Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Helgarblað DV Claudia Schiffer mun sjást í mynd- unum „Chain of Fools“ og „In Persuit“. Fleiri fyrirsæt- ur í kvikmynda- bransann Æ fleiri fyrirsætur reyna fyrir sér í kvikmyndaheiminum. Má þar nefna nöfn eins og Cindy Crawford, Denise Richards, Elizabeth Hurley, Tyra Banks, Naomi Campbell, Fam- ke Janssen og Amber Valletta. „Fyr- irsæturnar vinna stöðugt harðar að því að komast inn i Hollywood þar sem þær átta sig á því að starfsævi fyrirsætunnar er stutt,“ segir tiskugúrúið Tom Julia í blaðinu USA Today. „Þetta þýðir að fyrirsæturnar hoppa til ef færi gefst,“ útskýrir hann. Amber Valletta er meðal þeirra eftirsóttustu, bæði sem módel og einnig á kvikmyndatjaldinu. Hana verður fljótlega að sjá í myndunum What Lies Beneath og þar á eftir í Family Man. Og á næsta ári mun hún dúkka upp í myndinni Perfume. „Venjulega fá fyrirsætur bara til- boð um að leika sætar stelpur en sem betur fer hef ég fengið skemmtilegri hlutverk en það,“ seg- ir Amber. Fleiri fyrirsætur hafa freistað gæfunnar eins og t.d. Famke Jans- sen og Rebecca Romijn-Stamos sem leika báðar í X-Men á meðan Tyru Banks verður að sjá í Coyote Ugly. Sundfatafyrirsætan Estella War- ren mun leika í nýjustu mynd Sylv- esters Stallones, . Driven, og það sama er að segja um hina fyrrver- andi fyrirsætu Kip Pardue. Patricia Velazquez er svo tilbúin í að endur- taka leikinn i The Mummy 2. Nú svo mun ofurfyrirsætan Claudia Schiffer einnig sjást á hvita tjaldinu í myndunum Chain of Fools og In Persuit. Hrifln af nælonsokkum Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og rithöfundur, á tvo ketti. Annar er á heim- ili hennar í París en þessi, sem heitir Lúna, býr í íbúð hennar í Reykjavík. Lúna kann hvergi betur við sig en innan um nælonsokka og á hún sína eigin hrúgu sem hún fær að hringa sig í. þegar hún kemur til baka. „Einu sinni var ég samfleytt 18 mánuði í burtu og þá hélt ég að Lúna væri nú alveg örugglega búin að gleyma mér en svo reyndist síður en svo vera. Ég var ekki fyrr komin inn meö ferðatöskumar en hún hné niður við fætur mér,“ segir Oddný sem komst virkilega við. Hún hefur líka þann sið að biðja ættingja sína að láta kettina fá flík af sér til þess að liggja á nokkrum vikum áður en hún er væntanleg til landsins til þess að venja þá við sig. -snæ Kötturinn Lúna heillast af nælonsokkum: Pissaði á Guð- brandsbiblíuna viðbjóð sinn með því að pissa. Odd- ný nefnir sem dæmi þegar fjar- skyldur ættingi kom einu sinni í heimsókn og þar sem Lúnu lynti alls ekki við hann hafi hún pissað í rúmið hjá honum. „Sem betur fer er kötturinn hættur þessu pissustandi vegna frábærra plöntulyfja sem ég fékk í París," segir Oddný. „Auk þess leggst hún í nælonsokkahrúgu og þvælir henni, en við það róast hún.“ Jólin eru líka eitt af því sem fer í taugarnar á Lúnu. „Hún þolir ekki allt þetta stress og spennu sem er í kringum jólin,“ upplýsir Oddný og rifjar upp sögu af einum jólunum þegar Lúna hoppaði upp á bókahillu og pissaði á sjálfa Guðbrandsbiblí- una, sem þar lá, til að sýna van- þóknun sina á öllu umstanginu. „Bróðir minn, Jónas Sen, var þá fljótur að álykta að kötturinn hlyti að vera haldinn djöflinum," segir Oddný sem tekur ekki mikið mark á þeim ummælum. Er rammskyggn Hvað sem galdrahæfileikum Lúnu líður er Oddný ekki frá því að Lúna sé skyggn og því til staðfest- ingar nefnir hún sögu af þvi að einu sinni hafi henni boðist verkefni á íslandi sem hún var óákveðin í að taka. Á meðan hún var enn stödd í París og að hugsa sinn gang hringdi móðir hennar í hana en foreldrar Oddnýjar sjá um Lúnu þegar hún er erlendis. „Mamma fer að segja að Lúna hafi hegðað sér mjög undarlega síð- ustu daga. Hún hafi farið inn í íbúð- ina mína sem er fyrir ofan þeirra. Þar hafi hún farið upp í rúm og byrjað að laga til, færa til púða o.s.frv. og neitað að koma þaðan út,“ segir Oddný sem stuttu seinna þáði verkefnið og fór til íslands. „Lúna hefur hitt miðil sem sagði að hún væri köttur fom í skapi og ég hef fulla trú á því að hún finni ým- islegt á sér, eins og það að ég væri á leið til landsins. Hún vissi það aliavega á undan mér,“ segir Odd- ný. Hún segisl vera hissa á því hversu gott minni kettirnir hafi því þrátt fyrir ferðalögin á henni virðist kettimir alltaf muna eftir henni Sætur fress Shiolin er hinn köttur Oddnýjar og er í París. Kvikmynda- fræðingurinn og rithöfundur- inn Oddný Sen flækist mikið á milli íslands og Frakklands vegna vinnu sinnai; og á hún sér því ekki bara tvö heimili heldur líka tvo ketti. Annar köttur- inn heitir Shiolin, á heima í París og er sérlega gæfur eins árs fress af persneskum ættum. Hinn kötturinn á heima í Reykjavík, heitir Lúna og er sex ára gömul kolsvört læða. „Ég eignaðist Lúnu þegar hún var aðeins vikugömul. Hún fannst í bílskúr í Hafnarfirði og það átti að lóga henni. Hún var nær dauða en lífi en ég sauð ofan í hana grænmeti og núðlur og kom henni á fætur,“ segir Oddný sem viðurkennir að vegna þess hversu ung Lúna var þegar hún fékk hana hafi hún oft á tíðum verið nokkuð erfið. Þolir ekki jólin Oddnýju þykir mjög vænt um báöa kettina en Lúna er þó ótvírætt með sterkari persónuleika. „Hún þjáist af skammdegisþung- lyndi eins og margir íslendingar og þyrfti sennilega að vera i lömpum á vetuma," segir Oddný í fullri al- vöru. Lengi vel, þegar Lúnu mislík- aði eitthvað, átti hún það til að sýna Trúarvitund vor Ég er ekki frá því að orðaskakið um kristnitökuhátíðina sé heldur í rénun, svo er líklega guði fyrir að þakka. Svo borið sé í bakkafullan lækinn er nú talið fullvíst að á trúarvitund íslendinga sé ekki að byggja þegar efnt er til útihá- tíða. Vænlegra til árangurs sé að flagga vinsælum poppurum eða glæstum grað- hestum á hestamannamótum. Faðir, sonur og heilagur andi trekkja andskotann ekkert. Himnafeðgarnir eru ekki „in“. Hvað þá kirkja og kristni. Einsog raunar dæmin sanna. Þegar aðstandendur kristnitökuhátíðar- innar voru að meta líkurnar á aðsókn má ganga út frá því sem vísu að þeir hafi stuðst við könnun sem Hagvangur gerði á trúarvitund landsmanna fyrir rúmum ára- tug. Þar var könnuö trúarsannfæring landsmanna, guðhræðsla, bænhiti, lotn- ingu fyrir guðsorði og ást á himnafeðgun- um. Og í krafti þeirrar könnunar var blásið til kristnitökuhátíðarinnar. Þar kom fram að nærri þriðjungur þjóð- arinnar (28%) lá á bæn á hverjum morgni og var Faðirvorið vinsælast. Nærri allar íslenskar konur (89%) litu svo á að guð væri til og lágu að eigin sögn mikið á bæn með börnum sínum. Það voru aðeins kvennalistakonur (11%) sem afneituðu guði og var sú skýring gef- in á guðleysi þeirra að það stafaði af „sér- stöðu þeirra í þjóðfélaginu". Karlmenn höfðu hinsvegar meiri efa- semdir mn tilvist guðs en konur en þó hölluðust þrír af hverjum fjórum (74%) að því að guð væri til (sem auðvitað verður að teljast ágætt þegar karlmenn eru ann- ars vegar) Af könnuninni var semsagt dregin sú ályktun að íslendingar væru guð- hræddasta, trúhneigðasta og bænheitasta fólk í veröldinni. En takið nú vel eftir. Sérstaka athygli vakti að fólkið í land- inu var því sem næst ófáanlegt til að fara í kirkju. Níutíu prósent af hinum guð- hræddu og trúhneigðu íslendingum náðu því ekki að fara í kirkju einusinni í mán- uði og talið var fullvíst að þau tíu prósent sem sögðust fara í kirkju mánaðarlega hreinlega lygju því. Guð fyrirgefl mér að segja þetta. Það merkilegsta við könnunina var að það var einsog þjóðin tæki ekkert mark á boðorðunum. Og nú kemur að því sem átti að verða mergurinn þessa máls. íslendingar hafa frá upphafi gefið skít í boðorðin. Fyrsta boðorðið hljóðar svo, í herrans nafni: - Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig. Við kristnitökuna var það lögfest á Al- þingi að menn mættu eiga sér hjáguði ef það bara kæmist ekki upp. Það var sem- sagt í lagi að blóta á laun. Upphaf kristni á íslandi helgaðist af því að brjóta fyrsta boðorðið. Á þessu sama Alþingi voru himna- feðgarnir síðan hæddir og svívirtir af þing- heimi og þar fauk annað boðoröið. í ellefu hundruð ár hafa íslendingar unn- ið um hverja helgi og brotið með því það þriðja. Og ósköp hafa nú menn í gegnum tíðina verið latir við að heiðra fóður og móður sem er fjórða boðorðið, ef ég man rétt. Hver annan drápu þeir svo á ferðum sin- um um landið í blóra við hið fimmta og svona mætti lengi telja. Samkvæmt könnuninni finnst öllum ís- lendingum í lagi að brjóta sjötta boðorðið og drýgja hór í óvígðri sambúð. Helmingur karla og þriðjungur kvenna sér ekkert athugavert við að halda framhjá maka sínum og brjóta þannig tíunda boð- orðið sem fjallar um það að maður eigi ekki að gimast konu náungans, þræl hans, ambátt, uxa eða asna. Sannleikurinn er nefnilega sá að kenn- ingar, boðskapur og siðfræði kirkjunnar hefur alla tíð átt sáralítið erindi til íslend- inga. Hagvangskönnunin varpaði á sínum tima skýru ljósi á það hvemig landsmenn hafa bara alla tíð látið sér nægja að vera í orði kveðnu guöhræddir, trúræknir og bænheitir. Skíttolaggo með hitt. Það var semsagt fyrir löngu sannað fé- lagsvísindalega að íslendingar eru að eigin sögn guðhræddasta, bænheitasta og trú- ræknasta þjóð í heimi. En trúarvitund þeirra er - þegar öllu er á botninn hvolft - vandfundin. í hjarta sínu afheita þeir kirkjunni, heil- agri ritningu og siðfræði kristinna manna. Eru enn að blóta á laun. Þessvegna fóru þeir ekki á Þingvöll i sumar. FIosi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.