Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 28
44 Tilvera MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 DV Æskusinfó í Langholtskirkju Þriðju og seinustu tónleikar Sin- fóníuhljómsveitar æskufólks, Elbe-Weser, eru í kvöld, kl. 20, í Langholtskirkju. Nú er seinasti séns að sjá 74 tíljóðfæraleikara frá 9 löndum blása, slá og strjúka strengi. 1000 kr. kostar inn. Myndlist ■ HLEMMUR Tvær sýningar eru í gangi í galleri@hlemmur.is, önnur í hefðbundna sýningarsalnum en hin . á vegg í skrifstofurými. ■ RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Ragnheiður Jónsdóttir sýnir verk sín í boöi félagsins íslensk grafík í sýningarsal þess að Tryggvagötu ■ ÞÝSK MYNDLIST í GERÐAR- SAFNI I Geröarsafni í Kópavogi stendur þessa dagana sýning á graf- íkverkum og skissum eftir 6 þýska myndlistarmenn. Þessir listamenn, Otto Modersohn, Paula Modersohn- Becker, Fritz Mackensen, Hans am Ende, Fritz Overbeck og Heinrich Vogeler, iifðu allir sitt blómaskeið á '■» mörkum 19. og 20. aldarinnar. ■ RÓTTÆK VIÐHORF í KEFLAVÍK Nú er til sýningar sýning Lístasafns íslands „Listamenn fjóröa áratugar- ins“ hjá Miöstöö símenntunar á Suöurnesjum, að Skólavegi 1 í Keflavík. Sýnd eru 16 verk lista- mannanna Snorra Arinbjarnar, Jóns Engilberts og Jóhanns Briem sem allir komu fram eftir 1930. í verkum þessara manna komu fram ný rót- tæk viðhorf, jafnt í vali á myndefni og túlkun. Sýningin verður opin frá kl. 13-17 virka daga og helgar til 17. september og er aögangur ókeypis. ■ MÁLVERK FRÁ MARS Nú er í gangi málverkasýningu Williams K. Hartmanns í Odda. Sýningin, sem nefnist Rauöa plánetan, er opin frá 09.00-22.00 og lýkur 28. ágúst. ■ KERAMIK OG LÁGMYNDIR j MAN Margrét R. Kjartansdóttir og Sigurborg Jóhannsdóttir sýna verk sín í listasalnum MAN að Skóla- vörðustíg 14. Á sýningunni eru kera- mikverk og lágmyndir unnar í tré. Opið er á verslunartíma virka daga og milli klukkan 13 og 17 um helg- ar. Sýningin stendur til 29. ágúst. ■ RÚRÍ í KETILSHÚSI Sýning á Ijósmynum Rúríar á annarri hæð Ketilshúss á Akureyri. Sýningin stendur til 27. ágúst. Sýningin er hluti af Listasumri á Akureyri. ■ ELVA i DEIGLUNNI Nú stendur yfir sýning á myndverkum Elvu Jóns- dóttur í Deiglunni. Sýningin er á i vegum Listasumars á Akureyri. f Lokadagur sýningarinnar er 27. ágúst. ■ SIGGA BIRNA SÝNIR í REGN- BOGASALNUM Nú eru til sýningar Ijósmyndir Siggu Birnu í Regnboga- sal Samtakanna 78 á Laugavegi 3. Sýningin nefnist „Litir, líf og stolt“. ■ ANNE KATRINE DOLVEN í 18 Þessa dagana sýnir norska listakon- an Anne Katrine Dolven málverk og myndbandsverk sín í i8. Sýningin stendur til 10. september. Opiö er fimmtudaga til sunnudaga 14-18. í ■ UÓSMYNDIR í LISTHÚSINU Nú stendur yfir Ijósmyndasýning Hjördís- ar í Galleri í Listhúsjnu í Laugadal. Sýningin ber heitið íslensk augnablik og er viðfangsefnið Tslensk náttúra og augnablik hennar. Sýningin stendur til 15. ágúst. Gallerí í List- húsinu í Laugardal er opið alla daga nema sunnudaga frá 09-22. Sjá nánar: Liftö eftir vinnu á Vísi.is Járnsmiðurinn hamrar járnið á meðan það er heitt - á hafnarbakkanum. Flosi segir frá Flosi Ótafsson fyllti Landsbankann af áhugasömum áheyrendum sem vildu vita meira um Kvosina. Flosi er skemmtilegur áheyrnar og naut fólk þess að hlusta á hann. Vesturgötunni. DV-MYNDIR EINAR J Sungið af list Gosþeisamkoma viö versl- unina Fríðu frænku á Kaffi og meö því Friðrik Rafnsson les uþp á Súfistanum - kaffihúsi Máls og menningar á Laugavegi. Bíógagnrýni Litrík ofurmenni BMW Bíóhöllin/Regnboginn/Laugarásbíó - X-Men: ★★★ Hilmar Karlsson skrifar gagrirýni um kvikmyndir. Það hefur sýnt sig að undanfórnu að það er mikil áhætta fólgin í því að taka framtíðarteiknimyndaseríu og gera úr henni leikna kvikmynd. Fyrst og fremst kallar slík kvik- myndagerð á mikinn kostnað sem engin vissa er fyrir að muni skila sér til baka. X-Men er slík teikni- myndasería, sem fyrirfram kallar á mikla áhættu og kostnað enda eru aðalpersónur hennar hver annarri skrautlegri, ofurmenni sem hafa sin sérkenni og þá er umhverfið bæði framandi um leið og það nálgast nú- tímann. Breski leikstjórinn Bryan Singer (Usual Suspect) er vandan- um vaxinn og hann ásamt handrits- höfundinum David Hayter hefur náð að skapa sérlega skemmtilegt umhverfi fyrir framtíðartrylli sem meira að segja hefur vitrænan grunn. Það er nefnilega ekki svo vit- laus hugmynd að einhvem tíma í nánustu framtíð eigi sér stað ein- hverjar genabreytingar á mann- skepnunni sem muni leiða af sér manneskjur sem í augum okkar venjulegra manna eru ofurmenni. Og svo vissir hafa þeir verið um ár- angurinn að sjaldan hef ég séð endi á mynd þar sem aðeins vantar að segja með orðum: Framhald síðar. Svo ólíklegt sem það er hefst myndin í fangabúðum nasista í síð- ari heimsstyrjöldinni - þar kemur fram fyrsta stökkbreytingin á ung- um gyðingi sem sér á eftir foreldr- um sínum í gasofnana. Sú persóna á eftir að koma við sögu síðar. Mynd- in færist síðan í nánustu framtið þegar stökkbreytingar á manneskj- um eru orðnar almenn vitneskja og flestir hræðast að slíkt fólk muni gera út af við mannkynið í þeirri mynd sem það er nú. Þessi hræðsla hefur ekki sömu áhrif á þær tvær stökkbreyttu manneskjur sem mest- an hafa kraftinn. Prófessor Charles Xavier (Patrick Stewart) hefur trú á því að stökkbreyttar verur geti lifað í sátt og samlyndi með öðrum mennskum mönnum en gamall fé- lagi hans Magneto (Ian McKellan) trúir því að aðeins með því að ná yf- irráðum geti stökkbreytt fólk haldið áfram að þróast. Þeir safna um sig liði ofurmenna og hefst nú barátta þar sem ýmislegt gengur á þar til við sjáum göfugri málstaðinn fara með sigur af hólmi, að vísu aðeins i þessum fyrsta hluta því síðustu orð Magneto í myndinni við félaga sinn Xavier, þar sem þeir sitja að taíli í einagrunarklefa Magneto, eru: „Heldur þú virkilega að einhver plastklefi geti haldið aftur af mér.“ X-Men er mikið sjónarspil, tæki- lega fullkomin, hraðinn í atburða- rásinni kemur þó aldrei niður á sög- unni sjálfri sem hefur marga skemmtilega anga og það er merki- legt hvað tekist hefur að gera teikni- myndaofurmenni að jafn lifandi persónum og raunin er. Bryan Sin- ger, sem er hér í fyrsta sinn að leik- stýra kvikmynd af þessari stærð, er vandanum vaxinn og fer aldrei út i þann hættuleik að láta hasarinn ráða ferðinni. Þarna kemur einnig til góður leikarahópur með þá ágætu leikara Patrick Stewart og Ian McKellan í broddi fylkingar, klassískir leikarar sem vita hver máttur raddarinar er. Þá er vert-að benda á nýliðann Hugh Jackman í hlutverki Úlfs. Þar er á ferðinni leikari sem örugglega á eftir að ná langt. Leikstjóri: Bryan Singer. Handrit: David Hayter. Kvikmyndataka: Newton Thomas Sigel. Tónlist: Michael Kamen. Aðalhlut- verk: Patrick Stewart, lan McKellan, Hugh Jackman, Famke Janssen, Anna Paquin og Halle Berry.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.