Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 Skoðun i>v Jarðgangaáætlun Spurning dagsins Ertu stolt/ur af frammistöðu íslenska landsliðsins í fótbolta? Árni Bjarnason sjómaður: Já, mjög svo. Þeir hafa veriö í upp- sveiflu frá því Guöjón tók viö. Valdimar Jónsson stuðningsfulltrúi: Ég er mjög ánægöur meö þá. Þeir standa sig mjög vel miöaö viö smæö okkar. Kjartan Bjarnason tryggingaráðgjafi: Gífurlega stoltur, aöallega þó fyrir þaö aö yfirstíga Svíagrýluna eftir 49 ár. Ylfa Rún Jörundsdóttir nemi: Ég er mjög stolt, þeir eru nú svo sætir. María Steinarsdóttir þjónn: Já, ég er mjög svo stolt. Róbert Þór Ólafsson, vinnur í Ofnasmiðjunni: Já, ég hef aldrei fílaö íslendinga í fótbolta en núna eru þeir góöir. Guðmundur Karl Jónsson skrifar: Sú jarðgangaáætlun Vegagerðar- innar sem Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra kynnti á blaðamanna- fundi fyrr á árinu vekur litla hrifn- ingu hjá þingmönnum Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmis eins og fram kom i rangfærslum Kristjáns Páls- sonar og Gunnars Inga Birgissonar um Vestfjarðagöngin og byggðimar við utanverðan Eyjafjörð. Þá stóð ekki á harkalegum við- brögðum þegar þingmenn þeirra svöruðu illu til, eins og við mátti búast, og kölluðu ummæli Kristjáns Pálssonar og Gunnars Inga skamm- sýni og auglýsingabrellu. Og sömu svör hefðu þingmenn Austfirðinga veitt ef þeirra kjördæmi hefði orðið fyrir aðkasti af þessu tagi eins og íbúar dreiíbýlisstaðanna á Norður- landi og Vestíjörðum hafa fengið að fmna fyrir. Andstaða Norðlendinga við gerð Matthias Guðmundsson skrifar: Fólk hlær sig máttlaust að uppá- komunni í Útvarpshúsinu við Efsta- leiti þegar maður fór þar inn og tók þrefalt öryggiskerfi úr sambandi. Og svo á að skella því á manninn, að hann sé ekki í andlegu jafnvægi. Mér þykir nú fremur eitthvað bogið við almenning sem kyngir því að láta kúga sig með skylduafnota- gjöldum fyrir það sem margir vilja ekki fá. - Já, hvað segði þá fólk ef ríkisblað yrði gefið út með sömu skilyrðum? Nú hefur útvarpsstjóri hins vegar óskað eftir lögreglurannsókn og skýrslu um málið. - Þetta minnir mig á hinn mæta og vinsæla sýslu- mann á Húsavík á árunum. Þar kvörtuðu menn (en þó einkanlega „Að meðtöldum göngum milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar er heppilegra að bjóða út jarðgöng undir Oddsskarð, nálœgt sjávar- máli, á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar. “ jarðganga á milli Ólafsfjaröar og Siglufjarðar kemur á óvart um leið og þeir snúast á sveif með Austíirð- ingum vegna stóriðjuframkvæmda á Reyðarfirði. Þessi andstaða Norð- lendinga gegn Ólafsfirðingum og Siglfirðingum kemur aðallega frá Eyfirðingum og Skagflrðingum sem frekar vilja lagningu heilsársvegar frá Ketilási í Fljótum yfir Lágheiði og alla leið til Ólafsfjarðar. Þessari hugmynd geta Eyfirðingar og Skag- firðingar gleymt i eitt skipti fyrir öll. Á þessari leiö getur uppbyggður „Sama mœtti gera í Út- varpshúsinu, án nokkurrar lögreglurannsóknar, því auðvitað eru það innan- hússmenn sem hleyptu óboðnum manninum inn með því að skilja eftir opna hurð að „taugakerfi“ stofn- unarinnar. “ konur) um að bruggað væri í bæn- um og vildu fá rannsókn. Sýslumaður flanaði ekki að neinu en boðaði um síðir alla bæjarbúa á sinn fund, reifaði málið og sagði að hann teldi heppilegustu lausnina þá að er menn kæmu heim af fundin- vegur hvergi verið öruggur fyrir snjóþyngslum og blindbyl. Snjómokstur á þessari leið, frá Ketilási í Fljótum til Ólafsíjarðar, yrði margfalt dýrari heldur en lagn- ing vegar yfir fjörurnar í Haganes- vík að jarðgöngum undir Siglufjarð- arskarð, sem hugsanlega yrðu 4 til 5 km. Það væri hagkvæmara en fyrir- huguð göng úr Siglufirði og Ólafs- firði um Héðinsfjörð sem miklar efasemdir yrðu um. - Andstaða Norðlendinga mun valda því að Ólafsfirðingar og Siglfirðingar kunni þeim litlar þakkir. Að meðtöldum göngum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar er heppilegra að bjóða út jarðgöng undir Oddskarð, nálægt sjávarmáli, á milli Eskifjarðar og Neskaupstað- ar. Þetta hefðu menn mátt vita fyrir löngu hefðu þeir kært sig um það. - Mikilvægast er að Austurland gangi fyrir vegna byggingar álvers á Reyðarfirði. Efstaleiti um leituðu þeir vandlega, hver hjá sér, og tilkynntu svo um niðurstöð- una. Það má nærri geta hver hún varð! Sama mætti gera í Útvarpshús- inu, án nokkurrar lögreglurann- sóknar, þvi auðvitað eru það innan- hússmenn sem hleyptu óboðnum manninum inn með því að skilja eft- ir opna hurð að „taugakerfT stofn- unarinnar. - En hve lengi eigum við íslendingar að búa við svo skert persónufrelsi að þurfa að greiða fyr- ir þjónustu sem við viljum ekki fá? Skjár einn hefur t.d. alveg tekið við áhorfi á Sjónvarpið, sem er orðið einskis virði. Einfaldast er aö loka því að fullu. Útvarpsstjóri sparaði þar ríkinu hundruð ef ekki millj- arða króna. Og áþjáninni yrði létt af almenningi. Tívolí í Kaupmannahöfn. - Ekki svipur hjá sjón frá því á árum áöur. Tívolí í Kaup- mannahöfn Ragnar hringdi: Ég var í Kaupmannahöfn nýlega og finnst hún ekki sú sama og fyrir nokkrum árum, að ekki sé talað um 20 árum eða svo. Ég heimsótti m.a. Tívolí, þennan margfræga og áður yfirburða skemmti- og afþreyingarstað. Þarna var ekki lengur nein reisn. Stutt og lít- ilflörleg sýning á stóra útisviðinu og rakettusýning á miðnætti laugardags- kvölds ekki svipur hjá sjón frá því á árum áður. Matur í Divan I og II ekki til að minnast - nema þá fyrir okur- verð. Hótel Palace og fleiri slík þekkt i niðurníðslu og götur fullar af rónum og tilheyrandi drasli. Tryggt deilumál Svanur skrifar: Nú hafa þingmenn tryggt sér deilu- mál vetrarlangt á Alþingi. Sölu Lands- símans. Ef að líkum lætur er deilu- málið sviðsett og samþykkt í öllum flokkum. Stjómarflokkar fagna, jafnt og stjórnarandstaðan, sem í raun hef- ur ekkert til málanna að leggja I póli- tíkinni. Það er því vísast öllum þing- mönnum fagnaðarefni að þurfa ekki að leggja fram framvörp um eitthvað sem kynni að valda efnislegum um- ræðum og ágreiningi. Sala Landssim- ans er einfalt viðfangsefni og deilur um hana mátulega marklausar af beggja hálfu, stjómar og stjórnarand- stöðu. - Já, þingmenn geta sannarlega sammælst um það sem þeim hentar. Kristnihátíöarnefnd. - Á launum fram á næsta ár. Nefnd á launum Friðrik Jónsson skrifar: í fréttum á Skjá einum kom fram að Kristnihátíðarnefnd, sem skipuð er valinkunnum mönnum, verður á launum langt fram á næsta ár. Sé þetta rétt er hér um hneyksli að ræða. Hátíðin er afstaðin og því ætti enginn nefndarmanna að fá laun lengm:. Hér er á ferð dæmigert þeirra atriða sem æsa almenning og gera hann fráhverf- an þjóðkirkjunni og því sem hún stendur fyrir í samfloti við stjóm- völd? Kristnihátíðin var eitt þeirra „afreka" sem svo snerist svo herfilega upp í andúð fólks á eyðslu og umfangi hins opinbera. Tap Flugleiöa Kristján Kristjánsson skrifar: Varla er hægt að gera ráð fyrir að Flugleiðir hf. geti rétt úr kútnum eftir að hafa tapað rúmum einum milljarði eftir síðasta milliuppgjör félagsins. Og að ætla að ná tapinu aftur með hækk- uðum fargjöldum er nokkuð sem ger- ist ekki án verulegra átaka við við- skiptavinina. Sú tilkynning frá félag- inu er án efa svanasöngur þess á markaði hinna alþjóðlegu flugleiða yfir Atlantshafið. - Nema aftur verði leitað til hins opinbera um aðstoð. En fyrirtæki koma og fara. Tíminn virðist hafa mnnið sitt skeið hjá Flugleiðum. Nýir menn og ný flugfélög taka við. Atlanta t.d., með stærri og þægilegri flugvélar og augljóslega með þekkingu og framsýni að leiðarljósi. DV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn I síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Dagfari Ókristileg flugeldasýning Þjóðin er búin að kasta trúnni, það er alveg augljóst mál. Hún trúir á stokka og steina, nýja bíla, flott fót, hús og flugelda. Hún trúir alls ekki á boðskap kirkjunnar, það hefur verið margsannað og þá ekki síst með hinni þó nokk- uð dýru Kristnihátíð á Þingvöllum. Sjálfur biskupinn taldi tima til kominn að láta virkilega í sér heyra um þessi mál og þann hræðilega og óvægna andbyr sem kirkjan hef- ur orðið að berjast við að undanfórnu. Biskup valdi lika staðinn til þess að messa yfir hinum svörtu sauðum. Hann valdi að þruma yfir lýðn- um í manngerðum neðanjarðarhelli og má segja að hann hafi staðið þar á kollinum á kölska sjálfum. Ef þetta heitir ekki ögrun, þá veit Dagfari ekki hvað ögnm er. Guð hjálpi okkur ef höfðinginn í neðra fer að klóra sér í skallanum af áreitinu, þá er hætt við að Suðurland skjálfi enn á ný. Það er svo sem hin mesta svívirða að vera að tala illa um kirkjunnar menn. Hvað gátu þeir gert að því þó ríkisvaldið vildi spreða hundruðum millj- óna í Þingvallahátíð af tilefni þúsund ára gamalla atburða? Hvað getur kirkjan gert að því þó almenn- ingi blöskri fjáraustur og bruðl af þessu tilefni? Hvað kemur almenningi þaö yfirleitt við þó verið sé að plokka ómælda peninga úr þeirra vösum í Nú er enn höggvið i sama knérunn. Þjóðin lœtur sér enn ekki segjast þrátt fyrir eld- messu biskups í neðanjarðarmessunni. Fimmtíu þúsund, - já, ég segi og skrifa 50.000 manns skunduðu niður í miðbœ Reykjavíkur eina kvöldstund á Menning- amótt til að kikja á uppákomur í öldurhús- um og flugéldasýningu á hafnarbakkanum slíkt prjál og fínheit? - Spyr sá sem ekki veit. Það er auðvitað rétt hjá biskupi að frá sjónarhóli kirkjunnar er eitthvað mikið að hjá þjóðinni þegar hún vildi ekki þiggja ágætt boð um að skunda á Þingvöll. Frá sjónarhóli kirkjunnar er það auðvitað slæmt-mál að fólk vilji heldur sprella og skemmta sér en að hlusta á hámennt- aðar ræður presta og höfðingja. Frá sjónarhóli prestastéttarinnar hlýtur þetta að vera hryllileg uppgötvim. Þúsund ára innræting og kristilegur árangur virðist gjörsamlega hafa misheppnast ef dæma má af dræmri þátttöku í Kristnihátíða- höldunum margfrægu. Nú er enn höggvið í sama knérunn. Þjóðin lætur sér enn ekki segjast þrátt fyrir eldmessu biskups í neðanjarðarmessunni. Fimmtíu þús- und, - já, ég segi og skrifa 50.000 manns skunduðu niður í miðbæ Reykjavíkur eina kvöldstund á Menningarnótt til að kíkja á uppákomur í öldur- húsum og flugeldasýningu á hafnarbakkanum. Þar vom himnamir hreinlega sprengdir í loft upp. Þetta hlýtur að vera hreinasta skömm fyrir þjóðina út frá sannkristnum sjónarmiðum. Það sem meira er, það var ekki einu sinni búið að gera neitt al- mennilegt skipulagsplan hjá lögreglu til að mæta þessum ósköpum. Engir nýir vegir og ekki neitt. Ef þetta er ekki tilefni til að þruma yfir lýðnum, ja, hvenær er þá þörf? ^ n . Lögreglurannsókn í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.