Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 11 I Skoðun Plástur í gufu Það var ofsaveður og dallurinn klifraði upp krappar öldurnar og skall síðan fram af með þeirn afleiðingum að karlarnir um borð tókust á loft og urðu að grípa dauðahaldi í það næsta sem fyrir var til að skella ekki í gólf- ið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Á milli þess að skipið steypti stömp- um valt það þunglega til hliðanna. Það var sannkölluð bræla og hörðustu togarajaxlar sátu kirfilega skorðaðir í borðsalnum. Kurr var í mönnum og einhver hafði á orði að hann skildi ekkert í karlfitlinu í brúnni að halda til hafs í slíku veðri. Áhöfnin var skipuð einvalaliði ungra sægarpa sem flestir áttu að baki þónokkra reynslu af sjómennsku. En ekki voru allir vanir sjóhundar. í áhöfninni var Breti sem ráðinn var á síðustu stundu vegna þess að bátsmaðurinn hafði dottið í það og náði ekki að láta renna af sér. Skipstjórinn haföi við orð að sér væri ekki vel við að ráða þennan viðvaning í túrinn. „En maður verður að gera fleira en gott þykir. Það verð- ur þá bara að henda honum í land aft- ur ef hann ekki skilar sínu,“ sagði hann við stýrimanninn. Sjóveikur netamaður Þar sem skipið barðist áfram í stór- sjó og ofviðri vakt það athygli jaxl- anna að Bretinn gekk óstuddur um allt skip og virtist ekkert þurfa að halda sér. „Helvítis fíflið stendur öld- una,“ hálfhvíslaði netamaðurinn þar sem sá breski gekk inn í borðsalinn skælbrosandi í sömu svifum og skip- ið datt fram af einni bárunni. Sjálfur var netamaðurinn hálfsjóveikur og með hefðbundna þunglyndistilfinn- ingu vegna þess að vera rifinn upp frá konu og börnum til að hjakka á Halamið. Bretinn steig ölduna eins og ballettdansari og settist pent til borðs þar sem hann réðst umsvifalaust á bakka, fullan af kexi, og úðaði í sig af græðgi. Til að skola niður kexinu drakk hann mjólk sem komin var fimm daga fram yflr síðasta söludag og hafði verið opin á borðinu alla landleguna sem að baki var. Þá fékk hann sér gúrkusneiðar sem verið höfðu á borðinu jafnlengi og mjólkin. Hann rétti siðan skálina að neta- manninum og bauð honum með sér. Hálfsjóveikir jaxlamir sneru sér und- an og vildu greinilega ekki horfa á viðvaninginn borða hvað þá að taka þátt í átinu. Rúsínur undir ísskáp Veðrið hélst svipað dag- inn eftir og skipstjórinn ákvað að dóla á meðan það væri að ganga niður. Áhöfnin var komin til heilsu, enda þekkt að sjóveiki vanra manna tekur af á ör- fáum klukkutímum. Á öðrum degi bræl- unnar var Bretinn allra manna kátast- ur en aðrir höfðu allt á homum sér enda skildu menn ekki af hverju skipið lá ekki í landi í veðrinu. Þeir höfðu vanist því að hinn aflasæli skipstjóri þeirra væri ekkert að sperra sig út á sjó i leiðinlegu veðri. En nú kvað við nýj- an tón og á sama tíma og skipið þurfti á allri sinni sjóhæfni að halda til að verjast brotsjóum lágu aðrir togarar i landi og karlamir gældu við konur sínar og léku við bömin. Þetta var um miðjan september og haust- lægðirnar komnar á kreik. í landi var sláturtíð í hámarki og konur gjarnan blóðugar upp að öxlum við að búa til blóðmör. Ekki var svo að skilja að það væsti um menn um borð i togar- anum. Það var gufubað um borð og myndbandstækið var í gangi allan sólarhringinn. Þá var farsími fyrir áhöfnina og annar á stjórnpalli. Tæknivæðingin um borð hafði þau áhrif að menn vom löngu hættir að tala saman og Rambó eða aðrar hetj- ur hvíta tjaldsins sáu áhöfninni fyrir því andlega fóðri sem þeir töldu nauðsynlegt. Séinni hluta túrs horfðu menn gjaman á sænskar klámmynd- ir sem undirvélstjórinn sá um að út- „Helvítis fíflið stendur ölduna, “ hálfhvíslaði netamaðurinn þar sem sá breski gekk inn í borð- salinn skœlbrosandi í sömu svifum og skipið datt fram af einni bár- unni. vega í áskrift. Áhorfið varð til þess að þeir sem aðgang höfðu að konum í landi voru langspenntir þegar heim kom að morgni dags. Þá var gjarnan stráð súkkulaðirúsínum undir ís- skápinn til að börnin þvældust ekki fyrir á meðan sterk áhrif sænska myndbandsins vora slegin af. Þrátt fyrir lúxusinn um borð kom þó ekk- ert í stað þess að vera heima í þorp- inu og njóta þeirrar tilbreytingar að hitta annað fólk en þá karla sem skráðir voru á skipið og eiga bein og milliliðalaus samskipti við alvöru- konur sem að vísu voru sjaldnast út- búnar eins glæsilegum kanónum og þær sænsku. Konan í slátri Mórallinn var því þungur þar sem enn var dólað á þriðja degi. Aðeins Bretinn hélt sínu striki og skeiðaði skælbrosandi um allt skip. Hann reyndi að tala við skipsfélagana en þeir vildu ekkert af honum vita. Kokkurinn sagði méira að segja „fuck you“ þegar Bretinn vildi vita hvemig hann hefði það. Ástandið um borð var á mörkum uppreisnar en einn og einn fór upp í brú til þess eins að horfa hálfstjörfum augum út í sort- ann í þeirri veiku von að skipstjórinn tæki sönsum og sneri skipinu undan veðri og áleiðis til lands. Það var mik- ið hringt í land og konur áhafnarinn- ar vom jafnfúlar i landi og menn þeirra á sjónum. Á fjórða degi brælu- ferðarinnar missti eiginkona kokks- ins þolinmæðina og í stað þess að hringja enn einu sinni í mann sinn til að heyra það eitt að skipið hjakkaði tómt úti í ball- arhafi Reynir Traustason blaðamaður hringdi hún í skipstjórann. „Hvað á það eiginlega að þýða að vera á sjó í þessu veðri og í brjálaðri spá? Veistu ekki að hjónaballið er um helgina?“ spurði hún og það mátti greina á titr- andi rödd hennar að henni var nóg boðið. Skipstjórinn var rólegheita- maður og hann eyddi spurningunni með þvi að spyrja um veðrið í landi. Konan var hin versta og sagði að hon- um væri andskotans nær að upplifa sjálfur veðrið í landi í stað þess að þumbast úti í ballarhafi. „Af hverju læturðu svona, maður?" spurði hún. Það kom löng þögn. Síðan tók skip- stjórinn til máls: „Ég get eiginlega ekki farið í land. Það stendur nefni- lega illa á heima hjá mér og miklu notalegra að dóla héma úti. Konan er að taka slátur og ég þoli ekki lengur að sitja við að sauma vambir eins og undanfarin haust," sagði hann og bætti svo við: „Það soðna svo á mér puttarnir, auk þess að ég þoli ekki að horfa á blóð. Mér verður svo flökurt." Breti í gufu Það var kominn laugardagur þeg- ar veðrið gekk loks niður og hægt var að byrja veiðarnar. Hið árlega hjónaball var um kvöldið en mann- skapurinn var búinn að sætta sig við að verða fjarri góðu gamni. Bretinn var enn hinn kátasti og hann fékk kokkinn í lið með sér til að kveikja á gufubaðinu. Enginn vildi vera hon- um til samlætis i gufunni en það fékk ekkert á hann og þegar menn áttu leið fram hjá klefanum mátti greina glaðbeitt andlit hans í glugg- anum á hurð gufubaðsins og hann veifaði glaðlega. Fyrir tilviljun eina átti netamaður- mn ermdi fram hjá klefanum í sömu svif- i um og ij Bretinn Éjm taldi sig hafa fengið næga 49 gufu og M opnaði S dyrnar. Neta- mannm- um til mik- illar skelf- ing- ar valt nýliðinn út úr klefanum og lá máttvana á flisalögðu gólfinu. Hann gaf frá sér hljóð sem voru mitt á milli ýlfurs og gráts og svo gubbaði hann. Netamaðurinn varð að hafa hraðar hendur og snúa Bretanum svo hann kafnaði ekki í eigin ælu. Það var brugðið skjótt við og þrír menn sameinuðust um að halda á hinum erlenda skipsfélaga sínum inn í klefa þar sem honum var drösl- að í koju. Á togurum sem öðrum stærri skipum er það hlutverk stýri- mannsins að lækna sjúka og slasaða, auk þess að gefa lyf. Stýrimaðurinn var kallaður að sjúkrabeði Bretans. Hann ræddi við sjúklinginn eftir því sem hægt var á móðurmáli hans. Eft- ir nokkra íhugun og nákvæma skoð- un felldi hann úrskurð. „Hann er sjóveikur," sagði stýrimaður með miklum þunga og háseti sem var í hlutverki hjúkrunarkonu, haldandi á bakka með báðmull og stílum, saup hveljur og hann missti bakk- ann: „Það getur ekki verið. Hann er búinn að standa af sér mestu brælu sem ég hef upplifað," sagði aðstoðar- maðurinn. „Það er logn,“ sagði stýri- maðurinn hugsi og setti upp gúmmí- hanska á hægri hendi. Síðan skipaði hann hásetanum að taka utan af ein- um sjóveikistil og kom honum svo fyrir á viðeigandi stað í líkama hins sjúka. Stofugangur Um nóttina fór „skipslæknirinn" á stofugang að beði Bretans og hóf skil- greiningu sjúkdómsins. Bretinn lá máttvana í beði sínum og stundi með reglulegu millibili. Stýrimaðurinn ákvað að skjóta í hann öðrum stil og hóf síðan greininguna. Bretinn sagð- ist ekkert skilja í þessu ástandi. Hann hafði gert ýmsar fyrirbyggj- andi ráðstafanir áður en haldið var úr höfn. Meðal annars hafði hann sett á sig sjóveikiplástra aftan við bæði eyru. Hann lyfti hendinni með erfiðismunum og strauk aftan við eyrað. „It’s nothing there,“ sagði hann undrandi og það bráði af hon- um eitt andartak. Stýrimaðurinn beygði sig yfir hinn sjúka og kíkti. Það var ekki um að villast. Engan plástur var að fmna og hann skipaði _ hásetanum, aðstoðarmanni sín- um, að leita inni á gufu- baðið. Eftir nokkra stund kom aðstoð- armaðurinn til baka og hélt tveimur plástr- : um milli flngur- góma. Sameigin- lega límdu þeir , plástrana aftan við eyru sjúklings- ins. Örfáum mínút- um síðar spratt sjúk- lingurinn upp af beði sínum og sagðist vera svangur. Dagana sem eftir lifðu af veiðiferðinni vann hann eins og berserkur og var hvers manns hugljúfi. Meira að segja kokkurinn nikkaði til hans að fyrra bragði. En hann tók ævinlega sveig fram hjá dyrum gufubaðsins og á landleiðinni sleppti hann . stUrt- unni. Skoðanír annarra Minnir á Argentínu „Þegar pólitísk- ur leiðtogi I Serbíu hverfur inn í hvítan sendibíl og er numinn á brott, á sama tíma og op- inberir fjölmiölar umlykja þetta augljósa mannrán með þrúgandi þögninni, þá sjáum við að verki stjórnvöld sem víla ekki fyrir sér að grípa til hryðjuverka. Enginn hefur séð Ivan Stambolic, fyrrum forseta Serbíu, síðan hann fór út að skokka síðastliðinn fóstudag og var rænt þegar hann nam staðar til að hvíla sig. Stambolic var náinn vinur og mikilvægur bandamaður núverandi forseta Serbíu, allt þar til Slobodan Milosevic bolaði honum frá og tók völdin árið 1987. Síðar urðu þeir andstæðingar. Þetta er baksvið mannshvarfs sem á óhugnanlegan hátt leiðir hugann að herforingja- stjóminni í Argentínu, sem tók and- stæðinga sína af lífi á laun.“ Úr forystugrein Aftenposten 29. ágúst. Myndir í Kína „Kínverskt máltæki segir að ein mynd sé meira virði en tíu þúsund orð. Satt er það. Og líka þegar eina mynd vantar, þar sem það er sönn- un þess að ritskoðun er við góða heilsu í Kína kommúnistanna. Kín- verskir tollverðir hafa lagt hald á 16 þúsund eintök af bók með myndum af Clinton forseta af því að i þeim var mynd af forsetanum þar sem hann hélt í hönd Dalaís Lama. Bók- in, Clintón-árin, hefur að geyma meira en 200 myndir eftir Robert McNeely, opinberan ljósmyndara Clintons, frá 1992 til 1998. Þær voru prentaðar í Hong Kong og sendar yf- ir landamærin til Shenzhen í sunn- anverðu Kina til bókbands. Kínverj- ar, sem réðust inn í Tíbet og hafa stjórnað þar með harðri hendi í fimm áratugi, þola ekki Dalaí Lama og lita á hann sem óvin sinn.“ Úr forystugrein Houston Chron- icle 30. ágúst. Evran og efnahagsmálin „í ársfjórðungsyfirliti fjármála- ráðuneytisins kemur fram að ef evr- unni verður hafnað muni það leiða til strangari efnahagsstefnu. Fréttir þess efnis birtust i erlendum dag- blöðum þegar á þriðjudag. Sama dag var komið að fjármálaráðherranum að útskýra að höfnun myndi kosta fé, þó ekki nema vegna hærri vaxta sem þarf til að standa vörð um krónuna. Andstæðingar (evrunnar) eru mjög reiðir yfir því að fjármála- ráðherrann skyldi vekja athygli á því að höfnun myndi draga dilk á eftir sér. Hlutlausari aðilar gagn- rýna einnig efnahagslegu rökin, bæði vegna þess að þeir telja póli- tísku rökin betri og af því að hægt er að líta á efnahagslegu rökin sem upphaf hræðsluáróðursherferðar. Hvenær urðu góð rök og þau sem máli skipta að bannyrði í umræð- unni um evruna í Danmörku?" Úr forystugrein Politiken 31. _ - ágúst. Tramal i Ameriku „Öldungadeild- arþingmaðurinn Joe Lieberman kaUaði Bandarík- in á mánudag „trúræknasta land í heimi". Ýmsir í Bútan eða Páfa- garði kynnu að vefengja það en al- mennt er þetta rétt athugasemd: Bandaríkin eru land þar sem trúin blómstrar. Meira en það, mörg trú- arsamfélög blómstra, alla jafna án þess að skipta sér hvert af öðru eða af þeim sem kjósa að taka ekki þátt í trúarlífi. Umburðarlyndi, ásamt með trúrækni frekar en trúræknin ein, veldur því að margir öfunda Bandaríkin. Og sá andi umburðar- lyndis er í hættu þegar stjórnmála- menn fara of langt yfir mörkin milli stjórnmála og trúar." Úr forystugrein Washington Post 31. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.