Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2000, Blaðsíða 16
Björgvin varði titilinn Björgvin Sigurbergsson, GK, varði titilinn sinn en hann vann hann einnig í fyrra. Björgvin spil- aði mótið af skynsemi og ákveðni og átti svo sannarlega skilið sigur. „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægð- ur með árangurinn. Ég er búinn að spila mjög vel þessa daga. Þetta var mjög erfitt í dag, vindur og annað en ég hélt haus og það var fyrir mestu. Ég mun að sjálfsögðu mæta á næsta ári og verða með þeim bestu.“ Frekar dapurt Ólöf María Jónsdóttir, GK, varð íslandmeistari í fyrra og lenti núna í þriðja sæti eftir að vera einu höggi á eftir Katrínu Dögg Hilmarsdóttir. Þaö gekk ekki nógu vel? „Nei, það gekk allt á afturfótun- um og var alveg sama hvað það var. Ég var þokkalega ánægð með fyrsta daginn, ég var með nokkur þrípútt, var á 75 höggum sem var svona þokkalegt. Ég var ánægð með byrjunina. En eftir það gekk ekki nógu vel. Ég var aö vísu ekkert að slá illa, dagurinn gekk bara ekkert upp.“ Hvernig gekk í dag [sunnudag]? „Þetta var alveg sorglegur dagur. Frekar dapurt." Veit ekki hvað klikkaði Ottó Sigurðsson, GKG, byrjaði landsmótið mjög vel og jafnaði vall- armetið á Jaðarsvelli og fór á 67 höggum. Ottó náði ekki að endur- taka leik fimmtudagsins og endaði í 7. sæti á 291 höggi. Gekk ekkert eftir fyrsta daginn? „Nei, það gekk ekki vel en svona er golfið." Ertu sáttur meó árangurinn? „Ég er að slá mjög vel og allt það. Ég veit í raun og veru ekki hvað klikkaði. Ég tók ekki skynsamlegar ákvarðanir og því fór sem fór. Að- stæður eru búnar að vera frábærar og mótið hreint frábært. Ég mun svo taka þetta bara á næsta ári“ Búið að vera frábært Heimamaðurinn Ingvar Karl Her- mannsson, sem er nýkrýndur ung- lingameistari í golfí, var að taka þátt í sinu fyrsta landsmóti. Ingvar kom virkilega á óvart í mótinu og lenti í öðru sæti. „Þetta er búið að vera frábært. Ég er mjög sáttur viö mitt. Ég er búinn að spila þennan völl oft og mörgum sinnum og þekki hvern krók og kima. Ég vona svo að ég haldi áfram á þessari braut. Ég mun æfa vel og gera mitt besta." -JJ Ottó Sigurðsson, GKG, slær upp- hafshögg á einni brautinni hér til hliðar en að ofan eru tvær myndir af íslandsmeistaranum í meistara- flokki karla, Björgvini Sigurbergs- son, GK. DV-myndir Anton Brink t Tjaldaútsala í Tjaldalandi við umferðarmiðstöðina 20-60% Póstsendum samdægurs. *Afsláttur miðast við staðgreiðslu. Eitt landsins mesta úrval af tjöldum! Einstakt tækifæri til að eignast draumatjaldið á ótrúlega lágu verði. Útsalan stendur frá 14.-26. ágúst UTILIF Glæsibæ og Vatnsmýrarvegi • Sími 545 1500 • www.utilif.is Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 10 -18.00. Laugard. kl. 10.00 -16.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.