Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2000 27 Sport Flugur Laxveiðin: Sjaldan eins fáar veiðisögur Veiðileyfi hafa verið auglýst út og suöur í allt sumar, ýmist vegna þess að veiðimenn komast ekki eða hreinlega nenna ekki. Fyrir nokkrum dögum voru aug- lýst veiðileyfi i Laxá í Aðaldal þar sem veiðin hefur ekki verið góð í sumar. Einhverjir spurðust fyrir um veiðileyfið en erfiðlega gekk að selja það. Laxá hefur jú ekki gefið nema 600 laxa. Við heyrðum að einhver hefði hringt og spurt hvort veiðileyfið væri frítt, verðið gat nú alla vega ekki verið hátt. Skotveiðimenn hafa nokkrar áhyggjur af því að fyrir nokkrum dögum var verið að selja upptökur á gæsahljóðum til veiðimanna. Þetta er víst algjör- lega ólöglegt og sá sem ætlaði að selja þetta lætur væntanlega af þessari iðju fljótlega. Gæsaflaut- ur eru þær einu sem má nota við veiðiskapinn. Maðkahollin eru að byrja Góö bleikjuveiði er skemmtilegur veiöiskapur og hann Jóhann Sig- uröarsson hefur veitt þær nokkrar og þá mest í Höröudaisá í Dölum. DV-mynd G. Bender Þetta veiðisumar verður ekki lengi í minnum haft fyrir mikia veiði, alla vega ekki i laxinum, sil- ungurinn hefur reyndar verið góöur og hann hefur bjargað miklu. Við getum ekki stillt okkur um að segja veiðisöguna af erlenda veiði- manninum sem fór í góðu laxveiði- ána og veiddi lengi en fékk lítið sem ekkert. Nú voru góð ráð dýr, vinur- inn kominn alla leið frá Bandaríkj- unum og hann átti að veiða eitt- hvað. En hvar átti hann að veiða, fiskurinn var ekki til. Leiðsögumaðurinn hugsaði sig lengi um og fann fátt til að bjarga veiðitúrnum. Og þó, rétt fyrir ofan Bleikjuveiöin: Gengur vel norðan heiða „Það er allt uppselt hjá okkur í Fnjóská á silungasvæðið og ekkert laust strax. Veiðin hefur verið ágæt og það eru líka komnir þrír laxar,“ sögðu þau í sumarhúsabyggðinni á Illugastöðum í Fnjóskadal en þar eru seld leyfi í silungsveiði í Fnjóská sem hafa gefið vel í sumar. „Veiðimenn hafa verið að fá góða veiði héma á svæðum tvö og þrjú, mest i Fnjóská, og bleikjan er væn. Á laxasvæðinu í Fnjóská eru komir um 100 laxar og sá stærsti í sumar, 22 punda lax, veiddist í ánni. En það eru margar vikur síðan. Eitthvað hefur sést af laxi í ánni. í Eyjafjarðará hefur veiðin verið góð og þar er ekki hægt að fá veiðileyfi fyrr en í september. Það er Sjóbúðin sem selur veiðileyfi í hana. Veiðimenn hafa verið að gera góða túra í ána og veiðimenn sem við hittum fyrir innan Hrafnagil voru búnir að veiða nokkrar bleikjur. veiðiána, uppi á fjalli nokkm, var vatn og þar höfðu veiðimenn verið að gera góða túra í silung síðustu daga. Þeir höfðu reyndar mokveitt en allt var þetta silungur og sá er- lendi átti að veiða lax. Leiðsögumaðurinn gaf sig á tal við útlendinginn og fór að kanna hug hans en þaö eina sem hann fékk upp úr honum var að hann vildi veiða lax og bara lax. Tíminn leið og laxinn lét á sér standa og sið- asti dagurinn rann upp. Einhvem veginn fékk hann útlendinginn til fara með sér upp aö fjallavatninu að veiða. Og viti menn, það var fjög- urra og fimm punda fallegur urriði á í hverju kasti og þeir tóku ekki minna í en laxinn. Það vissi sá er- lendi af reynslu síðustu ára, þó ekki hafi hann lent í laxinum núna. Og nú var að koma honum niöur í veiðihús aftur og það var nú eng- inn hægðarleikur, vinurinn vOdi bara vera þarna. Hann vildi fá að vita hver seldi veiðileyfi þarna, hann ætlaði aftur næsta sumar í vatnið. Ekki var minnst meira á laxveiðiána frægu sem rann aðeins neðar í dalnum, eins og hún væri ekki til. Já, tímamir breytast og er- lendu veiðimennimir meö. Veiddu sjö laxa en bara fjór- ar bleikjur Við verðum að láta fljóta með sög- una af fjölskyldunni sem fór til veiöa í bleikjuánna með laxavonina. Veiðiferðin var fin og það veiddust fjórar bleikjur en sjö laxar, neðst í ánni hittu þau á laxagöngu og tóku flestir í henni hjá þeim. Þetta voru laxar frá fjórum upp í sjö pund. En bleikjuveiðin var róleg og reyndar mjög lítil. Áriö áður veiddust 100 bleikjur en enginn lax. Svona getur þetta snúist við þegar maður á kannski ekki von á neinu og alla vega ekki laxi. -G.Bender Litlaá í Kelduhverfi: 12 punda urriði - og einn eða tveir laxar „Veiðin hefur verið upp og ofan hjá okkur síðustu daga, sumir veiða vel, aörir minna en þetta er bara svona í veið- inni,“ sagði Margrét Þórar- insdóttir á Laufási er við spurðum um Litluá í Keldu- hverfi og leituðum frétta af veiðiskapnum. „Stærsti fiskurinn er 12 punda urriði en þaö hafa veiöst einn eða tveir laxar, veiðimenn eru að reyna og það er alltaf að veiðast eitt- hvað,“ sagði Margrét enn- fremur. Á urriðasvæðinu i Þing- eyjarsýslu hefur verið ágæt veiði og veiðimaður sem var þar fyrir skömmu veiddi 20 silunga. Annar veiðimaður var niðri á dal og hann fékk nokkra væna. Þaö er betra aö hafa góða skapiö meö og einn og einn fiskur skemmir ekki. _________________________DV-mynd G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.