Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2000, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2000 Paul Freary: Gott fyrir sjálfstraustiö „Ég er mjög ánægður með þetta hlaup mitt, sérstaklega að vind- áttin var mér hagstæð. Brautin var góð og yfirborðið var gott til að hlaupa á, ekki of gróft, og svo var veðrið frábært til hlaupaiðk- unar. Ég var vitaskuld ánægður með að hafa komið hingað til að taka þátt í hlaupinu og svo sigra í því, það var mjög ánægjulegt. Ég var í mun betra formi þegar ég spurð- ist fyrir um þetta hlaup fyrir nokkrum mánuðum en á síðustu tveimur vikum hef ég dalað eilít- ið. Þannig að það var einnig gott fyrir sjálfstraustið að sigra hér í dag.“ Steinn Sigurðsson: Fer vel með skíðunum Steinn Sigurðsson er eini sigur- vegarinn til þessa í 10 km línu- skautahlaupi í RM en sá atburður fer nú fram í annað skiptið. Hann sigraði nefnilega líka í fyrra. „Ég æfi skíði og er línuskauta- hlaup undirbúningur í þreki, þannig að þetta er kannski engin tilvUjun. En ég stefni auðvitað á þriðja sigurinn í röð að ári.“ Fríöa Rún Þórðardóttir: Mjög ánægð Fríða Rún Þórðardóttir sigraði annað skiptið í röð í 10 km hlaupi kvenna en hún kom í mark á tíman- um 37:42, mínútu betri en í fyrra. Kvaðst hún vera mjög ánægð með þann árangur. „Ég tók mér smápásu og kom sið- an aftur og vann svo þetta hlaup í fyrra. En gleðiefnið er að ég er á um mínútu betri tíma nú heldur en í fyrra og bjóst ég ekki við því.“ DV Sport - fyrir þá 2900 sem hlupu hinar ýmsu vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sinn hér á landi, ef ekki yf- irleitt. Hann kom í mark þriðji ís- lendinganna á tímanum 2:55:34. Sig- urður er einnig íslandsmethafinn í maraþoni. Met hans var sett í Berlín árið 1985 þegar hann hljóp á tímanum 2:19:17. AUir tímar þeirra hlaupara sem komu í mark eru á næstu tveimur síðum, bls. 20 og 21. -esá 17. alþjóðlega Reykjavíkurmara- þonið fór fram við kjöraðstæður á laugardaginn. Um 2900 þátttakend- ur hlupu hina ýmsu vegalengdir í hlaupinu og var mikið um tilfinn- ingalega sigra þó svo að einhverjir væru verðlaunaðir fyrir að koma fyrstir í mark í sinni vegalengd. En allUestir sem luku keppni unnu sína persónulega sigra og voru verð- launaðir með verðlaunapeningi í markinu. Ágúst Þorsteinsson, umsjónarmað- ur maraþonsins, var að vonum ánægður með hlaupið sem hafði geng- ið eins og smurð vél allan tímann. „Þetta gekk vel, það voru eitthvað um 2900 manns sem tóku þátt. Við erum mjög ánægðir með það því þátttakan hefur aukist frá því í fyrra þegar um 2650 voru með. Við vonum að þessi breyting að færa hlaupið yfir á laugardag frá sunnu- degi leggist vel í fólk og að það verði enn fleiri þátttakendur að ári.“ Mjög góð þátttaka var í lengri vegalengdunum, um 560 manns í hálf- og heilmaraþoninu. Sérstak- lega var þátttakan góð í maraþon- inu sjálfu en þar tóku um 220 manns þátt sem er metþátttaka. Fyrir hlaupið þótti það líklegast Ósk Elin Jóhannesdóttir fékk sérverðlaun, „furöufataverölaunin", fyrir sinn hlaupabúning. að ef einhver ætlaði að slá brautar- metið í einhverri grein yrði það Bretinn Paul Freary sem hljóp i hálfmaraþoni. Honum tókst það ekki þó svo að hann sigraði í sjálfu hlaupinu. í flokki kvenna sigraði Una HHn Valtýsdóttir á tímanum 1:29:42. f maraþoninu sjálfu sigraði Bandaríkjamaðurinn Charles Hubb- ard á tímanum 2:34:12 og var þessi 39 ára jarðfræðingur mjög ánægður með að hafa sigrað í hlaupinu. „Ég er héma á landinu í aðeins þrjá daga og því gaman að geta tek- ið þátt í hlaupinu og auðvitað að sigra í því. Allar aðstæður voru til fyrirmyndar og gott að hlaupa hér.“ Fyrst kvenna til að ljúka mara- þonhlaupinu var Samia Quershi frá Bretlandi. Fyrsta íslenska konan, Erla Gunnarsdóttir, kom i mark á tímanum 3:29:17 en fyrsti íslenski karlmaðurinn, Tómas Thorlacius, kom á góðum tíma í markið, á 2:48:33, aðeins um 21 sekúndu frá sigurtímanum í fyrra. Hann varð í þriðja sæti í heildina Aöeins einn íslendingur hefur sigrað i Reykjavfkurmaraþoninu, Sigurður Pétur Sigmundsson, og hljóp hann maraþonvegalengdina 1 Fjöldamargir, ungir sem aldnir, tóku þátt í hlaupinu enda hin besta skemmt- un sem og holl hreyfing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.