Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2000, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 2000 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjórí og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglyslngar@ff.is. - Dreiftng: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sigur á Svíum Síðustu ár hafa verið góð fyrir íslenska knattspymu, og þá sérstaklega fyrir landslið karla. Árangur liðsins hefur þegar vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi og nú er svo komið að fá landslið geta gengið að sigri vísum gegn sterku landsliði íslands. Á siðustu árum hafa íslendingar fengið að upplifa lítið ævintýri með landsliðinu, fyrst með styrkri stjóm Guðjóns Þórðarsonar og nú undir stjóm Atla Eðvaldssonar. Verð- skuldaður sigur á sterku liði Svía á Laugardalsvellinum síðastliðinn miðvikudag undirstrikar aðeins hve langt er hægt aö ná þegar saman fara hæfileikar og sjálfstraust. Sama dag lagði landslið íslands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, jafnaldra sína frá Svíþjóð þannig að framtíðin er björt sé rétt á málum haldið. Glæsilegur árangur í leiknum gegn Svíum er ekki tilvilj- un. Á undanfómum árum hafa íslenskir knattspyrnumenn gert útrás til annarra landa og tugir ungra hæfileikamanna hafa atvinnu af því að spila knattspymu víða um Evrópu. Margir hafa vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína og eru erlend stórlið tilbúin að greiða hundruð milljóna króna fyr- ir að fá þá í sínax, herbúðir. Þá má ekki gleyma kaupum ís- lenskra fjárfesta á Stoke City undir forystu Guðjóns Þórð- arsonar. Hvort sú fjárfesting skilar því sem að er stefnt á eftir að koma í ljós. íþróttir eru orðnar umfangsmikil atvinnugrein víða um heim og þá ekki síst knattspyma. Hægt og bítandi hefur áhugamennskan orðið undir. Jafnvel Ólympíuleikamir, sem eitt sinn voru sigurhátíð áhugamanna, em orðnir að stórri viðskiptahátíð þar sem atvinnumenn standa fremst- ir í flokki, hvort heldur er á sviði íþrótta eða viðskipta. Áhugamenn fá að vera meö til að vera með og minna á gamla tíma og gamlar hugsjónir sem skipa ekki lengur sess á þessari miklu íþróttahátíð. Samþætting íþrótta og viðskipta hefur einnig átt sér stað hér á landi, sérstaklega í knattspymu. Hægt og bítandi eru áhugamennimir að hverfa en atvinnumenn að taka við. Þróunin er eðlileg og nauðsynleg ef íslenskir knattspymu- menn eiga að standa vel að vígi í keppni við aðrar þjóðir, eins og íslendingar gera kröfu um. íslensk félagslið munu aldrei hafa bolmagn til að keppa við erlend stórliö um þá sem skara fram úr í knattspymu. Útflutningur á hæfileikum getur hins vegar orðið þeim mikilvægur og raunar forsenda fyrir því að hægt sé að reka samkeppnishæfa knattspymu. Og einmitt þess vegna verða íþróttafélögin að hyggja vel að undirstöðunum og þvi sem mikilvægast er. Ekkert íþróttafélag fær þrifist til lengdar leggi það ekki áherslu á gott unglinga- og bamastarf sem er ekkert annað en fjárfesting í framtíðinni og hæfileikum. Atvinnubílstjórar í háska Þegar hvert slysið rekur annað þar sem langferðabílar koma við sögu hlýtur almenningur að spyrja sjálfan sig hvort öryggismál séu í lagi hjá íslenskum atvinnubílstjórum og fyrirtækjum þeirra. Þegar bílstjóri með 14 erlenda farþega ákveður að fara í svaðilfor og virða að vettugi viðvaranir og lokun þjóðvega vegna náttúruhamfara hljóta forráðamenn ferðaskrifstofa að leita svara við því hvort óhætt sé að skipta við íslensk rútufyrirtæki. Alvarlegum spurningum er ósvaraö um hæfni og mennt- un íslenskra atvinnubílstjóra sem taka aö sér flutning á inn- lendum og erlendum ferðamönnum. Það er af sem áður var þegar flestum þótti ömggast að ferðast í rútum. Þá vom van- ir menn við stjóm. Óli Bjöm Kárason Skoðun Samfylkingin vekur væntingar Alþjóðavæðing og gífurlegar samfélagsbreytingar eru sýni- legir áhrifavaldar í daglegu lífi fólks. Frelsið á ijármagnsmark- aði og tiltölulega nýr hluta- bréfamarkaður hefur kúvent gömlum formum. Við stýrum ekki lengur fjárfestingum, t.d. lífeyrissjóða, til samfélagsverk- efna eins og fyrir fáum misser- um. Opið flæði fjármagns vinn- ur gegn miðstýrðri gengis- stefnu og brask með krónuna er nýtt og framandi. Ungu fólki er eölilegt að fjárfesta á mark- aði og reyndar virðast allir ald- urshópar meðtaka hið nýja sparnað- arform í einhverjum mæli. Þeir sem menntast hafa til starfa á fjármálamarkaði og skyldum grein- um spyxja ekki lengur bara um laun- in heldur hver verði hlutabréfaþátt- ur teknanna. Þeir sem tök hafa á nýta sér mismun í skattlagningu. Ágóðahugsunin er afar sterk í dag og getur unnið gegn viðhorfum um sam- stööu og samhjálp ef við gætum ekki að okkur. Gömlu gildin í umræðunni verð ég áþreifanlega Rannveig Guðmundsdóttir formaOur þingflokks Samfylkingarinnar vör við væntingar til Samfylkingarinnar. Að jafnaðarstefnan eigi brýnt erindi við þaö flókna markaðs- og upp- lýsingasamfélag sem við lifum nú í, að breyttar samfélagsaðstæður kalli á önnur viðhorf og vinnubrögð en þau sem ríkt hafa í íslenskum stjómmálum. Stofnfundur Samfylk- ingarinnar lagði ríka áherslu á samhjálp og al- mannahagsmuni, jafn- rétti og sjónarmið neytenda, að al- þjóöavæðing snýst ekki aðeins um viðskipti heldur félagsleg, menning- arleg og pólitísk málefni. Og Sam- fylkingin hefur sett mennta- og upp- lýsingamál í öndvegi sinnar stjóm- málastefnu. Upplýsingabylting síð- ustu ára kórónar þær breyttu að- stæður sem við búum við, opnar okk- ur nýjar sýnir til allra átta og skapar margvísleg tækifæri á vinnumarkaði bæði í þéttbýli og dreifbýli. Farsæld byggist á menntun Stjómmálaflokkar eru tæki til að „Þeir sem tök hafa á nýta sér mismun í skattlagningu. Ágóðahugsunin er afar sterk í dag og getur unnið gegn viðhorfum um samstöðu og samhjálp ef við gcetum ekki að okkur. “ ná fram markmiðum. Samfylkingin er nýtt afl sem svarar kalli tímans i íslenskum stjórnmálum. í ræðu sinni á stofnþingi Samfylkingarinn- ar sagði Össur Skarphéðinsson, for- maöur hennar, m.a.: „í flóknu mark- aðssamfélagi framtíðarinnar tekur framleiðslan í æ ríkari mæli mið af upplýsingabyltingunni og byggist á háþróuðu hugviti. Farsæld einstak- linga jafnt sem samfélaga mun þess vegna byggjast á menntunarstiginu. Menntun verður því höfuðlykill að velmegun og félagslegu réttlæti." Reykj avíkurflugvöllur - hlutlaust mat? Hið hörmulega flugslys sem varð á Reykjavíkurflugvelli í lok verslunar- mannahelgarinnar hefur endurvakið umræðuna um það hvort ekki kunni að vera eitthvað bogið við þráhyggj- una sem virðist ríkja meðal ráða- manna samgöngumála í landinu aö hafa flugvöll í höfuðborginni miðri. Skammtímafrarnkvæmd Kjallarahöfundur er orðinn svo gamall að hann vann á stríösárunum við gerð vallarins og kynntist þar m.a. mjög sérstakri verktækni Breta sem bar þess augljós merki að vallar- gerðin væri skammtímaframkvæmd en ekki ætluð til frambúðar. í stríðs- lok hefði því verið fremur lítið mál aö flytja völlinn. Beindu menn þar helst sjónum að Álftanesi en það hefði án efa verið besta lausnin ef flugvöllur átti að vera í námunda við höfuðborgina. Þá væri Vatnsmýrin miðhluti Reykjavíkur og sú dreifmg byggðar sem nú er raunin hefði a.m.k. tekið á sig aðra mynd. En okkur íslendingum hefur sjaldan verið lagið að horfa til langrar framtíðar. Og nú er flugvöllurinn vandræðabarn, sem flestir Reykvíkingar mundu gjama vilja koma í fóstur annars staðar. Kjallarahöfundur var líka í vinnuhópi, sem var falið að skoða almanna- vamir í landinu, með sér- stöku tilliti til sjúkrahúsa, en um leið ýmsa aðra þætti svo sem tækjabúnað og dreifmgu og samhæfingu björgimarsveita. Til að starfa með hópnum var fenginn bandarískur ráðgjafi, Will Perry, sem kom frá Kalifomíu og var sér- lærður í viðbrögðum við jarðskjálft- um. Hann fluttist síðar til landsins og andaðist hér fyrir nokkrum árum. Alvarlegt fjöldaslys Þetta var á dögum kalda stríðsins og bar starfsemi hópsins þess nokkur Árni Björnsson læknir merki, en um leið og hópur- inn skoðaði viðbrögð við kjamorkuárás, skoðaði hann líka hættuna og viðbrögð við fjöldaslysum innanlands, svo sem jarðskjálftum, eldsvoða, umferðarslysum o.fL Al- mannavamir vom á þessum tíma lítt hugsað fyrirbæri hér á landi, m.a. var aðal- birgðastöð Almannavama uppi í ívlosfelissveit. Þangað var tröllavegur sem var ófær vegna snjóa stóran hluta vetra og ýmislegt af því góssi sem þar var geymt mundi varla eiga heima innanum búnað til almannavama. Niðurstaða hópsins, var að alvar- legasta fjöldaslys sem gæti orðið í Reykjavík burtséð frá loftárás væri ef flugvél, hlaðin eldsneyti, hrapaði niður í miðbæ Reykjavíkur, um há- annatímann. Var slyslð ekki nógu stórt? „Hulinn verndarkraftur" hefur hlíft ----- - ~ •* -frL - - Ji■* •» * ' ; fi£i " .rý' ?. -jUj. ''r* - ‘ „En okkur íslendingum hefur sjaldan verið lagið að horfa til langrar framtíðar. Og nú er flugvöllurinn vandrœðabam sem flestir Reykvíkingar mundu gjama vilja koma í fóstur annars staðar. “ Með og á móti Reykjavík við slíkri vá i þá áratugi sem liðnir em síðan þessi athugun fór fram því slys hafa óneitanlega verið fá- tíð í tengslum við Reykjavikurflugvöll. En nú hefur orðið slys, sem þó virðist ekki ætla að hafa önnur áhrif en þau að umferð mn völlinn verður takmörk- uð að sinni, en áformin um endurnýj- un standa óbreytt. Var þetta slys ekki nógu stórt? Engum dettur í hug að yf- irvöld samgöngumála séu að láta fara fram miklar og dýrar endurbætur á vellinum svo ekki sé minnst á nýja flugstöðvarbyggingu sem verði eytt eft- ir 16 ár. Augljóst er að verið er að festa flugvöllinn endanlega í Vatnsmýrinni. Nú spyr fávís lelkmaður Ef hugmyndin er að flytja flugvöll- inn eftir 16 ár, hugsanlega til Kefla- víkur, hvers vegna í ósköpunum er því fé sem varið er til dýrra endur- bóta á vellinum og til að byggja þar nýja flugstöð ekki varið til þess að gera Reykjanesbrautina að hraðbraut með fjórum akreinum? Það verður óhjákvæmilegt hvort eð er. Um leið mætti færa Umferðarmiðstöðina þangað sem hún hefði meira svigrúm og þar sem flugafgreiðsla, a.m.k. fyrir iimanlandsflug, gæti farið fram. Það er og hefur alltaf verið aug- ljóst að það er hættulegt að hafa flug- vöfl í miðri borg. Það verður svo að meta hvort sú hætta vegur á móti þeim þægindum sem eru því sam- fara að hafa flugvöllinn þar sem hann er. - Á að gera á því hlutlaust mat eða bíða eftir stóra slysinu? Tekið skal fram, að þetta var skrif- að, áður en ég las ágætan leiöara Jónasar Kristjánssonar í DV um síð- ustu helgi. Ámi Bjömsson rflugvöllur að fara eða vera? Frekar en þétt byggö ljótra bygginga Fleinn í síðu borgarlandsins j „Mér þykir vænt um flugvöll- | inn að mörgu leyti W* og hann er samof- inn lífi mínu og fjölskyldu minnar um 50 ára skeiö. Og mér þykir þetta opna svæði sem hann skapar aðlaðandi. Þess vegna hugnast mér hann frekar en þétt byggð misfagurra bygginga. En hann er að sumu leyti orðinn tíma- “ skekkja - innlyksa í þéttri byggð - stórborg. Og honum fylgir ónæði og slysahætta þvi flugtak og lending eru langhættulegustu hlutar hverrar flug- ferðar. Það var hrein heppni og tilvilj- un að flutningaflugvél sem fórst við Oli Hilmar Jónsson arkitekt Tjarnarendann fyrir nokkrum árum fór ekki niður í Austur- stræti eða Alþingishúsið. Þar hrökk annar hreyfiflinn í „reverse" (afturábak) og það hefði getað gerst hvar sem var yfír miðbænum. Hitt er svo annað mál að það myndu sjálfsagt fleiri slasast og farast í umferðar- slysum á væntanlegu bygging- arsvæði flugvallarins heldur en flugslysum á sama tíma. Þetta er því ekki einfalt mál. Helst vildi ég sjá flugvallarsvæðið sem útivistarsvæði að stærstum hluta, en það er víst ósk- hyggja.“ r„Þau rök sem hafa verið sett fram fyrir því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýr- inni eru einna helst þau að Reykjavik sé höfuðborg lands- ins og hafi því einhverjar sér- stakar skyldur til þess að landsmenn allir komist 20 til 30 mínútum fyrr til Reykjavík- ur. Lítilmótleg rök í saman- ““ burði við þau rök sem eru fyrir því að leggja hann niður - í áfongum, ef ekki vill betur. Þau rök eru helst aö völlur- iim er óumdeflanlega fyrir í skipulagi og þróun byggðar í höfuðborginni. Ég er þeirrar skoðunar að ef við ekki Bjarni Kjartansson verkefnisstjóri bregðumst fljótt við og bjóðum fyrirtækjum í þekkingariðn- aði og háskólatengdri starf- semi góðar lóðir og lífvænleg vinnuskilyrði munum við inn- an skamms verða að heyja baráttu til aö halda unga fólk- inu hjá okkur og missa ekki rjómann cif hinni nýju alda- mótakynslóð til fjarlægra landa með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Slíkar fómir eru með öllu óásættanlegar fyrir íslend- inga, bara til þess að innanlandsflugið geti áfram verið fleinn í síðu borgar- skipulagsins við „þjónustu" við emb- ættismenn á dagpeningum sem eru á faraldsfæti." Þessi orð Össurar eru tfl marks um þann metnað og þau markmið sem Samfylkingin setur sér. Við ætl- um og vfljum verða mótandi og leið- andi afl í íslensku samfélagi á nýrri öld. Rannveig Guðmundsdóttir Ummæli Hagsmunir borgarbúa „Tímabært er að Flugmálastjóm taki upp faglega og ábyrga stefnu og taki m.a. mið af hagsmunum höfuðborgarbúa... Brýnt er að borgar- stjórn ákveði að flug- rekstri skuli hætt í Vatnsmýri. Gnótt upplýsinga af hagrænum, heilsufars- legum, samfélagslegum, siðferðilegum og menningarlegum toga gerir auð- skilið, að ekki er stætt á því að stunda flugrekstur í miðborg Reykja- víkur.“ Örn Sigurösson arkitekt í Mbl. 17. ágúst Útboð meginregla „Grundvaflarreglan sem á að hafa í heiðri er þessi: Svona verk á að bjóða út. Til þess var Reykjavíkurlist- inn kosinn að hafa grundvallarreglur í heiðri umfram allt... Útboð kann að vera dýrt og svifaseint ef mikið liggur á en einhvers konar forval sem skilgreinir verkið og leit- ar eftir bjóðendum á að vera megin- regla. Skiptir þá engu þótt pólitískan óþef leggi langar leiðir af þeim sem uppgötva fegurðina í grundvallarregl- unni bara þegar þeim hentar, en ann- ars ekki." Stefán Jón Hafstein í Degi 16. ágúst Kvikmyndagerð „Það var skömmu Enn er ekkl séð fyrir endann á deilunni um Reykjavíkurflugvöll og hvort hann veröur eða hverfur. 'Mfþjóðviljinn fyrir þing- kosningar í fyrra sem Finnur Ingólfs- son, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti áætlun um að kaupa stuðning kvikmyndagerðarmanna með því að leggja fram frumvarp um sérstakar skattaívilnanir fyrir kvikmyndagerð... í raun eru þó ívilnanir sérstakra fyr- irtækja eða atvinnugreina eins og þessarar ekkert annað en ríkisstyrkur sem önnur fyrirtæki bera kostnaðinn af í hærri sköttum." Úr Vef-ÞjóBviljanum 17. ágúst Flugbrautir í Vatnsmýri „Ein flugbrautin liggur frá dyrum Landspítalans að Bessastöðum forset- ans og önnur flug- braut liggur að dyr- um Háskólans. Sú þriðja stefnir beint á Borgarspítalann. Aðflug og brottflug er yfir sjálfan miðbæ Reykjavíkur með Alþingishúsið, Dómkirkjuna og Miðbæjarskólann í skotmáli... Seinni heimsstyrjöld verður að ljúka í Vatns- mýrinni eins og henni lauk á öðrum vígvöllum álfunnar." Ásgeir Hannes Eiríksson í Degi 17. ágúst KíETlNiela \A-g> KfeYpnZJM <Sf=lL-UE3PÍ ) ( Menn eða málefni? Eins og horfur eru nú um miöjan ágústmánuð er George W. Bush sig- urstranglegri í kosningunum í nóv- ember en Albert Gore, enda þótt í þessari viku ætti venju samkvæmt almenningsálitið að sveiflast í takt við þá fjölmiðlaathygli sem flokks- þing demókrata ætti að draga frá repúblikönum og að demókrötum. Ástæðan er í fyrsta lagi áhugaleysi, rúmlega 50 prósent kjósenda telja engu máli skipta hvor sé forseti, en fyrst og fremst frambjóðenda. Hvað sem líður verðleikum er Bush persóna sem fellur almenningi vel i geð, en Gore þykir þurrrdrumb- ur og lítt áhugaverð persóna. Á sjón- varpsöld skipta hlutir af þessu tagi höfuðmáli. Þess má geta að frá því skoðanakannanir hófust, hefur eng- inn frambjóðandi sem var með minna fylgi í byrjun september náð kjöri í nóvember. En almenningsálit- ið breytist frá degi til dags og mæl- ingar á því lítt marktækar enn þá. En bil frá 5 upp í 17% Bush í hag er ekki góður fyrirboði fyrir Gore, á sama tíma og þessar sömu kannanir benda til stórsigurs demókrata í full- trúadeild þingsins og jafnvel ávinn- ings í öldungadeildinni. Það er þvert á öll fordæmi, þar sem forsetinn dregur flokkinn upp, en ekki öfugt. Það besta frá andstæðingunum Ástæðan er sú að kosningar í ein- stökum kjördæmum og fylkjum snú- ast um staöbundin málefni, en for- setaembættið og það sem því fylgir er að mestu utan áhugasviðs al- mennings. Stóru málin í þessari kosningabaráttu til alríkisstjómar- innar eru endurbætur á almanna- tryggingum, menntakerfmu og líf- eyrissjóðum. Þar hafa repúblikanar notað sömu aðferðir og Clinton beitti 1992, þeir hafa tekið það besta frá andstæðingunum og gert að sínum málum, á yfir- borðinu að minnsta kosti. Þetta er mesti vandi Als Gore, að skilja sín málefni frá málefnum repúblikana. Á flokksþingi repúblik- ana var allt lagt upp úr því að höfða til málefna sem hafa í áratugi verið „eign“ demókrata svo sem velferð- armál. Stefnuskrá flokks- _ ins segir aðra sögu, en hana lesa fáir. Demókratar Gunnar Eyþórsson blaöamaöur hafa lengi barist gegn ofurvaldi risavax- inna Ijölþjóðafyrirtækja sem halda uppi milljarða dollara hagsmuna- gæslu í Washington, að mestu í þágu repúblikana, en þessi hagsmuna- gæsla hvarf í skugga persónuleika George W. Bush og þeirrar stað- reyndar að hann er mæltur á spænsku og höfðar því til minni- hlutahópa, að mati auðjöfranna, sem Bush-fjölskyldan reyndar tilheyrir. Sú staðreynd að minnihlutahópar, hvort sem eru svartir eða spænsku- mælandi, eiga hvergi erfiðara upp- dráttar en í Texas, þar sem Bush er ríkisstjóri, var hvergi nefnd, en kann að skipta máli síðar. Pabbi, Lieberman og Monica George Walter (W) Bush er sonur George Herbert Walker Bush, arf- taka Reagans, sem vann sér það til frægðar að koma efnahag Bandaríkj- anna í vonlausan taprekstur, en samtímis að endurreisa þjóðarstolt Bandaríkjamanna meö sigrinum í Persaflóastríðinu. Bandaríkjamenn hugsa meira um þann sigur en það efnahagsöngþveiti sem Bush erfði frá Reagan, og líst vel á son hans. í raun er það eina ástæðan fyrir fram- boði hans. Undir stjóm Clintons hef- ur efnahagur Bandaríkj- anna blómgast meira en nokkru sinni í sögunni og ríkisbúskapurinn er rekinn með óheyrilegum hagnaði. Kjósendur virðast taka það sem sjálfsagt mál. Um Mon- icu þarf ekki að fjölyrða, að öðru leyti en því að hún tengist Lieberman. Lieber- man var fyrsti stuðningsmaður Clintons til að gagnrýna hann opin- berlega fyrir siðferðisbrest í mesta trúnaðarstarfi ríkisins. Þessi sérstaða Liebermans þar sem hann sagði sannfæringu sína opinberlega í trássi við flokkinn ger- ir hann trúverðugan og dregur úr þeirri samsömun sem ýmsir kjósend- ur hafa milli Clintons og Gore. Sú staðreynd að Lieberman er rétttrú- aðar gyðingur er ómælanleg stærð. Sumar skoðanakannanir benda til að allt að 60% Bandaríkjamanna mundu aldrei kjósa gyðing. Núver- andi skoðanakannanir benda til að áhrifin séu engin. En muna má þau fomu orð, að „hægt sig hreyfir / sú hin kalda / undiralda". Andúð á gyðingum er ekki ásættan- leg á yfirborðinu meðal Bandaríkja- manna, en hvað menn gera í kjörklefa er annað mál. Val Gores á Lieberman er tvíeggjað. Það kann að hjálpa til við að losa hann undan skugga Clint- ons. Hvort það hjálpar honum til að varpa bjartara ljósi á framtíðina en George W. er annað mál. Gunnar Eyþórsson „Andúð á gyðingum er ekki ásœttanleg á yfirborðinu meðal Bandaríkjamanna, en hvað menn gera í kjörklefa er annað mál. Val Gores á Lieberman er tvíeggjað. Það kann að hjálpa til við að losa hann undan skugga Clintons. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.