Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 Fréttir I>V Einkaheimsókn Li Pengs til íslenskrar fjölskyldu: Sjónvarpsfólki úthýst - alls ekki ætlunin að mismuna fjölmiðlafólki, segir lögreglan Fjölmiðlum var mismunað í einkaheimsókn forseta kínverska þingsins, Li Peng, til fjölskyldu í Breiðholti á sunnudagsmorguninn þegar ljósmyndara Morgunblaðsins var hleypt á fund Kínverjans og fjöl- skyldunnar. Lögreglumenn, sem önnuðust ör- yggisgæslu, meinuðu hins vegar öll- um öðrum fréttamönnum aðgang að húsinu og kom til lítils háttar stimpinga milli lögreglumanna og fréttamanna Stöðvar 2. „Við munum óska skýringa á þessu, það liggur ljóst fyrir,“ sagði Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðv- ar 2. Lögreglan í Reykjavík segist hins vegar ekki hafa verið að mismuna fjölmiðlum. „Ljósmyndari Morgunblaðsins var kominn þangað á undan öllum, við höfðum ekki hugmynd um að hann væri þama inni,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík og yfirmaður öryggis- gæslunnar. „Þaö var alls ekki ætl- unin að mismuna fjölmiðlafólki." Opinberri heimsókn Li Pengs til íslands lýkur í dag. Hann óskaði eft- Fjölmiölum mismunaö Li Peng, forseti kínverska þjóöþingsins, hefur veriö í opinberri heimsókn i boöi Alþingis á íslandi síöan á laugardag. í einkaheimsókn hans til íslenskrar fjölskytduyar fréttamönnum Morgunblaösins hleypt inn en ekki öörum fjöl- miölum. Ástæöan er aö fjölskyldufaöirinn er starfsmaöur Morgunbiaösins. ir að fá að heimsækja venjulega ís- Guðnason og fjölskylda hans fyrir lendinga og varð Heiðar Már valinu. Heimilisfaðirinn vinnur í prentsmiðju Morgunblaðsins og mun það vera ástæðan fyrir því að ljósmyndara Morgunblaðsins var boðið að fylgjast með heimsókninni. Lögreglan fékk lítinn tíma til þess að undirbúa einkaheimsóknina og sagði Geir Jón að hún hefði ekki einu sinni náð að láta aðra íbúa fjöl- býlishússins vita um komu Kínverj- anna. Heiðar Már vildi ekki tjá sig við DV um ástæðu þess að hann og kona hans urðu fyrir valinu hjá Li Peng. Samkvæmt heimildum DV eru Heiðar Már og kona hans venslafólk starfsmanns Alþingis. Að sögn talsmanns upplýsingaskrif- stofu Alþingis var þessi heimsókn einkaheimsókn Kínverjanna og stóð Alþingi því ekki fyrir vali þessa fólks. Li Peng neitaði að heimsækja Al- þingi, gestgjafa sinn, en áætlað hafði verið að hann heimsækti Al- þingi opinberlega á sunnudag. Ástæöan sem hann gaf upp var sú að skipulögð mótmæli ýmissa aðila fyrir utan Alþingishúsið á sama tíma myndu trufla heimsóknina. -SMK Vatnsendaland: Verulegar áhyggjur Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur ræddi fyrirhugaðar framkvæmdir Kópavogsbæjar á Vatnsendalandi á fundi sínum í lok síöustu viku. Mun nefndin fylgjast áfram með málinu og afgreiða um- sögn um það á næsta fundi. „Menn hafa verulegar áhyggjur af því sem þama er gert og vilja fylgjast vel með því,“ sagði Hrannar B. Am- arsson, formaður nefndarinnar, við DV. „Við munum fylgjast með fram- vindu mála við Vatnsenda og afgreiða umsögn um fyrirhugaðar fram- kvæmdir þar. Framkvæmdir á Vatns- endalandi geta haft veruleg áhrif á hið almenna útivistarsvæði allra höf- uðborgarbúa í kringum Elliðavatn. Sömuleiðis geta þær haft mikil áhrif á lífríki þess og Elliðaánna. Ég trúi ekki ööm en að sveitarfé- lögin sem liggja að Elliðavatni verði sammála um að það þurfi að vanda sérlega vel til verka á þeim vett- vangi. Ef eitthvað hendir lífríkið í Elliðavatni þá gerist hið sama i El- liðaánum.“ -JSS DV-MYND S Harftur árekstur varð á Bústaöavegi í gær. Ekkert lát viröist vera á umferöarslysum hér á landi. Gertiard Schröder, kanslari Þýskalands. Leifsstöð: Stórmennastraumur Lögreglumenn á Keflavíkurflug- velli hafa verið önnum kafnir við að standa heiðursvörð og gæta stór- menna sem leið hafa átt um Flug- stöð Leifs Eiríkssonar að undan- fömu og verður svo enn. í gær millilenti Vachlav Havel, forseti Tékklands, á flugvellinum og gerði stuttan stans án þess þó að fara í Bláa lónið eins og hann er vanur. í kjölfarið kom forseti Tyrk- lands ásamt foruneyti en báðir voru forsetamir á leið vestur um haf. í dag er svo von á Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, en hann stíg- ur um borö í þyrlu strax eftir lend- ingu og flýgur til Þingvalla til fund- ar við Davíð Oddsson. Þyrlan bíður kanslarans á Þingvöllum og flýgur með hann til baka að loknum fund- inum með Davíð og heldur kanslar- inn áfram for sinni vestur um haf líkt og forsetar Tékklands og Tyrk- lands. Þá þurfa keflvísku lögreglu- mennimir að vera viðstaddir brott- fór Li Pengs, forseta kínverska þingsins, svo og Valdas Adamkus, forseta Litháens, sem einnig fer af landi brott ásamt Ölmu eiginkonu sinni í dag. í framhaldinu er von á framkvæmdastjóra NATO og nokkrum helstu hershöfðingjum bandalagsins í Leifsstöð á næst- unni. -EIR Kæri kollegi Li Peng í Perlunni: Gan bei! - sagði Guðmundur Árni Stefánsson Guðmundur Ámi Stefáns- son, starfandi forseti Al- þingis, ávarpaði Li Peng, forseta kínverska þingsins, i veislu sem Alþingi hélt kín- verskum gesti sínum í Perlunni á sunnudagskvöld en margir þingmenn vom fjarverandi. Guðmundur Ámi ræddi mikilvægi samskipta þjóð- anna á sviði menningar og viðskipta og minnti síðan Li Peng á alþjóðlegan fund þingforseta sem haldinn var í New York í liðinni viku og þeir sátu báðir. „Þar ræddum við mikilvægi heið- arlegra og opinna skoðanaskipta þjóðþinga í milli, í alþjóðlegum heimi. í ályktun fundarins, sem samþykkt var í fundarlok, var með- al annars lögð áhersla á lýðræði, virðingu fyrir mannréttindum, um- burðarlyndi og mannúð," sagði Guðmundur Ámi. Hver þjóð fari sína leift Forseti Alþingis sagði Li Peng að það hefðu verið sér vonbrigði að hann skyldi ekki hafa kom- ið og hitt þingmenn í Al- þingishúsinu fyrr um dag- inn. Hins vegar gæfist tæki- færi til skoðanaskipta í kvöldverðarboöinu. „Það verður auðvitaö ekki fram hjá því litið aö þjóðfélagsskipan á íslandi og í Kína er mjög ólík. Við íslendingar bemm fulla virðingu fyrir því að hver þjóð fari sína leið með tiiliti til hefða, menningar og sögu þegar kemur að því að velja sér þjóðfélags- skipan,“ sagði Guðmundur Ámi. Þingforsetinn beindi hlýlegum orðum að gestum sínum. „Kæri kollegi, ég vona að þið hjónin hafið notið dvalarinnar á íslandi fram að þessu,“ sagði hann og óskaði síðan Li Peng og eiginkonu hans ánægju- legrar ferðar til Þingvalla daginn eftir. „Skál fyrir vinsamlegum sam- skiptmn íslands og Kina. Herra Li og frú Zhu, yðar skál. Gan bei!“ sagði starfandi forseti Alþingis að lokum. -GAR Guðmundur Ámi Stefánsson Útboð óþarft Landsvirkun tel- ur ekki þörf á þvi að bjóða út vinnu við rannsóknir vegna umhverfis- mats Kárahnjúka- virkjunar á EES- svæðinu. Stefnt er að því að skrifa undir verksamninga þar aö lútandi á næstunni, m.a. við Náttúrufræði- stofnun. Dagur sagði frá. Allir skulda 176 þúsund Heildarskuldir sveitarfélaga í árs- lok 1998 námu 47,2 milljörðum, eða sem nam um 176 þúsund krónum á hvem íbúa þeirra. Á móti kemur að peningaleg eign sveitarfélaga nam um 19,4 milljörðum. Dagur sagði frá. Nálgunarbann á eiginmann Héraðsdómur Reykjaness hefur bannað karlmanni á sextugsaldri að vera á tilteknu svæði í kringum heimili eiginkonu sinnar í sex mán- uði og að hafa milliliðalaust sam- band við eiginkonuna, dóttur henn- ar og karlmann sem með þeim býr. RÚY sagði frá. Neyðarástand yfirvofandi Stjómendur dvalar- og hjúkrun- arheimila segja skort á starfsliði, sérstaklega ófaglærðu, nú slíkan að þegar sé farið að loka rúmum og við blasi að Qestöll dvalar- og hjúkrun- arheimili á höfuðborgarsvæðinu verði að takmarka innlagnir og loka rúmum. Dagur sagði frá. 60 þúsund fyrir fjarkennslu Unglingar á framhaldsskólastigi í Grundarfirði þurfa að greiða 60 þús- und krónur fyrir námið vegna fjar- kennslu. Sveitarstjómin greiðir jafn háa upphæð fyrir hvem og einn. Dagur sagöi frá. Of feit börn á íslandi? Böm á íslandi hreyfa sig of lítið og em of feit og að óbreyttu munu þau þjást af ofiltu sem fullorðin. Námskeið til vamar þessu em á dagskrá Heilsuskólans en hann er hluti af nýrri keðju heilsuræktar- stöðva. RÚV sagði frá. Sala í mars óskhyggja EHreinn Loftsson, formaður einkavæð- ingamefhdar, segir að sala á Landssím- anum geti hafist í mars nk., en Hjálm- ar Ámason, varafor- maður samgöngu- nefndar Alþingis, segir það óskhyggju. Dagur sagði frá. Mikil röskun á flugi Mikil röskun varð á innanlands- flugi í gær vegna óhagstæðra veður- skilyrða samfara framkvæmdum við Reykjavikurflugvöll. Bylgjan sagði frá. Nýr hæstaréttardómari Gerð hefur verið tillaga um skip- an Áma Kolbeinssonar, ráðuneytis- stjóra í fjármálaráðuneytinu, sem hæstaréttardómara. Sólveig Péturs- dóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, kynnti þetta á ríkisstjómar- fundi í gær. Mbl. sagði frá. Leikmynd viö Jökulsárlón Verið er að setja upp leikmynd fyr- ir kvikmyndatöku stórmyndarinnar Tomb Raider við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Mbl. sagði frá. VIII fleiri Kinverja Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðið Jiang Zemin, forseta Kína, í opin- bera heimsókn hingað til lands. Mbl. sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.