Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Blaðsíða 3
18 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000 17 Sport Ísland-Svíþjóö 2-1 Árni Gautur Arason markvörður Árni Gautur átti mjög góðan leik í marki íslendinga. Hann var vel á verði allan leikinn og bjargaði nokkrum sinnum stórglæsilega í leiknum. Hann átti það þó til að virka eilitið óöruggur í föstu leikatriöum, s.s. hornum, og skapaðist af og til hætta við þau tilefni. En á heildina litið mjög góð frammistaða. Auðun Helgason bakvörður Auðun spilaöi stöðu hægri bakvarðar og átti hreint út sagt frábæran leik. Það er augljóst að hann hefur náö betri og betri tökum á þess- ari stöðu og er árangurinn að skila sér. Hann lokaði þessu hættulega svæði, vinstri kantinum, vel og komust Svíarnir örsjaldan fram hjá honum svo að einhver hætta skapaðist. Pétur Marteinsson miövöröur Miðverðimir tveir, Pétur og Eyjólfur, leystu hlutverk sitt ágætlega af hendi. Þeir mynda kjarnann í vöminni og var hlutverk þeirra að hafa gætur á fremsta manni Svíanna, Kennet Andersson, og tókst það mjög vel. Pétur steig nokkur feilspor í byrjun leiks en komst fljótlega í takt við leikinn og vfrtist einkar traustur í vörninni þegar líða tók á leikinn Eyjólfur Sverrisson miðvörður Fyrirliöinn var sem fyrr stoð og stytta fyrir sina menn og verðugur leiðtogi íslenska landsliðsins. Hann vann vel með félögum sínum í vörninni og var augljóslega mikilvægur hluti af heildinni. Hann var lenti þó oft í vandræðum með sænsku varnarmenninna en tókst iöu- lega aö leysa þau jafnóöum. Hermann Hreiðarsson bakvörður Hermann sýndi á köflum skemmtilega takta og var mjög virkur að lesa leikinn og byggja upp sóknir. Hann var þó nokkuð bráður i varnarhlutverkinu og féll ööru hverju í gildrur Svíanna. En það verður ekki af Hermanni tekið að hann er einkar góöur í návígi enda firnasterkur og leikinn með boltann. Þórður Guðjónsson vængmaður Þórður virtist vera eini leikmaður íslenska liösins sem er ekki kominn í góða æfingu. Þórður byrjaði ágætlega og átti nokkur góð hlaup á fyrstu mínútum leiksins en fór í felur eftir það og sást ekki stóran hluta leiksins og féll algjörlega i skuggann af Auöuni. Það er langt siðan Þórður hefur verið jafn rólegur i landsleik og i gær, Brynjar B. Gunnarsson miðjum. Brynjar er orðinn aigjör lykilmaður á miðjunni í islenska liðinu. Hann er að úti um allan völl og leikmenn mótheijanna eru ekki sloppnir við karlinn þó að hann sé ekki í næsta nágrenni. Þeir geta verið vissir um að hann sé á leiðinni i boltann. Boltinn gekk ekki nógu vel í gegnum hann en það skiptir engu þegar vinnusemi hans er jafn góð. Rúnar Kristinsson miðjumaður Rúnar lék leikinn eins og honum einum er lagið. Hann gerði engin mistök. Það vantaði kannski aðeins upp á vinnslu og baráttu en hann bætti það upp með stórhættulegum sendingum allan leikinn. Rúnar gerði hlutina einfalt og árangursríkt og stoðsendingin á Ríkharð í jönfunarmarkinu var frábær. Heföu vængmenn íslenska liösins verið sterkari heföi Rúnar notið sín enn betur. - Svíarnir lagðir á Laugardalsvellinum og nýtt met slegið hjá landsliðinu, 4 sigrar i röð Hvað sögðu þeir eftir leikinn? Johan Mjáliby „Við lékum vel í fyrri hálfleik, sérstaklega fyrstu 30 mínútumar eða svo. Þá töpuðum við sóknar- grimmd okkar og hleyptum þeim of mikið inn í leikinn. Þeir skor- uðu jöfnunarmarkið, því miður fyrir okkur, og tvíefldust við það. I síöari hálfleik lékum við ekki eins vel, kannski skiptum við of mörgum leikmönnum inn. Vara- mennimir vom eilítið stressaðir og mikið var um langa og háa bolta. En íslenska liðið lék vel og voru framherjamir tveir, Rík- harður og Eiður, skæðir i ís- lenska liðinu. En mörkin skrifa ég algjörlega á okkur og þá sérstaklega slæm- an varnarleik af okkar hálfu.“ Rúnar Kristinsson „Ég er mjög ánægður með leik- inn. Fyrsta hálftímann eða svo vorum við kannski ekki upp á okkar besta en við vorum að komast inn í leikinn og á meðan stjómuðu Svíarnir leiknum. Við spiluðum betur og betur með hverri mínútunni sem leið eftir það og í síðari hálfleik fannst mér viö stjóma leiknum algjörlega. Áð mínu mati tókst okkur vel að stjóma leiknum. Við létum boltann rúlla hratt og gáfum eins fljótt og við gátum á þessa góöu framherja sem við erum með og ég held að við höfum verið að gera mjög góða hluti.“ Eiður Smári Guðjohnsen „Við áttum erfitt uppdráttar fyrsta hálftímann og hvað mig varðar var ég í sjálfu sér að leika með þessum strákum í fyrsta skipti og ég þurfti bara aðeins að komast inn í takt leiksins og læra inn á leikmennina. En eftir þennan hálftíma í fyrri hálfleik fórum við að róa okkur og spila boltanum og halda honum betur. Þegar það gerðist áttu þeir greinilega í stökustu vandræðum með okkur Þær áherslur sem Atli lagði upp með fyrir leikinn fundust mér ganga vel upp, sérstaklega síðustu 60 mínútur leiksins þar sem við fómm að komast betur inn í leik- inn og skapa okkur færi.“ Auðun Helgason „Mér fannst ganga vel hjá mér eins og öllum öðrum leikmönnum í liðinu, sérstaklega í seinni hálf- leik þegar við fórum aö spila okk- ar fótbolta sem við getum mjög vel. Varnarhlutverkin fannst mér vera nokkuð vel leyst. Þeir vilja flytia liðið þangaö sem boltinn er og við hefðum getað verið flinkari að skipta boltanum yfir á auðu svæðin. Þegar við byrjuðum á því í seinni háifleik varð þetta miklu auðveldara í alla staði. Markið var klaufalegt, við höfum séð þá gera þetta áður en við sváfum á verðin- Ég tel mig hafa bætt mig í bak- varðarstöðunni eftir aö ég fór til Noregs. Ég spilaði í stöðu miðvarð- ar héma heima en eftir að ég kom út fyrir þremur árum hef ég spilað í þessari bakvarðarstöðu. Ég fékk sjálfstraust strax í byrjun þegar ég var notaður í liðinu sem ég leik með, Viking í Stavangri. Þar var ég einnig meö mjög góöan þjálfara sem vann mikið með mig og svo hefur sú þróun haldið áfram með þjálfaraskiptum. Þjálfarinn sem ég hef í dag er ekki síðri og mér fmnst ég fá aukið sjálfstraust með hverjum leik.“ um. -esá Sport Bland i P oka Geir H. Haarde fjármálaráð- herra var eins og margir kolleg- ar hans á landsleiknum í gær og var að vonum ánægður með úr- slitin. „Þetta var alveg frábært. Ég held við höfum ekki unnið Svía siðan 1951, árið sem ég fæddist. Þetta byrjaði illa en þeir tóku sig vel á í seinni hluta fyrri hálfleiks og í seinni hálfleikn- um.“ Frœndur okkar Norðmenn og Finnar mættust í Þúsund vatna landinu í gær á NM. Norskir riðu ekki feitum hesti frá þeirri viðureign og töpuðu 3-1. Jari Litamanen skoraði tvö mörk fyrir Finna og Shefki Kuqi það þriðja en Torstein Helstad skoraði mark Norð- manna í fyrsta landsleik sínum. Danir mœttu Fœreyingum á NM í gærkvöld. Dönunum tókst að sigra, 2-0, eftir slaka byrjun í þokunni í Færeyjum með mörk- um frá Ebbe Sand og Brian Steen Nielsen. Fyrsti leikur Rudis Völlers sem landsliðsþjálfara Þýskalands gæti vart hafa verið betri. Stór- sigur, 4-1, á sterku liði Spánverja hlýtur það að vera draumabyrjun hvers þjálfara. Mehmet Scholl og Alexander Zickler gerðu þjálfar- ann sinn óumræðilega ánægðan þegar þeir gerðu hvor um sig tvö mörk í leiknum í gær. Áhorfend- ur voru einnig kátir og sungu „Rudi! Rudi!“ í lok leiks. Raul Gonzales skoraði tvö mörk fyrir Spánverja en því miður fyrir þá var aðeins annað þeirra gUt. -ÓK Staðan á NM ísland 4 3 1 0 6-3 10 Finnland 4 3 0 1 6-3 9 Noregur 4 1 2 1 6-6 5 Svíþjóö 3 1 1 1 3-3 4 Danmörk 4 1 0 3 5-7 3 Færeyjar 3 0 0 3 2-6 0 Nœsti leikur íslendinga er gegn Dön- um 2. september en sá leikur hefur reyndar tvöfalt gildi þar sem hann er einn leikja íslands í undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Tryggri Guðmundsson vængmaður Tryggvi átti ekki góðan dag og hann og Hermann náöu ekki upp nægi- lega góðu samstarfi í leiknum. Tryggvi var duglegur, sinnti varnarhlut- verkinu ágætlega en komst litið áleiðis gegn Svíunum á vinstri væng- num. Tryggvi gaf síðan mark Svíanna þegar hann „hreinsaði" fyrir mitt markiö. Tryggvi þurfti að yfirgefa völlfrin vegna höfuöhöggs. Eiður Smári Guðjohnsen framh. Eiður byrjaði leikinn illa og var líkt sem hann væri á spamaðarstillingu. Hann bætti þó fyrir það með góðum leik í síðari hálfieik og í lok þess fyrri. Hann var þá síógnandi, átti hlutdeild að fyrra markinu og fór að vinna betur með Ríkharði og síðan Helga. Hann átti nokkrar hættuleg- ar rispur upp í hornin og toppaði leik sinn með því að fiska vítaspymu og hefði reyndar með réttu átt að fá aðra fyrr i leiknum._ Ríkharður Daðason framherji Ríkharöur byrjaði leikinn vel og spilaði af áræði og krafti, vann vel til baka og var sterkur í loftinu. Bæði hann og Eiður iiðu reyndar svolítið fyrir sendingar félaga sinna lengst af fyrri hálfleiks en þegar sú góða kom stóð ekki á Ríkharöi og hann kláraði sóknina glæsilega. í siðari hálfieik bar minna á Ríkharði og hann virtist þreyttur enda var honum skipt út af við verðskuldað lófatak áhorfenda. Amar Þór Viðarsson (61., fyrir Tryggva), Helgi Kolviðsson Waranmnu ^65-’fyrir hó1-0). Helgi Sigurðsson (67., fyrir Ríkharð), Amar **■ **■■■■ Gétarsson (80., fyrir Rúnar). Arnar Þór kom fyrstur inn þegar Tryggvi meiddist. Hann skilaði hlutverki sínu af öryggi og studdi vel við sóknina en sendingamar hans gengu ekki upp að þessu sinni. Helgi Kol- vidsson leysti Þórð af hólmi og vann vel en komst lítið í boltann. Helgi Sigurósson átti frábæra innkomu. Helgi var á fullu allan tímann og skapaði mikinn usla með vinnusemi og baráttu. Svæðin sem hann opnaði nýtti Eiður Smári sér vel. Arnar Grétarsson kom síðastur inn fyrir Rúnar. Amar heföi mátt taka sér einfaldleika í leik Rúnars sér til fyrir- myndar en gerði sitt þó vel og komst klakklaust frá tæpum einleikjum. -esá/ÓÓJ/ÓK Hálfleikur: 1-1. Leikstaóur: Laugardalsvöllur Áhorfendur: 5169. Dómari: Kenny Clark (3). Gceói leiks: 4. Gul spjöld: Enginn (íslandi), Magnus Svensson (Svíþjóð) Skot: 14-15 (Eiður Smári 4, Þórður, 3, Hermann, 3, Ríkharður, 1, Helgi K., 1, Helgi S., 1, Eyjólfur, 1). Ámi Gautur varði sex af skotum Svía, fimm fóm fram hjá eða yfir markið. Aukaspyrnur fengnar: 19 (Brynjar, 4, Eiöur Smári, 3, Eyjólfur, 2, Rúnar, 2, Hermann, 2, Helgi S., 2, Pétur, 2, Auðun, 1, Tryggvi, 1.) Aukaspyrnur gefnar: 11 (Pétur, 3, Brynjar, 3, Rúnar, 2, Ríkharður, 1, Eiður Smári, 1, Amar G., 1) Hortv 6-5. Rangstöóur: 2-0. (Tryggvi, Eiður Smári) Mörkin: 0-1 Johan Mjállby (23., með skalla, í framhaldi af skoti Fredriks Ljungbergs og slæmri hreinsun Tryggva eftir að stutt aukaspyma Svía haföi skapað mikinn usla), 1-1 Ríkharður Daðason (39., afgreiddi frábæra sendingu Rúnars Kristinssonar á snildarlegan hátt í markið), 2-1 Helgi Sigurðsson (81., af öryggi úr víti eftir að markvörður Svía, Magnus Kihlstedt, haföi fellt Eið Smára Guðjohnsen). Sigri íslenska U-21 landsliösins frá því fyrr um daginn var vel fylgt eftir af A-landsliðinu í gærkvöld er glæstur sig- ur vannst á frændum vorum, Svíum, og reyndar sá fyrsti frá árinu 1951. Ekki nóg með það, heldur var blað brotið í ís- lenskri knattspyrnusögu með sigrinum en í fyrsta sinn vannst fjórði sigurinn í röð hjá íslenska landsliðinu. Svíamir mættu til leiks öruggir og leikglaðir. Það var greinilegt að þeir ætluðu sér öruggan sigur á íslenska landsliðinu til að marka upphafið á nýju tímabili hjá sænska landsliðinu og segja um leið skilið við „ófarimar" í lokakeppni Evrópumótsins frá því fyrr í sumar. Dagsskipunin hjá Atla Eðvaldssyni var sú sama og ávailt. Agi og skipulag í varnarleik sem og sóknarleik þar sem lykiloröið er þolinmæði. Hann stillti lið- inu upp á sama hátt og á móti Möltu, 4-4-2. Hver leikmaöur fyrir aftan miðju hafði sitt svæði að verja og menn skyldu vinna saman að því að verjast boltanum sem og vinna hann. Svíarnir komast yfir Á meðan leikmenn íslenska liðsins voru enn að komast í takt við það sænska stjórnuðu gestimir leiknum al- gjörlega. Þeir tóku öll völd á miðjunni og vom leikmenn íslenska liðsins gjam- ir á að brjóta á þeim sænsku til að hafa hemil á þeim. Þó skapaðist aldrei nein veruleg hætta við mark íslenska liðsins fyrr en á 23. mínútu. Brynjar Björn Gunnarsson braut þá á Marcus Allbáck rétt utan vítateigs og úr henni kom fyrsta mark leiksins eftir laglega leikfléttu Svíanna og mistök í vörn íslendinga. Johan Mjallby rak lokahöggið á sóknina með laglegum skalla. Islensku leikmennimir komust meira inn i leikinn eftir markið og fóru í fyrsta sinn að skapa hættu við mark Svíanna. Það hættulegasta kom líkleg- ast á 37. mínútu þegar Hermann Hreið- arsson skallaði yfir markið eftir horn- spyrnu. Var það greinilega þaulæft leikatriði. Tveimur mínútum síðar jöfnuðu ís- lendingar leikinn. Eiður Smári var arki- tekt þeirrar sóknar, opnaði glufu í vöm Svíanna svo að Rúnar Kristinsson gæti gefið laglega sendingu á Ríkharð Daða- son sem skilaði boltanum í netið. Is- lenska hðið var greinilega komið í takt við leikinn og þá sérstaklega miðju- mennimir tveir, Brynjar Bjöm og Rún- ar. I hálfleik skiptu svo Svíarnir sex leik- mönnum inn og um leið breytti sænski þjálfarinn um leikskipulag. Inn á völl- inn var komið nýtt lið. Það skeytti engu um leik íslenska liðsins og tók nánast öh völd á vellin- um. Vömin hafði skilað sínu í fyrri hátfleik og nú var komið að sóknarhlut- anum. Á 15. mínútu fékk Tryggvi Guð- mundsson slæmt höfuðhögg og þurfti að yfirgefa vöhinn. Amar Þór Viðarsson kom inn fyrir hann. Sigurinn tryggöur Mínútu síðar komst Eiður Smári einn inn fyrir vöm Svíanna með gamla brýnið Magnus Svensson á hælunum. I ryskingum þeirra féh Eiður og virtist sem svo að Svensson bæri ábyrgð á því. Ekkert var dæmt og varð Svíinn því um leið óvinsælasti maðurinn á vellhium. Svíarnir voru orðnir pirraðir á ágengni íslendinganna og á 75. mínútu bar margumtöluð þolinmæði íslending- anna ávöxt. Enn og aftur hafði Eiður Smári valdið usla í vöm Svíanna og í þetta sinn tókst honum að hirða boltann af Michael Svensson og komast þannig einn gegn markverði Svianna, Magnusi Kihlsted, sem sá að eini möguleikinn th að komast hjá marki var að brjóta á Eiði Smára. Helgi Sigurðsson, sem skor- aði úr víti gegn Möltu í júh, endurtók leikinn og tryggði þar með sætan sigur íslands á Svíum. Lið íslands stjómaði leiknum í síðari hálfleik og fórst það hlutverk vel úr hendi. Það lék agaðan leik og greinhegt ðer að Atli Eðvaldsson hafi komið skha- boðum sínum th liðsins, enda ekki á hverjum degi sem Svíagrýlan er lögð. -esá jW ) i \ ' 'Í . j ... . ' Til vinstri: Áhorfendur hlýða á þjóð- söng íslend- inga og ekki laust við að þjóðarstoltið komi upp hjá eldheitum stuðnings- mönnum liðs- ins. Til hægri: Þeir Helgi Sig- urðsson (15), Eiður Guðjohnsen, Helgi Sig- urðsson og Arnar Grét- arsson fagna síðara marki fslands. DV-myndir Úrslit í sundi og golfi á Ungmennalandsmóti UMFÍ 100 m bringusund sveina 1. Sindri Sigurðsson, HHF 1:43,44 mín. 2. Gísli Kristjánsson, Vestra 1:48,36 mín. 3. Helgi Þorvaldsson, UMSB 1:50,32 min. 100 m bringusund meyja 1. Heiða Jóhannesd., UMSS 1:40,51 mín. 2. Þorgerður Sveinbj., UMSE 1:40,54 min. 3. Bryndís Baldvinsd., HHF 1:46,54 mín. 100 m bringusund drengja 1. Gunnar Jónbjöms., UMSB 1:29,70 mín. 2. Þór Sveinsson, Vestra 1:34,92 mín. 3. Andri M. Bjamason, HHF 1:37,39 mín. 100 m bringusund telpna 1. Kristín Sigurðard., UMSS 1:31,16 mín. 2. Rannveig Einarsd., UMSS 1:33,07 mín. 3. Olga R. Bragadóttir, HHF 1:38,57 mín. 100 m bringusund pilta 1. Adam L. Fannars., HHF 1:35,39 mín. 100 m bringusund stúlkna 1. Kristrún Marinósd., HHF 1:34,03 mín. 50 m flugsund sveina 1. Gísli Kristjánsson, Vestra 47,35 sek. 2. Ólafur P. Olafsson, Keflavik 48,23 sek. 3. Sindri S. Sigurðsson, HHF 53,23 sek. 50 m flugsund meyja 1. Heiða Jóhannsdóttir, UMSS 40,57 sek. 2. Þorgerður Sveinbj., UMSE 41,80 sek. 3. Dalila L. Fannarsd., HHF 46,38 sek. 50 m flugsund drengja 1. Þór Sveinsson, Vestra 32,63 sek. 2. Gunnar Jónbjöms., UMSB 40,16 sek. 3. Andri M. Bjarnason, HHF 42,70 sek. 50 m flugsund telpna 1. Olga R. Bragadóttir, HHF 37,05 sek. 2. Rannveig Einarsd., UMSS 39,70 sek. 3. Ásthildur Brynjarsd., HHF 47,86 sek. 50 m flugsund pilta 1. Adam L. Fannarsson, HHF 36,86 sek. 50 m flugsund stúlkna 1. Sandra Guðmundsd., HHF 40,54 sek. 2. Kristrún Marinósd., HHF 43,57 sek. 3. Svandis Ólafsdóttir, HHF 47,80 sek. 50 m fjórsund sveina 1. Gisli Kristjánsson, Vestra 47,35 sek. 2. Ólafur P. Ólafsson, Keflavík 48,23 sek. 3. Sindri S. Sigurðsson, HHF 53,23 sek. 50 m fjórsund meyja 1. Heiða Jóhannesd., UMSB 1:26,73 mín. 2. Þorgerður Sveinbj., UMSE 1:31,82 mín. 3. Gigja Jónsdóttir, HSH 1:47,03 mín. 50 m fjórsund drengja 1. Þór Sveinsson, Vestra 1:18,10 mín. 2. Gunnar Jónbjöms., UMSB 1:22,54 mín. 3. Andri M. Bjarnason, HHF 1:29,54 mín. 50 m fjórsund telpna 1. Rannveig Einarsd., UMSS 1:25,14 mín. 2. Kristín Sigurðard., UMSS 1:25,85 mín. 3. Olga R. Bragadóttir, HHF 1:31,00 mín. 50 m fjórsund pilta 1. Adam L. Fannarss., HHF 1:12,57 mín. 50 m fjórsund stúlkna 1. Sandra Guðmundsd., HHF 1:29,51 mín. 2. Kristrún Marinósd., HHF 1:29,93 mín. 4x50 m skriðsund sveina 1. A-sveit HHF 3:22,57 mín. 2. B-sveit HHF 4:14,70 min. 4x50 m skriðsund meyja 1. A-sveit HHF 2:59,42 min. 2. A-sveit HSH 3:00,29 mín. 4x50 m skriðsund drengja 1. A-sveit UMSB 2:18,76 mín. 2. A-sveit HHF 2:29,39 mín. 4x50 m skriðsund telpna 1. A-sveit UMSS 2:25,86 min. 4x50 m skriðsund stúlkna 1. A-sveit HHF 2:29,33 min. 50 m baksund sveina 1. Gísli Kristjánsson, Vestra 44,58sek. 2. Ólafur P. Ólafsson, Keflavík 45,60sek. 3. Sindri S. Sigurðsson, HHF 51,29 sek. 50 m baksund meyja 1. Heiða Jóhannesd., UMSB 39,16 sek. 2. Þorgerður Sveinbj.., UMSE 43,14 sek. 3. Edda Bergsveinsd., UMSB 44,67 sek. 50 m baksund drengja 1. Þór Sveinsson, Vestra 35,24 sek. 2. Gunnar Jónbjörns., UMSB 39,70 sek. 3. Andri M. Bjamason, HHF 42,74 sek. 50 m baksund telpna 1. Kristín Sigurðard., UMSS 37,96 sek. 2. Rannveig Einarsd. UMSS 39,11 sek. 3. Olga R. Bragadóttir, HHF 43,82 sek. 50 m baksund pilta 1. Konráð Skarphéðins., UDN 39,67 sek. 2. Adam L. Fannarsson, HHF 41,03 sek. 50 m skriðsund sveina 1. Ólafur P. Ólafsson, Keflavík 35,10 sek. 2. Gísli Kristjánsson, Vestra 36,92sek. 3. Sindri S. Sigurðsson, HHF 39,05 sek. 50 m skriðsund meyja 1. Heiða Jóhannsdóttir, UMSS 33,54 sek. 2. Þorgerður Sveinbj., UMSE 34,80 sek. 3. Edda Bergsveinsd., UMSB 35,73 sek. 100 m skriðsund drengja 1. Þór Sveinsson, Vestra 1:03,57 min. 2. Gunnar Jónbjöms., UMSB 1:10,92 mín. 3. Jakob Jónsson, UMSB 1:13,38 mín. 100 m skriðsund telpna 1. Rannveig Einarsd., UMSS 1:15,03 mín. 2. Kristín Sigurðard., UMSS 1:15,70 mín. 3. Olga R. Bragadóttir, HHF 1:23,82 mín. 100 m skriðsund pilta 1. Adam L. Fannarss., HHF 1:06,57 mín. 2. Konráð Skarphéðins., UDN 1:16,23 mín. 100 m skriðsund stúlkna 1. Sandra Guðmundsd., HHF 1:19,86 mín. 2. Kristrún Marinósd., HHF 1:19,86 mín. - sjónarmunur réð úrslitum 4x50 m fjórsund meyja 1. A-sveit HSH 3:08,13 mín. 2. A-sveit HHF 3:08,80 mín. 4x50 m skriðsund drengja - Gestasveit Kefl.-lsafj. 2:44,36 mín. 1. A-sveit UMSB 2:46,16 mín. 2. A-sveit HHF 2:56,32 mín. 4x50 m skriðsund telpna 1. A-sveit UMSS 2:45,29 min. Golf Strákar 11-12 ára - 18 holur 1. Sveinn Magnússon HHF 109 högg 2. Davíð Jónsson HHF 137 högg 3. Steven G. Helgason HHF 145 högg Strákar 13-14 ára - 36 holur Með forgjöf 1. Ragnar Böðvarsson GSE 142 högg 2. Birkir Karlsson HHF 147 högg 3. Friðbjörn S. Ottósson HHF 148 högg Án forgjafar 1. Ragnar Böðvarsson, GSE 167 högg 2. Birkir Karlsson, HHF 170 högg 3. Haukur Lárusson, UMFF 181 högg Stelpur 15-16 ára - 36 holur Með forgjöf 1. Þórunn S. Berg, HHF 166 högg Án forgjafar 1. Þórunn S. Berg, HHF 221 högg í elsta flokki, þ.e. 15-16 ára, skráðu allir sig úr keppni nema Þórunn. Maður leiksins: Auðun Helgason, Islandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.