Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 LlV Mótaröð Torfærusambands íslands Síðastliðinn vetur komu upp á yfir- '-borðið deilur sem verið hafa með akst- ursíþróttaklúbbum á landinu og þær leiddu meðal annars til þess að fjögur fé- lög sem staðið hafa að torfærukeppnum stofnuðu nýtt félag, Torfærusamband Is- land, með það markmið að halda tor- færukeppnir. Þessi félög eru Bílaklúbb- ur Akureyrar, Jeppaklúbbur Reykjavík- ur, Akstursíþróttaklúbburinn Start á Egilsstöðum og Flugbjörgunarsveitin á Á.BIARNASON ehf. DraghálsMO 110Reykjavík Sími 587 8060 Fax 587 8066 Hellu. Tvö þessara félaga, Bílaklúbbur Akureyrar og Flugbjörgunarsveitm á Hellu, eru þau félög sem lengst hafa staðið fyrir torfærukeppnum hér á landi. Þátttakan í Islandsmeistaramóti TSl hefur verið góð og hefúr það freist- að keppenda að greidd eru peningaverð- laun fyrir verðlaunasæti auk þess sem TSÍ hefur aðstoðað keppendur við að afla sér kostenda á bílana. Reyndar er hér einungis um einn kostanda að ræða, fyrirtækið íslenskar akstursiþróttir, ÍSAK.IS sem er í eigu Jóhanns Halldórs- sonar. Jöfn keppni íslandsmeistaramót TSÍ er nú rúm- lega háifnað þegar búið er að halda þrjár keppnir. Keppnin þar hefúr verið spennandi og tvísýn og eru fjórir efstu Sigurður Arnar Jónsson fylgir fast á eftir Gunnari Pálma og munar einungis tveimur stigum á þeim. Sigurður Arnar er hér í tímabraut fyrstu umferðar mótsins sem ekin var á heimavelli Sigurðar á Akureyri. menn mjög jafnir að stigum. Sérstaka athygli vekur að efstur á listanum þar er Gunnar Pálmi Pétursson frá Höfn í Homafirði. Gunnar Pálmi keppir á bil í götubílaflokki og sýnir þessi árangur hans hversu afburða ökumaður er hér á ferðinni. Keppnissvæðin sem notuð em í torfærunni geta verið mismunandi, smn henta götubílum betur en önnur. Þegar svæðin sem notuð hafa verið em skoðuð sést að tvö þeirra em alls ekki götubílunum í hag. Þetta em malar- gryfjumar við Akureyri og gryfjumar í Jósepsdal, þar sem jarðvegurinn er laus í sér og hentar því betur fyrir ausudekk sérútbúnu bílarma sem grafast í sand- inn og mölina og gefa betra grip. Ef lit- ið er á helstu keppinauta Gunnars Pálma sést að þar em engir aukvisar á ferð. Þeir em Sigurður Amar Jónsson, Stig til ísfandsmeistara í mótaröð TSÍ 2000 Heildin: Akureyri: Reykjavík: Egilsstaðir: Samtals: 1. Gunnar P. Pétursson Ford CJ 2A 17 stig 11 stig 20 stig 48 stig 2. Siguröur A. Jónsson Músin 11 stig 20 stig 15 stig 46 stig 3. Helgi Schiöth Lyklaborðið 15 stig 17 stig 13stig 45 stig 4. Einar Gunnlaugsson Skjárinn 20 stig 15stig 7 stig 42 stig 5. Gunnar Egilsson Cool 0 stig 13 stig 17 stig 30 stig 6. Ragnar Skúlason Galdragulur 13 stig 8 stig 8 stig 29 stig 7. Sturla Jónsson Batman 0 stig 10 stig 11 stig 21 stig 8. Eyjólfur Skúlason Hlébarðinn 10 stig 0 stig 10 stig 20 stig 9. Jón A. Gestsson Sporðdrekinn 9 stig 7 stig 4 stig 20 stig 10. Guðbergur Guðbergss. Pizza 67 Willys 0 stig 9 stig 9 stig 18 stig 11. Hlynur M. Jónsson Tasmine Devil 6 stig 5 stig 3 stig 14 stig 12. Gunnar Guðmundsson Rapparinn 7 stig 6 stig 0 stig 13 stig 13. Tryggvi Pálsson Subaru 8 stig 0 stig 0 stig 8 stig 14. Pálmi Sigurðsson Grind ‘91 0 stig 0 stig 6 stig 6 stig 15. Rögnvaldur Ragnarss. Ford Bronco 0 stig 0 stig 5 stig 5 stig 16. Jón Árni Þórðarson Viðhaldið 0 stig 0 stig 0 stig 0 stig Sérútbúnir götujeppar: Akureyri: Reykjavík: Egilsstaðir: Samtals: 1. Gunnar P. Pétursson Ford CJ 2A 20 stig 20 stig 20 stig 60 stig 2. Hlynur M. Jónsson Tasmine Devil 15 stig 15 stig 13 stig 43 stig 3. Guðbergur Guðbergss. Pizza 67 Wiliys 0 stig 17 stig 17 stig 34 stig 4. Gunnar Guðmundsson Rapparinn 17 stig 0 stig 0 stig 17 stig 5. Rögnvaldur Ragnarsson Ford Bronco 0 stig 0 stig 15 stig 15 stig Gunnar Pálmi Pétursson hefur staðið sig mjög vel í sum- ar og er efstur að stigum í íslandsmeistarmóti TSÍ þrátt fyrir að hann aki bíl í götubílaflokki. DV-myndir JAK WILD C0UNTRY JEPPADEKKIN -Það nýjasta á markaðnum •Frábært mynstur •Afburða gott grip •Ótrúlega hljoðlat •Rásföst •Mjúk í akstri •Frábært verð Gúmmívimmstofan ehf. Réttarhálsl 2, síml 587 5588 Sklpholtl 85, síml 553 1055 Yi/ nTfJUli fí ÞJónustuaðllar um land allt jj Helgi Schiöth og Einar Gunnlaugsson, allt keppendur á sérútbúnum bílum sem hafa verið að blanda sér í toppslag tor- færunnar síðustu árin. Þó svo að Gunnar Pálmi skipi toppsætið núna er langt frá því að hann sé búinn að tryggja sér íslandsmeistaratitil TSÍ. Tvær umferðir em eftir í mótinu og get- ur allt gerst þar. Næsta keppni TSÍ verð- ur Hellukeppnin sem verður 19. ágúst og síðasta umferðin fer fram í Jósefsdal 2. september. Að íslandsmeistaramótinu loknu hyggst TSÍ halda bikarmeistara- mót og að sögn Björgvins Ólafssonar, framkvæmdastjóra TSÍ, er áætlað að keyra þrjár umferðir í þvi móti í haust. Fyrsta umferðin verður væntanlega á Akureyri, önnur í Jósepsdal og sú þriðja á Egilsstöðum. Kemur með nýjan bíl í haust Margir bíða með eftirvæntingu eftir að bikarmótið hefjist en von er á að Guðbergur Guðbergsson muni þá mæta með nýjan sérsmíðaðan keppnisbíl. Það er Davíð Ólafsson sem er að smíða bíl- inn fyrir ISAK.IS og verður Guðbergur ökumaður bílsins. Davíð er ekki óvanur bílasmiðum því hann aðstoðaði Harald Pétursson við hönnun og smíði á Mus- sonum og Davið kom einnig að smíði Extreamer-bílnum sem Bílabúð Benna lét smíða. Guðbergur hefúr í sumar keppt í íslandsmeistaramótinu á Willys- jeppa Ragnars Róbertssonar en hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel á hon- um. Það verður fróðlegt að sjá hvemig Guðbergi muni ganga á nýja bílnum en það hefur reyndar tekið Harald Péturs- son eitt og hálft ár að finstifla Mussoinn og fá hann reglulega góðan. -JAK Helgi Schiöth ræðst hér í erfitt barö í annarri umferð mótsins í Jóseps- dal. Helgi er í þriðja sæti til íslands- meistaratitils og munar einungis þremur stigum á honum og efsta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.