Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.09.2000, Blaðsíða 52
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá f síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2000 Íslandssími og Tal: Þreifað á sameiningu - ágreiningur inn vægi í heildarpakkanum Þreifíngar um sameiningu ís- landssíma og Tals áttu sér stað fyrir skömmu. Sam- kvæmt heimildum DV voru þegar í upphafi skiptar skoðanir um það hversu mikið Þórólfur hvort fyrirtæki Íslandssími mat fyrir sig ætti að sig of hátt. vega inn í heildar- pakkann. Forráðamenn Íslandssíma töldu að félagið ætti að vega á bilinu milli 50 og 60 prósent af honum. Það þótti Talsmönnum of hátt metið. Þeir gátu ekki sætt sig við að Íslandssími ætti meirihluta í sameinuðu fyrirtæki. Málið hefur því ekki náð að ganga það langt að til formlegra samningavið- ræðna forsvarsmanna þessara tveggja símafyrirtækja hafi komið. „Sameining væri að mörgu leyti , skynsamleg en hún yrði þá að vera með einhverjum formerkjum sem báðir aðilar sættu sig við,“ sagði Ey- þór Amalds, fram- kvæmdastjóri ís- landssíma, við DV, sem kvaðst vilja undirstrika að Eyþór engar formlegar Allir hugsa um viðræður hefðu átt sameiningu. sér stað miili félag- —1——■— anna. „Ég held að ailir á þessum markaði hugsi um hvar sé hægt að sameinast um verkefni. Við eigum örugglega eftir að sjá samein- ingar á næstu vikum og mánuðum á þessum markaði. Meim eru einungis að skoða málin frá öllum hliðum. En það hafa ekki farið fram formlegar við- ræður um sameiningu milli íslands- síma og Tals.“ Ekki náðist í Þórólf Ámason, for- stjóra Tals, sem staddur er erlendis um þessar mundir. -JSS Sameining: Umbúðir í eina sæng Samkomulag hefur náðst um sameiningu Kassagerðarinnar og Umbúðamiðstöðvarinnar og var sameiningin kynnt fyrir starfsfólki fyrirtækjanna í gær. Stefnt er að því að stofna nýtt félag um reksturinn, kjósa nýja stjóm og ráða fram- kvæmdastjóra. Umbúðamiðstöðin hefur verið i eigu prentsmiðjunnar Odda frá ár- Tilboósveró kr. 4.444 P-touch 1250 Rmerkileg merkivél brother Lítil en STÓRmt 5 leturstæröir 9 leturstillingar prentar í 2 Imur borði 6, 9 og 12 mm 4 gerðir af römmum Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport inu 1996 og framkvæmdastjóri þar er Guðmundur Karlsson. Fram- kvæmdastjórar Kassagerðarinnar hafa verið bræðumir Kristján Jó- hann og Leifur Agnarssynir sem eru synir Agnars Kristjánssonar sem áður sat þar við stjómvölinn en Agnar var sonur Kristjáns Jóhanns Kristjánssonar sem stofnaði Kassa- gerðina 1932. Starfsmenn Kassagerðarinnar eru 140 en starfsmenn Umbúðamið- stöðvarinnar 45 talsins. -EIR DVWYND ÞOK Vetrardagskrá Leikfélags Reykjavíkur kynnt Nýr leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur kynnti vetrardagskrá sína í Borgarteikhúsinu 1 gær. Hér er Guöjón Pedersen meö tveimur dyggum samstarfsmönnum, trúðunum Barböru ogJens. Rætt er viö Guöjón á bls. 20-21 sem segist vera bjartsýnismaöur en ekki spámaöur. Brjáluð belja gerir usla á Hvammstanga: Braut tennurnar í sláturhússtjóranum - björgunarsveitarmenn leituöu skjóls bak viö heyrúllu í baráttunni við kúna sem var svört, rennileg og ótrú- lega úthaldsgóð á hlaupum. „Strax og beljan varð okkar vör tók hún stefhuna niður fjalliö á fleygiferð, með nautastóðið á hælunum. Stóðið óð yfir allar girðingar og nam ekki staðar fyrr en í útjaðri þorpsins." Á 30 km hraöa Björgunarsveitarmönnum Frá Hvammstanga Beljan braust út úr sláturhúsinu meö rassaköst- um, óö í gegnum þorpiö og stefndi til fjaiis. Brjáluð belja trylltist rétt utan við Hvammstanga síðdegis á fimmtudag- inn þegar 10 björgunarsveitarmenn á kraftmiklum jeppum og ríðandi að- stoðarmenn reyndu að færa hana til slátrunar. Kýrin, sem er frá Staðar- bakka í Miðfirði, slapp úr sláturhús- inu á Hvammstanga í þann mund sem aflífa átti hana snemma á mánudags- morguninn. Komu menn engum vöm- um við þegar kýrin braust út úr slátur- húsinu með rassaköstum, óð í gegnum þorpið og stefndi til fjalls. Misstu menn sjónar á henni í miðjum hlíðum Vatnsnestjalls. Tvisvar í lífshættu „Það var gerður út leiðangur björg- unarsveitarmanna á jeppum og hross- um i fyrradag og fúndum við beljuna í nautastóði uppi í fjallinu," sagði Gísli Már Amarson, sem þátt tók í leitinni, og telur sig tvisvar hafa verið í lífshættu tóks að umkringja beljuna og gerðu tilraunir til að snara hana en hún réðst gegn þeim og þurftu nokkrir björgunarsveitarmenn að leita skjóls á bak við heyrúllu þegr atgangurinn var hvað mestur. Gripu menn þá til þess ráðs að reyna að þreyta kúna með því að aka á eftir henni á fleygiferð um tún á jeppum og töldu menn hana á köflum hafa verið á 30 kílómetra hraða. Að lokum varð hún lúin og tókst mönnum þá að ýta henni ofan i skurð og koma á hana böndum. Byssur sóttar „Þegar hér var komið vom menn búnir að ná i byssur því þetta var lífs- hættulegt," sagði Gísh Már sem send- ur var ofan í skurðinn með bönd á belj- una. „Við bundum hana kirfilega og drógum svo upp á jeppakerru. Þegar sláturhússtjórinn ætlaði svo að hnýta síðasta hnútinn á skepnuna sló hún hausnum upp í kjálkann á honum og braut í honum tennumar. Hversu margar vissum við ekki þvi sláturhús- stjórinn fór beint til tannlæknis en beljan í sláturhúsið þar sem hún var aflífúð mönnum til mikils léttis,“ sagði Gísli Már Amarson sem hefúr ekki áður lent í annarri eins mannraun þó hann hafi víða farið. Slátuitiússtjórinn þögull „Sláturhússtjórinn á Hvammstanga, Steinbjöm Tryggvason á Galtanesi í Víðidal, vildi sem minnst tjá sig um baráttuna við beljuna þegar eftir því var leitað: „Það er allt í lagi með mig,“ sagði sláturhússtjórinn sem var aftur kom- inn til vinnu sinnar í gær. -EER * 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.