Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 1
17 Miövikudagur 16, ágúst 2000 Island-Svíþjóð í kvöld kl. 18.45 í kvöld mætast lið íslendinga og Atli segir að þar sem leikurinn við Svía sé undirbúningsleikur fyr- ir forkeppni heimsmeistaramótsins vilji hann nýta tækifærið til að skoða leikmenn hetur, eins og Eið Smára sem hefur lítið leikið með landsliðinu að undanfórnu. Sömuleiðis kaus hann að byrja með Árna Gaut i markinu í þessum leik þvi að í undanfomum fjórmn leikjum hefur Birkir staðið í mark- inu í tvo og hálfan leik, Árni Gaut- ur hins vegar í einn og háifan. Annars er byrjunarliðið skipað á þennan hátt: Svia á Laugardalsvellinum, en viðureignin er liður í Norðurlanda- mótinu í knattspyrnu. Atli Eð- valdsson landsliðsþjálfari hélt blaðamannafund í gærkvöld þar sem hann tilkynnti byrjunarliðið og útskýrði áherslur í leik íslenska liðsins. Árni Gautur í markinu Byrjunarlið íslands er að mestu leyti eins og við mátti búast. Helstu breytingamar er val Áma Gauts Arasonar í markmannsstöðuna og Eiðs Smára Guðjohnsen í stöðu framherja við hlið Ríkharðs Daða- sonar. Helgi Sigurðsson var í þeirri stöðu í leiknum gegn Möltu og skoraði þrjú mörk i þeim leik. Markvörður: Árni Gautur Arason, Ros- enborg. Vörtu Hermann Hreiöarsson, Wimble- don, Eyjólfur Sverrisson, Hertha Berlin, Pétur Marteinsson, Stabæk, og Auðun Helgason, Viking. Miðvallarleikmenn: Tryggvi Guð- mundsson, Tromso, Rúnar Kristinsson, Lilleström, Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke, Þórður Guðjónsson, Las Palmas. Sáknarleikmenn: Rikharður Daðason, Viking, Eiður Smári Guðjohnsen, Chel- sea. Varamenn: Birkir Kristinsson, ÍBV, Arnar Þór Viðarsson, Lokeren, Amar Grétarsson, Lokeren, Helgi Kolviðsson, Ulm, Helgi Sigurðsson, Panathinaikos. Henrik Larsson á bekknum Lið Svía er vitaskuld fimasterkt og til að undirstrika það setja þeir sóknarmanninn skæða, Henrik Larsson, á bekkinn. Lið þeirra verður stillt upp i 4-3-3 og er skip- að eftirfarandi leikmönnum: Markvörður: Magnus Hedman, Coventry. Vamarmenn: Roland Nilsson, Helsing- borg, Teddy Lucic, AIK, Patrik Anders- son, Bayern Munchen, Olof Mellberg, Racing Santander. Miðvallarleikmenn: Daniel Anders- son, Bari, Johan Mjallby, Celtic, Magnus Svensson, Brondby. Sóknarleikmenn: Fredrik Ljunberg, Arsenal, Kennet Andersson, Fenerba- hge, Marcus Allbáck, Örgryte. Varamenn: Magnus Kihlstedt, Brann, Michael Svensson, Halmstad, Anders Svensson, Eifsborg, Henrik Larsson, Celtic, Hákan Mild, Gautaborg, Stefan Selakovic, Halmstad, Anders Svensson, Elfsborg. -esá U-21 landsliðin leika í dag ísland og Svíþjóð, U-21 liðin, mætast á Keflavíkurvelli kl. 14.00 í dag. Sigurður Grétarsson, þjálfari liðsins, mun þar eigast við sitt fyrsta verkefni sem landsliðsþjálfari og er með nýjan hóp. Um síðustu áramót voru þeir sem voru fæddir 1977 og 1978 „útskrifaðir" úr U-21 lands- liðinu og nýr hópur myndaður. Flestir leikmenn í þeim hópi eru fæddir árin ‘79 og ‘80. Til gamans má geta þess að þeir leikmenn sem eru fæddir ‘81, (Ómar Jóhannsson, Guð- mundur Viðar Mete, Helgi Valur Daníelsson og Indriði Sigurðs- son), eiga möguleika á að leika með U-21 landsliðinu næstu fjög- ur árin. Landsleikir íslands og Svíþjóöar Þegar fortíðin er skoðuð kem- ur margt forvitnilegt í ljós en þessi lið hafa 9 sinnum mæst í gegnum tíðina. Úrslit leikja lið- anna eru eftirfarandi: Lið íslands er talið á undan í úr- slitum leikjanna: 1995, EM, í Stokkhólmi .......1-1 1994, EM, í Reykjavík.........0-1 1988, VL, í Reykjavík.........0-1 1983, VL, í Reykjavík.........0-4 1980, VL, í Halmstad .........1-1 1977, VL, í Reykjavík.........0-1 1973, VL, í Gautaborg.........0-1 1954, VL, í Kalmar............2-3 1951, VL, í Reykjavík.........4-3 VL=Vináttulandsleikur; EM=For- keppni Evrópumótsins Af þessu má sjá að í þessum 9 landsleikjum hafa Svíamir unn- ið í 7 viðureignum og í tvö skipti var niðurstaðan jafntefli. íslend- ingar hafa þvi aldrei unnið Svía. Ekki nóg með það, heldur hefur ísland aldrei skorað mark gegn Svíum á Laugardalsvellinum, þar sem leikið verður í kvöld. Leikurinn árið 1951 fór nefnilega fram á gamla Melavellinum. Síðasti leikur landanna fór fram í Stokkhólmi árið 1995 og var liður í forkeppni EM 1996. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og skoraði Amar Gunnlaugsson mark íslands strax á 3. mínútu. Thomas Brolin jafnaði fyrir Sví- ana. Hvorugur þeirra leikur í kvöld. Góð byrjun hjá Atla Atli Eðvaldsson hefur byrjað einstaklega vel sem landsliðs- þjálfari. Hann hefur til þessa leikið 4 leiki og þar af hafa þrír unnist og einum lyktað með jafn- tefli. Landsleikir undir stjórn Atla til þessa: Lið íslands er talið á tmdan í úr- slitum leikjanna: 2000, NM, gegn Noregi..........0-0 2000, NM, gegn Finnlandi.......1-0 2000, NM, gegn Færeyjum .......3-2 2000, VL, gegn Möltu...........5-0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.