Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.09.2000, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2000 9 Neytendur Með sól í hjarta... Að fara í Ijós Gullsól Stjömusól Sól og sæla, R.vík Sælan Sólogsæla, Hafnarfirði Stakur tíml 555 550 500 500 450 Stakur tíml f.h. 450 350 10 tíma kort 4.550 4.500 4.200 3.900 3.800 10 tíma kort f. hád. 3.200 2.500 Fyrsta haustlægðin hefur gert vart við sig svo um munar og minnt okkur á að sól- arstundum fer ört fækkandi. Það er þó ekki svo að fólk vilji endilega missa litinn sem þetta ánægjulega og fremur sól- rika sumar hefur leitt af sér og þá er að finna leið til að halda honum við án þess að til utanlandsferða komi. Sólbaðsstofur eru margar á ís- landi og kannski ekki skrýtið með þennan langa vetur. Við þurfum nauðsynlega sól í kroppinn reglu- lega til að viðhalda geðheilsunni góðu og D-vítamíninu. Verð á sólbaðstímum er nokkuð líkt víðast hvar, helst munar á kort- um eftir því hvort tímamir eru sótt- ir innan þriggja mánaða eða styttri tíma og svo hvort komið er fyrir eða eftir hádegið. Hjá Stjömusól á Akureyri kostar stakur timi 450 krónur fram til klukkan 11 en 550 krónur eftir það. Morgunkortið hjá Gullsól kostar 3.200 en venjulegt verð, þ.e. sé kortið notað allan daginn og fram á kvöld, er 4.550 og munar nokkru þar á. Hjá Sól og sælu i Reykjavík kostar 10 tíma kortið 3.500 þessa dagana en annars 4.200 krónur. Það borg- ar sig því pen- ingalegu sjónarmiði að vakna snemma og fara i sólbað og eins að nota kortin hratt. Hins veg- ar er spurning hvort það borgar sig frá heilsusjónarmiði því geislamir eru víst ekki mjög hollir, að minnsta kosti ekki í stórum skömmtum og mjög ört. -vs Ljósalampar njóta mlk- illa vinsælda ýflr vetur- inn og líka á sumrin þegar lítiö er um sól. Fjöleignarhús annað en fjölbýlishús - óhjákvæmilegt þótti að smíða nýtt hugtak sem næði betur yfir þau hús sem lögin taka til Kona hafði samband við Húsráð og spurði hvaöa munur væri á fjöl- eignarhúsum og fjölbýlishúsum og hvort sömu lögin giltu um hvort tveggja. Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Húsráða, svarar: í lögum um fjöleignarhús nr. 26/1994, sem tóku gildi 1. janúar 1995, er hugtakið „fjöleignarhús" notað yfir öll þau fjölbreytilegu hús sem lögin taka til. Ákvæði laganna eiga því við um fjöleignarhús, hvort sem um tvíbýlishús eða stórhýsi er að ræða og einnig um atvinnu-, verslunar- eða iðnaðarhúsnæði. Auk þess taka lögin til raðhúsa og annarra sam- byggðra og sam- tengdra húsa, bæði til íbúðar og ann- arra nota. Hugtak- ið fiöleignarhús hefur því miklu víðtækari merk- ingu heldur en fiöl- býlishús og er ekki ætlað að koma í þess staö. Fjölbýl- ishús eru ein gerö húsa sem samheit- ið fiöleignarhús er notað um. Fjölbýlishúsalögin frá 1976 giltu mn ýmis hús sem alls ekki eru fiöl- býlishús, t.d. atvinnuhúsnæði, bland- að húsnæði og raðhús. Þannig gefur LESENPUM SVARAÐ hugtakið fiölbýlis- hús ranga hug- mynd um gildis- svið laganna, að sumu leyti of þröngt en að öðru leyti of rúmt. Því falla heldur ekki öll fiölbýlishús undir lögin, heldur eingöngu þau hús þar sem eignarað- ildin er með ákveðnum hætti, þ.e. hús sem skiptast i íbúðir (sér- RÁDGJAFAÞJÓNUSTA HÚSFÉLAGA Lesendur geta sent spurníngar til sérfræöinga Húsráöa með tólvupósti. Netfangiö er dvritst@ff.is og merkja skal tólvupóstinn Húsráö. eignir) í eigu fleiri en eins aðila og í sameign sem allir eiga hlutdeild í. Fjölbýlishús sem er í eigu eins aðila eða í sérstakri sameign fleiri aðila fellur því ekki undir lögin. Heitið fiölbýli vísar til búsetu en það er ekki búsetan sem hér skiptir máli heldur hvemig eignaraðild er háttað. Af þessum sökum þótti óhjá- kvæmilegt að smíða nýtt hugtak, samnefnara sem næði betur yfir þau hús sem lögin taka til. Heitið „fiöleignarhús" hentar ágætlega því það er lýsandi um þetta eignarform og þau atriði sem máli skipta. Húsráð - Ráðgjafarþjónusta hús- félaga er að Suðurlandsbraut 30 og veitir margvíslegar upplýsingar og leitar ráða við álitamálum sem upp geta komið varðandi samskipti fólks í íbúðarhúsnæði. Síminn þar á bæ er 568 9988. -HKr. Það er gott... ... að blanda saman 1 msk. af ólífuolíu og 1 msk. af smjöri þegar steikja á grænmeti á pönnu. Þessi blanda gefur gott bragð og ólifuolían er talin nokk' uð holl - svona af feit- meti að vera. ... að sefia karrí eða annað krydd sem passar við matinn í oliuna áður en farið er að steikja t.d. fiskinn. Sleppið samt saltinu á fyrsta stigi, það getur orsak- að að safinn renni úr matnum áður en húð hefur myndast utan á hon- um. þröskuldana í herbergjum þar sem parket eöa dúkur er á gólfum. Ló vill setjast þama að og ef þess er gætt reglulega - sumir segja daglega en það má nú ekki ganga of langt í hreinlætinu - þá verður minna mál að sjá um að halda gólfunum hrein- um. ... að bleyta dag- blöðin og troða þeim í femur og láta þoma vel, t.d. á ofni. Þar með eru komnir finustu brennslukubbar í arininn, ódýrir og góðir. skyld- unni. ... að strjúka með blautu bréfi öðru hvoru við ... að nota Carob í stað súkkulaðis eða kakós í bakstur ef einhver hefur ofnæmi eða mígreni í Kakó og súkkulaði valda gjaman höfuðverk hjá mígrenifólki en Carobið virðist ekki gera það, þó svo bragðið sé svipað. ... að skera ofan af köku sem hefur lyft sér ójafnt eða brunnið að ofan, snúa henni þannig að botninn vísi upp og sefia á hana krem. Þannig sést ekki að neitt hafi farið úrskeiðis. fer i brauðdeigið með því að stinga fingri í það. Ef maður brennir sig ekki er vatniö mátulega heitt - eða að minnsta kosti ekki of heitt. ... að sjóða rækj- ur i bjór, það breyt- ir bragðinu á þeim og tilbreytingin er skemmtileg. Bara passa að sjóða þær ekki nema örstutt. ... að leyfa deig- inu að lyfta sér í ofninum og hafa aðeins kveikt á ofninum þannig að ljósið skíni en ekki setja hitann á. Ef deigið er óþekkt má sefia skál með sjóðandi vatni í ofninn eða kveikja á honum í nokkrar mínútur til að flýta fyrir lyftingu. En auð- vitað er best að gefa því tíma þó hann sé ekki alltaf fyrir hendi. ... að prófa hit- ann á vatninu sem ... að brjóta egg varlega og láta það leka á disk, setja eggjabikar yfir rauðuna og hella hvítunni í skálina sem hún á að fara í, ef að- skilja á rauðu og hvítu. að setja harðsoðin egg í kalt vatn strax eftir suðu til að koma í veg fyrir að rauðan verði dökk að utan. Þama má sjá seðlaveskið sem búlð er að taka láslnn úr en eftlr er að setja nýjan. Dýr lása- skipti Til umsjónarmanns neytenda- síðu kom heldur ósáttur neytandi með seðlaveskið sem sést á myndinni. Hann keypti þaö fyrir tæpum tveim árum síðan og svo vildi til að rennilásinn bilaði. Hann tók lásinn sjálfur úr og fór með veskið til framleiðandans sem er íslenskur. Þar fékk hann þær fregnir að ísetning nýs láss kostaði hvorki meira né minna en rúmar 4000 krónur og þótti honum sem dýr myndi Hafliöi allur. Útkoman er sú að honum finnst aö verið sé að draga úr áhuga hans á íslenskum iðnaði þar sem þetta sé svo dýrt og aðal- verkið, að taka lásinn úr vesk- inu, hafi hann unnið sjálfur og þvi ætti ekki að þurfa að kosta svona mikið að sauma nýjan lás í. Hann gat heldur engan veginn skilið af hverju það var álíka dýrt að setja nýjan lás í veskið og kostaði að kaupa nýtt veski því ekki munaði miklu þar á. Kawasaki fjórhjólin traust & lipur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.