Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorstelnsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildlr: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Skilaboð til stjómválda Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka-FBA, var meö skýr skilaboð til rikisstjórnarinnar, og Geirs H. Haarde fjármálaráðherra sérstaklega, á morgunverðar- fundi Verslunarráðs íslands í liðinni viku: Aðhald i opin- berum fjármálum hefur ekki verið nægjanlega mikið á undanförnum árum. Skilaboð Bjama Ármannssonar eru engin ný sannindi en hafa líklega ekki verið jafn mikilvæg og einmitt nú þegar nokkrar vikur em í að fjármálaráðherra leggi fram frumvarp til fjárlaga fyrir komandi ár. Trúverðugleiki frumvarpsins getur ráðið úrslitum um þróun efnahags- mála hér á landi á komandi árum. Takist ríkisstjórninni ekki að leggja fram og fá samþykkt fjárlagafrumvarp, þar sem aðhald og ráðdeild eru ráðandi, getur það leitt til þrenginga í efnahagslífinu þó engin ástæða sé að óttast að allt fari á hvolf líkt og gerðist á árum áður þegar lausung og óráðsía var fylgifiskur hagsældar. En tvennt skiptir þó mestu. Til skamms tíma verða rík- isstjómin og samtök sveitarfélaga að tryggja að kjara- samningar við opinbera starfsmenn verði á svipuðum nót- um og þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Til lengri tíma verður ríkisstjórnin, undir forystu fjár- málaráðherra, að hefja umfangsmikinn uppskurð á ríkis- kerfinu - róttækar kerfisbreytingar eru nauðsynlegar. Og kerfisbreytingamar verða að ná til allra sviða ríkisins, allt frá menntakerfinu til orkugeirans, frá heilbrigðiskerf- inu til landbúnaðar, frá fjármálamarkaði til stjórnkerfis- ins sjálfs. Markmiðið er að koma á heilbrigðri samkeppni þar sem því er komið við og þar með tryggja aukna fram- leiðni vinnuafls og fjármagns sem aftur er besta trygging fyrir því að kjör launamanna batni á komandi árum. Þrátt fyrir allt er engin ástæða, hvorki fyrir almenning né atvinnulífið, að fara á taugum eða óttast að allt sé á vonarvöl. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnun- ar, sagði réttilega á fyrrnefndum morgunverðarfundi Verslunarráðs að ýmis merki væru um að þensla í efna- hagslífinu væri að minnka. Verðbólga er á niðurleið og verð á fasteignum að ná jafnvægi. Þá bendir flest til þess að vöxtur innflutnings sé að baki og betra jafnvægi kunni að nást í viðskiptum við útlönd en verið hefur undanfar- in misseri. Þessar staðreyndir ættu að auðvelda fjármála- ráðherra að ná þeim markmiðum sem hann hlýtur að setja með fjárlagafrumvarpi komandi árs. En um leið minna þær á hve mikilvægt það er að ráðherrann sé trúr markmiðunum um sparnað og ráðdeild. Skortur á kennurum Mikil óvissa er um ráðningar kennara í grunnskólum Reykjavikur, sem og annars staðar. Ástæðan er fyrst og fremst sú að kennarar fá mun betri laun fyrir önnur störf á almennum vinnumarkaði en hjá hinu opinbera. Mennta- kerfið, sem er bundið niður í samkeppnisleysi, er ekki samkeppnisfært um kennara. Bæði menntamálaráðherra og borgarstjóri eru sam- mála um að gera þurfi sérstakar ráðstafanir í kjaramálum kennara til að laða þá til starfa. Kennarar munu án nokk- urs efa leggja áherslu á verulegar launabætur í komandi samningum en eins og venjulega munu þeir og viðsemj- endur þeirra gleyma því mikilvægasta: að koma á sam- keppni um vinnuafl. Samkeppnisleysi í menntakerfinu er ein helsta skýring þess að kennarar hrökklast úr störfum vegna lélegra launa. Oli Bjöm Kárason I>V Trúnaður við fortíðina íslendingar hafa á sér orö fyrir áhuga á eigin sögu og afrekum forfeðranna, eink- anlega þeirra sem lengst hafa hvílt undir grænum torfum. Hinsvegar hafa þeir til skamms tima verið ein- kennilega hirðulausir um sögulegar minjar frá liðn- um hundrað árum eða svo. Er engu líkara en þeir hafi borið kinnroða fyrir þá tíma þegar þeir voru van- efna og lifðu við frumstæða lífshætti. Ómælt magn af húsmun- um, myndum (jafnvel altaristöflum), áhöldum og margskonar skrautmun- um var borið á öskuhauga jafnskjótt og þjóðin komst í álnir og ánetjaðist nýjum siðum og annarri stundtisku. Róttæk viðhorfsbreyting Stríðsárin síðari voru tvímæla- laust mesta umbyltingarskeið í ger- vallri sögu þjóðarinnar. Þá steig hún skreflð úr miðöldum inní nútímann. Minjar frá þessum örlagaríku árum eru af svo skornum skammti að furðu sætir, en á því verður senni- lega ekki ráðin bót úr því sem komið er. Afturámóti er rik ástæða til að fagna þeirri róttæku viðhorfsbreytingu sem varð fyrir einum þremur áratug- um, þegar augu manna tóku að opnast fyrir verðleikum gamalla bygginga og gildi sögulegra minja. Um það vitnar meðal annars Torfan í miðborg Reykjavíkur, sem var naumlega bjargað frá tortímingu fyrir skelegga baráttu samhents hóps hug- sjónamanna. Gegn honum stóð fylking trénaðra stjórnmála- manna með Ólaf Jóhannesson í fremstu linu, sem vildi láta rífa „gömlu kumbaldana" og reisa svip- lausar glerhallir við Lækjargötuna. Góðu heilli voru almennir borgar- ar þá famir á átta sig á þeirri frum- staðreynd, að sögulaust samfélag er álíka illa á vegi statt og maður sem misst hefur minnið. Hann á sér hvorki fortíð né framtíð. Skóhljóð genginna kynslóða Torfan er fjarri því að vera eina Róttœk viðhorfsbreyting varð fyrir einum þremur áratug- um, þegar augu manna tóku að opnast fyrir verðleikum gamalla bygginga og gildi sögulegra minja. Um það vitn- ar meðal annars Torfan í miðborg Reykjavíkur, sem var naumlega bjargað frá tortímingu fyrir skelegga baráttu samhents hóps hugsjónamanna. dæmið um þessa gleðilegu vakn- ingu. Gömui hús, sem gengið hafa í endurnýjung lífdaganna, ber fyr- ir augu í mörgum af eldri hverf- um höfuðstaðarins og eru hvar- vetna ótvíræð borgarprýði. Þau setja líka sterkan og viðkunnan- legan svip á marga bæi útá lands- byggðinni, ekki síst Akureyri, Seyðisfjörð, ísafjörð, Eyrarbakka, Stykkishólm og enn mætti lengi telja. Þessi þokkafullu og sundur- leitu gömlu hús eru ekki síður en ritað mál veigamiklar heimildir um liðinn tíma. Þau eiga hvert sína sérstöku sál og sögu, geyma skóhljóð genginna kynslóða og mynda áþreifanleg tengsl milli fortíðar og nútiðar. Þetta bendir til að íslendingar séu að vaxa uppúr bamalegri van- metakennd fyrri áratuga og átta sig á þeim verðmætum sem liðnar kynslóðir skópu, þráttfyrir lítil efni. Glæsileg byggðasöfn í Reykjavík og víðsvegar um landið eru sömuleiðis-til vitnis um heil- brigðari og framsýnni hugsunar- hátt. Sigurðiu- A. Magnússon Enn bágur skóli Hugtökin magn og gæði hafa löng- um vafist fyrir okkur. Nú síðasta árið hefur umræðan um enn betri skóla snúist um fjölda kennsludaga hjá íslenskum grunnskólabörnum og lengd skóladagsins. Hér verður ekki reynt að hrekja það að meiri tími eykur möguleika til góðra hluta í góðum skóla. En er víst að við séum í þeim sporum? Er víst að börnin okkar fái með auknum fjölda skóla- daga, eins og staðan er í skólakerf- inu, þá auknu möguleika og mennt- un sem menn gefa sér? Eins og sjá má á auglýsingum vantar kennara til starfa bæði í Reykjavík og víða út um land. Það vantar fólk með kennararéttindi og ef foreldrar væru spurðir þá væri sennilega ekki verra að þeir hefðu reynslu af starfmu í kjölfar námsins og meðmæli frá yfirmönnum sínum á fyrri vinnustöðum í skólakerfinu. Að kasta ryki Fræðsluráð Reykjavíkur sendi frá sér einhvers konar ályktun á síðasta ári. Þar var bent á að nýútskrifaðir kennarar væru aUs ekki nógu margir til að mæta þenslu í skólakerfinu. Sam- kvæmt útreikningum vant- aði hátt á þriðja hundrað kennara á landsvísu og Kennaraháskóli íslands út- skrifar ekki nema um það bil hálft annað hundrað þeg- ar best lætur ár hvert. Þama var látið í það skína að það væri ein af meginástæðum kennaraskortsins í skóla- kerfmu. Fræðsluráð þvoði hendur borgaryfirvalda og benti ríkinu á þá skyldu sína að útskrifa fleiri kennara til að mæta þörfmni. Fréttastofur fjölmiðla hafa svo tuggið þessa tilbúnu tuggu upp aftur og aftur. Þannig verður nútímasann- leikur tU - ekki satt? Hver gæti verið mögulegur tilgangur umræðu sem þessarar? Gæti verið að menn væru að reyna að kasta ryki i augu for- eldra. Og þá ekki síst í augu þeirra foreldra sem þurfa nú þegar að sætta sig við að sá aðili sem sinnir mennt- un og uppfræðslu bams þeirra er réttindalaus og hefur jafnvel litla sem enga þjálfun við kennslu. Hvaö með alla kennarana sem yfirgefið hafa stéttina á siðustu árum? Er alveg víst að þeir kæmu ekki til baka ef í þá væri boðið? En stendur það bara ekki til af því að þeir einu sem eru til frá- sagnar um framgang mála í skólastof- unni eru böm - og hver hlustar raun- verulega á þau nú til dags? Sírennsli íslendingar koma illa út í hverri alþjóðakönnuninni á fætur annarri og samt sjá ábyrgðarmenn það sem raunhæfan möguleika á lausn að stefha í besta falli að því að leysa okkar kennaravandræði með hröðu rennsli nýútskrif- aðra kennara gegnum stéttina. Þeir staldra nefni- lega ekki nema fáir við. Um leið og hinn harði heimur afkomunnar á ís- landi blasir við þá fara karlmennimir fyrstir í önnur störf og margar mjög hæfar konur fylgja. Hvað eru réttindakennarar á ís- landi með þriggja til sex ára starfs- reynslu margir og hve stór hluti þess hóps vinnur nú við önnur störf en kennslu á grunnskólastigi? Hvað er hægt að gera til að fá þann hluta þessa hóps sem stóð sig vel í kenn- arastarfi til starfa að nýju? Hvað þarf að gera til að hæfir kennarar sjái sér fært að gera kennslu aö aðal- starfi sínu í einn eða tvo áratugi? - Þetta hlýtur að vera sú grundvallar- spurning sem menn spyrja sig en aðrir kjósa því miður að breiða yfir meö tilgerðarlegum vangaveltum. Ástandið í kennarastétt og þar með í menntunarmálum barna okk- ar skánar ekki fyrr en kjör batna og hægt er að velja úr hópi hæfra um- sækjenda þá sem hæfir stjórnendur telja að best muni falla að þeim upp- eldis- og menntunarlegu markmið- um sem skóli þeirra setur sér. Svo einfalt er þetta mál! Sigfríður Björnsdóttir „Hvað er hægt að gera til að fá þann hluta þessa hóps sem stóð sig vel í kennarastarfi til starfa að nýju? Hvað þarf að gera til að hœfir kennarar sjái sérfœrt að gera kennslu að aðalstarfi sínu í einn eða tvo áratugi?“ Með og á móti hœkki enn frekar Hækkanirnar virka „Þeir sem vinna að tóbaksvörnum um allan heim eru einhuga um að hækka þurfi verð á tóbaki. Þá á ég við hér á landi og 1 löndum þriðja heimsins þar sem tóbaksfyr- irtæki gefa sígarettur eða selja á mjög vægu verð til að fá fólk til að byrja að reykja. Rannsóknir á Vesturlöndum hafa sýnt að hækkun á tóbaki leiðir til lækkunar sem svar- ar helmingi af hækkunarprósent- unni, þ.e. 10% hækkun jafngildir 5% samdrætti. Þetta er áhrifaríkast á meðal unglinga og ungs fólks sem er einmitt sá hópur sem við viljum koma í veg fyrir að byrji að reykja. Vandinn sem snýr að hækkun er vísitölutenging tóbaks sem við höfum barist fyrir árum saman að verði felld niður. Við höfum lagt til að fé úr hækkun á tóbaksverði verði nýtt til forvama þannig að þeir fjármunir lendi ekki bara ómerktir í ríkiskassan- um. Pakkinn hér kostar 360 kr. en í Noregi kostar hann á sjötta hundrað krónur." Dr. Þorsteinn Njálsson, læknir og formaöur Tóbaksvarnar- nefndar. Forsjárstefna í lýðræðislandi „í hvert sinn sem við hækkum tóbaksverð minnka reykingar en það sem er ekki sagt frá er að þremur til sex mánuðum seinna er línu- ritið aftur komið i sömu hæð. Þá er fólk búið að jafna sig og finna aðrar leiðir til að kaupa tóbak. Þessi blekking mælist vel fyrir i hvert skipti sem krafist er hækkana í skjóli þess að það sé heilsubætandi fyrir þjóðina. Það fæst samþykkt vegna þess að ríkissjóður halar inn á því. Það er stór blekking að fólk sem reykir skili minni vinnu en aðrir. Reyk- ingafólk er líka heilsubetra en þeir sem ekki reykja því það erum við sem norpum úti í öllum veðrum. í lýðræðis- landi á ekki að vera þessi for- sjárstefna. Þjóðfélagið er byggt þannig upp að alltaf þarf að hafa einhvern söku- dólg. Við megum ekki vera vond við nýbúana og því tökum við reykingafólkið fyrir. Mér finnst að láta eigi í friði þá sem eru byrjaðir að reykja. Gerum við það ekki þá höfum við misskilið merkingu orðsins lýðræði." -HH Auður Haralds, húsmóóir og rithöfundur. Tóbaksverö fer sífellt hækkandi. Þannlg hækkaöi þaö selnast 1. júní sl. og sú sígilda spuming vaknar hvort þróunin sé rétt eöa röng. Samhliöa hækkun- um er réttur reykingafólks skertur. Þá hefur Tóbaksvarnarnefnd á stundum sætt gagnrýni fyrir of haröan áróöur. Ummæli Markús í skammarkróknum „Svo er ég hér til að taka á mig opin- berlega skammir fyrir mistök og klúður sem aldrei virðist vera hægt að fyrirbyggja í rekstri sem er jafn fjölbreyttur, við- kvæmur og víðfeðmur. Ekki skortir viljann til að láta þetta ganga snurðulaust." ... „Sjálfur var ég eindreginn tals- maður aukins frjálsræðis í útvarps- málum. En hinir nýju miðlar hafa flestir valdið mér vonbrigðum sakir fábreytni og metnaðarleysis. Ég verð þess ekki var í almennri umræðu að meirihluti þjóðarinnar telji ástæðu tU mikilla grundvaUarbreytinga." Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri í viðtali um störf sín I Degi. Ástareldur „í mig hringdi sjómannskona um daginn og pantaði olíu og hún sagði mér að maðurinn sinn hringdi aUtaf í hana þegar skipið nálgaðist land til að athuga hvort hún væri búin að kaupa olíuna," segir Ásta Sýrusdótt- ir um Unaðsolíuna, framleiðsluvöru Purity Herbs, i Degi, en ástareldur og unaðsolía eru með vinsælustu framleiðsluvörum fyrirtækisins. Ásta Sýrusdóttir í Degi. Menningin kostar peninga „Er ekki kominn tími tU að menningarlíf okkar sé fjármagnað á annan hátt en með gjöfum meðlima Sinfóníuhljómsveitar íslands Og er ekki kominn tfmi tU að við gerum vel við það fólk sem við treystum tU að flytja verk eins og Baldur af þeirri reisn sem þau verðskulda?" Steinunn Birna Ragnarsdóttir I Mbl. vegna frásagnar um að lítiö mál þætti aö Sinfóníuhljómsveitin gæfi seinni tónleika Baldurs. Engin sérréttindi... „Við eigum að halda fast á okkar málstað á sviði auðlinda-, við- skipta- og umhverf- ismála. Með því erum við ekki að biðja um sérrétt- indi, heldur að sinna þörfum þjóðarinnar og rækta skyldumar við framtíðarkynslóðir. Aðeins með slíkum hætti getum við staðist það reynslupróf sem okkar kynslóð er sett.“ Halldór Ásgrímsson í umdeildri ræöu á Leifshátíö í Dölum. Skoðun Biskup biður um dóm manni sem telur sig hvað kristnast- an, fyrrum biskupi sjálfum. - Líti hann sér nær. Og það gerir hann reyndar með því að segja áfram í Morgunblaðsgrein sinni: „Ef það þykir saknæmt að finna til undan þessu og láta þann sársauka í ljós, þá gengst ég fúslega við þessu. Og myndi glaður taka hvaða dómi sem er fyrir þá sök.“ Ég er sár yfir þeim hörðu orðum sem biskupinn hefur látið ganga út yfir þjóð sína, en þó læt ég sárindin ekki í ljós með fúkyrðum. Ég met lýðræðið of mikils til þess. Með því að líkja gagnrýnendum við einhverja harðsvíruðustu stjórnendur mann- kynssögunnar, og bæta um betur þrátt fyrir kæru til siðanefndar presta, hefur hann stigmagnað deil- una langt út fyrir það sem gagnrýn- israddirnar gerðu. Slíkt er ekki í kristilegum anda. Ég legg því til að biskupnum gamla verði að ósk sinni um að taka hvaða dómi sem er fyrir þá sök sem siðanefndin hefur stað- fest í greinargerð að hann framdi. Guðmundur Rafn Geirdal Hvað fólki fannst Ásatrúarmenn vildu aðgang að búnaði Kristnihátíðar fyrir sína há- tíð. Framkvæmdastjórinn leysti það einnig. Skoðanakannanir sýndu síít- rekað að fáir myndu mæta á Kristni- hátíðina. Þær spár rættust sem sýndi fram á áreiðanleika þeirra. Fólki fannst of miklu fé varið í hátið- „Ég tók ekki eftir heiftarflaumi öfgasinna um að upp- rœta og drepa kristni (og þaðan af verra). Mestu gífur- yrðin komu hins vegar frá þeim manni sem telur sig hvað kristnastan, fyrrum biskupi sjálfum. - Líti hann sér nœr. “ - Sigurbjöm Einarsson biskup. Á vefsíðu DV þann 29. júlí síðastliðinn segir að siðanefnd presta telji að sr. Sigurbjörn Einarsson, fyrrum biskup, hafi verið með óheppilega samlík- ingu þegar hann líkti gagnrýni á Kristnihátíð við „það allra versta sem verstu nasistar og komm- únistar höfðu fram að færa á sínum tíma“. Auk þess þótti ónærgætið að Guðmundur blanda geðfótlun inn í um- Rafn Geirdal ræðuna með orðum um að skóiastjóri hann efaðist um að „eðli- legt heilsufar" lægi að baki gagnrýn- inni. Orð biskups Sigurður Þór rithöfundur sagði í samtali við Dag að í greinargerðinni með úrskurðinum sé fallist á bæði kæruatriðin en hann sé þó ekki dæmdur. Slíkt sé mótsagnarkennt. Þrátt fyrir að hans eigin menn hafi fallist á kæruatriðin lætur herra Sig- urbjörn ekki deigan síga heldur bæt- ir um betur með heilli opnugrein í Morgunblaðinu nýlega. Þar segist hann hafa nefnt kommúnista og nas- ista þegar hann var spurður um álit sitt á herferð gegn Kristnihátíðinni og þrátt fyrir öflug viðbrögð manna við orðum hans segist hann vita hvað hann var að segja. Og hann segir eirrnig: „... það er báðum þessum stefnum sameiginlegt að þær eru trúarbrögð, sem byggja sigurvon sína að verulegu leyti á því, að kristindómurinn verði upp- rættur og drepinn....... Sá heift- arflaumur, sem flæddi út frá hásæt- um Hitlers og Stalíns, varð að fúlli vilpu, sem heilbrigðu fólki býður við. En nú bættist það við aðra lífs- reynslu mína, ... að þurfa að heyra og lesa þvilíkan munnsöfhuð í garð kristninnar, að sjaldan fór hann neð- ar á minni löngu ævi.“ Hér er biskupinn fyrrverandi að líkja saman einræðisherrum og öfga- stefnum þeim tengdum, sem eiga sök á dauða milljóna saklausra manna, við fáeinar gagnrýnisraddir á Kristnihátíö. Sú gagnrýni gekk m.a. út á að sértrúarsöfnuðir vildu fá betri aðstöðu á hátíðinni. Málið var leyst af framkvæmdastjóra hátíðar- innar. ina. í ljós kom að hátíðin var afar dýr þegar kostnaðinum var deilt niður á þá sem mættu. Formaður Samtaka um að- skilnað ríkis og kirkju (SARK) skrifaði harðorðar blaðagreinar varðandi Kristnihátíðina án þess að fremja meiðyrði gegn kristnu fólki. Ég skrifaði og bréf sem birtist opinberlega um að það hefði vakið athygli mína að ræður og leikþættir á _______ Kristnihátíð fjölluðu meira um hinn heiðna Ljósvetn- ingagoða, líkt og hann væri hetja há- tíðarinnar, heldur en kristni. Öll þessi umræða, upplýsingar og/eða gagnrýni fannst mér vera vel innan þeirra marka sem lýðræðið leyfir hvað varðar tjáningarfrelsi manna. Deilan stigmagnast Ég tók ekki eftir heiftarflaumi öfgasinna um að uppræta og drepa kristni (og þaðan af verra). Mestu gífuryrðin komu hins vegar frá þeim

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.