Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Síða 12
12
FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000
Skoðun
Spurning dagsins
Hvaða landi myndirðu
helst vilja búa í:
(Fyrir utan ísland)
Bergrós Hjálmarsdóttir nemi:
Danmörku, því þaö er svo
skemmtilegt í tívolíinu.
Jón Sigurðsson kennari:
Þýskalandi því þar er gott veöur
og verölag fínt.
Ægir Jóhannnsson verkfræðingur:
Svíþjóö, því þaö er fallegt land og
Svíar eru vinaleg þjóö.
Gróa Másdóttir nemi og
Már Ægisson:
Ég myndi vilja búa í Danmörku því
þar er fólk svo opiö og skemmtilegt.
Hulda Friðbertsdóttlr
hárgrelöslukona:
Spáni því þar er svo hlýtt.
Þuríður Geirsdóttlr hjúkrunarfræöingur:
Danmörku því þar eru frændur okkar.
Frá Þingvöllum
Alls staöar nóg af rennandi vatni sem nota mætti í salerniskassa.
Ferðalangar á Þingvöllum
Sigríður Hrönn
skrifar:
Eftir ferðalag um ísland í sumar
og gistingar á tjaldstæðum víða um
land langar mig að viðra skoðun
mína og eflaust margra annarra
ferðalanga á hreinlætisaðstöðu á
Þingvöllum.
Aðstaðan þar er einfaldlega til
skammar. - Og að þetta skuli vera
þjóðgarður!
Á tjaldstæöinu sem ég tjaldaði á,
en það var við þjónustumiðstöðina,
var hreinlætisaðstaðan (ef nefna
mætti hana því nafni yfirleitt)
hreinasti viðbjóður. Þarna stóð
kamar og úti fyrir var einhvers kon-
ar borð með vaski og rennandi
vatni en engri sápu eða handþurrk-
um. Kamar þessi var frekar ógeðs-
legur þegar inn var komið, en þar
hafði gleymst að sturta niður, og
það greinilega lengi.
Við vorum þama á miðvikudegi
en þessi kamar er tæmdur vikulega
að sögn. Hafði verið tæmdur á fostu-
„Ég vona að aðstaðan á
Þingvöllum verði bœtt hið
fyrsta eða þá að sett verði
upp skilti sem á stendur:
Bannað að tjalda. “
degi og því ekki aftur fyrr en næsta
föstudag. - Þvílíkur sóðaskapur.
Ég hélt að kamar af þessu tagi
væri hvergi notaöur í dag og aö alls
staðar væri nóg af rennandi vatni
sem nota mætti í salemiskassa.
Eina aðstaðan sem þama er í boði
að mínu mati er í þjónustumiðstöð-
inni og lokar hún kl. 23.00 og opnar
ekki aftur fyrr en kl. 09.00. Á öðram
fjaldstööum á Þingvöllum er renn-
andi vatn og ætluðum við að nota
eitt þeirra, snemma dags, en þá var
hreinlætinu svo ábótavant að við
snerum frá. Svona aðstaða kallar á
aö fólk geri þarfir sínar út um víð-
an völl, og var fólk að ganga fram á
slík skil er það var í kvöldgöngu.
Að leyfa slíka „hreinlætisað-
stöðu“ á tjaldstæði, nú árið 2000,
kom manni á óvart. Og það á Þing-
völlum.
Þaö var sama hvar við tjölduðum
um landið, alls staðar var betri að-
staða og yfirleitt mjög hreinlegt,
jafnvel til fyrirmyndar, og oft hægt
að fara í sturtu á sama staö.
Ég vil nefna nokkur dæmi um
góða hreinlætisaðstöðu. Á Dalvík, á
Siglufiröi, á Sauðárkróki og í Húna-
veri, og þar var sturtuaðstaða. Mér
skilst að fari maöur í Öskju sé að-
staðan svipuð og á Þingvöllum.
Steininn tók þó úr á Þingvöllum,
þegar komið var og rukkaö fyrir
eitthvað sem ég veit ekki hvað var
og auk þess dýrast af þeim stöðum
sem ég fór til. Ég vona að aöstaðan
á Þingvöllum verði bætt hið fyrsta
eða þá að sett verði upp skilti sem á
stendur: Bannað að tjalda.
Og í lokin: Við enduðum yfirferð
okkar um landið í Vaðlavík, og þar
var góð hreinlætisaðstaða.
Furðuleg þjónusta Landssímans
Hófi
skrifar:_____________________________
Mér finnst varla stætt á öðru en
að senda lesendadálki DV nokkrar
línur vegna þess sem henti mig í
samskiptum við Landssímann. Mál-
ið hófst er ég ætlaði að setja upp
ISDN-línu heima hjá mér. Ég byij-
aði á því að leita mér upplýsinga á
heimasíðu þeirra um málið.
í stuttu máli fannst ekkert um
þaö hvemig fólk á að setja upp
svona búnað heima hjá sér. Því var
ekkert annaö fyrir mig að gera en
að hafa samband við þjónustuverið
„Spumingin er kannski
hvort þetta sé nokkuð ein-
stakt tilfelli. Ég hneigist til
að halda að svo sé ekki og
það er enn alvarlegra mál. “
þeirra, í síma 8007000. Það er
skemmst frá því að segja að í þeirri
tilraun var ég sett á biö í 45 mínút-
ur. Þegar síminn hringdi loksins
inn var línan greinilega tekin en
enginn svaraði mér. Ég heyröi ein-
ungis raddir þjónustufulltrúa að
tala saman í nokkrar sekúndur en
þá slitnaði skyndilega „samtalið"! -
Þetta kalla ég furðulega þjónustu og
veit ekki hvað þetta á að þýða.
Fyrirtæki, í hvaða grein sem það
er, á að geta tryggt aö svona atvik
gerist ekki. Ég hef áöur hringt
þama inn og beðið mjög lengi.
Spumingin er kannski hvort þetta
sé nokkuð einstakt tilfelli. Ég hneig-
ist til að halda að svo sé ekki ekki
og það er enn alvarlegra mál. -
Furðulegt að hafa ekki lesið um
vandræði annarra í þessu eða svip-
uðum tilvikum.
Dagfari
Grýlan aflífuð tvívegis
íslenskir knattspymumenn gerðu það gott
gegn Svíum í fyrradag; unnu þá í tveimur
landsleikjum sama daginn og geri aðrir bet-
ur. Fjöimiðlamenn sem lýstu leiknum spör-
uöu ekki stóra orðin frekar en fyrri daginn
og allt var þetta stórkostlegt og frábært,
sama hvað landinn gerði.
Ekki skal dregið úr því afreki íslenskra
knattspymumanna að vinna tvo sigra gegn
Svíum sama daginn. Slíkt gerist ekki á hverj-
um degi að Svíagrýlan fræga sé aflífuð tví-
vegis sama daginn. Reyndar er hálf öld liðin
frá síðasta sigri okkar á Svíum. Þaö var þeg-
ar Ríkharður Jónsson gerði garðinn frægan.
Leikmenn íslenska liðsins eru fastir fyrir.
Þeir láta allt tal um Svíagrýlur lönd og leið.
Hetjumar voru aldar upp á íslenskum mat,
skyri og slátri og öðru slíku sem reynist mönnum
vel þegar á hólminn er komið. Oftar en ekki
hristu okkar menn Svíana af sér eins og lýs. Er
vonandi að Danir fái svipaða meðferð er þjóðim-
ar mætast í haust.
Eitt vakti mikla athygli. Aðsókn að leiknum
var nyög léleg. Aðeins sáu um flmm þúsund
manns sér fært aö mæta á leikinn og hlýtur það
að vera forystumönnum knattspymunnar mikiö
áhyggjuefni. Þessi dapra aðsókn er ekki síöur at-
Mikilvœgt er að þeir sem stjóma
útsendingum frá þessum greinum
hafi þekkingu á því sem fjallað er
um og slíkt hefur verið fyrir hendi.
hyglisverð fyrir þær sakir að íslenska landsliöiö
hefur veriö að ná góðum árangri síðustu misser-
in. Einhverra hluta vegna hefur þessi góða
frammistaða ekki skilað fleira fólki á völlinn.
Mönnum finnst þaö aumt þegar álíka margir
áhorfendur mæta á landsleik á Laugardals-
velli gegn Svíum og á hveija torfærukeppn-
ina af annarri. Sífellt er talað um mikinn
áhuga íslendinga á knattspymu en þessi
mikli áhugi skilar sér ekki á stórleiki á
Laugardalsvelli.
Nýjar íþróttagreinar era stöðugt að verða
fyrirferðarmeiri i fjölmiölum. Formúlu 1, tor-
færa og hnefaleika má flokka undir nýjar
íþróttagreinar sem náð hafa gríðarlegum vin-
sældum hérlendis. MikOvægt er að þeir sem
stjóma útsendingum frá þessum greinum
hafi þekkingu á því sem fjallað er um og
slíkt hefur verið fyrir hendi. Hins vegar er
langur vegur frá því að íslenskt mál sé talað
í þessum lýsingum og má þar margt bæta.
Sérstaklega má einn vinsælasti söngvari þjóöar-
innar, Bubbi Morthens, taka sig á. Lýsingar hans
á hnefaleikakeppni era oft afleitar hvað málfarið
varðar. Orðaforðinn er ótrúlega snauður og með-
ferðin á því litla sem til staðar er oft bamaleg og
hreinlega vitlaus. Oftar en ekki era það þó aðstoö-
armennimir sem ekki era talandi. Þvi er þó öfúgt
farið í hnefaleikunum þar sem Ómar Ragnarsson
er frábær að vanda og skarar fram úr.
Dagfari
Guölaugur Þór Þórðarson
og Helgi Hjörvar
Ekki beint hollir Reykvíkingum.
Vilja ræða við
landsbyggðina
Kjðsandi i Reykjavik skrifar:
Ég hlustaði á þáttinn í vikulokin
að venju. Þar voru m.a. borgarfulltrú-
amir, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson
og Helgi Hjörvar. Rætt var um flug-
völlinn í Vatnsmýrinni. Báðir snar-
snerast þeir í kringum málið. Endaði
Guðlaugur meira að segja á því að
segja að þar sem innanlandsflugið
væri nú mest til ísafjarðar, Akureyr-
ar, Egilsstaða, Hornafjaröar og Vest-
mannaeyja þyrfti nauðsynlega að
halda fund með íbúum þessara staða
áður en nokkuð yrði aðhafst um að
leggja niður Reykjavikurflugvöll! Það
mun ekki vefjast fyrir okkur Reyk-
víkingum að sniðganga svona full-
trúa í næstu kosningum. Þeir eiga
bara að bjóða sig fram í sinni sveit.
Harmoníkan í
Nærmyndina
Jóhanna hringdi:
Ég er ein þeirra sem elska harm-
oníkutónlist og oft hefur hún hljómað
í Ríkisútvarpinu, en samt ekki nógu
oft. Ég hlusta til dæmis ávallt á þátt-
inn Nærmynd og hef beðið umsjónar-
mann hans um að flétta nú einhvem
tíma harmoníkutónlist inn í þáttinn,
a.m.k. við og við. Þó hefúr ekkert
gerst enn. Ég skora nú á þáttarstjóra
Nærmyndar að verða við þessari ein-
földu en frómu ósk og koma harm-
oníkunni í „nærmynd", þessu eyma-
konfekti flestra fúllvalda íslendinga.
Leiðrétting:
Ekki Málara-
meistarafélagið
í kjallaragrein Atla Hraunfjörð,
„Hvað er að hjá Málarafélaginu?" og
birtist í DV í gær, skeðu þau mistök
að birta mynd af stjóm Málara-
meistarafélagsins, sem hélt hóf sitt í
hittifyrra. Mynd þessi (sem hér er
endurbirt) átti ekki að birtast og
biður blaðið viðkomandi velvirðing-
ar á mistökunum.
Barnabætur
Framsóknar
Dýrfinna skrifar:
Það ætlar að verða djúpt á loforði
Framsóknarflokksins um óskertar
bamabætur. Nú segja þeir í flokknum
að þetta rætist á næsta ári - og aðeins
að hluta! Hver trúir því? Þeir segja
líka að sjálfstæðismenn séu til trafala
í málinu. Þetta sérstaka mál hlýtur að
hafa verið eitt af samningsatriðum í
stjómarmyndunarviðræðunum, svo
að hér er ekki um nein vafaatriði að
ræða, finnst kjósendum Framsóknar.
Þetta mál verður að skýra betur fyrir
almenningi. Engin vettlingatök eða
humm og ha og kannski. Einfaldlega
efndir og það á þessu ári.
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.ls
Eöa sent bréf til: Lesendasi&a DV,
Þverholtl 11, 105 ReyKJavik
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.