Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Fréttir DV Reykvíkingar og Vestfiröingar vilja nýbúamiðstöð: Ríkispeningarnir vestur - segir félagsmálaráðherra - samvinna nauðsynleg „Verkefnið sem við höfum fengið frá Alþingi er að koma henni upp fyrir vestan,“ sagöi PáU Pétursson félagsmálaráðherra, spurður um hvar hann sæi fyrir sér að höfuð- þjónustumiöstöð fyrir nýbúa yrði staðsett. Vestfirðingar hafa í DV lagt áherslu á að fá hana til sin. Þeir hafa kynnt félagsmálaráðherra hug- myndir sínar. Sveitarfélögin á höf- uðborgarsvæöinu eru með til athug- unar að setja upp miðstöð fyrir víð- tækari þjónustu við nýbúa og fleiri. Þau munu ætla að óska eftir sam- starfi við ríkið um þessa þjónustu, en Reykjavíkurborg hefur séð um fjármögnun nýbúastöðvar- innar i Reykjavík. “Ríkið byrjar á því að fara í verkefni fyrir vestan en ekki hér í Reykjavík," sagði Páll Pétursson félags- málaráðherra viö DV. „Sveitarfélögin hér sjá til- tölulega vel fyrir þessu og hafa alla burði til þess. Hins vegar er engin þjón- ustumiðstöð fyrir vestan." Páll minnti á þingsályktunartil- lögu sem Alþingi samþykkti sl. vor þess efnis komið yrði á laggimar þjónustumiðstöð á Vestfjörðum. Páll Pétursson. Þeirri samþykkt hefði ekki fylgt fjárveiting, þannig að ekki væri hægt að fara af stað með verkefniö fyrr en eftir að fjárlög hefðu verið afgreidd, þ.e. á næsta ári. Páll kvaðst ekki búast viö aukafjárveitingu til þjón- ustumiðstöðvarinnar, þannig að hægt væri að flýta uppbyggingu hennar. En vonir stæðu tO að verkið gæti hafist snemma á næsta ári, jafnvel um áramót. Páll benti á að samvinna yrði að vera milli staða í þessum efnum. Hann kvaðst ekki eiga von á að ísa- fjörður yrði látinn þjónusta Reykja- vík í fyrstu lotu. Áherslan væri á að koma upp þjónustumiðstöð fyrir vest- an. Síðan mætti gera ráð fyrir því að hún tæki að sér verkefni á landsvísu. „En ég held að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Vestfirðing- ar þurfi ekki að fara í neina keppni. Það getur verið samvinna á milli þeirra,“ sagði Páll. „Hin fyrmefndu eiga miöstöð í Reykjavík og reka hana. Ef þeir vilja dreifa starfsemi sinni um landið, þá er það gott. En ríkispeningamir fara vestur, til að byrja með að minnsta kosti.“ • -JSS Leynd yfir Li Peng: Farið með tíma- setningar eins og mannsmorð - fjöldamótmæli í gærkvöldi lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um timasetningar í op- inberri dagskrá vegna heimsóknar Li Pengs, fyrrum forsætisráðherra Kína og forseta kínverska þingsins, hingað til lands. Þota Li Pengs lend- ir á Keflavíkurflugvelli klukkan 9 á laugardagmorgni en Li Peng kem- ur hingað í boði Alþingis og dvel- ur á landinu fram á þriðjudag. Samkvæmt heimildum DV mun Li Peng hitta forseta ís- lands í dag og í kjölfarið ganga á fund Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra. Hvar og hvenær þeir fundir eiga sér stað fæst hins vegar ekki uppgefið sem er afar óvenjulegt þegar um opin- berar heimsóknir er að ræða sem samkvæmt venju eru skipulagöar í þaula með margra vikna fyrirvara. Fjöldamótmæli hafa verið skipu- lögð á Austurvelli á sunnudaginn klukkan 14.30 vegna heimsóknar Li Pengs hingað til lands og vilja fund- arboðendur vekja athygli á ástandi mannréttinda í Kína, minnast fóm- arlamba blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar og mótmæla opin- berri heimsókn Li Pengs hingað til lands. Að fundinum standa ungir sjálfstæðismenn, ungir framsóknar- menn, ungir jafnaðarmenn, ungir vinstri-grænir, lýðræðissinnaðir stúdentar og Amnesty Intemational. -EIR DV-MYND GVA Þingforsetar gantast Wolfgang Thierse, forseti þýska sambandsþingsins, slær á létta strengi yfir gestabók Alþingis meó Guómundi Árna Stefánssyni, varaforseta Alþingis. Thierse kom til landsins í gær í opinbera heimsókn og sat fundi meö fulltrúum stjórnmálaflokka en í dag er feröinni heitió á Vatnajökul og í Skaftafell. Heimsókninni lýkur á morgun en þá fer þýski þingforsetinn til Bessastaóa til fundar vió forseta íslands. Jón Ólafsson í ferðahugleiðingum: fiSS. Hætti ekki vegna Jóns Séra Siguröur Grétar Helgason var í gærkvöld valinn sóknarprest- ur í Seltjamamessókn. Hann hefur gegnt starfi prests í sókninni. - segir Helgi Jóhannsson framkvæmdastjóri „Það eru engin tengsl á milli brotthvarfs míns frá Samvinnu- DVA1YND H1LMAR ÞÖR Hermann í Víslsspjalll Hermann Hreiöarsson, landsliösmaóur í knattspyrnu, var í gær í Vísisspjalli í tilefni aflandsleik íslands og Danmerkur. Fjöldamargir gestir heimsóttu Vísisvefinn og spuröu Hermann spjörunum úr. Hér sést hann ásamt blaöamanni DV-Sport og Trygg\'a Guómundssyni, félaga sínum í íslenska landsliöinu. ferðum-Landsýn og frétta þess efn- is að Jón Ólafsson hafi áhuga á að kaupa fyrirtækið. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en myndatökumenn Stöðvar 2 birtust í fyrirtækinu í dag og fóm að rnynda," sagði Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða-Landsýnar, en Stöð 2 greindi frá því í gærkvöld að Jón Ólafsson á Stöð 2 hygöist leggja fram kauptilboö í ferðaskrif- stofuna eftir helgi. Hygðist hann starfrækja ferðaskrifstofuna í gamla sjónvarpshúsinu við Lauga- veg sem félagi hans, Sigurjón Sig- hvatsson, keypti fyrir skemmstu. Að auki var frá því greint að Jón hefði einnig hug á að kaupa ferða- skrifstofuna Úrval-Útsýn. Stöð 2 sagði í fréttum sínum að Kaupþing á íslandi og Kaupþing i Luxemborg, stæðu að tilboðinu fyrir hönd Jóns Ólafssonar. Skráð markaðsvirði Samvinnu- ferða-Landsýnar er um 300 millj- ónir króna sem endurspeglar ekki verðmæti fyrirtækisins að sögn Jón Olafsson. Helgi Jóhannsson. Helga Jóhannssonar. Fyrir nokkru voru 700 milljónir boðnar í fyrir- tækið en því tilboði hafnað án frekari viöræðna. Stjórnarformaður Samvinnu- ferða-Landsýnar er Axel Gíslason, framkvæmdastjóri Vátryggingafé- lags íslands, sem er einn stærsti eignaraðili ferðaskrifstofunnar. Hann er staddur á feröalagi 1 Þing- eyjarsýslum og náðist ekki sam- band við hann í gærkvöldi vegna meints áhuga Jóns Ólafssonar á fyrirtækinu. -EIR Stuttar fréttir_____ Tölvuþrjótur gefur sig fram Tölvuþrjóturinn sem braust inn á heimasíðu Hæstaréttar og vann þar skemmdarverk hefur gefið sig fram. Maðurinn er rúmlega tvítugur og fór til ríkislögreglustjóra og viður- kenndi brot sitt. Visir.is sagði frá. Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, segir að staða íslenskra sveitarfélaga væri betri ætti ísland að- ild að Evrópusam- bandinu af því að innan Evrópusam- bandsins sé lögð _______________ áhersla á aukin áhrif svæða og héraða. RÚV sagði frá. Tónlistarhátíö Flugleiðir halda í haust Iceland Airwaves-hátíðina í samstarfl við Reykjavík menningarborg en hátíð- inni er ætlað að koma íslenskri tón- list á framfæri erlendis. Breska stórsveitin Suede verður aðalgestur hátíðarinnar í ár og heldur einu tónleika sína á árinu hérlendis. Vis- ir.is sagði frá. Háskóli íslands í fjársvelti Stúdentaráö Háskóla fslands seg- ir að skólinn fái næstminnst fram- lag á hvern nemenda af þeim átta skólum sem hér starfa á háskóla- stigi þrátt fyrir að rannsóknarskyld- an sé umfram marga hina skólana. Visir.is sagði frá. Vínbúö á Netinu ÁTVR opnaði í gær vínbúð á Net- inu. Hún var form- lega opnuð með þvi að Geir H. Haarde íjármálaráðherra voru sendar heim - ■ veigar úr vínbúð- JgB inni. Pantað er eftir j vörulista. Landvernd hrósar NAUST Stjóm Landverndar þakkar stjórn NAUST fyrir málefnalegt framlag í umfjöllun um fyrirhugað- ar virkjanir norðan Vatnajökuls og skynsamleg viðbrögð við erfiðum aðstæðum sem sköpuðust á aðal- fundi NAUST 27. ágúst. RÚV sagði frá. Goöafoss afhentur í dag Eimskip tók formlega við nýju skipi í flota félagsins, Goðafossi, í Algeciras á Spáni. Skipið siglir í kvöld til Rotterdam og mun hefja áætlanasiglingar þaðan nk. mánu- dag, 4. september. Skipið er vænt- anlegt til íslands miðvikudaginn 13. september nk. Morgunbl. sagði frá. Jafnréttisstofa til starfa Jafnréttisstofa tók formlega til starfa á Akureyri í gær en ákveðið var að flytja stofnun- ina frá Reykjavík til Akureyrar. Framkvæmdastjóri er Valgerður Bjamadóttir. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði fimm til sex. RÚV greindi frá. Brann til kaldra kola Sumarbústaður brann til kaldra kola á Snæfjallaströnd á Vestfjörð- um í fyrrinótt. Bústaðurinn var mannlaus er eldurinn kom upp í honum. Upptök eldsins era ókunn en lögreglan á ísafirði hefur málið í rannsókn. -MIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.