Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 7
DV MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 25* í Stakks-torfærunni í Grindavík árið 1979 ók Reynir Jóhannson jeppanum sínum út úr einni brautinni og fram af háu baröi þar sem hann valt niöur og fór heiia veltu og endaöi á hjólunum. Reynir var heppinn aö slasast ekkert viö veltuna. Hann hékk í bílnum í tveggja punkta öryggisbelti og viö sjáum hvernig vinstri fóturinn hefur sveiflast út úr jeppanum. Veltigrindin, sem var einungis einn bogi meö tveimur stíf- um, hefur kýlst niður fyrir höfuöpúöana. Áhorfendur sem stóöu fyrir neöan baröiö gátu meö naumindum forðaö sér frá jeppanum. DV-myndir JAK Reynir skrönglaöist út úr jeppanum, óslasaður en verulega ringlaður eftir veltuna. Akstur í vatni og drullu hefur heillaö áhorfendur frá upphafi. Hér er Halldór Jó- hannesson búinn aö festa 401 AMC Jeep jeppann sinn í drullupytti á Hellu '81. Bergþór Guðjónsson byrjaöi aö keppa í torfæruakstri eftir 1980. Hann skar sig nokkuð úr öörum keppendum því að hann keppti á gömlum Willys, út- búnum B 20 Volvo vél með túrbínu. Fjöörunareiginleikar bilsins voru mjög góöir, hann var léttur og vélin þrælvirkaöi svo aö Bergþór lék sér aö því aö rassskella strákana meö stóru vélarnar. Bergþór varö íslandsmeistari í flokki breyttra jeppa í mörg ár en hér göslast hann yfir drullugryfjuna illræmdu i Grindavík 1981. Jón Ragnarsson rallkappi mætti í torfærukeppni Stakks árið 1982. Jón keppti þá á Suzuki-jeppa meö 700 cc vél sem skilaði 40 hestöflum þegar best lét. Þrátt fyrir afllítinn bíl tókst honum aö komast lengra en margur keppinautanna í sumum brautunum. Hann lenti hins vegar í vandræöum í síðustu brautinni sem var tímabraut. Jóni tókst ekki aö komast upp fyrstu brekkuna og greip þá til fótanna og hljóp brautina á enda. Vakti þaö mikla kátínu áhorfendanna þegar Jón hljóp aftur á bak þar sem bílarnir áttu aö bakka og eins þegar hann hljóp yfir druliugryfjuna endilanga. Hraðinn var oft mikill og fóru menn í loftköstum. Hér er það Siguröur „Ijónshjarta" Sigurðsson sem svífur viröulega í Grindavík 1983. Oft þurftu keppendurnir aö leysa ýmsar þrautir í brautinni, svo sem að negla nagla í planka eöa tæma gosflösku eins og Bergþór Guðjónsson gerir hér. Benedikt Eyjólfsson hefur verið viö- riðinn torfæruna f áratugi og hafa ökumenn getaö leitað til hans um ráð í gegnum tíöina. Hér leiöbeinir hann einum keppanda um hvernig best sé aö aka brautina. ^predsion ÞEKKING REYNSLA'ÞJÓNUSTA Kúlu Hjör t_i I i »3 i r VÍftU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.