Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 8
24 25 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2000 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2000 Sport DV DV Fylkismenn áfram í bikarnum: Arbæjarskul - svífur seglum þöndum Þaö má ljóst vera, eftir leik Breiðabliks og Fylkis í 8 liöa úrslitum Bikarkeppni KSÍ, aö Fylkismenn eru að festa sig í sessi sem eitt af toppliðunum á Islandi. Þeir eru nú efstir í Landssímadeildinni og komnir í undanúr- slit bikarsins og ef að líkum lætur eru stuðningsmenn félagsins famir að eygja þann möguleika að vinna tvöfalt í ár. Rétt áður en leikurinn byrjaði köstuðu leikmenn Breiöabliks ógrynni af súkkulaði- stykkjum til áhorfenda og svo virtist sem Andri Marteinsson, varnarmaður Breiða- bliks, væri enn með hugann við súkkulaöið þegar leikurinn hófst því strax eftir tuttugu sekúndur misreiknaði hann boltann illilega og missti hann inn fyrir sig þar sem Krist- inn Tómasson þakkaði gott boð, óð upp að marki Blika en Atli Knútsson bjargaöi frá- bærlega með úthlaupi. Fylkismenn voru miklu sterkari en Blik- ar fyrstu mínútur leiksins. Þeir voru einum manni fleiri á miðsvæðinu og höfðu yfir- burði þar. Það virtist ekki koma að sök þó einn þeirra besti leikmaður, Gylfi Einars- son, væri ekki í byrjunarliðinu í þessum leik en hann hefur verið veikur að undan- fómu. Kristinn Tómasson var mjög ógnandi í framlínu Fylkismanna í byrjun og á 10. mín- útu átti hann gott skot frá vitateig sem Atli varði vel. Frábær markvarsla Kjartans Eins og áður sagði voru Blikar mjög dapr- ir í byrjun leiks og það var ekki fyrr en um miöjan háifleikinn sem eitthvað líf færðist í leik þeirra. Á 26. mínútu braut Þórhallur Dan Jóhannsson á Bjarka Péturssyni rétt fyrir utan vítateig. Kjartan Einarsson tók aukaspyrnuna en nafni hans Sturluson varði frábært skot hans efst í markhorn Fylkismarksins á glæsilegan hátt. Undir lok fyrri hálfleiks átti síðan Bandaríkjamaður- inn Robert Russell, sem lék sinn síðasta leik fyrir Breiðablik á þessu tímabili á laugar- daginn, fallega sendingu inn fyrir vöm Fylk- ismanna þar sem Ásmundur Arnarsson var einn en skot hans fór framhjá. Staðan í hálf- leik var því 0-0 en þrátt fyrir markaleysið skemmtu hinir 790 áhorfendur, sem lögðu leið sína á Kópavogsvöllinn, sér konunglega. Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af mikl- um krafti og á 47. mínútu átti Salih Heimir Porca frábæra sendingu á Bjarka Pétursson sem var aleinn í vítateig Fylkis en hann var of lengi að athafna sig og Ólafur Stígsson náði að bægja hættunni frá. Porca var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þeg- ar hann átti fallega sendingu á Ásmund Amarsson en Ásmundur missti boltann frá sér og ekkert varð úr færinu. Fylkismenn komust síðan meira inn í leikinn og á 52. mínútu átti Gylfi Einarsson, sem kom inn á sem varamaður fyrir Sverri Sverrisson und- ir lok fyrri hálfleiks, fallega sendingu fyrir mark Blika þar sem Kristinn Tómasson var í ákjósanlegu færi en hitti ekki boltann. Fjórum mínútum síðar átti Gunnar Þór Pét- ursson frábæra sendingu inn fyrir vöm Blika á Kristinn en skot hans fór yfir. Blik- ar fengu besta færi sitt í leiknum á 70. mín- útu. ívar Sigurjónsson átti sendingu inn fyr- ir vöm Fylkismanna þar sem Hreiðar Bjamason komst upp að endamörkum. Eftir darraðadans í teignum fékk Bjarki Péturs- son boltann einn og óvaldaður á markteig en Kjartan Sturluson bjargaði snilldarlega með fótunum. Einn í heiminum Það var svo á 76. mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Helgi Valur Daní- elsson lagði boltann á vinstri kant þar sem Gunnar Þór Pétursson kom á fleygiferð og gaf boltann fyrir. Þar stóð Kristinn Tómas- son einn í heiminum á markteig Blika, þakkaöi pent fyrir sig og skoraði með góð- um skalla framhjá varnarlausum Atla Knútssyni. Eftir þetta lögðu Blikar allt kapp á að jafna og breyttu meöal annars um leikaöferð til þess að setja meiri pressu á Fylkismenn. Sigurður Grétarsson, þjálfari Blika, setti vamarmanninn hávaxna, Þorstein Sveins- son, inn á í sóknina en allt kom fyrir ekki. Vamarmenn Fylkis áttu svör við öllum sóknaraðgerðum Breiðabliks og rétt áður en Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, flaut- aði leikinn af skoraði svo Gylfi Einarsson annað mark Fylkis og gerði endanlega út leikinn. Hann fékk boltann í vítateignum eftir klafs og sendi hann örugglega í netið. Blikar geta sjálfum sér um kennt. Þeir börðust vel og hefðu getað verið búnir að skora á undan Fylkismönnum ef þeir hefðu nýtt eitthvað af fjölmörgum fæmm sínum í leikum. Vörnin var óöragg og svo virtist sem Andri Marteinsson væri á fullum laun- um við að hleypa spennu í leikinn. Hann tefldi oft óþarflega djarft og nokkrum sinn- um hefði það getað endað illa ef ekki hefði komið til klaufaskapur Fylkismanna. Miðju- menn Blika náðu sér ekki á strik ef undan er skilinn Hreiðar Bjamason sem var best- ur Blika í leiknum ásamt Atla Knútssyni markverði. „Leikurinn þróaðist þannig að þeir sóttu meira en við bökkuðum og reyndum að beita skyndisóknum. Við fengum fleiri færi en þeir og hefðum átt aö geta verið komnir yfir. Síðan gleymum við okkur í markinu sem Kristinn skorar og eftir það var þetta erfitt. Það er svekkjandi að gefa sig alla í leikinn og uppskera ekki nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Atli Knútsson, sem átti góðan leik í marki Blika. Fylkismenn spiluðu ekki sérlega vel í þessum leik. Þeir gerðu þó það sem þurfti og þegar upp er staðið skiptir sigurinn öllu máli. Kjartan átti góðan leik i markinu, Sverrir Sverrisson var sterkur á miðjunni þann tíma sem hans naut við og frammi var Kristinn Tómasson mjög ógnandi og réðu vamarmenn Blika litið við hann. Þaö er ljóst að það er sigling á Fylkismönnum þessa dagana og verður spennandi að sjá hvað þeir gera næstkomandi sunnudag þegar þeir mæta KR-ingum í Frostaskjóli í leik sem kemur til með að hafa mikla þýðingu fyrir bæði lið. -ÓHÞ Hrafnkell Helgason heilsar hér upp á þá Gunnar Þór Pétursson og Gylfa Einars- son í tilefni af markinu sem sá síðastnefndi skoraði eftir að hafa komið inn á sem varamaöur en Gylfi hefur legið í veikindum að undan- förnu. DV-mynd E.ÓI. Leik Grindavíkur og ÍA lauk ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni: Ólafur Þór hetja ÍA - í vítaspyrnukeppni í Grindavík Ólafur Þór Gunnarsson markvörður var hetja Skagamanna með því að verja tvær vítaspymur í leik ÍA og Grindavíkur í 8 liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppninnar í Grindavík í gærdag. Jafnt var 1-1 eftir framlengingu og þurfti því að grípa til vítaspymukeppni. Kollegi Ólafs í Grindavíkurmarkinu, Albert Sævarsson, skoraði úr fyrstu spyrnunni fyrir Grindavík en Sigurður Jónsson svaraði fyrir Skagamenn. Óli Stefán Flóventsson kom Grindavík í 2-1 en Jóhannes Harðarson jafnaði jafnharðan. Þá var komið að Ólafi sem varði spyrnu Zoran Djuric og Alexander Högnason skoraði, 2-3. Scott Ramsey skaut síðan en Ólafur sá einnig við honum og Une Arge tryggði síðan ÍA sæti í 4 liða úrslitum með síðustu spymunni, 2-4 fyrir ÍA. „Þetta hafðist í lokin. Það var frábært að verja þarna í vítaspyrnukeppninni. Maður reynir að lesa út hvar boltinn kemur og svo er þetta kannski heppni. Ég veit að það eru góð lið með okkur í pottinum og vona bara að við fáum heimaleik," sagði Ólafur kampakátur í leikslok. Leikurinn var mikill baráttuleikur og Eyjólfur Ólafsson hafði í mörg horn að líta. Fyrri hálfleikur var frekar tíðindalítill. Skagamenn höfðu suðaustanvindinn heldur með sér og voru aðgangsharðari í sóknaraðgerðum sínum meðan Grindvíkingar léku meira til baka og voru ekki með mikla tilburði í sóknaraðgerðum sínum. Une Arge fékk upplagt færi til að skora fyrir Skagamenn á 17. mínútu en skaut framhjá. Þrátt fyrir að vera meira með boltann vom sóknaraðgerðir Skagamanna einhæfar og enduðu oftar en ekki með sendingu inn í vítateig þar sem Grindvíkingar voru fastir fyrir og áttu auðvelt með að hreinsa frá. Besta færi Grindvíkinga fékk Paul McShane hins vegar rétt fyrir hálfleikslok og segja má að það hafi verið besta færið í leiknum því Sverrir Þór Sverrisson sendi boltann fyrir frá vinstri en Paul skallaði framhjá aleinn fyrir framan mark Skagamanna af markteig. Á 57. mínútu komust heimamenn yfir. Róbert Sigurðsson sem átti góðan leik fékk boltann fyrir utan vítateig Skagamanna vinstra megin, lék til hægri á hvem Skagamanninn af öðrum, inn í vítateiginn þar sem hann skoraði undir Ólaf sem kom hlaupandi á móti honum. Skagamenn lögðu af stað í sókn og eftir nokkurn darraðadans í vítateig Grindvíkinga gerðist umdeilt atvik þegar Ray Jónsson sparkaði boltanum til Alberts markvarðar að því er virðist í nauðavörn. Albert tók hann með höndum við vítateigspunkt og Eyjólfur dómari dæmdi aukaspymu á hann eftir mótmæli Skagamanna. Þeir stilltu upp og Sigurður Jónsson skoraða með firnafóstu skoti úr spymunni. Þetta fór ákaflega illa í Grindvíkinga og sérstaklega þjálfara þeirra, Milan Stefán Jankovic, sem átti ýmislegt vantalað við Eyjólf og enduðu viðskipti þeirra þannig að Milan var rekinn af bekknum. Grindvíkingar hresstust heldur eftir markið og gerðu oft harða hríð að marki Skagamanna. Sigurður Jónsson var hins vegar sá sem stöðvaði flestar sóknarlotur þeirra og átti ákaflega góðan leik í vöminni. Þá greip Ólafur markvörður einnig vel inn i leikinn. Scott Ramsey sem byrjaði sem varamaður í leiknum kom inn á fyrir Sverri Þór á 56. mínútu hressti einnig upp á sóknarleik Grindvíkinga. Hann átti skot framhjá á 71. mínútu eftir góða sendingu frá Róberti og hann fékk einnig tækifæri til að vinna leikinn fyrir heimamenn undir lok venjulegs leiktíma þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Skagamanna og var einn á móti Ólafi í markinu sem lokaði vel og skotið var framhjá. Framlenging og enn fékk Scott tækifæri á 105. mínútu, einn á móti markverði, en var of seinn þannig að Reynir Leósson náði boltanum af honum. Leikurinn var allan tímann leikur mikilla snertinga án þess að vera beinlínis grófur og hvorki fleiri né færri en 52 aukaspymur vom dæmdar í honum, Eyjólfur lyfti gula spjaldinu 5 sinnum í leiknum og einu sinni því rauða þegar Kári Steinn Reynisson fékk sitt annað gula spjald i fyrri hluta framlengingar. Auk þess fékk Milan brottrekstur eins og fyrr segir. Segja má þó að Grindvíkingar geta engu um kennt nema sjálfum sér að hafa ekki nýtt tækifærin sem gáfust í leiknum. „Ég er ákaflega óhress með þessi úrslit. Við erum sjálfum okkur verstir með því að klára ekki þau færi sem við fengum í leiknum. Við vorum betri aöilinn í þessum leik, fengum dauðafæri í leiknum sem við nýttum ekki. Ég er náttúrulega óhress með aukaspyrnuna sem við fáum á okkur sem mér finnst gjörsamlega út í hött. Þarna var dæmd aukaspyma á sendingu á markvörö í nauövöm. Við eram mjög óhressir með þetta.“ sagði Helgi Bogason, aðstoðarþjálfari Grindvíkinga, eftir leikinn. t Sport Ótrúlegt - vogun vinnur, vogun tapar Lokamínútumar í leik Leifturs og Stjörnunnar í Landssímadeild karla í gærkvöldi hefðu getað verið úr vísindaskáldsögu. Hvort lið um sig skoraði mark eftir að venjulegur leiktími var úti og má segja að hár- in hafi verið farin að rísa á mönn- um i blálokin. Niðurstaðan 3-3 jafn- tefli botnliðanna í einstakri blíöu á Ólafsfjarðarvelli. Heimamenn fóru síður en svo vel á stað í leiknum og strax eftir þriggja minútna leik voru gestimir komnir yfir með góðu skallamarki Vladimirs Sandulovic eftir auka- spymu Veigars Páls Gunnarssonar. Eins og þetta hafi ekki verið nægi- lega blaut tuska fyrir Leiftursmenn en þá tók Rúnar Páll Sigmundsson sig til á 12. mínútu og kom gestun- um í 2-0. Má segja að þá hafi verið farið að fara um menn á vellinum, kannski enn eitt stórtapið á heima- velli í uppsiglingu. Leikmenn Leifturs voru þó ekki á þvi að gefa sig og átta mínútum síð- ar minnkaði Alexandre Santos muninn með fallegu skoti. Skömmu síðar fengu heimamenn síðan kjörið tækifæri til að jafna en Zoran Stoja- dinovic, markvörður Stjömunnar, varði boltann í stöng. Gestirnir náðu boltanum, brunuðu fram og Ragnar Ámason komst einn inn fyr- ir en skaut boltanum í hliðarnetið. Vægast sagt viðburðaríkur fyrri hálfleikur. Síðari hálfleikur var nánast al- görlega eign heimamanna. Þeir höfðu boltann innan sinna raða lengst af og skutu ógrynni skota að marki Stjömunnar en þeir blá- klæddu náðu að verjast, með Sandulovic sem sinn besta mann, allt þar til varamaðurinn Hörður Már Magnússon jafnaði metin eftir góða sendingu Johns Petersen. Á þessum tímapunkti snerist síð- an vindurinn í átt til jafnteflis en það var hvorugt liðið tilbúið að sætta sig við. Ekkert gerðist þó markvert þar til nokkuð var liöið fram yfir venjulegan leiktíma að Stjömumenn voru allt í einu komn- ir í gegn, nokkurt klafs varð í teign- um og að lokum kom Garðar Jó- hannsson boltanum yfir markklín- una. Þá fór nú að fara um heima- menn en þeir spýttu í lofana og ör- fáum sekúndum fyrir lokaflautið náði Örlygur Helgason að jafna leik- inn og kóróna alveg ótrúlegar lokamínútur. Fátt virðist nú geta komið í veg fyrir að bæði lið verði falldraugin- um að bráð en þó er of snemmt að fullyrða um það enn eða eins og Einar Einarsson, aðstoðarþjálfari Leifturs, sagði eftir leik: „Við gef- umst aldrei upp, ekki fyrr en við sjáum það [fallið] á prenti." Leiftur-Stjarnan 3-3 Hálfleikur: 1-2. Leikstaóur: Ólafsfjarðarvöllur. Áhorfendur: 250. Dómari: Gísli H. Jóhannesson (2). Gœði leiks: 4. Gul spjöld: Joensen, Páll, Hlynur J., Jens Martin (Leiftri), Veigar Páll, Ásgeir, Friðri, Ragnar (Stjörnunni). Skof 19-8. Horn: 8-4. Aukaspyrnur fengnar: 21-16. Rangstöður: 21-16. Mörkin: 0-1 Vladimir Sandulovic (3., með skalla úr teig eftir aukaspyrnu Veigars Páls), 0-2 Rúnar Páll Sigmundsson (12., úr teig eftir sendingu inn fyrir frá Veigari Páli.), 1-2 Alexandre Santos (20., klippti boltann frá vítateigspunkti eftir sendingu Rasmussens), 2-2 Hörður Már Magnússon (82., úr teig eftir sendingú Silva), 2-3 Garðar Jóhannsson (90. potaði boltanum yfir línuna eftir klafs í teignum) 3-3 örlygur Helgason (90., úr teig eftir sendingu Pedersens). Maður leiksins: Vladimir Sandulovic, Störnunni. Einkunnagjöf DV-sport Leiftur-Stiarnan 3-3 Leiftur (3-5-2) Jens Martin Knudsen, 2, Aibert Ara- son, 3, Jens Erik Rasmussen, 3 (71., Hörður Már Magnússon, 4), Ingi H. Heimisson, 3 (58., Alexandre Silva 3), Örlygur Þór Helgason, 3, Sámal Joen- sen, 3, Hlynur Birgisson, 2 (77., Þor- valdur Guðbjömsson -), John Peter- sen, 4, Páll Gislason, 4, Alexandre Santos, 4, Hlynur Jóhannson, 2. Stjarnan (3-5-2) Zoran Stojadinovic, 4, Rúnar PáU Sig- mundsson, 3 (66., Bernharður M. Guömundsson, 2), Vladimir Sandulovic, 4, Ásgeir G. Ásgeirsson, 3 (53., Boban Ristic, 3), Valdimar Krist- ófersson, 3 (83., Garöar Jóhannsson, -), Ragnar Árnason, 3, Friðrik Ómarsson, 2, Ólafur Gunnarsson, 3, Zoran Stocic, 3, Birgir Sigfússon, 3, Veigar Páll Gunnarsson, 4. Einkunnaskali DV-Sport 6 - Stórkostlegur, 5 - Mjög góður, 4 - Góður, 3 - í meðallagi, 2 - Slakur, 1 - mjög lélegur, - Takmörkuð þátttaka. # X i LANDSSÍHA ' -^DEILDIN '2:00-0 Fylkir 14 8 5 1 31-11 29 KR 13 7 ÍBV 14 6 Grindavík 14 5 ÍA 14 6 Keflavík 14 4 Breiðablik 14 5 Fram 14 4 3 3 19-12 24 5 3 23-13 23 6 3 17-12 21 3 5 14-12 21 5 5 14-21 17 1 8 21-23 16 3 7 16-23 15 Stjarnan 14 3 3 8 12-23 12 Leiftur 13 1 6 6 16-33 9 Ncestu leikir í deildinni fara fram þann 20. ágúst þegar 15. umferð hefst meö fjórum leikjum. ÍBV komst í undanúrslit bikarsins eftir sigur á Val: - Hásteinsvöllur reynist enn ókleif hindrun fyrir gesti Valsmenn, sem í dag eru í 2. sæti 1. deildarinnar, mættu ákveðnir til leiks í Vestmannaeyj- um þegar þeir mættu ÍBV í 8 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Strax frá fyrstu mínútu léku þeir af miklum krafti og virtust koma heimamönnum í opna skjöldu. Gestimir uppskáru sam- kvæmt því og skoruðu strax á 7. mínútu þegar Matthías Guðmunds- son komst einn inn fyrir vöm Eyjamanna og skoraði örugglega framhjá Birki Kristinssyni í marki ÍBV. Valsmenn héldu uppteknum hætti en þegar kom fram í miðjan fyrri hálfleik hresstust Eyjamenn og komust meira inn í leikinn. En harður dómur Egils Más Markús- sonar á 32. minútu varð vendi- punktur í leiknum. Þá rak hann Frikret Alomareic, einn sterkasta mann Vals, út af eftir brot á Inga Sigurðssyni. Eyjamenn voru fljótir að nýta sér liðsmuninn þegar Steingrímur Jóhannessyni tókst að skora fram- hjá Hjörvari Hafliðasyni. Þrátt fyr- ir góða baráttu áttu gestirnir aldrei von úr þessu því heima- menn tóku öll völd á vellinum og áður en yfir lauk höfðu þeir náð að koma boltanum þrisvar í viðbót í mark Vals. Þar með var 35. leikur ÍBV á Hásteinsvelli án taps orðinn að veruleika og Eyjamenn komnir í undanúrslit bikarsins. Annað mark ÍBV skoraði Mileta á 73. mínútu, beint úr aukaspyrnu á 25 metra færi, þriðja markið skoraði Steingrímur og Baldur Bragason það fjórða á 90. mínútu. „Þetta var erfitt hjá okkur eftir að maðurinn var rekinn út af,“ sagði Kristinn Lárusson, fyrirliöi Vals, eftir leikinn og var hann langt í frá sáttur við dómarann. „Það er bara eitt orð yfir suma dómarana, þeir eru asnar og taki þeir það til sín sem eiga. Ég er ekki að kenna dómara leiksins um að við töpuðum heldur er hann alltof mikil gunga. Það þarf að segja dómurunum einhvern tíma til syndanna því þeir bera alltof mikla virðingu fyrir liðum í efstu deild- inni. Það voru allt of mörg vafaat- riði í stöðunni 0-1 og 1-1 sem voru okkur í óhag. Það er kominn tími til að dómararnir fái sína lexíu.“ En þiö voru greinilega komnir til aö vinna? „Á meðan við vorum 11 vorum viö betra liðið og getum unnið hvaða lið sem er í efstu deildinni," sagði Kristinn. Steingrímur Jóhannesson hefur verið á skotskónum undanfarið og var hann að vonum ánægður með úrslitin og sinn þátt í leiknum. „Þetta var baráttuleikur og dómar- inn missti fljótt tökin á honum en kom sér svo inn í hann aftur,“ sagði Steingrímur. Valsmenn sýndu í leiknum að þeir vom til alls vísir. „í bikamum gefur ekkert lið eftir þvi menn fá ekki annað tækifæri og Valsmenn eiga heiður skilinn fyrir baráttu. Það er ekkert gefið í svona leikjum en heimavöllurinn er sterkur og hann brást okkur ekki núna. Ég á enga sérstaka ósk um andstæðinga í undanúrslitunum en þaö væri plús að fá heimaleik. Heimavöllur- inn heföi reynst okkur vel.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.