Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Utlönd H>V Gíslunum fækkar Uppreisnarmenn á Joloeyju hóta aö lífláta gíslana. Enn þá er veriö aö semja. Kína ekki með í gíslaviðræöum Stjórnvöld í Kína hafa greint frá því að þau muni ekki blanda sér í mál gíslanna á Joloeyju eftir að múslímsku uppreisnarmennirnir kröfðust 10 milljóna dollara í lausnargjald fyrir Bandaríkjamann og kinversks fulitrúa meðal annarra tU að taka þátt í samningaviðræð- um. Uppreisnarmenn vUdu einnig fá fuUtrúa íraka, Líbíu og N-Kóreu en stjórn FUippseyja hafnaði kröfunni.. Menn Abu Sayyaf hafa hótað að hálshöggva gíslinn Jeffrey SchiUing láti Bandarikjastjóm ekki lausa þrjá múslíma sem eru í haldi fyrir að hafa sprengt World Trade Center árið 1993. Tveir gíslar voru hálshöggnir í aprU sl. Fjórir látnir eftir fellibyl s Kóreu Fjórir létust og tuttugu og eins er saknað eftir að feUibylur gekk yfir Suður-Kóreu i gær. Vindhraðinn varð mestur 58 m á sekúndu og bíl- ar ultu og tré rifnuðu upp með rót- um. Úrkoman aðfaranótt fostudags- ins var 249 mm. Rafmagnslaust varð í höfuöborg- inni Seúl og 300 manns eru heimil- islaus. Um 150 hús eru skemmd, sem og mikið ræktarland. Meðal þeirra sem er saknað er áhöfn skips sem sökk 30 km vestur af Seúl. FeUibylurinn kemur í kjöl- far sex daga monsúnrigninga sem urðu sex manns að fjörtjóni í sein- asta mánuði. Efniö var ruddafenglö Sumar síöur eru varasamari en aörar. 40 reknir fýrir klám á Netinu Breska símafyrirtækið Orange hefur rekið 40 starfsmanna sinna fyrir að hafa hlaðið ósæmUegu efni, líklega klámi, inn á skrifstofutölvur sínar. Uppsagnimar koma í kjölfar langrar rannsóknar, að sögn talsmanns fyrirtækisins. Fólkið vann allt í útibúi Orange í norðausturhluta Englands. Stefna fyrirtækisins bannar starfsfólki að hafa ærumeiðandi, klúrt eða áleitið efni á tölvum sinum. Yfirmaður á hersýningu júgóslavneska hersins í Pirot í gær: Sakar SÞ og Nato um að bregðast öryggisskyldu - ætlum engan að sigra, viljum aðeins snúa aftur Júgóslavneski herinn var í gær með sérstaka hersýningu í bænum Pirot, 300 km suðaustur af Belgrad. Hugmyndin var sú að hægt væri að snúa einn dag aftur með friðsamleg- um hætti tU Kosovo í fyrsta skipti eftir sprengingar Nato í héraðinu. Viðstaddir athöfnina voru fuUtrúar herja 12 landa, sem og talsmaður SÞ. Júgóslavneski herinn hörfaði frá Kosovo í júní í fyrra undan loftárás- um Nato sem stóðu I 78 daga. Koma með friði í úrhellisrigningu utan við serbneska bæinn Pirot sýndu hundruð hermanna og lögreglu- manna listir sínar i gær. Skriðdrek- ar, þyrlur og skotfæri voru notuð og sett á svið átök við hryðjuverka- menn. „Við höfum undirbúið hersveit- ina fyrir friðsamleg átök og við er- um að kynna það fyrir almenningi Hersýning í Pirot Rúmt ár er síöan júgóslavneski herinn hörfaöi frá Kosovo. nú,“ sagði Nebojsa Pavkovic yfir- maður í júgóslavneska hemum. „Við ætlum okkur engan að sigra, við vUjum aðeins snúa tU baka tU þess sem tUheyrir okkur.“ Hann sagði Júgóslavíu vUja sýna Samein- uðu þjóðunum að hún stæði við heit sín. Ásakaði SÞ Hann sakaði SÞ og Nato jafnframt um að hafa brugðist þeirri skyldu að tryggja öryggi í Kosovo þar sem Serbum hefur fækkað mjög vegna stöðugra árása Albana. „Meira en 5000 glæpir hafa verið framdir í Kosovo síðan her og lögregla fóru. Meira en 1000 manns, aðallega Serbar, hafa verið myrt,“ sagði Pavkovic. Nato hefur margoft sagt að ákvörðun um afturhvarf júgóslav- neska hersins tU Kosovo sé ekki tímabær þar sem nærvera hans geti haft í för með sér ójafnvægi. Elian kominn í skólann Elian Gonzalez meöal bekkjarfélaga sinna fyrsta skóladaginn í Marcelo Salado-skólanum í Cardenas á Kúbu. Elian, sem er 6 ára, hefur veriö haldiö utan kastljóss fjölmiðla síöan hann kom frá Bandaríkjunum til Kúbu íjúní. Dóttirin líflátin fyrir heróín- smygl en móðurinni sleppt Víetnömsk stjórnvöld leystu í gær úr haldi aldraða móður ví- etnamskrar-kanadiskrar konu sem var tekin af lífi fyrr á þessu ári fyr- ir fíkniefnasmygl og -sölu. Tran Thi Cam er meðal 10.693 fanga sem hlutu sakaruppgjöf í tU- efni fimmtugasta og fimmta þjóðhá- tíðardags kommúníska rikisins Ví- etnam sem er í dag. Sextíu og einn útlendingur er meðal þeirra tæpra eUefu þúsunda sem hlutu sakarupp- gjöf. U.þ.b. 260 íongum var sleppt úr Thanh Xuan-fangelsinu stutt frá Hanoi en þar hefur Tran, sem er 74 ára, afplánað fjögurra ára dóm fyrir fikniefnasmygl. Sex kg af heróínl Mæðgumar voru handteknar á Hanoi-flugveUi í aprU árið 1996 og ákærðar fyrir að hafa reynt að Laus úr haldi eftlr 4 ár Ættingjar tóku á móti Tran Thi Cam og syrgöu um leiö dóttur hennar. smygla tæpum 6 kg af heróíni tU Hong Kong. Tran Thi Cam var þyrmt vegna aldurs en 44 ára dóttir hennar, Hiep, var líflátin af aftöku- sveit í apríl á þessu ári þrátt fyrir kröftug mótmæli kanadískra stjórn- valda. Embættismenn í Ottawa segja stjórnvöld í Hanoi hafa snið- gengið sönnunargögn sem hefðu getað gert sakfeUingu yfir Hiep að engu. Tran mun halda tU Toronto í Kanada með fjölskyldu sinni þar sem hún bjó áður. Sakaruppgjöf hennar ætti að bæta samskipti Ví- etnam og Kanada. Sakaruppgjöfin í Víetnam var önnur á þessu ári en i aprU sl. var rúmlega 12.000 föngum sleppt. Mannréttindasamtök segja erfitt að slá á tölu fanga sem enn sitja inni, vegna mikiUar leyndar stjómvalda. Svarað til saka Yfirvöld í Indó- nesíu segjast munu yfirheyra 19 manns, vegna ofbeldisverk- anna sem fylgdu í kjölfar kosning- anna á Austur- Tímor í fyrra. „Þetta er góð byrj- un en við verðum að bíða og sjá hvort þetta fullnægir kröfunni um réttlæti," sagði Jose Ramos-Horta, leiðtogi sjálfstæðissinna á Austur- Tímor. 330 börn myrt síðan 1998 Dauðasveitir í Hondúras hafa myrt 330 böm á tveimur árum án dóms og laga. Helmingur fórnar- lambanna er undir 18 ára aldri og hinn helmingurinn 18 tU 22 ára. Stór hluti morðanna hefur aldrei verið rannsakaður. Búist við gosi Japönsk eyja suður af Tokyo hef- ur verið rýmd af ótta viö að eldgos sé í aðsigi. Miklir skjálftar og eitt- hvert öskufaU hefur verið á eynni Miyakejima seinustu tvo mánuði. Margir af 4000 íbúum eyjarinnar voru þegar famir þegar skipunin barst. Innflytjendur í göngunum Tólf manna hópur ólöglegra inn- flytjenda fannst í Ermarsundsgöng- unum í gærmorgun. Lestaferðir lágu niðri eftir að fólkið, sem var slasað, uppgötvaðist á járnbrautar- teinunum í breska enda ganganna. Baskar ábyrgir Aðskilnaðarsinnar Baska, ETA, hafa lýst sig ábyrga fyrir fjómm morðum í seinasta mánuði. ETA tengist 800 dauðsfoUum í 32 ára blóðugri baráttu fyrir sjálfstæðu riki Baska á N-Spáni. Óttast íranska árás Yfirvöld í Banda- rikjunum og ísrael óttast að Saddam Hussein, forseti íraka, hefji árás á ísrael á meðan bandarísku forseta- kosningamar standa yfir í nóvem- ber. Bandarískur embættismaður segir í Washinton Post engin merki um yfirvofandi árás en hins vegar taki Bandaríkin enga áhættu. 19 vændiskonur myrtar Kínverji hefur verið ákærður fyr- ir að hafa á tveggja ára tímabUi nauðgað 19 vændiskonum og myrt þær í hefndaræði eftir að hann af- plánaði dóm fyrir fyrstu nauðg- unina. Hans bíður líklega dauða- dómur en Kína líflætur fleiri saka- menn á ári hverju en öU önnur lönd i heiminum tU samans. Refsiaðgerðir Frakkar hyggjast leggja tU refsiað- gerðir gegn Júgóslavíu Slobod- ans MUosevics. Bretar eru á móti tiUögunni og segja hana koma á versta tíma. Þeir segja aðgerðimar verða tU þess að auka vinsældir hans og að þjóðin muni fylkja sér að baki honum í kosning- unum 24. september. Framtíð Concorde engin Rannsakendur Concorde-flug- slyssins, sem varð í París í júlí með þeim afleiðingum að 113 manns fór- ust, hafa greint frá fyrstu niöurstöð- um rannsóknarinnar. Þeir setja spumingarmerki við áframhald-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.