Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 X>V_____________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Þörunn Hrefna Sigurjönsdóttfr ■ Þegar Jón Leifs samdi verkið Baldur samdi hann það sem tón- verk og sviðsuppfærslu án orða. Jafnhliða tónlistinni gerði hann nákvæma lýsingu af uppfærslu verksins og eru þessar lýsingar svo stórbrotnar, öfgakenndar og óhefðbundnar að nákvæm upp- færsla eftir þeim væri vart mögu- leg nema í sýndarveruleika tölv- unnar. Þátttakendur sýningar- innar, samkvæmt hugmyndum Jóns, væru t.d. ekki eingöngu dansarar heldur einnig hreyfilistamenn og íþróttamenn svo og vélmenni. Þó að Jón hefði gert sér mjög ákveðnar hugmynd- ir um uppsetningu Baldurs tók hann það skýrt fram að þeir lista- menn sem réðust í sýningar á verkinu nýttu sinn eigin sköpun- arkrafti við uppfærsluna. Þetta frelsi nýtir Jorma Uotinen sér vel þegar hann semur dansana i upp- færslimni sem sýnd var í Laugar- dalshöllinni á föstudainn. Lýsingar Jóns á sviðsupp- færslu Baldurs endurspegla hug- myndir sem þróast höfðu innan dansins og að einhverju marki innan kvikmyndanna í Þýska- landi á miliistríðsárunum. Þau ár sem Jón Leifs bjó í Þýskalandi var mikið umrót í þarlendum dansheimi þegar ungir danslista- menn höfnuðu gildum hins klass- íska balletts og fóru sinar eigin leiðir í sköpuninni. Frægust var Mary Wigman en hún vann og rak lengi skóla í Leipzig þar sem Jón lærði og hjó um skeið. í verk- um sínum fékkst hún meðal ann- ars við þau innri öfl sem búa í hverri manneskju og þá ekki sið- ur þau myrku en þau ljósu. í hennar huga var ballettinn orð- inn sótthreinsaður vegna ofurá- herslu á léttleika og guðlega feg- urð og möguleikar hans til tján- ingar því takmarkaðir. Hann gæti t.d. ekki lýst þeim þjáning- um sem mannskepnan hafði skapað eins og t.d. með styrjöld- um og byltingum. Dýrsleg stemning Tónlist Jóns Leifs fjallar um öf- und og afbrýðisemi Loka út í Bald- ur og hræðilegar afleiðingar þess. Dregin er upp mynd af göfugleika Baldurs, ást hans á Nönnu og vin- sældum hans meðal ása sem og iil- girni og slægð Loka. Við sköpun dansverks við tón- listina velur Jorma Uotinen að leggja aðaláhersluna á afbrýði Loka vegna ástar Baldurs og Nönnu. Þannig verður ástarsagan í forgrunni en mikilvægi Baldurs fyrir allt líf i goðheimum hverfur í skugg- ann. Vegna þess að dramatík tónlistarinnar felst ekki síður í áhrifúm Baldms í heimi ása veldur þetta því að framvinda verksins verðm á köflum nokkuð óljós. dýrslegum og hömlulausum ástríð- um sem Jón Leifs miðlar í henni. Hópatriðin komust næst því að fylgja tónlistinni hvað óbeislaða orku varðar, einkum í upphafsat- riðinu þar sem mannhrökin eiga sviðið. Örsmáar höfuðhreyfingar sem skjóta upp kollinum hér og þar skapa, ásamt nálægð dansar- anna við gólfið, dýrslega stemn- ingu. Vantar á tiifinningahita íslenski dansflokkurinn stendur sig vel að vanda. Innkoma Loka, Aapo Siikala, þar sem hann sígur inn á sviðið eins og kónguló, var mjög skemmtileg og eitthvað slóttugt við það hvernig hann laumar sér inn í sjónsvið áhorf- andans. Slóttugleikinn týnist síð- an nokkuð í hægum stífum gangi um sviðið og sterkum einfóldum hreyfimynstrum. Einfaldar og skýrar hreyfmgar Baldurs, í túlk- un Sami Saikkonen, lýsa mýkt og blíðu, sérstaklega í samskiptum hans við Nönnu. Greinilegt er að hér eru frábærir dansarar á ferð, þó að átök persónanna væru held- ur bragðdauf sem þungamiðja verksins. Nina Hyvarinen bauð af sér mikinn þokka í hlutverki Nönnu. Tjáning hennar á sorginni vegna dauða Baldurs var t.a.m. bæði sterk og grípandi. Sviðsmynd verksins, speglar, málmplötur, gríðarstórir ís- píramídar og eldspúandi gólf, var mikilfengleg. Lýsingin undirstrik- aði vel stemninguna í sviðsmynd- inni og í dansinum, oft mjög björt en einnig dulúðleg. Búningarnir voru fallegir en hnésiðar lendar- skýlur aðalkarldansaranna og hvítur kjóll Nönnu minntu þó meira á Rómverja eða Egypta en norræna æsi. Dansverkið sem Jorma Uotinen hefur samið við tónverk Jóns Leifs, Baldur, er áhugavert dans- verk sem gleður augað. í ljósi tón- listarinnar og átakamikillar sögu vantar þó upp á tilfmningahita og ofsa; hinn eldheiti ástarþríhym- ingur var oft of svalur. Sesselja G. Magnúsdóttir Höfundur tónlistar: Jón Leifs. Dans- höfundur og búningahönnuöur: Jorma Uotinen. Hljómsveitarstjóri: Leif Segerstam. Leikmynd og lýsing: Kristin Bredal. Kórstjóri: Höröur Ás- keisson. Leiklistarráöunautur: Kjartan Ragnarsson. Aö- stoöarmaöur danshöfundar: Jarri Heikkinen. Dansarar: Baldur: Sami Saikkonen; Loki: Aapo Siikala; Nanna: Nina Hyvárinen, og dansarar íslenska dansflokksins. Einsöngv- ari: Loftur Erlingsson. Hljómsveit og kór: Sinfóníuhljóm- sveit íslands og Schola Cantorum. DV-MYND E.ÓL. Hinn fagri og góði Baldur „Dansinn myndar á margan hátt skemmtilegt samspii viö magnaöa tónlistina en hann dregur einnig úr dýrslegum og hömlulausum ástríöum sem Jón Leifs miðlar í henni, “ segir Sesselja Magnúsdóttir m.a. í gagnrýni sinni um Baldur eftir Jón Leifs. í heild var dansverk Jorma þó heilsteypt og fallegt; kannski of fallegt í samanburði við átökin í tónverk- inu. Jorma velur að nota einfaldar og skýrar hreyf- ingar og miklar endurtekningar sem gerir verkið að- gengilegt og stílhreint auk þess sem einfaldleikinn skapar orku og styrk. Dansinn myndar á margan hátt skemmtilegt sam- spil við magnaða tónlistina en hann dregur einnig úr Mmm.. .Menningarnótt DV-MYND EINAR ORN Menningarnótt í miðborginni Alls staöar var fólk og nær ómögulegt aö sjá nokkurn skapaðan hlut annan þegar leiö á kvöldiö. Þarna voru fullir unglingar í bland viö tinandi gamalmenni, góöglaðir bisnesskarlar, börn í kerrum - allt, allt of mikiö af alls konar fólki. Næturnar hefjast snemma þegar Reykja- víkurborg á afmæli. Laust eftir hádegi ákvað umsjónarmaður menningarsíðu að drífa sig af stað ásamt fríðu föruneyti, en ákveða ekki neitt fyrirfram, þó að hann væri sérlega vel að sér um dagskrána, held- ur láta straumana bera sig hvert sem vera vildi. Listasafh Reykjavíkur var opið upp á gátt og ákváðum við að byrja á því að skoða snöggvast alla sali safnsins og dást að meisturunum. Fyrir rælni var rölt upp Laugaveginn og næstum í flasið á einum þeirra sem náðu í mark í maraþonhlaup- inu. Við Laugaveginn sat fólk með harm- óníkur og framleiddi dillandi tóna, sólin skein og margir voru broshýrir. Alveg án þess að ætla það villtumst við inn í Hlaðvarpann á bakaleiðinni þar sem konur sáu um skemmtiatriðin en karlar gengu um beina. Konur héldu ræður, lásu ljóð eftir konur, sungu lög eftir konur, um konur og konur léku á hljóðfæri. Við feng- um okkur köku með rjóma. Það var gaman að hlusta á sögur af því hvernig Hlaðvarp- inn varð til, þegar Albert Guðmundsson var skammaður á þingi fyrir að veita auka- fé í starfsemi kvenna og óttaðist að verða hengdur. Þegar karldula ætlaði að kaupa hlutabréf í Hlaðvarpanum, var meinað það vegna kynferðis - en keypti svo bréf á nafni löngu látinnar móður sinnar og komst upp með það. Næsta skref var að reyna að verða sér úti um mat á veitingahúsi en lánaðist ekki. Keyrt var um alla borg og alls staðar var sama sagan - troðfullt út úr dyrum, minnst hálftíma bið. Við enduðum spariklædd á hamborgarabúllu I Hafnar- firði. Jesús í smiðjunni Eftir mat var rölt niður að höfn þar sem fólksfjöldi hafði safnast um leirlista- félagið sem brenndi muni sína í margs konar ofnum. Þar var við hliðina spánsk- ur járnsmiður sem bar nafnið Jesus Ang- el, lamdi járn upp á gamla mátann og hamaðist á físibelg, kolsvartur í framan. Islistamenn heilluðu böm með ótrúleg- um skúlptúrum í Bankastræti, Guð- mundur Steingrímsson djassari var kóf- sveittur í geðveiku stuði í Eymundsson og sólbrúnn halelújamaður minnti okkur á Guð á Lækjartorgi. Svo var það allt fólkið. Alls staðar var fólk og nær ómögulegt að sjá nokkurn skapaðan hlut annan þegar leið á kvöld- ið. Þarna voru fullir unglingar í bland við tinandi gamalmenni og góðglaða bis- nesskarla, böm í kerrum - allt, allt of mikið af alls konar fólki. En það er lika gaman að upplifa sig svo áþreifanlega sem hluta af vinsam- legu samfélagi. Allir voru sérkennilega kurteisir og allir vora góðir og glaðir. Flugeldasýninguna var svo horft á af smábátabryggju í vesturbænum þar sem spegilsléttur sjórinn endurvarpaði lita- dýrðinni... þar sem maður sat við mann og hrifn- ingarandvörp borgarbarna bárust til himins. Mmm.. .Menningamótt. Sjálfstætt fólk í Hannover Allar þær þjóðir sem taka þátt í heims- sýningunni EXPO 2000 í Hannover fá sinn sérstaka dag þar sem kynnt er menn- ing þjóðarinn- ar á ýmsan máta. íslenski þjóðar- dagurinn er 30. ágúst og verður þá fjölbreytt dagskrá ýmissa list- greina. Sýning Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness var valin sem leiklistar- framlag íslands og er þetta viða- mesta leiksýning sem nokkru sinni hefur farið úr landi. Hin rómaða leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar- grétar Guðmundsdóttur á Sjálf- stæðu fólki skiptir sem kunnugt er verkinu í tvo hluta og verða þeir báðir sýndir 30. ágúst í borg- arleikhúsinu í Hannover. í tilefni af þessu hefur verið ákeðið að hafa í framhaldi örfáar sýningar á Sjálfstæðu fólki á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Verkið var frumsýnt í mars 1999 og gekk fyrir fullu húsi allt til loka þess árs. Þá var sýningum hætt svo nú er tækifæri fyrir þá sem misstu af Sjálfstæðu fólki að sjá þessa einstöku sýningu. Að- eins verður um örfáar sýningar að ræða, nokkrar kvöldsýningar og örfáa „langa leikhúsdaga", þar sem báðir hlutarnir eru sýndir á einum og sama degin- um. Ingvar E. Sigurðsson fékk Menningarverðlaun DV 2000 í leiklist fyrir túlkun sína á Bjarti og var sýningin í heild einnig til- nefnd til verðlauna. Hvað er stjórn- málasaga? Á morgun hefst á ný dag- skrá hádegis- funda Sagn- fræðingafélags íslands. Það er dr. Auður Styrkársdóttir stjórnmála- fræðingur sem ríður á vaðið og flytur fyrirlest- ur sem hún nefnir „Stjómmála- saga: Vald var það heillin“. Fundurinn verður haldinn í Norræna húsinu í hádeginu og er hluti af nýrri fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins sem nefnd hefur verið Hvað er stjómmálasaga? Auður Styrkársdóttir er dokt- or í stjórnmálafræði og kenndi lengi við félagsvísindadeild Há- skóla íslands. Rannsóknir Auð- ar hafa einkum beinst að hlut kvenna í stjórnmálum, þátttöku þeirra og áhrifum, og doktors- ritgerð hennar fjallaði um hið sögulega efni gömlu kvennalist- anna í Reykjavík og hvaða lær- dóma stjórnmálafræðin geti dregið af rannsóknum á stjóm- málaþátttöku kvenna. Nýút- komið er ritið Equal Democracies? sem var sam- vinnuverkefni á vegum Norður- landaráðs um stjómmálaþátt- töku kvenna og áhrif þeirra á Norðurlöndunum og sjálfs- stjórnarsvæðunum, en Auður var einn ritstjóra bókarinnar. I fyrirlestrinum mun Auður fjalla um samvinnu sagnfræð- innar og stjómmálafræðinnar, sundrungu þeirrar samvinnu og varfærnislegar þreifingar á síð- ustu árum. Hún mun einnig fjalla um þýðingu sagnfræðinn- ar fyrir stjómmálafræðina og þýðingu stjómmálafræðinnar fyrir sagnfræðina, a.m.k. þar sem vald kemur viö söguna. Þróunin á íslandi verður rædd og framtíðarhorfur. Eru allir áhugamenn um sögu hvattir til að koma á fund- inn og taka þátt í umræðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.