Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 DV Tilvera M.il;i.<óiiifiiir Það getur hver sem er eldað - en það eru ekki allir sem kunna að redda sér Þegar rökkva tekur er ekkert rómantiskara en að skella sér út að borða með makanum og taka það rólega. Þegar maður situr og biður eftir matnum hefur maður í raun- inni ekki hugmynd um það hvað er að gerast inni i eldhúsinu hjá kokk- unum og öðru starfsfólki. Það er þvi mikil ánægja að tiikynna ykkur það, lesendur góðir, að að þessu sinni er matgæðingur vikunnar Steindór Þórarinsson en hann hefur einmitt unnið sem kokkur á ýmsum stöðum í borginni. Steindór er ekki einungis ungur kokkur heldur er hann einnig maður sem getur bjarg- að sér út úr hlutunum á seinustu stundu og það með glans. Hann ætl- ar að deila með okkur skemmtilegri reynslusögu sem einmitt gerðist á einum veitingastað borgarinnar og gefur okkur hinum vonandi innsýn i það sem getur verið að gerast í eld- húsum veitingastaða á meðan við hin sitjum róleg og bíðum eftir matnum okkar. Gratinemð stóriúða „Það kemur oft fyrir að við þurf- um að redda eða hagræða hlutun- um til þess að halda viðskiptavin- um okkar ánægðum og það reyndi í rauninni ekki mikið á þessa hæfni mína og starfsfélaganna fyrr en þremur árum eftir að ég byrjaði að flkra mig áfram í kokka- mennskunni. Ég var á vakt á ein- um veitingastað borgarinnar þeg- ar stór hópur frekar kröfuharðra útlendinga mætti á staðinn. Þeir höfðu pantað borð og verið harðir á þvi að þeir vildu fá gratíneraða stórlúðu því það var að þeirra mati fínni fiskur okkar íslendinga. It tastes very good Það var því mikið sjokk þegar ég var staddur niðri í kæli og fann enga stórlúðu. Yfirkokkurinn sem hafði átt að panta stórlúðuna var ekki á staðnum og þar sem ég treysti mér ekki til þess að tilkynna þessum fina hóp að pöntunin hefði gleymst þá ákvað ég að taka áhættuna og elda fyrir þau ýsu (án þess að segja þeim frá því). Þar sem stórlúða er töluvert" öðruvisi í laginu (og þó ég minnist nú ekki á bragðmuninn) þá reyndi mikið á listræna hæfileika mina við það að reyna að láta ýsuna líta út fyr- ir að vera stórlúða. Ég skar ýsuna í fúllt af litlum bitum sem ég svo pússlaði saman í stóra kassa og skellti ost yfir og þá var ýsan allt í einu orðin að gratineraðri stórlúðu (a.m.k. í þeirra augum). Sem betur fer var það í verkahring þjónanna að bera „stórlúðuna“ fram á meðan við hin biðum spennt inni í eldhúsi. Þjónninn fór síðan fram og spurðist fýrir um það hvemig „stórlúðan" bragðaðist. Það var mikill spennu- léttir þegar orðin „it tastes very good“ hljómuðu yfir allan salinn. Yf- irkokkurinn heyrði ekki af þessu fyrr en seinna meir en til allra ham- ingju tók hann þessu alls ekki illa,“ sagði Steindór sem er alveg örugg- lega eini maðurinn sem getur eldað stórlúðu úr ýsu. Ég verð nú að viðurkenna það að ég er alls ekki duglegur í þvi að elda fyrir mína nánustu. Reyndar elda ég aldrei nema í vinnunni. Ég er mikið fyrir þaö að taka áhættu þegar ég elda en sagt er að hvaða auli sem er geti eldað en kúnstin er sú að kunna að redda sér. Eftirfarandi uppskriftir eru mínar uppáhalds og vona ég að þið njótið þeirra jafh vel og ég hef gert“ segir Steindór. Kokkurinn Steindór Þórarinsson. Sniglar í sveppwn Fyrir 6 36 meðalstórir sveppir 36 sniglar (úr dós) Hvítlaukssmjör 200 g smjör 1 msk. fint saxaður hvítlaukur 1 msk. pesto 1 tsk. dijon sinnep 1 msk. söxuð steinselja salt og pipar Meðlæti 6-8 franskbrauðsneiðar hvítlaukssmjör 1 sítróna steinseljukvistur Skolið sniglana. Takið stilkinn úr sveppunum og skerið aðeins neðan af sveppahöttunum þannig að þeir velti ekki. Mýkið smjörið og hrærið hvít- lauknum, pestoinu, sinnepinu, stein- seljuni, saltinu og pipamum saman við. Setjið 1 tsk. af hvítlaukssmjörinu í hvem sveppahatt og stingið einum snigli í. Bætið síðan mn hálfri teskeið af smjörinu ofan á. Raðið á ofnskúffú og setjið undir heitt grill í miðjum ofni í 6-8 mínútur. Setjið 6 snigla á hvem disk og berið fram með ristuðu brauði, sítróubáti og steinseljukvisti eða annarri fallegri kryddjurt. Aliönd meö sveskjusósu Fyrir 6 1 ahönd, 2 kg 70 g gróft salt hvítur pipar 100 g svínafita (spekk) Sveskjusósa 3 dl andasoð 100 g steinlausar sveskjur 1 dl rauðvín 1 msk. ostrusoja 1/2 tsk. kanill ögn sítrónusafi Skohð og þerrið fuglinn að utan og inn- an. Skiptið i sex hluta. Skerið frá alla um- framfitu og geymið. Nuddið kjötið vel með salti og pipar, setjið í leirpott og geymið í kæli í sólarhring. Dag- inn eftir er kjötið tekið úr pottinum og þerrað vel. Potturinn er hreinsaður vandlega. Bræðið nú saman andafituna og svínafit- una. Leggið kjötið þétt í leirpottinn og helhð bráðinni fitunni yfir. Setjið lokið yfir og bak- ið við 130° C í tvo tima, þannig að kjötið soðni í feitinni. Stingið pijóni í kjötið til að kanna hvort það er fuhsoðið. Ef út kemur blóðlitur safi þarf lengri eldunartíma. Kæhð pottinn. ef fitan flýtur vel yfir kjötið getur það geymst í kæli í 6-8 vikur! Við framleiðslu er kjötið fært upp á ofngrind og fitan skafin af því. Það er síðan penslað með apríkósusultu og steikt í 200°C heitum ofhi í 10-15 mínútur eða þar th kjötið er heitt í gegn og komin á það stökk skorpa. Sveskjusósa Leggið sveskjumar í bleyti í rauð- vininu yfir nótt. Maukið síðan í bland- ara og hehið heitu andasoðinu yfir. Færið í pott og bragðbætið með ostrusoju, kanh og ferskum sítrónusafa. Hollráð Einnig má notast við aðrar sósur með þessum rétti, t.d. appelsínu- eða apríkósusósu. Þær em búnar th á sama hátt og sveskjusósan sem lýst er að framan. Ég ætla að skora á hann Hákon fé- laga minn en hann er einmitt vakt- stjóri á Grand Hótel og er að mínu mati einn sá besti kokkur sem ísland hefur ahð. Ui*i*skriíUr Bakaöir banan- ar meö pipar- myntusúkkulaði Góður með framandi ávöxtum. Handa fjórum 4 þroskaðir bananar 100 g piparmyntusúkkulaði Skerið bananana með hníf eftir endhöngu, þó ekki í gegn, og notið helminginn af hýðinu. Pressið hlið- amar út á við. Brjótið súkkulaðið í bita og raðið í bananann, 4-5 bitum i hvem. Bakið á miðlungsheitu grihi í u.þ.b. 15 mínútur. Meðlæti Rjómaís með ferskum berjum og ástríðualdinum (passion fruit). Appelsínupönnu- kökur Mjög sérstakar pönnukökur, henta vel með miklum ís. 150 g smjör 11/2 msk. flórsykur 11/2 msk. appelsínusafi 1 msk. börkur 1 tsk. appelsínulíkjör Lagiö pönnukökur og kælið. Smjörið á að vera mjúkt og er hrært saman við flórsykur- inn. Af- ganginum er síðan blandað saman. Hrærið vel saman og haldið vel mjúku. Penslið smjörinu yfir ljósu hliðina á pönnukökunum og steikið i ca 1-2 mín. (smjörhliðina), brjótið þær í tígla. Þegar það er búið Nykaup Par sem ferskleikitm býr Uppskriftirnar eru fengnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefni í þær fæst. er þeim raðað á pönnuna, hehið Grand Mamier yfir og eldsteikið. Berið fram með ís. Súkkulaði- hnetumarengs Mjög einfold eh marengsinn þarf langan bakstur. 6 eggjahvítur 200 g sykur 80 g flórsykur 1 tsk. maísmjöl 80 g heslihnetur 1 msk. kakó Fylling 3 dl rjómi 1 tsk. vanihudropar 1 tsk. sykur Hjúpur 100 g suðusúkkulaði 1 msk. matarolía Þeytið eggjahvitur og bætið sykri saman við og þeytið þar th mar- engsinn er vel stífur, sigtið flórsyk- ur, kartöflumjöl og kakó (má sleppa) saman við marengsinn ásamt heslihnetunum. Smyijið út tvo botna (26 cm), bak- ið við 120 gráður í tvo tíma og látið kólna í ofninum. Þeytið rjómann, vanhludropa og sykur saman, saxið súkkulaðið og blandið saman við rjómann. Setjið á mihi botn- anna, bræöið saman súkkulaði og oliu og setjið yfir tertuna og skreytið með jarðarberj- um. Lambakótelettur með hvítlauk og kotasælu Sannkahaöur sæluréttur. Fyrir fjóra. 8-10 grihkótelettur (eða 16-20 stk. einfaldar) 2 stk. hvítlaukar, hehir 300 g kotasæla 1/2 dl matarolía 4 stk. tómatar 2 tsk. salt 1 tsk. McCormick Season Ah nýmalaður pipar 2 msk. söxuð fersk steinselja 4 stk. bökunarkartöflur 60g smjör Skerið fituna af eða eftir smekk. Penslið kótielettumar með matarol- íu og kryddið með pipar. Hitið grhlið vel, pakkið kartöflunum inn í álpappír og grhlsteikið i 46-60 mín- útur eftir stærð. Ath. Setjið álbakka á mhli glóðar og grindar ef fita lek- ur af kótelettunum th að koma í veg fyrir bruna. Skerið kross á tómatana (u.þ.b. 1/2 sm), penslið með olíu og grih- steikið í 5-6 mínútur. Skerið hvítlaukinn í tvennt þversum, penslið með olíu og grhl- steikið i sárið í 8-12 mínútur. Legg- ið kótielettumar á vel heitt grihið. Steikið í 6-8 mínútur á hvorri hlið og kryddið með salti og McCormick Season Ah. í lok steikingar er 1 tsk. af kotasælu sett á hverja kóthettu og steinselju stráð yfir. Meðlæti Bakaðar kartöflur, grihaðir tómatar og grhlaður hvítlaukur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.