Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 14
30 MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 2000 ^9) ÞÝSKALAND Bayern M.-Hertha Berlin .... 4-1 Mehmet Scholl, (9., víti), Carsten Jancker (65.), Alexander Zickler (80.), Hasan Salihamidzic (88.) - Ali Daei (89.). Kaiserslautem-Bochum.........0-1 Delron Buckley (62.). Bayer Leverk.-Wolfsburg .... 2-0 Ulf Kirsten 2 (14., 24., viti) Freiburg - Stuttgart.........4-0 Bjoern Dreyer (3.), Andreas Zeyer (28.), Zoubaier Baya (48.), Regis Dom (80.). Werder B. - Energie Cottbus . 3-1 Paul Stalteri (34.), Marco Bode (45.), Claudio Pizarro (75.) - Vasile Miriuta (16.). Hamb. SV - 1860 Miinchen . . . 2-2 Marcel Ketelaer (34.), Roy Praeger (45.) - Paul Agostino (6.), Martin Max (7.). B. Dortmund - H. Rostock . . . 1-0 Heiko Herrlich (61.). E. Frankfurt - Unterhaching . 3-0 Torsten Kracht (29.), Sasa Ciric (49.), Horst Heldt, víti (78.). Schalke-Köln..............2-1 Ebbe Sand (12.), Emile Mpenza (37.) - Tomasz Hajto, sjálfsmark (88.). [~f9) ENGLAND 1. deild Barnsley - Norwich...........1-0 Blackbum - Crystal Palace .... 2-0 Bolton - Burnley.............1-1 Fulham - Crewe...............2-0 Gillingham - Stockport ......1-3 Grimsby - Preston............1-2 Huddersfíeld - Watford ......1-2 Nottingham Forest - West Brom 1-0 QPR - Birmingham.............0-0 Sheffield United - Portsmouth . . 2-0 Wimbledon - Tranmare.........0-0 Wolves - Sheffield Wednesday . . .1-1 g9) FRAKKLAND Strasbourg - Monako.......1-3 Corentin Martins (90.) - Shabani Nonda (5.), Marco Simone (13.), Dado Prso (77.). Auxerre - Bastia .........1-0 Alexander Comisetti (23.). Bordeaux - Troyes.........2-2 Christophe Dugarry (33.), Kodjo Af- anaou (72.) - Fabio Celestini (19.), Nicolas Gousse (57.). Guingamp - Nantes.........0-1 - Oliver Monterrubio (45.). Lille - Rennes............1-0 Pascal Cygan (58.). Lyon - Metz ..............0-0 Toulouse - St. Etienne ...1-1 Victor Bonilla (39.) - Alexander Panov (6.) Paris St. Germain - Sedan .. .2-1 Laurent Robert (13.), Christian (46.) - Oliver Quint, viti (37.). MarseiUe - Lens ..........0-0 £.i) NOREGUR Haugesund - Rosenborg.......1-3 Knut Ystaas (47.) - Frode Johnsen (1.), Jan Derek Sörensen (62.), Fredrik Winsnes, víti (74.). Brann - Bodo/Glimt ..........0-2 - Tommy Bergersen (20.), Bengt Sætemess (75.). LUlestrom - Tromso......... 6-0 Arild Sundgot (17., 37., 45.), Rúnar Kristinsson (49., 78.), Torgeir Bjar- mann (30.). Molde - Start................3-3 Magne Hoseth, víti (16.), Karl Oskar Fjörtoft (81.), Bemt Hulsker (83.) - St- ian Ohr (14., 51.), Kristian Sorli (55.). Moss - Bryne.................5-0 1-0 Dagfinn Enerly (12., 63.), Christi- an Petersen (28.), KjeO Olofsson (74.), Joakim Hermansen (89.). Stabæk - Válerenga...........4-0 1-0 Christian Michelsen (3., 33.), Christian Holter, viti (14.), Thomas Finstad (35.). Viking - Odd Grenland ......2-1 Morten Berre (29.), Erik Nevland (59.) - Erik Bo Andersen (10.). Markaskorarar Chelsea, Jimmy Floyd Hassel- baink og Mario Melchiot, skarta hér skildinum góöa í leikslok. Reuters Enska úrvalsdeildar lióiö Sunderland er með flestar knattspymubullur allra liða á Englandi ef marka má tölur frá bresku lögreglunni. 223 stuðn- ingsmanna Sunderland voru handteknir á síðasta keppnis- tímabili. í næstu sætum á eftir koma Chelsea með 168 hand- tekna áhorfendur og Manchester City með 165. Þau lið sem eiga prúðustu stuðningsmennina eru Wycombe Wanderers og Macclesfield Town, enginn stuðningsmaður þessara liða var handtekinn á síðasta keppnis- tímabili. Steve McManaman er eftir- sóttur þrátt fyrir að nærveru hans sé ekki óskað hjá núver- andi félagi hans, Real Madrid. Forráðamenn Real Madrid hafa gefið út þá yfirlýsingu að McManaman sé falur fyrir um 1,3 milljarða króna og vitað er að ítölsku félögin ACMilan, Lazio og Roma hafa mikinn áhuga á því að fá McManaman í sínar raðir. Þetta myndi einnig koma sér vel fyrir Real Madrid sem fékk hann ókeypis fyrir ári en er skuldum vafið og veitir ekki af að grynnka aðeins á skuldunum. Skoska stórliðið Rangers hefur boðið spænska félaginu Celta Vigo 1,5 milljarða króna fyrir suðurafríska sóknarmann- inn Benny McCarthy. Forráða- menn Celta Vigo höfnuðu tilboði frá Aston Villa í síðustu viku en það var töluvert lægra og því spurning hvað þeir gera nú. Gianluca Vialli, knatt- spymustjóri Chelsea, hefur mik- inn áhuga á að tryggja sér hol- lenska landsliðsmanninn Bou- dewijn Zenden frá Barcelona fyr- ir tæpan milljarð króna. Zenden var genginn til liðs við Lazio á ftaliu en siðan kom babb í bát- inn og salan gekk til baka. Vitað er að George Graham, knatt- spymustjóri Tottenham, er mik- iíl aðdáandi Zenden en hann á ekki möguleika á að kaupa hann vegna launaþaks sem ríkir á White Hart Lane. Hermann Hreiðarsson spil- aði allan leikinn þegar lið hans, Wimbledon, gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Tran- mare í ensku 1. deildinni. Bjarki Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Preston sem vann góðan útisigur á Grimsby, 2-1. Heiðar Helguson á við meiðsli að stríða og lék ekki með Watford um helgina. Árni GauturArason var ekki í markinu hjá Rosenborg á laug- ardaginn. Ámi meiddist á æf- ingu á föstudaginn og óvíst hvenær hann verður klár í slaginn á ný. -ÓHÞ Chelsea bar sigurorö af Manchester United í leiknum um góðgerðarskjöldinn sem fram fór á Wembley í gær. Leikmenn Chelsea vom mun betri í leiknum og unnu verðskuldaðan sigur, 2-0. Hollenski framherjinn Jimmy Floyd Hassel- baink, sem keyptur var frá Atletico Madrid fyrir 1,7 milljarða króna ekki alls fyrir löngu, skoraði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu með fostu skoti, sem hafði viðkomu í Jaap Stam áður en það endaði í markinu bak við Fabien Barthez. Fyrirliði Manchester United, Roy Keane, var með eindæmum geðvond- ur í leiknum og það kom ekki á óvart þegar hann var rekinn af leikvelli á 62. mínútu eftir að hafa tæklað Gustavo Poyet gróflega aftan frá. Hollenski vamarmaðurinn Mario Melchiot, sem átti frábæran leik í vöm Chelsea, gulltryggði síðan sig- ur Lundúnaliðsins sautján mínút- um fyrir leikslok þegar hann fékk að vaða óáreittur upp að vítateig ensku meistaranna og skjóta góðu skoti neðst í markhomið. Stuttu seinna kom svo Eiður Smári Guðjohnsen inn á fyrir Gianfranco Zola en hann komst aldrei í takt við leikinn þær fáu mínútur sem hann spilaði. Þessi leikur fer í sögubækumar fyrir þær sakir að hann er síðasti leikurinn sem spilaður verður á hinum fomfræga leikvangi Wembley áður en hann verður rif- inn nú í haust. -ÓHÞ - hjá Chelsea fyrir átök vetrarins Bland i poka Ulf Kirsten var á skotskónum um helgina og skoraöi tvö mörk fyrir liö sitt, Bayern Leverkusen. Reuters Þýska knattspyrnan hófst um helgina: Bæjarar í banastuði - lögöu Herthu Berlin örugglega Bayem Munchen hóf titilvöm sína í þýsku knattspymunni með miklum glæsibrag þegar liðið bar sigurorð af Herthu Berlin, 4-1, á ólympíuleikvanginum 1 Múnchen um helgina. Bæjarar fóm á kostum í leiknum þrátt fyrir að vera án sex lykilmanna og áttu leikmenn Hert- hu aldrei möguleika. Mehmet Scholl, Carsten Jancker, Alexander Zickler og Hasan Salihamidzic skomðu mörk þýsku meistaranna en íraninn AIi Daei minnkaði mun- inn fyrir Herthu Berlin. Bayer Leverkusen, sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, kom einnig sterkt til leiks. Liðið sigraði Wolfsburg á heimavelli, 2-0, og skoraði marka- hrókurinn Ulf Kirsten bæði mörkin fyrir Leverkusen. Energie Cottbus, sem er að spila í fyrsta sinn í þýsku 1. deildinni, setti nýtt met um helgina þegar það mætti til leiks gegn Werder Bremen með níu útlendinga í byrj- unarliðinu. Þessi stefna liðsins gekk þó ekki upp því Werder Bremen sigraði örugglega, 3-1. Kaiserslautem tapaði óvænt fyr- ir Bochum á heimavelli, 1-0, og skoraði Delron Buckley sigurmark Bochum. -ÓHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.