Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 10
26 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2000 Sport Matthías Kolbeinsson, 14 ára, frá Þorlákshöfn. Mjög gaman „Þetta er búið að vera mjög gaman. Héma höfum við verið að æfa og það var meira að segja sett upp mót fyrir okkur. Krakkamir eru fínir héma og gaman að kynnast nýju fólki. Ég átti líka kost á því að vera á Akureyri um helgina en sé ekki eftir því að hafa tekið knattspyrnuskólann hér fram yflr,“ sagði Matthías. Rakel Pétursdóttir, 13 ára, frá Selfossi. Lærir nýja hluti „Það er gaman að læra eitthvað nýtt og náttúrlega að spila fótbolta. Keppnin var skemmtileg og svo kynnist maður fullt af krökkum. Þaö er mjög skemmtilegur félags- skapur héma og nóg að gera. Það eru líka héma í skólanum nokkrar vinkonur mínar frá Selfossi,“ sagði Rakel Pétursdóttir. Það ríkti mikil keppni á meðai strákanna í 4. flokki og leikgleðin skein úr andliti hvers einasta drengs. Knattspyrnuskóli íslands á Sauðárkróki: - frá morgni til kvölds Nú hafa böm og unglingar á aldr- inum 13-16 ára þann valkost um verslunarmannahelgina að taka þátt í Knattspyrnuskóla íslands sem haldinn var á Sauðárkróki nú í ann- að sinn. Það er knattspymudeild Tindastóls sem stendur fyrir skólan- um og hefur starfsemi hans verið skipulögð í samráði við fræðslu- nefnd KSÍ. Að þessu sinni sóttu skólann um níutíu ungmenni og settu þau skemmtilegan svip á bæj- arlifið á Króknum um þessa mestu ferðamannahelgi ársins. Mjög stíf dagskrá er skólatímann sem stendur frá miðdegi á fimmtu- degi til sama tíma á mánudag. Það má segja að unglingarnir séu að frá því þeir borða morgunmatinn klukkan átta á morgnana til hálftíu á kvöldin og að auki er diskótek eitt kvöld, pitsukvöld og fleira um að vera. Gæsla að nóttunni var örugg þannig að foreldramir þurftu ekk- ert að óttast um sinn ungling og þeir voru síðan að mæta seinasta daginn til að fylgjast með áður en haldið var heim. Markviss kennsla Bjami Stefán Konráðsson, sem nýlega var ráðinn til að sinna ung- lingastarfinu hjá KR, var skólastjóri Knattspymuskólans að þessu sinni en hann var meðal leiðbeinenda í fyrra. Bjami sagði í samtali við DV að i skólanum færi fram markviss þjálf- un í knattspymu, bæði verkleg og bókleg fræðsla, auk þess sem lögð væri mikil áhersla á uppeldislega þáttinn, varnir gegn vímuefnum og góða hegðun. Bjami sagði sitt mat að skólinn væri vel skipaður leiöbeinendum en þeir komu flestir úr Skagafirði og nágrenni. „Við vorum búnir að setja upp fasta áætlun hálfum mán- uði áður og á hverjum degi voru síð- an fundir með leiðbeinendum klukkutíma áður en æflngar hófust, en æft var tvisvar á dag. Ég held að þetta hafi tekist mjög vel og krakk- amir hafl verið bæði sjálfum sér og öðram til mikils sóma,“ segir Bjami Stefán Konráðsson, skólastjóri Knattspymuskóla íslands. Örvar R. Hlíðdal frá Hvolsvelli, Brynjólfur Hjörleifsson Þorlákshöfn, Sigþór Árnason Hvolsvelli og faðir hans, Árni Þorgilsson. Árni Þorgilsson: Góður grunnur - til framtíðar fyrir þessa stráka Eitt foreldri hefur ekki látið sig vanta á svæðið og verið ómetanleg hjálparhella við skólann. Það er 4» Ámi Þorgilsson frá Hvolsvelli. Hann kom með son sinn i skólann í fyrra og sagði að ekki hefði annað komið til greina hjá honum en mæta núna einnig og með honum komu að auki tveir félagar. „Ég er sannfærður um að i skól- anum fá krakkamir nauðsynlegan grunn sem á eftir að reynast þeim vel í framtíómni. Ég væri ekki hissa þó héma réðist það að krakkamir héldu tryggð við íþróttina og héldu áfram ástundun og það er náttúr- lega það allra mikilvægasta ef tekst að halda krökkunum í íþróttunum sem lengst. Mér fannst þetta djörf ákvörðun i fyrra þegar skólinn var settur á og haldinn um þessa helgi, en ég held að það hafl verið hárrétt ákvörðun. Ég sé heldur ekki betur en hér sé mjög vel staðið að málum, allt skipulag til fyrirmyndar og mjög hæflr leiðbeinendur," sagði Ámi Þorgilsson. Sandra Rut Skúladóttir, 15 ára, frá Seyöisfiröi. Kynnist mörgum krökkum „Þetta er búið að vera rosalega gaman, bæði á æfingunum og fyrir- lestrunum. Mér flnnst ég hafa lært ýmislegt nýtt hérna og kannski þetta verði til þess að maður leggi fótboltann fyrir sig i framtíðinni. Það er líka mjög skemmtilegt við íþróttina að maður kynnist svo mörgum krökkum, eins og héma til dæmis. Það hefur verið mikið að gera og diskótekið var mjög skemmtilegt," sagði Sandra Rún Skúladóttir frá Seyðisflrði. Texti og myndir: Þórhallur Ásmundsson Þaö var gott aö geta slakaö á milli erfiðra æfinga. Bland í polca Júgóslavneski framherjinn Savo Milosevic, sem keyptur var til Parma frá Real Zaragoza til þess að fylla skarð Argentínu- mannsins Hemans Crespos, sem fór til Lazio, segir að það verði erfitt að fá stuðningsmenn Parma til þess að gleyma Crespo. „Það eina sem ég get gert er að lofa því að ég muni gera mitt besta til að koma Parma meðal bestu félagsliða á Ítalíu," sagði Milosevic. Milosevic var frábær í nýafstaðinni Evrópukeppni þar sem hann skoraði fimm mörk í fjórum leikjum fyrir Júgóslavíu. A rsene Wenger, knatt- spyrnustjóri Arsenal, vill að Dennis Bergkamp verði í her- búðum félagins þar til að hann leggur knattspymuskóna á hill- una. Wenger sagðist ætla að setj- ast niður með Bergkamp í næstu viku til þess að ræða nýjan samning. Umboðsmaður hans, Hollendingurinn Rob Jansen, sagðist búast við þvi að Berg- kamp myndi skrifa undir nýjan þriggja eða fjögurra ára samning við Arsenal. Markvörður enska 1. deildar liðsins Sheffleld Wednesday, Kevin Pressman, komst í hann krappan í gær. Hann var rekinn út af eftir aðeins þrettán sekúnd- ur í leik liðsins gegn Wolves i gær og setti þar með vafasamt met þvf aldrei áður hefur mark- vörður verið rekinn af velli eftir jafnskamman tíma. Sheffield Wednesday náði þó með hetju- legri baráttu jafhtefli, 1-1. Forráöamenn Leeds hafa boðið knattspymustjóra sínum, íranum David O'Leary, nýjan sex ára samning sem færir hon- um rúman milljarð í laun. Þeir eru yfir sig ánægðir með störf hans síðan hann tók við liðinu á miðju tímabUi fyrir rúmum tveimur árum og ætla sér að tryggja sér þjónustu hans á næstu árum. Spænski varnarmaöurinn Albert Ferrer, sem leikur með Chelsea, er líklega á leið til Spánar á ný eftir þriggja ára dvöl í Englandi. Ástæðan fyrir þvi að hann langar heim er að hann telur sæti sínu í byrjunar- liði Chelsea ógnað með komu ítalans Christians Panuccis tU liðsins. Barcelona gekk um helgina frá kaupum á spænska landsliðs- framherjanum Alfonso Perez frá Real Betis. Forráðamenn Barcelona hafa lengi reynt að kaupa Alfonso og virðist nú loks hafa orðið ágengt á þeim efnum. Reiknað er með að Alfonso, sem er 27 ára gamaU, skrifl undir fjögurra ára samning í dag. Stoke City gerði markalaust jafntefli gegn Wycombe Wander- ers á heimaveUi á laugardaginn þegar fyrsta umferðin í ensku 2. deUdinni fór fram. Brynjar Gunnarsson, Stefán Þóröarson og Bjarni Guöjónsson voru aU- ir í byrjunarliði Stoke í leiknum. Þessi úrslit eru mikil vonbrigði fyrir Guðjón Þórðarson og lærisveina hans. -ÓHÞ Sérfraeðingar í fluguveiði Nælum stangír, splæsum línur og setjum upp. Sportvörugerðin lif ., Mavalilíð 4 1. S. 562 8383.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.