Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 ■ 58 Tilvera X>V lí f iö E F T I R V I. 11 II U Setning Djass- hátíðar í Tjarn- arsal í dag Setning Djasshátíoar Reykja- víkur hefst í Tjarnarsal Ráö- hússins klukkan 16.00. Djass- unnendur láta sig væntanlega ekki vanta.Aðgangur ókeypis. Djasstónlistarmennirnir Jens Winther trompetleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari leika á Kaffi Reykjavik frá kl. 20.30 til kl. 22.00 og kostar það áhugasama 1500 krónur að fá að njóta listar þeirra. Á efri hæð Kaffi Reykjavíkur verður Drum & Bass og kostar aðgangur að- eins 1000 krónur. Leikhús ■ MEÐ FULLRI REISN Hið sívin- " sæla gamanleikrit, Með fullri reisn, er sýnt í Tjarnarbíói um þessar mundir og hefiast sýningar stundvís- lega klukkan 20.30. Miði á sýning- una gildir sem tveir fyrir einn tilboð ð Argentínu steikhús. ■ SEX I SVEIT Á Stóra sviöi Borg- arleikhússins eru að hefjast á ný sýningar á leikritinu Sex í sveit eftir Marc Camelotti. Miöasalan er opin virka daga frá kl. 12.00 til 18.00, frá kl. 13.00 laugardaga og sunnu- daga og fram að sýningu sýningar- daga. ■ VÍNARTÓNLEIKAR í íslensku óp- erunni hefjast Vínartónleikar klukk- an 20.30. Einsöngvari er Unnur Astrid Wilhelmsen en hún kemur fram ásamt Vínarhljómsveit. Kabarett ■ GRAFARVOGSDAGURINN Grafar- vogsdagurinn er nú haldinn hátíöleg- ur í þriðja sinn og er í ár einnig við- buröur í menningarverkefninu Ljós- brot sem er á dagskrá hjá Reykja- vík menningarborg Evrópu árið 2000. Opnanir ■ AF FJOLLUM Guðrún Kristjáns- dóttir opnar myndlistarsýningu í Hafnarborg, menningar- og lista- < stofnun Hafnarfjarðar klukkan 16 í dag. ■ BIRTAN í SÍMASKRÁNNI í dag, kl. 15.00 opnar Hulda Vilhjálms- dóttir sýningu á olíumálverkum í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg 5. Sýningin nefnist „Birtan í síma- skránni (trú, von og kærleikur)". ■ DAVÍÐ ART Á CAPÉ 22 Lista maðurinn Davíö Art Sigurösson opn- ar í dag myndlistarsýningu á Café 22 (Laugavegi 22). Verkin á sýning- unni eru 15 talsins, unnin með pastel- og olíulitum. ■ HRAFNKELL j DÝRINU í dag kynnir Portrettmyndastúdíó Hrafh- kels Sigurössonar starfsemi sína á neðri hæö tískuverslunarinnar Dýrs- ins viö Laugaveg 47. Þar geta gestir '' og gangandi látið taka af sér por- trett sem þeir geta síðan fengið af- hent á staðnum gegn vægu gjaldi. ■ IRÍBISTUR í HAFNARPORG I dag kl. 16 opnar Þorgerður Sigurðar- dóttir myndlistarmaður sýningu á tréristum í Hafnarborg. ■ FANTASI DESIGN Ifl. 14 í dag opn- ar sýningin Fantasi Design í Gerðubergi. Þetta er samnorræn sýning á hönnun og,uppftnningiun bama og unglinga. Á sýningunni eru hlutir frá Finnlandi, Svfþjóð, Danmörku og íslandi. Sýningar- gripir eru púmlega 50 og þar af 18 ^ íslenskir. A sýningunni má sjá hluti eins og Bakteríusímann frá Danmörku en haxm gerir tjáskipti við bakteríur mögiúeg og er þannig mikilvægt innlegg í læknavísindin. Þema Fantasi Design er hönnun bama fyrir nánasta umhverfi sitt. Sjá nánar: Líflö eftir vinnu á Vísl.is íslenskir blöörutrúðar: Engir venjuleg- ir trúðar - áhorfendur veltast ekki um af hlátri heldur af undrun „Við köllum okkur „Prúðir trúðar" enda erum við ekki með mikið sprell," segir Guð- björg Sigurðardóttir, einn af skemmtikröftum Prúðra trúða sem taka að sér að skemmta við hin ýmsu tækifæri. Hin- ir prúðu trúðar eru engir venjulegir trúð- ar því þeirra mark- mið er ekki endilega að fá fólk til að velt- ast um af hlátri yfir einhverjum fiílalát- um heldur miklu frekar að veltast um af undrun þegar þeir breyta blöðrum í öllum regnbog- ans litum í hinar ýmsu figúrur. „Ég get búið til um 15 dýr og figúrur en hattarnir eru einnig mjög vinsælir," segir Guðbjörg sem lærði listgreinina í Bretlandi. Ágóðinn til mannúöarstarfa Allur ágóðinn af skemmti- dagskrá Prúðra trúðra rennur til Líknarfélagsins Fjölskyldan ses. sem styrkir m.a. mannúðarstarf á Indlandi. „Peningarnir hafa t.d. verið not- aðir til að bæta aðbúnað í skólum í landinu og til styrktar heymarlaus- um,“ segir Guð- björg sem sjálf starfaði í 13 ár í Austurlönd- um við kennslu og mannúðarstörf en er nú komin aftur á klakann. „Við reynum að hjálpa fólki þannig að það geti hjálp- að sér um, bæði einkasam- kvæmum sem sjálft,“ útskýrir Guðbjörg en Fjöl- skyldan ses. er alíslenskt líknarfé- lag sem er þó í samstarfi við önnur erlend líknarfélög með sömu mark- mið. Blöðrurnar losa um spennuna Það hefur verið nóg að gera hjá hin- um Prúðu trúð- stærri við- burðum. Nú auglýsið þið skemmtun ykkar ekki aðeins fyrir börn heldur líka fullorðna. Hefur fulloróið fólk virki- lega gaman af blöór- um? „Já, það er alveg ótrúlegt hvað það hefur gaman af þessu. Við vor- um t.d fengin til þess að skemmta starfsfólki ís- landsbanka-FBA. Við bjuggum til partíhatta handa starfs- mönnunum og þeir losuðu svo sannarlega um spennuna hjá fólkinu og fólk naut sín óþvingaö," segir Guð- björg. -snæ Prúöur trúöur. Guðbjörg lærði blöðruhnýtingar á Englandi og segir það mikla listgrein. Allur ágðði af trúða- starfi hennar rennur til mannúðarmáia. Paradís Hljómsveit ársins 1996. Fremst á myndinni er Ásgeir Óskarsson sem var í öllum hljómsveitunum fjórum. Söguleg stund á Broadway: Fjórar frá áttunda áratugnum Tímabilið milli 1970 og 1980 var mjög frjótt hvað varðar stofnun hljómsveita hér á landi. Diskóið var ekki komið til sögunnar og hljóm- sveitir allsráðandi á dansmarkaðn- um enda var mikið spilað og farið í landsreisur. Hljómsveitir á þessum árum voru þó frekar skammlífar og því var oft skipt um stöður í sömu hljómsveitum, bryddað upp á nýjum áherslum og sveitinni gefið nýtt nafn. í kvöld koma fram fjórar hljómsveitir á Broadway sem voru mjög áberandi á áttunda áratugn- um, Eik, Paradís, Pelican og Póker. Þetta voru allt hresilegar rokk- hljómsveitir sem voru óhemjuvin- sælar um tíma, gáfu út plötur og voru kosnar hljómsveitir ársins. Einn maður var í öilum þessum hljómsveitum, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, sem enn þann dag í dag er með virkari og bestu trommuleikurum landsins. Þrír aðr- ir voru í þremur þessara sveita, Pét- ur Kristjánsson, Björgvin Gíslason og Pétur Hjaltested. Sjálfsagt verða margir sem vilja endurnýja kynni sín af þessum hljómsveitum og ung- ir rokkarar ættu endilega að kynna sér söguna og heyra í nokkrum þeim einstaklingum sem báru uppi merki rokksins á þessum árum. Frægðarsaga hljómsveitanna fjög- urra er nokkur og má nefna að Eik var kosin hljómsveit ársins 1975 og þótti mjög svo framsækin hljóm- sveit. Pelican, sem sjálfsagt er þekktust af þessum fjórum hljóm- sveitum, var kosin hljómsveit árs- ins 1973 og 1974, og gaf út lög sem urðu mjög vinsæl. Paradís, sem stofnuð var 1975, var kosin hljóm- sveit ársins 1976. Poker var eitt af svokölluðum súperböndum þar sem þekktir rokkarar sinn úr hverri átt- inni tóku sig saman og stofnuðu hljómsveit. Hún varð aftur á móti ekki langlíf og náði ekki að fylgja eftir tilboði frá bandarískum aöil- um. -HK Mynd frá sýningu Gangsins. Fjölbreytt- ar sýningar Það er ýmislegt um að vera í menningarlífinu þessa dagana. Tölvusamskiptanet menningar- borganna, cafe9.net, var opnað í gær en þær hafa allar opnað tölvukaffihús og á þeim fer fram skapandi samskiptanef þar sem fólk getur fengið að taka þátt í mótun listrænna verkefna. Tölvukaifihús Reykjavíkurborg- ar verður til húsa í fjölnotasal Hafnarhússins. Sérstök hátíð verður í Lista- safni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á laugardaginn, kl. 14, vegna komu danska fjöllistamannsins Jörgen Nash og opnunar á sýn- ingu hans. Meðal atriða er ljóða- upplestur en einnig er þess vænst að íslenskir vinir lista- mannsins komi fram. í Listasafninu hefur einnig verið opnuð myndlistarsýning i tilefni þess að Galleríið Gangur- inn er 20 ára. Sýning hefur ver- ið í galleríinu frá því maí en hefur verið stækkuð og færð í Listasafnið. Forstöðumaður Gangsins er Helgi Þorgils Frið- jónsson en galleríið sýnir aðal- lega verk óþekktra listamanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.