Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 13
13 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 DV_______________________________ Útlönd Euan Blair veldur ónæöi Elsti sonur Tonys Blairs, forsætisráöherra Bretlands, og tveir vinir hans röskuöu svefnró gesta á ítölsku hóteli um daginn, aö sögn fjölmiöla. Elsti sonur Blairs aftur í fréttum: Sprengja grandar tveimur löggum Sprengja varð tveimur lögreglu- þjónum að bana á Norður-Spáni í gær. Talið er að ETA, aðskilnaðar- samtök Baska, beri ábyrgð á ódæð- isverkinu. Þijátíu og tveggja ára lögreglu- kona lést samstundis þegar sprengja tætti eftirlitsbifreið hennar í sund- ur en 22 ára lögreglumaður sem var með henni í bílnum lést af völdum sára sinna eftir að hann kom á sjúkrahús. Lögreglan telur að sprengjunni hafl verið komið fyrir undir bílnum. „Þetta var gríðarleg sprenging sem heyrðist um allan bæinn og reykjarmökkur eins og sveppur í iaginu steig upp í loftið," sagði José Luis Sanchez, bæjarstjóri í Sallent de Gallego sem er nærri landamær- unum að Frakklandi. Bærinn er ekki í Baskalandi en talið er að skæruliðar ETA komi yfir landa- mærin til Spánar þar um slóðir. HUSGAGNAVERSLUN Utsala Var með hávaða og læti Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, íhugar nú hvort hann eigi að bera fram formlega kvörtun vegna frétta fjölda breskra blaða um sumarleyfisævintýri Euans, 16 ára gamals sonar hans. Bæði breskir og ítalskir fjölmiðl- ar segja að Euan Blair og tveir vin- ir hans hafi raskað svefnró gesta á hóteli á sumarleyfiseyjunni Ponza í síðustu viku með háreysti og látum á göngum hótelsins. Talsmaður forsætisráðherrans og hjónin sem litu til með Euan segja hins vegar að fréttir þessar eigi ekki við nein rök að styðjast. Fréttir herma að Euan og tveir a hoteli vinir hans hafi verið reknir í rúmið vegna óláta í lyftu hótelsins. Þeir höfðu komið þangað um klukkan fjögur að morgni eftir að hafa eytt kvöldinu á diskóteki. Hótelstjórinn segir að piltarnir hafi ekki látið segjast fyrr en hann tók rafmagnið af lyftunni. Euan komst í fréttir fyrir nokkrum vikum þegar lögreglan hirti hann dauðadrukkinn upp af götu í miðborg London. Hann var þá fluttur á lögreglustöð áður en hann fékk að fara til síns heima í Downingstræti. Mál þetta varð hið vandræðalegasta fyrir forsætisráð- herrafj ölskylduna. Só*asett 10-50% SVcápaí Stó\aí Stendur til 27. ágúst Bo*ðst° s5°5n UUROCAWO ■ f Smiöjuvegur 2 • www.jsg.is • s. 587 6090 MasigíCaW V/SA L raðgreiðslur, 36 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.