Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 1
15 Wf&át; rfci/ch WSfJi Eiður Smari Guðjohnáen, til vtnstri, og Helgí Sígurðsson fagna her sigri á Svium i gær a Norðurlan^amótinu Peir feiagar sau‘ um sigurroaf^i^liðuí Smart ftskaðí vttsó sem Helgi skcsráot ur. - OV-myrtö' HqL íslensku landsliðin, undir 21 árs liðið og A-landsliðið, unnu tvöfaldan sigur á Svíum i gær og er þetta aðeins í annað sinn sem elstu landslið þjóðarinnar vinna sömu þjóð, tvisvar, sama daginn. ísland vann áður tvöfaldan sigur á Armenum 5. júní 1999. Þetta voru fyrstu sigrar ís- lands á Svíum í 49 ár eða síðan Ríkharður Jónsson skoraði fernu í 4-3 á Melavellinum 29. júní 1951. ísland hafði síðan þá leikið tólf landsleiki i röð gegn Svíum, í þessum tveimur landsliðum, án sigurs og þar af tapað níu af þeim. Árni fékk á sig fyrsta mark sitt Ámi Gautur Arason lék sjö- unda landsleik sinn gegn Svíum í gær og þurfti í fyrsta sinn að sækja boltann í netið. Þegar Jo- han Mjállby skaliaði i netið á 23. mínútu hafði Árni Gautur hald- ið hreinu fyrstu 272 mínútur sín- ar í íslenska landsliðsmarkinu. Þetta er að sjálfsögðu metbyrjun hjá íslenskum landsliðsmark- verði. Ríkharður næstyngstur Ríkharður Daðson varð í gær fimmti landsliðsmaðurinn í sög- unni til að skora tíu landsliðs- mörk og enn fremur sá næst- yngsti. Það er aðeins afi Rík- harðs og nafni, Ríkharður Jóns- son, sem var yngri en hann skor- aði tíunda landsliðsmark sitt gegn Englendingum 7. ágúst 1956, þá 26 ára og tæplega níu mánaða að auki. Ríkharður er 28 ára og fjórum mánuðum betur. Ríkharður Jónsson er marka- hæsti landsliðsmaðurinn með 17 mörk, Arnór Guðjohnsen hefur skorað 14 og þeir Pétur Péturs- son og Matthías Hallgrímsson hafa skorað 11 hvor. -ÓÓJ Tveir sigrar sama dag eftir 49 ára bið Fimmtudagur 17. agust 2000 Landsleikjamet m Sagt eftir leikinn Atli Eðvaldsson „Fyrsti háiftíminn var mjög erf- iður fyrir varnarmennina í liðinu. Það sem fór úrskeiðis var að bilið milli miðju og vamar var of mikið og Svíarnir nýttu sér það með því að spila inn á það svæði. í seinni hálfleik fórum við að loka þessu svæði og þá byrjuðu miðju- mennimir okkar að vinna miklu betur, meira til baka, til að hjálpa miðvörðunum og þá fórum við í gang. En fyrir utan markið gáfu vam- armennimir okkar ekkert færi á sér og það skapaðist í raun aldei almennileg hætta við markið. Við höfðum hins vegar átt nokkur skot á mark Svíanna. Þótt þeir skiptu öllum þessum mönnum út af vom fyrstu 5 minút- umar í síðari háifleik mjög erfið- ar. Svo fundum við taktinn og náð- um að loka þessum svæðum sem við áttum í erfiðleikum með í fyrri hálfleik. Okkur tókst að vinna bet- ur úr leik okkar og fengum einnig aukið sjálfstraust og það er það sem skiptir máli. Liðsheildin skiptir öllu í svona leikjum. Einstök atriði geta gengið vel upp en ljóst er að allir þurfa að leggja sitt af mörkum og einbeita sér að sínu hlutverki svo árangur náist.“ Tommy Söderberg, þjálfari Svía „Við spiluðum mjög vel framan af leik og fengum t.d. strax á tíundu mínútu gott færi sem íslenski mark- maðurinn varði vel. íslendingar eru með gott lið, þeir spiluðu t.d. feiki- vel á móti heims- og Evrópumeistur- um Frakka. I kvöld spiluðu íslend- ingamir mjög vel, léku mjög hratt og spiiuðu mikið inn fyrir vömina hjá okkur. Vegna þess að við skipt- um út af svo mörgum leikmönnum í hálfleik þá virtist kannski sem við hefðum skipt í frekar vamarsinn- aðri uppstillingu í seinni hálfleik. Ástæðan var hins vegar að miðlína okkar fór einfaldlega að bakka of mikið. Við komum okkur ekki í réttar stöður og af því leiddi að við misstum íslendingana svo oft fram hjá okkur upp í homin. Við skipt- um sex leikmönnum inn á í hálfleik því við þurftum að skoða leikmenn- ina, hvemig þeir stæðu í dag. Leik- mennimir þurfa að æfa og spila mikið þessa dagana og krafa sumra þjálfara félagsliðanna, s.s. Arsenal og Bayem Múnchen, var að við tækjum leikmennina út af eftir 45 minútur." -esá/ÓK - Qórði sigurleikurinn í röð í gær íslenska knattspyrnulandsliðið setti glæsilegt met í gær með því að vinna fjórða landsleik sinn í röð en það hefur aldrei gerst áður. Landsleikurinn gegn Svíum var 290. landsleikurinn frá upphafi en fimm sinnum áður hafði íslandi tekist að vinna þrjá leiki í röð, 1984, 1987, 1990, 1994 og 1999. Næsta met á dagskrá eru flestir leikir í röð án taps (11 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar) en þetta var fimmti landsleikurinn undir stjóm Atla og hann er enn taplaus sem landsliðsþjálfari sem er besta byrjun landsliðsþjálfara frá upphafi. Fjórir af fimm fyrstu leikjunum hafa unnist en sá fyrsti endaði með jafntefli. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.