynisdóttir og Gréta María Grétarsdóttir skiluðu hlutverkum sínum vel og loks kom Kristín Blön- dal sterk inn af bekknum ásamt því að skila fyrirliðahlutverkinu með sóma. Næsta verkefni okkar er smá- þjóðaleikarnir i San Marínó næsta sumar og stefnan er að undirbúa liðið vel fyrir það verkefni. Við munum koma til með æfa saman í vetur og spila nokkra æfingaleiki. Sumarvinnan skilaði sér í mót- inu. Stelpurnar lögðu gífurlega hart að sér og það kom á daginn að þær voru vel í stakk búnar til aö takast á vel þjálfaðar stöllur þeirra á Norð- urlöndum. Við getum nálgast bæði Svía og Finna en til þess að það geti orðið að veruleika þurfum við að æfa allt árið um kring og hlúa betur að deildarkeppninni hér heima. Það er nefnilega sterk tenging á milli landsliðsins og deildarinnar,“ sagði Jón Örn Guðmundsson, landsliðs- þjálfari kvenna í körfuknattleik, í samtali við DV-Sport í Bergen í gær. -ÓÓJ Alda Leif Jónsdóttir gaf flestar stoösendingar. Signý Hermannsdóttir var stigahæst íslensku stúlknanna. NM-Molar Finnar urðu Norðurlanda- meistarar. Finnsku stúlkurnar sigruðu þær sænsku með 41 stigs mun í hálfgerðum úrslitaleik. Norðmenn tryggðu sér fjórða sætið með sigri á íslendingum sem urðu í fimmta sæti með jafnmörg stig og Norðmenn en verri innbyrðisárangur. Danska /iðið reif sig heldur betur upp eftir tapið gegn ís- lenska liðinu og vann óvæntan sigur á Svíum í næsta leik og tryggðu sér í raun annað sætið. Finnska liðið er mjög leik- reynt. Þrjár stelpur í liöinu hafa spilað yflr 100 landsleiki og það var gaman að sjá til liðsins. Sam- vinnan var mikil og liðið virkaði eins og ein sterk vél. íslenska liðið bætti sig eftir því sem leið á mótið og náði alltaf betur og betur saman. Skotnýtingin batnaði með hverj- um leik. íslenska liðið hitti að- eins úr 10 af 53 skotum sínum í fyrsta leik sem er 18% hittni. Hittnin var 32% í næsta leik á eftir gegn Svíum og gegn Dönum var hún 38,7%. Gegn Noregi hitti liðið 42% eða 24 af 56 skotum. Þjálfari Noregsmeistaranna í kvennakörfu, Gimle frá Bergen, var mjög hrifinn af nokkrum ís- lensku stelpunum. Það lið er að missa þrjá sterka leikmenn og ætla forráðamenn félagins að bjóða nokkrum leikmönum íslenska liðsins samning fyrir næsta tímabil. Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslensku stelpumar og sýnir hversu vel þær stóðu sig á mótinu. Besti árangur íslensku stelpnanna á mótinu: Stigahæstar Signý Hermannsdóttir ........39 stig Erla Þorsteinsdóttir ........38 stig Alda Leif Jónsdóttir ........28 stig Erla Reynisdóttir................25 stig Gréta María Grétarsdóttir .. .24 stig Kristín Blöndal .............23 stig Flest fráköst Signý Hermannsdóttir.............32 Alda Leif Jónsdóttir .............22 Gréta María Grétarsdóttir .......22 Erla Þorsteinsdóttir .............20 Erla Reynisdóttir................15 Stoðsendingar Alda Leif Jónsdóttir .............15 Erla Reynisdóttir................14 Signý Hermannsdóttir..............9 Stolnir boltar Alda Leif Jónsdóttir ..............9 Gréta María Grétarsdóttir..........6 Signý Hermannsdóttir..............5 Erla Þorsteinsdóttir..............4 Varin skot Signý Hermannsdóttir ............11 Gréta María Grétarsdóttir..........3 Alda Leif Jónsdóttir ..............2 3ja stiga Erla Reynisdóttir ..............4/10 Erla Þorsteinsdóttir ...........3/4 Víti Erla Þorsteinsdóttir ..........9/10 Erla Reynisdóttir ..............8/10 Skotnýting Alda Leif Jónsdóttir . . . .9/14, 64,3% Lovísa Guðmundsdóttir .8/18, 44,4% Kristin Blöndal ........9/24, 37,5% Signý Hermannsdóttir . .16/47, 34,1% -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.